Morgunblaðið - 06.01.1989, Page 47
MORGUNBLABIÐ IPROTTiR PÖSTUDAGtlR 6. JANÚAR 1989
47
KNATTSPYRNA / ENGLAND
KÖRFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ
Skemmtileg tilþrif en fáir áhorfendur á leik landsliðsins gegn Hapoel
ÍSRAELSKU bikarmeistararnir,
Hapoel Elyon, sigruðu íslenska
landsliðið í körfuknattleik í
Laugardalshöll í gœrkvöldi,
98:80. Leikurinn var mjög
skemmtilegur og vel leikinn og
gestirnir óhrœddir við að troða
og sýna aðrar kúnstir. Hinsveg-
ar var undarlegt að sjá aðeins
um 200 áhorfendur á þessum
leik, enda gefst ekki svo oft
tækifœri til að sjá eitt af bestu
félagsliðum Evrópu.
Islendingar bytjuðu mjög vel og
voru yfir lengst af í fyrri hálf-
leik. Israelsmenn tóku þó við sér
og voru yfir í leikhlei, 32:44. Síðari
hálfleikurinn var
svipaður; íslending-
um tókst að minnka
muninn í sjö stig en
góður endasprettur
gestanna tryggði þeim öruggan sig-
ur. Það er reyndar álitamál hvort
þetta lið sé ísraelskt eða bandaríkst,
því §órir bestu leikmenn liðsins eru
bandarískir.
íslenska liðið lék mjög vel, þrátt
fyrir að vera án Guðmundar Braga-
sonar sem er veikur. Magnús Guð-
finnson átti mjög góðan leik og bar
enga virðingu fyrir ísraelsmönnun-
um. Jón Kr. Gíslason lék vel gegn
hávöxnum vamarmönnum Hapoel
og Valur Ingimundarson átti einnig
góðan leik.
Stig íslands: Valur Ingimundarson
2Q, Jón Kr. Gíslason 16, Magnús Guð-
finnsson 16, Matthías Matthfasson 14,
Jóhannes Kristbjömsson 7, Guðjón
Skúlason 5 og ívar Ásgrímsson 2.
Logi B.
Eiósson
skrífar
Upplausn hiá Sheffield
MIKIL óánægja er nú meðal
flestra leikmanna Sheffield
Wednesday. Talið er að sex af
sterkustu leikmönnum liðsins
vilji losna frá félaginu og miklar
deilur hafa verið síðustu daga.
Peter Eustace tók við fram-
kvæmdastjórastöðunni í haust
er Howard Wilkinson fór til Leeds.
Síðan hefur gengið á ýmsu og upp-
úr sauð um helgina. Þá lögðu fjórir
leikmenn fram ósk um að verða
settir á sölulista.
Gary Megson verður að öllum
líkindum seldur til Manchester City
fyrir 250.000 pund en Alan Har-
per, sem kom frá Everton var neit-
að um sölu. Þá segist Nigel Wort-
hington vilja losna frá félaginu.
Mel Sterland, sem verið hefur
fyrirliðið liðsins, segir að ef hann
fái ekki fyrirliðastöðuna að nýju,
hafi hann ekki áhuga á að vera
lengur hjá félaginu.
Það var svo ekki til að bæta úr
skák að Sigurður Jónsson var
dæmdur í þriggja leikja bann fyrir
brottrekstur í leik Sheffield gegn
Coventry.
„Það eru mikil meiðsli og veik-
indi hjá liðinu núna og þessi læti
eru ekki til að bæta ástandið," sagði
Sigurður í samtali við Morgunblað-
ið. „Við vorum Qórir á æfingu á
þriðjudaginn og eigum í mestu
vandræðum með að skrapa í lið.
Ætli við þurfum ekki að nota hús-
vörðinn í næsta leik, “ bætti Sigurð-
ur við og hló.
Sheffield Wednesday er nú í
fjórða neðsta sæti í deildinni með
21 stig úr 19 leikjum.
Slaktí
Eyjum
Víkingar voru ávallt skrefinu á
undan Eyjamönnum í leik lið-
anna í Vestmannaeyjum í gær-
kvöldi. Leikurinn var einn sá slak-
^^■■■H asti sem fram hefur
Sigfús G. farið í Eyjum í vetur
Guömundsson og ekki fyrir augað,
skrifar mikið um pústra og
minna um spil.
Víkingar leiddu með tveimur til frjór-
um mörkum lengst af og sigurinn
nokkuð öruggur.
