Morgunblaðið - 08.02.1989, Qupperneq 7
*'»**»■ *
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
7
Fíkniefíiamál:
Maður í
varðhaldi
Gæsluvarðhaldsúrskurður
yfir manni um þrítugt, sem
grunaður er um fiknie&amis-
ferli og verið hefúr í gæslu frá
því á föstudag, rennur út í dag.
Maðurinn hefur áður komið við
sögu fíkniefnalögreglu að sögn
Arnars Jenssonar lögreglufulltrúa.
Hann varðist allra nánari frétta
af málinu.
Þorvaldur Elísson
Fannst látinn
Maðurinn, sem björgunar-
sveitir á Suðurlandi leituðu milli
Stokkseyrar og Þorlákshafnar
á mánudagskvöld, fannst látinn
nálægt Þorlákshöfn á þriðju-
dagsmorgun.
Hann hét Þorvaldur Elísson, til
heimilis að Sólvöllum 1, Stokks-
eyri, fæddur 29. júní 1948. Þor-
valdur lætur eftir sig eiginkonu,
tvö böm og tvö stjúpböm. Hann
var starfsmaður Stokkseyrar-
hrepps.
Leiðrétting
í GREIN sem birtist sl. laugar-
dag (4.2.) í Lesbók Morgun-
blaðsins og Qallaði um nýja
mósaíkmynd eftir Benedikt
Gunnarsson listmálara í kór
Háteigskirkju hafa slæðst inn f
texta þrjár prentvillur sem
þarfhast leiðréttingar.
í álitsgerð dómnefndar á að
standa m.a.:
„Verkið sýnir vel þann grund-
völl sem lifandi kirkja byggir á,
þ.e. hinn eilífa Guð sem sendir f
syni sínum ljósið til jarðarinn-
ar...“
(f stað orðanna „kristin kirkja"
skal standa “lifandi kirkja“ og
bókstafurinn „í“ fyrir framan orð-
in ^syni sínum“.)
í seinni hluta ávarps BG þar
sem fjallað er um krossinn og ljó-
sið á að standa m.a.:
„Lóðrétti flötur krossins leiðir
marglitt ljósið niður í blágráan
hálfhring sem er hugsaður sem
tákn jarðar og þjónar um leið sem
baksvið altaris." (feitletrað orð var
brenglað).
Með þökk fyrir birtinguna.
Benedikt Gunnarsson
Morgunblaðið/Sverrir
Krakkamir á Grænuborg æfðu í gær „gjörning“ fyrir öskudaginn.
• •
Oskudagurinn:
Skemmtun og skíðamót
með ýmsum þrautum lagðar í
Kóngsgili. Þetta er einstaklings-
keppni með tímatöku. Mótið er
fyrir krakka frá Reykjavík, Kópa-
vogi, Garðabæ, Hafnafirði, Selt-
jamamesi, Keflavík, Njarðvík,
Grindavík, Miðneshreppi, Gerðar-
hreppi, Bessastaðahreppi, Vog-
og Selvogshreppi. í mótslok verð-
ur svo kötturinn sleginn úr tunn-
unni.
Ef útlit er fyrir slæmt veður I
dag verða sendar tilkynningar um
hugsanlega frestun mótsins í
morgunútvarpi kl. 9.
fþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur stendur fyrir
skemmtun á Lækjartorgi í dag
öskudag og f samvinnu við Blá-
Qallanefhd gengst ráðið fyrir
skíðamóti fyrir grunnskólanem-
endur í BláQöllum. Krökkum úr
skólum og félagsmiðstöðvum
býðst að koma fram á Lækjart-
orgi með eigin skemmtiatriði.
Þá verður Tóti trúður á staðnum
og kl. 14 verður kötturinn sleg-
inn úr tunnunni.
Fýrir skíðamót grunnskóla-
nemendanna verða svigbrautir
Hann er hljóðlátur, afkastamikill,
fjölhæfur, alsamhæfður og með öllum
þeim möguleikum sem góður laser-
prentari þarf að hafa.
• Innra minni 512 Kb. og stækkanlegt í einu lagi um 1,2 eða 4 Mb.
• Prentar 8 blaðsíðurá mfnútu A-4.
• Sex innbyggðar leturgerðir.
• Aukaleturgerðir er hægt að fá á sórstökum leturhylkjum sem
stungið er í prentarann. Einnig er
hægt að senda leturgerðir frá
tölvunni. - Þetta gefur mikinn
sveigjanleika þegar margir notendur
eru um sama prentarann.
• Pappírsbakkar. 200 síðna mötunarbakki og 100 síðna
móttökubakki.
• Mögulegt er að prenta á báðar hliðar með handmötun í síðari
umferð. Skilar útprentun á hvolfi sem gefur rétta uppröðun. —
Handmötun fyrir umslög.
• Samskiptatengi. Raðtengi (Serial) og hliðartengi (Parallel).
• Mál: Breidd: 45.4 cm. Dýpt: 48.2 cm. (án bakka), 81.5 cm. (með
bakka) Hæð: 22.8 cm. Þyngd: 22.4 kg.
• Fylgihlutir: Hliötengi og kapall fyiir IBM PC/AT og WANG PC.
• Verðið kemur þér á óvart.
• Sýningareintak
í verslun Heimilistækja,
Sætúni 8.
HEIMILISTÆKIHF. TÖLVUDEILD, SÆTÚNI8 - SÍMI: 91 -6915 00