Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 48
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Frumvarp flármálaráðherra:
Afengi og tóbak
hækki þrátt fyrir
lög um verðstöðvun
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, lagði í gær frarn
frumvarp sem heimilar honum að hækka útsöluverð á áfengi og
tóbaki þrátt fyrir lög um verðstöðvun. Þessu átti að ná með breyting-
artillögu við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar sem nú liggja fyrir
Alþingi en afgreiðslu þeirra hefiir verið frestað um óákveðin tíma.
Frumvarpið fór hraðferð gegnum
þrjár umræður í efri deild á innan
við klukkutíma í gær en á enn eft-
ir að fara í gegnum neðri deild
áður en það verður að lögum.
í fiárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að tekjur ríkissjóðs muni auk'-
-^ast um 450 milljónir króna vegna
sérstakra hækkana á áfengi og tó-
baki umfram almennar verðlags-
hækkanir. Fjármálaráðherra sagði
ljóst að þetta markmið næðist ekki
nema að heimilt yrði að hækka út-
söluverð á þessum vörum sem allra
fyrst.
Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálf-
stæðisflokki, og Guðmundur
Agústsson, Borgaraflokki, mynd-
uðu minnihluta fjárhags- og við-
skiptanefndar í þessu máli og töldu
óeðlilegt að ríkið undanskildi sjálft
sig verðstöðvun. Lögðu þeir til að
frumvarpið yrði fellt. Danfríður
Skarphéðinsdóttir sagði þessar
hækkanir vera gæfulegri en margar
aðrar tekjuöflunarleiðir sem ríkis-
stjómin hefði ákveðið og styddi
Kvennalistinn þetta frumvarp.
Hafiiarfjörður:
Hættulegar þrett-
ánda sprengjur
LÖGREGLAN í Hafnarfirði hef-
ur orðið vör við að unglingar þar
i bæ búi sjálfir til sprengjur úr
pappahólkum og púðri. Sprengj-
ur þessar eru öflugar og óttast
lögreglan að meiðsli hljótist af
notkun þeirra í kvöld, á þrettánd-
anum. Ekki hefiir orðið vart við
að unglingar í bænum búi til svo-
kallaðar rörasprengjur, sem
voru nokkuð algengar um
Morgunblaðið/Bjarni
síðustu áramót, en ollu alvarleg-
um slysum.
A miðvikudagskvöld var heima-
tilbúin sprengja límd við rúðu versl-
unar í Hafnarfirði og nægði kraft-
urinn í sprengingunni til að bijóta
rúðuna. „Lögreglunni tókst ekki að
hafa hendur í hári þeirra sem að
þessu skemmdarverki stóðu, en hins
vegar voru nokkrar slíkar sprengjur
teknar af unglingum í bænum,"
sagði Sveinn Bjömsson, rannsókn-
arlögreglumaður. „Sprengjumar
gera unglingamir með því að setja
púður úr flugeldum í sterka pappa-
hólka, vefja þá með límbandi og
festa kveik við. Kraftur sprengjunn-
ar, sem fest var á rúðuna, var mik-
ill og það er skelfilegt til þess að
hugsa að hún hefði getað spmngið
í höndunum á þeim sem var með
hana, eða einhver hefði getað
meiðst illa við að fá í sig glerbrot
úr rúðunni."
Rétt er að hvetja alla til að láta
heimatilbúnar sprengjur eiga sig á
þrettándanum. Þær geta valdið al-
varlegum slysum, eins og sannast
hefur undanfarin ár. Þá ættu for-
eldrar að kanna hvort böm þeirra
hafa slíkar sprengjur undir höndum.
Morgunblaðið/Sverrir
I rúst-
unumá
Rétt-
arhálsi
STAÐURINN þar
sem eldurinn kom
fyrst upp í húsinu
við Réttarháls 2.
Fremst á mynd-
inni eru leifar
kerru sem verið
var að rafsjóða og
fyrir miðju mynd-
arinnar stendur
Smári Steingríms-
son í hópi rann-
sóknarlögreglu-
manna, en Smári
varð fyrstur elds-
ins var. Rann-
sóknarlögregla
ríkisins hefur nú
eldsvoðann til
rannsóknar.
Komið hefur
fram af hálfu Eld-
vamaeftirlitsins, að
eldvömum hafí ver-
ið ábótavant á Rétt-
arhálsi 2. Morgun-
blaðinu tókst ekki í
gær að ná tali af
Viðari Halldórssyni
framkvæmdastjóra
Gúmmívinnustof-
unnar vegna þessa.
