Morgunblaðið - 08.02.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.02.1989, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 15 Hugleiðíngar um hálendisferðir eftir ÓlafÓlafsson Frá örófi alda hefur mannskepnan ferðast um þennan heim. Með ýmsu móti hefur hún borið sig að við að komast úr stað. Ýmis burðardýr, svo sem hestar, fílar eða úlfaldar hafa verið tekin í þjónustu mannsins, svo dæmi séu tekin, ásamt tveimur jafn- fljótum. Síðan var tæknin tekin í þjónustu mannsins. Ýmsar gerðir af skipum voru teknar í notkun, til að koma manninum yfir vötn og sjó. Þvínæst kom véltæknin til sög- unnar. Bíllinn leit dagsins ljós. I fyrstu var þetta apparat litið hom- auga. Hestar fældust og fólk varð skelfingu lostið. En tímar liðu og „sjálfrennireiðin0 þróaðist smátt og smátt, enda kom það á daginn að æ fleiri tóku þetta þarfaþing í þjónustu sína. Ýmsar gerðir af bílum voru fram- leiddar, svo sem fólksflutningabílar og vöruflutningabílar, og í framhaldi af stríðsbrölti stórveldanna þróaðist enn ein gerð bíla, flórhjóladrifsbílar eða ,jeppar“. í fýrstu var þessi gerð farartækja mest notuð við hemað, en smátt og smátt kom í ljós að hún hentaði víðar, t.d. við landbúnað. Til íslands komu þessi farartæki sennilega fyrst upp úr árinu 1940, og árið 1946 vom fyrst fluttir inn 10 landbúnaðaijeppar af Willys- gerð, og var þeim „úthlutað" til bænda eftir geðþótta þáverandi ráðamanna. Þróun jeppa á þessum ámm var mjög hæg framan af, nema hvað tegundum Qölgaði. Land Rover, Austin Gypsy og Rússajeppar fóm að sjást á vegunum. Hjólbarðar þessara jeppa ein- skorðuðust við það, sem á nútíma- máli kallast „skurðarskífur" og ef þurfti að komast eitthvað út fyrir túnin vom settar keðjur á öll hjól og síðan var farið eins langt og hægt var, og ef snjór var í veginum var haldið áfram meðan dekkin náðu að grafa sig niður á fast, en þegar það þraut var skóflan tekin fram og mokað þar til hægt var að halda áfram. En smátt og smátt varð breyting á. Vélarorka jeppanna fór að auk- ast, og á seinni ámm fóm að koma stærri og belgmeiri hjólbarðar. Fyrir um það bil 10 til 12 ámm byijuðu menn að setja svokölluð „lappadekk" undir bílana, og hækka þá á fjöð- mm. Og í dag þykir ekki mikið að sjá 40 tommu, eða 1 metra há dekk undir bílum. I fyrstu var mikill byijendabragur á þessu öllu, en með ámnum lærðist mönnum hvemig best væri að bera sig að við breytingamar, enda er ekki leyfilegt að breyta jeppa í dag nema farið sé eftir ákveðnum regl- um, sem útbúnar vom í samvinnu Bifreiðaeftirlits ríkisins og Ferða- klúbbsins 4x4. En árið 1983 komu nokkrir áhugamenn um jeppa og jeppaferðir saman og stofnuðu með sér samtök, sem hlutu nafnið Ferðaklúbburinn 4x4. Markmið félagsins var, fyrir utan það að vera hagsmunasamtök jeppa- manna, meðal annars að beita sér fyrir bættri umgengni á hálendi landsins, sem og annars staðar. Enginn vafi er á að umgengni um landið hefur stórbatnað á síðustu ámm, en þó má gera miklu betur í þeim efnum. Til dæmis má segja, að þar sem einn bíll stóð fyrir nokkmm ámm vom skildar eftir 5 ölflöskur, en í dag, þar sem 5 bílar standa væri „Vil ég- minna alla ferðamenn á, hvort sem þeir ferðast á bílum, vélsleðum, Qórhjólum, eða jafiivel gangandi, að landið okkar er mjög- viðkvæmt, og smá- skemmd, jafiivel firam- kvæmd í hugsunarleysi, getur sést árum sam- an.“ Ekið um hjarnbreiður að vetrarlagi. Inni á hálendinu að sumarlagi. hugsanlega skilin eftir 1 flaska, sem er þó einni flösku of mikið. Enda er engin spurning, að ef ölflaskan hafi komist fyrir í bílnum í upphafi ferðar, er ömgglega pláss fyrir hana í bílnum til baka. Ferðaklúbburinn befur í samvinnu við Náttúmvemdarráð brýnt mjög fyrir félagsmönnum að bæta um- gengni við landið og valda sem minnstum náttúmspjöllum á ferðum sínum. Staðreyndin er sú, að oft eiga jeppamenn undir högg að sækja, því oft er þeim fyrst kennt um það sem miður fer, þó að aðrir eigi þar hluta að máli. Því miður em til svartir sauðir meðal jeppamanna, en þó virðast fleiri og fleiri sjá áð sér, þó að það sé því miður orðið of seint þegar spjöll hafa verið unnin. Hins vegar er það orðin stað- reynd, að mjög margir þeirra, sem eiga sérútbúna jeppa hafa að mestu snúið sér að vetrarferðum, þegar snjór hylur landið algerlega. Með þeim útbúnaði, sem notaður er í dag, meðal annars belgmiklum hjólbörðum sem lofti er að mestu hleypt úr, fæst