Það voru aðeins markverðimir,
Sigmar Þröstur og Sigurður, sem
stóðu fyrir sínu. Athyli hefur vakið
hvað leikmenn ÍBV nýta illa víta-
köst sín. í þessum leik misnotuðu
þeir fímm vítaköst og hafa misnot-
að yfir 40 vítaköst það sem af er.
Það verður að teljast kraftaverk ef
liðinu tekst að sleppa við fall úr
þessu.
HK á toppinn
Troðið í tómri höll!
HK er nú komið í efsta sæti
í 2. deildinni í handknatt-
leik, eftir sigur á Aftureldingu
í gær, 29:21.
i^Bi Þá sigruðu
Frá Þórsarar
MagnúsiMá Njarðvíkinga,
áAkureyri 25:24. Það var
Kristinn Hreins-
son sem tryggði Þórsumm sigur
þegar fimm sekúndur vom til
leiksloka.
Páll Gíslason gerði flest mörk
Þórsara eða 6 en Arinbjöm Þór-
hallsson var atkvæðamestur
Njarðvíkinga með 10 mörk úr
12 skotum.
Þá var einn leikur í 1. deiid
kvenna á Akureyri. Fram sigr-
aði Þór 22:14.
Guðríður Guðjónsdóttir var
markahæst Framstúlkna með 8
mörk en Inga Huld Pálsdóttir
gerði 6 mörk fyrir Þór.
Morgunblaðiö/Bjami
Magnús GuAfinnsson átti mjög góðan leik í gær. Hér stekkur hann hæst
og ýtir boltanum ofan í körfuna. Jón Kr. Gíslason og Birgir Mikalesson fylgj-
ast með.
ÍBV—Víkingur
18 : 20
íþróttahúsið í Vestmannaeyjum, ís-
landsmótið - 1. deild, fimmtudaginn
5. janúar 1988.
Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 5:3, 6:4,
6:5, 8:8, 8:9, 9:11,11:11, 11:15, 13:15,
13:16, 14:17, 16:17, 16:20, 18:20.
ÍBV: Sigurður Gunnarsson 8, Sigbjöm
Óskarsson 4/1, Sigurður Friðriksson
2/1, Hörður Pálsson 2, Björgvin Þór
Rúnarsson 1, Þorsteinn Viktorsson 1,
Óskar F. Brynjarsson, Elliði Aðal-
steinsson, Jóhann Pétursson, Tómas I.
Tómasson.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson
11, Ingólfur Amarson.
Víkingur: Bjarki Sigurðsson 4, Ámi
Friðleifsson 4/1, Siggeir Magnússon
3, Sigurður Ragnarsson 3, Karl Þráins-
son 3/1j Guðmundur Guðmundsson 2,
Einar Johannesson 1, Jóhann Samúels-
son, Eiríkur Benónýsson og Brynjar
Stefánsson.
Varin skot: Sigurður Jensson 14/4,
Heiðar Gunnarsson.
Utan vallar: ÍBV í 10 mín. og Víking-
ur 12 mínútur.
Áhorfendur: 400.
Dómarar: Ámi Sverrisson og Egill
. Öm Markússon - komust ágœtlega frá
leiknum.
í kvöld
Einn leikur fer fram i 1. deild-
arkeppninni í blaki í kvöld.
HK og HSK leika í íþróttahús-
inu Digranesi kl. 20.
m
Sigmar Þröstur Óskarsson,
ÍBV. Sigurður Jensson,
Víkingi.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Verð hér næstu
fjögurárin
- segir Guðni Bergsson sem fékk
varanlegt atvinnuleyfi í gær
GUÐNI Bergsson, sem leikur
með Tottenham, fékk varan-
legt atvinnuleyfi í Englandi í
gær. „Það er því Ijóst að ég
verð hér næstu fjögur árin.
Skrifað verður formlega undir
samninginn í næstu viku,“
sagði Guðni Bergsson í sam-
tali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
að er ánægjulegt að atvinnu-
leyfið er í höfn og ákveðin
óvissa er úr sögunni,“ sagði
Guðni.
Tottenham leikur gegn Brad-
HANDBOLTI
ford á útivelli í ensku bikarkeppn-
inni á morgun, laugardag, og
verður leikurinn sýndur í beinni
útsendingu í íslenska sjónvarpinu.
Guðni sagðist vera nokkuð von-
góður um að verða í byijunarlið-
inu. „Það er þó ljóst að Paul Gas-
coigne kemur nú inn í liðið að
nýju eftir meiðsli og það verður
einhver að víkja fyrir honum.