Sjá frásögn,
samtöl og
myndir á bls. 18
og 19 og samtal
við borgar-
stjóra á bls. 2.
Þrír blóðþegar með-
al alnæmissmitaðra
48 íslendingar hafa greinst með mótefiii
FJÖRUTÍU og átta íslendingar
höfðu greinst með mótefni gegn
alnæmi nú um áramótin, þar af
nítján á síðasta ári. Með alnæmi,
þ.e. sjúkdóminn á lokastigi, hafa
greinst tíu, þar af eru fimm látn-
ir. Meðal sýktra eru þijár konur
sem taldar eru hafa smitast við
blóðgjöf og er ein þeirra látin
en önnur með alnæmi á lokastigi.
væri nær lagi og miðaði hann þá
við að forvarnarstarf hafí farið að
skila árangri upp úr 1986. Skortur
á upplýsingum hamlaði því þó að
hægt væri að meta líkindin. Ekki
lægju fyrir upplýsingar um stærð
áhættuhópa og ýmsa aðra þætti
sem máli skiptu.
Tillaga um fjölgun í heið-
urslaunaflokki listamanna
Fulltrúar allra flokka á Alþingi
urðu í gær ásáttir um tillögu
um skipan heiðurslaunaflokks
listamanna. Samkvæmt tillög-
unni fiii 17 listamenn heiðurs-
laun Alþingis á þessu ári og er
það tveimur fleira en í fyrra.
Tveir þeirra listamanna sem
heiðurslaun hlutu í fyrra létust á
árinu, þeir Ólafur Jóhann Sigurðs-
son, rithöfundur, og Svavar
Guðnason, listmálari, þannig að
flórir listamenn hljóta nú heiðurs-
laun í fyrsta skipti. Þeir eru: Jó-
runn Viðar, Kristján Davíðsson,
Þorsteinn Ö. Stephensen og Jak-
obína Sigurðardóttir.
Aðrir listamenn í heiðurslauna-
flokki eru: Ámi Kristjánsson,
Finnur Jónsson, Guðmundur Dan-
íelsson, Halldór Laxness, Hannes
Pétursson, Indriði G. Þorsteins-
son, Jóhann Briem, Jón Nordal,
Jón úr Vör, María Markan, Matt-
hías Johannessen, Stefán íslandi
og Valur Gislason.
Heiðurslaun listamanna verða
600.000 krónur á mann. Frá þeirri
upphæð dregst staðgreiðsla opin-
berra gjalda og sé gert ráð fyrir
því að menn fullnýti persónufrá-
drátt sinn í öðrum störfum koma
373.560 krónur í hlut hvers lista-
manns. Heiðurslaun á þessu ári
hljóta 17 listamenn og er það
fjölgun um tvo frá fyrra ári.
Sex greindust með alnæmi á
lokastigi á síðasta ári en enginn
árið 1987. Karlar sem greinst hafa
með mótefni eru fjörutíu og einn
en konur sjö. Skipting smitraðra
eftir áhættuhópum er þannig að
hommar eru þrjátíu og tveir, eitur-
lyfjaneytendur átta, einn flokkast
bæði sem hommi og eiturlyfjaneyt-
andi, blóðþegar eru þrír og gagn-
kynhneigðir fjórir, þar af þijár kon-
ur. Af þeim fímm sem látist hafa
var ein kona en karlmenn fjórir.
Að sögn Haraldar Briem, smit-
sjúkdómalæknis á Borgarspítalan-
um, má áætla að fjöldi þeirra sem
hafa veiruna án þess að vita af því
liggi á bilinu tvöhundruð og fjörutíu
til sexhundruð og fimmtíu manns,
en hann sagðist álíta að lægri talan
Ýsaná 172
krónur í Hull
VERÐ á ísuðum fiski er enn hátt
á erlendu mörkuðunum. Ýsa fór
I gær upp I 172 krónur kílóið í
Hull og ufsi i 110 S Bremer-
haven. Verð á þorski hefur hins
vegar lækkað.
Engey RE seldi í gær 118 tonn,
mest karfa, í Bremerhaven. Heild-
arverð var 11,7 milljónir, meðalverð
98,67. Það er hæsta meðalverð, sem
fengizt hefur í íslenzkum krónum,
en í raun nokkrum aurum lægra
en verðið sem Hólmanes fékk fyrr
í vikunni.