Morgunblaðið - 08.02.1989, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
Ítalía:
Svefiilyflum dælt
úr Birni Borg'
Milanó. Reuter.
BJÖRN Borg, fyrrum tennisstjarna, var í gær fluttur á sjúkrahús
eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefiilyflum. Dælt var úr
maga hans og fór hann af sjúkrahúsinu samdægurs.
Borg fór ásamt ítalskri unnustu
sinni, söngkonunni Loredana Barte,
Holland:
Hafa gagn-
kynhneigðir
stærri heila?
Amsterdam. Reuter.
RANNSÓKN á hugsanlegum
orsökum samkynhneigðar af
liffiæðilegum völdum olli
miklu Qaðrafoki á meðal hol-
lenskra visindamanna og
stjóramálamanna síðastliðinn
mánudag. Dick Swaab, heila-
skurðsérCræðingur við
sjúkrahúsið i háskólanum í
Amsterdam, komst að þeirri
niðurstöðu eftir að hafa kruf-
ið lík 15 karlmanna sem lét-
ust úr eyðni, að heilar sam-
kynhneigðra einstaklinga
hefðu annað byggingarlag en
heilar gagnkynhneigðra.
Flokkur vinstri manna, PPR,
sendi vísindamálaráðherra
landsins, Wim Deetman, bréf
þar sem látnar eru í ljós áhyggj-
ur um að uppgötvanir Swaabs
hafi áhrif á almenningsálitið.
„Myndin sem Qölmiðlar draga
upp er sú að gagnkynhneigð
geti talist heilbrigðisvandamál.
Við teljum það afar varhuga-
verða þróun," sagði talsmaður
PPR, Hans Siepel.
í niðurstöðum rannsókna
Swaabs segir að hluti heila-
dyngjubotns, sá hluti heilans
sem stjómar hormónafram-
leiðslu líkamans, sé stærri í sam-
kynhneigðum einstaklingum en
í gagnkynhneigðum.
„Þetta leiðir í ljós að samband
er á milli kynferðis og lögunar
heilans. En ég held því ekki fram
að ég hafi komist að niðurstöðu
um orsakir gagnkynhneigðar,"
sagði Swaab.
á leigubíl frá sjúkrahúsinu. „Mér
líður vel, þessu er lokið," sagði
hann brosandi við fréttamenn við
heimili hjónaleysanna í Mílanó.
Talsmenn lögreglu og læknar
sögðu að Borg hefði tekið of stóran
skammt af Roipnol, sem er svefnlyf
og róandi lyf, skylt valíumi. Þeir
vildu ekki staðfesta fréttir í ítölsk-
um fjölmiðlum um að tennisstjaman
fyrrverandi hefði reynt að fremja
sjálfsmorð.
Skýrt var frá þvi nýlega að Borg
og unnusta hans hefðu orðið fyrir
miklu áfalli í janúar þegar kaþólska
kirkjan hafnaði beiðni þeirra um
giftingu í kirkju í Mílanó á þeirri
forsendu að þau em bæði fráskilin.
Mæðurgegn herþjónustu
Reuter
Suður-afrísk kona með son sinn í fanginu ávarp-
ar blaðamannafúnd í Höfðaborg þar sem lagt
var að suður-afrísku ríkissijórainni að hún byði
hvítum mönnum aðra valkosti en herinn til að
gegna þegnskyldu sinni. 800 mæður settu þessa
kröfú á oddinn á fúndum viðs vegar um landið.
Hvitir menn eiga sex ára fangelsi yfir höfði sér
ef þeir neita að gegna herþjónustu.
George Bush Bandaríkjaforseti:
Óábyrg kröfugerð getur
útílokað mikilhæfa menn
»
Kynnti jaftiframt ráðstafanir til að bjarga bandarískum sparisjóðum
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefúr varað við því, að svo miklar
og óábyrgar kröfúr séu gerðar til þeirra, sem gegna opinberum
embættum, að það útiloki annars mikilhæfa menn. Er tilefnið sú
gagnrýni, sem beint hefúr verið gegn sumum þeirra manna, sem
Bush hefúr valið í ráðherraembætti. Þá hefúr Bush einnig skýrt frá
áætlun um aðstoð við bandaríska sparisjóði, sem margir eru illa
staddir.