Vonandi verður það ekki ég.“
Guðni hefur leikið sem hægri
sóknarbakvörður og verið í peysu
númer 8. „Sjöan, mitt gamla núm-
er, er frátekið eins og er því Paul
Walsh hefur verið með það.“
HANDBOLTI
ÍÞRÚmR
FOLK-
I JIM Smith, hinn kaupglaði
framkvæmdastjóri Newcastle, hef-
ur mikinn áhuga á tveimur dönsk-
um leikmönnum sen leika með Ár-
hus í 1. deildinni í
Frá Bob Danmörku. Það eru
Hennessy Frank Pingell og
iEngiandi Björn Kristensen.
Þeir munu báðir
fara til Newcastle og æfa með lið-
inu næstu vikur.
M WEST Ham er nú í neðsta
sæti 1. deildar og hefur gengið
mjög illa að undanfömu, aðeins
gert 16 mörk í 20 leikjum. John
Lyali, framkvæmdastjóri liðsins,
bauð Dundee United 750.000 pund
fyrir framheijann Keith Wright.
Þessu boði hafnaði Dundee United
strax. Wright. átti að koma í stað
Tony Cottee sem West Ham seldi
til Everton í sumar.
■ NEIL Ruddock, sem Millwall
keypti frá Tottenham í sumar fyr-
ir 300.000 pund, vill nú fara frá
félaginu. Hann hefur lítið leikið með
Millwall, þrátt fyrir að vera einn
dýrasti leikmaður félagsins. Þá hef-
ur markaskorarinn Teddy Sher-
ingham neitað að skrifa undir nýj-
an samning við liðið. Margir telja*
að Millwall sá að leysast upp, líkt
og Wimbledon gerði eftir að liðið
varð bikarmeistari. Leikmenn hafa
fengið smjörþefinn af frægð og
frama, án þess að hafa neitt upp
úr því og vilja nú reyna fyrir sér
hjá stóm liðunum.
■ JUSTIN Fashanu, bróðir
John hjá Wimbledon, er kominn
aftur til Englands eftir nokkurra
ára dvöl í Bandaríkjunum. Hann
hætti í ensku deildinni vegna
meiðsla éh er kominn aftur og lék'-
æfingaleik með varaliði Manchest-
er City gegn nágrönnunum, Un-
ited. Fashanu skoraði í þessum
fyrsta leik sínum, strax á fyrstu
mínútunni.
■ LITLA Bikarkeppnin í knatt-
spymu innanhúss fer fram á Akra-
nesi um helgina. Á laugardaginn
er leikið í kvennaflokki og hefst
keppni kl. 14. Þar leika UBK,
Stjarnan, FH, Selfoss, Aftureld-
ing og ÍA. Keppni í karlaflokki
hefst kl. 12 á sunnudaginn. Þar er
liðunum skipt í tvo riðla. í A-riðli
leika í A, FH, Stjarnan og Selfoss.
í B-riðli leika Víðir, UBK, Haukar
og B-lið ÍA. ÍBK sendir ekki lið til
keppni á mótinu.
ÍSLANDSMÓTIÐ
1. DEILD
STJARNAN - KR............... 28:23
KA- FH ......................31:33
FRAM- VALUR..................18:23
ÍBV- VlKINGUR................18:20
Fj.leikja u j r Mörk Stlg
VALUR 10 10 0 0 266: 197 20
KR 10 8 0 2 256: 229 16
STJARNAN 10 7 0 3 229: 207 14
FH 10 6 0 4 266: 249 12
VIKINGUR 10 4 1 5 252: 266 9
KA 10 4 0 6 233: 235 8
GRÓTTA 9 3 1 5 187: 202 7
FRAM 10 1 3 6 210: 246 5
iBV 10 1 2 7 202: 234 4
UBK 9 1 1 7 192: 228 3
NBA-úrslit
Phoenix—Boston Celtics.106:104
Indiana—Atlanta Hawks..116:113
New York—New Jersey....105: 96
Washington—Charlotte...109: 86
Milwaukee—LA Clippere...110:102
Golden State—Miami Heat.109:100
LA Lakers—Portland.....133:120
k
| GOLF
Pútlmót hjá GR
Golfklúbbur Reykjavikur
gengst fyrir púttmóti í golf-
skálanum i Grafarholti á laugardag-
inn. Keppni hefst kl. 10 og lýkur
væntanlega um kl. 13.