það mikið flotmagn, að jeppamir fljóta algerlega ofan á snjónum, í stað þess að grafa sig niður. Hálendisferðir þessar að vetri til útheimta að sjálfsögðu mikla þekk- ingu ferðamannsins á landinu, veð- urfari og öllum aðstæðum, sem upp geta komið. Einnig verða menn að geta treyst farartæki sinu og vera færir um að geta sjálfir leyst úr öllum vanda, sem upp getur komið. Mjög óvarlegt er fyrir óreynda menn að fara í erfiðar ferðir, án þess að vera í fylgd með reyndari mönnum, vegna þess að ferða- mennska af þessu tagi lærist ekki á einni nóttu. Allur útbúnaður til þessara ferða- laga er mjög dýr, og er því eðlilegt að menn séu nokkur ár að koma sér upp nauðsynlegum búnaði. Nú er orðið nokkuð algengt að sjá jeppa búna talstöðvum og farsím- um og einnig hafa Loran C staðsetn- ir.gartæki rutt sér til rúms í mörgum bílum. Kostir Loran-tækja eru þeir helstir, að þau geta sýnt mjög ná- kvæmlega staðsetningu bílsins, mið- að við hnattstöðu, en þó getur verið mjög varhugavert að treysta til fulls á þau, þar sem ýmis utanaðkomandi áhrif geta truflað. Ekki er þó mikil ástæða til að óttast ferðalög af þessu tagi, þó að í einu dagblaðanna hafi birst grein í æsifréttastíl blaðamanna um að hjálparsveitir væru ávallt í við- bragðsstöðu vegna „sérútbúinna jeppaheija", sem vildu taka hálend- ið með trompi. Raunin er sú, að ef eitthvað bját- ar á, hjálpast jeppamenn yfirleitt að við að koma sér og sínum til byggða. Annað mál steðjar einnig að jeppamönnum sem og öðrum ferða- mönnum um þessar mundir. Það er tillaga, sem komið hefur fram á al- þingi um að banna skuli allar ferðir um hálendi íslands, annars staðar en á merktum hálendisvegum, svo sem Kjalvegi og Sprengisandi, svo dæmi séu tekin. Að vísu er flestum leiðum lokað af Vegagerðinni á vorin þegar klaki er að fara úr jörðu og vegir liggja undir skemmdum, og er nauðsynlegt að allir fari eftir þeim reglum. Það yrði að okkar mati mjög af hinu illa, ef sú ákvörðun yrði tekin, þar sem boð og bönn eru ekki nærri alltaf áhrifaríkasta leiðin til árangurs. Það hefur sýnt sig á undanfömum árum að áhrifaríkur áróður hefur gert sitt gagn og víst er að félaga- samtök eins og t.d. Ferðaklúbb- urinn 4x4 ásamt ýmsum öðrum hafa gert mikið gagn við að breyta hugarfari ferðamanna um óbyggðir landsins. Að endingu vil ég minna alla ferðamenn á, hvort sem þeir ferðast á bílum, vélsleðum, fjórhjólum, eða jafnvel gangandi, að landið okkar er mjög viðkvæmt, og smáskemmd, jafnvel framkvæmd í hugsunarleysi, getur sést árum saman. Einnig er þörf á að minna á að allt rusl, sem skapast í ferðalögum á að koma til baka, en ekki vera skilið eftir, því eins og allir vita er ekki skipulögð sorphreinsun í óbyggðum landsins. Að lokum óska ég öllum ferða- mönnum góðrar ferðar og góðrar heimkomu á komandi árum. Höfundur er gjaldkeri Ferða- klúbbsins 4x4. íslenskur laxabás á Boston Seafood ÍSLENSKAR fiskeldisstöðvar verða með kynningu á íslenskum laxi og silungi á sjávarútvegssýningunni í Boston 7.-9. mars. Að sögn Friðriks Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landssambands fiskeld- is- og hafbeitarstöðva verður reynslan sem þarna fest notuð vit ákvörðun um það hver eigi að vera afskipti samtakanna af mark- aðsmálum en markaðsmálin verða m.a. til umfjöllunar á næsta aðalfundi LFH. Landssambandið verður með bás á sýningunni fyrir hönd allra aðildar- fyrirtæja sinna í samstarfí við Út- flutningsráð íslands og Markaðs- nefnd landbúnaðarins. Sýnd verður kynningarmynd um íslenskt fískeldi og dreift upplýsingabæklingi. Þá verður Linda Pétursdóttir, ungrú heimur, á sýningunni og tekur þátt í kynningu á laxinum. Boston Seafood er ein stærsta sjávarútvegssýning heims. Þar kynna 900 aðilar frá 25 löndum vörur áinar og kaupendur eru taldir vera frá 54 löndum. Fyrir viðskiptafólk er þægilegt að fljúga til íslands á föstudagskvöldi eftir heilan vinnudag erlendis | og eiga helgina heima Þetta er hægt ef þú ferðast með SAS. Frá Kaupmannahöfn fer vél til íslands kl. 20:15 á föstudagskvöldi og lendir kl. 22:35. Það skiptir nánast engu hvort þú ert staddur á Norðurlöndunum eða annars staðar í Evrópu, því SAS heldur uppi tíðu og öruggu tengiflugi til Kaupmannahafnar, alls staðar að. Þjónusta SAS tekur mið af þeim, sem þurfa að ferðast starfs síns vegna. ffl/SM Laugavegi 3, símar 21199 / 22299

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.