John Tower, sem Bush hefur hug
á að verði vamarmálaráðherra, hef-
ur sætt mikilli gagnrýni og einkan-
lega fyrir einkalífið. Er hann sagður
drekka of mikið og daðra meira við
aðrar konur en sína eigin og þá er
að því fundið, að hann hafi þegið
mikið fé fyrir að ráðleggja fyrir-
tækjum, sem skipt hafa við herinn.
í síðustu viku ákvað hermálanefnd-
in að fresta atkvæðagreiðslu um
skipun Towers og FBI, bandaríska
alríkislögreglan, hefur hafíð nýja
rannsókn á högum hans.
„Ég vil að ráðherrar ríkisstjóm-
arinnar séu vandir að virðingu
sinni," sagði Bush á fréttamanna-
fundinum, „en svo yfírgengilegar
mega kröfumar ekki vera, að mikil-
hæfír menn fómi höndum þegar
Brottflutningiir sovéskra hermanna fi*á Afganistan: ,
Styrkja hrakfarirnar
stöðu Sovétmanna?
Washington. Reuter.
HRAKFARIR í hernaði veikja yfirleitt stöðu rikja en bandarískir
sérfræðingar f ntanrfkismálnm telja þó líldegt að staða Sovét-
manna styrkist f kjölfar brottflutnings sovéskra hersveita frá
Afganistan. Þeir spá þvf að brottflutningurinn muni ekki hafa
jafti slæmar afleiðingar fyrir Sovétmenn og brottflutningur
bandarískra hermanna frá Víetnam hafði fyrir Bandaríkjamenn.
Þeir telja að ímynd Sovétmanna meðal Vesturlandabúa verði já-
kvæðari og áhrif sovéskra stjóravalda f arabaheiminum aukist.
„Skömm Sovétmanna er ekki
jafti mikil og sú sem Bandaríkja-
menn máttu þola þegar þeir köll-
uðu heim hermenn sfna í Víet-
nam,“ sagði Selig Harrison, sér-
fræðingur í málefnum Afganist-
ans, sem hélt því fram að friðar-
samkomulagið sem undirritað var
í apríl gerði Sovétmönnum kleift
að jrfírgefa landið með nokkurri
reisn. Víetnamstríðið olli mikium
deilum í Bandaríkjunum og stór
hluti þingmanna var ávallt
andvígur því. Það var ekki fyrr
en Ronald Reagan var kjörinn
Bandaríkjaforseti árið 1980 að
Bandaríkjamenn endurheimtu
stolt sitt og reisn. Brottflutningur
sovéskra hermanna frá Afganist-
an á sér hins vegar stað eftir að
Míkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
hefur komið Bandaríkjamönnum
í opna skjöldu með afvopnunartil-
lögum sínum og frumkvæði í frið-
arumræðunni. Robert Neumann,
fyrrum sendiherra Bandarílqanna
í Afganistan, taldi ekki líklegt að
brottflutningur sovésku hermann-
anna myndi valda deilum í Sov-
étrflq'unum heldur yrði honum al-
mennt fagnað um allan heim.
Sérfræðingur í málefnum Mið-
Austurlanda hjá bandaríska ut-
anríkisráðuneytinu, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, sagði áð
sovésk stjómvöld gætu nú beitt
sér fyrir bættum samskiptum við
arabaríki, sem hafa mótmælt
harðlega hemaðaríhlutun Sovét-
manna í Afganístan. Hann sagði
einnig að brottflutningurinn gæti
orðið til þess að Sovétmenn
gegndu stærra hlutverki í friða-
rumleitunum fyrir botni Miðjarð-
arhafs.
George Bush
minnst er á opinbert embætti."
Bush hefur einnig tekið upp
hanskann fyrir tvo aðra vini sína,
C. Boyden Gray, lögfræðilegan
ráðunaut sinn, og blökkumanninn
Louis Sullivan, sem Bush vill, að
verði heilbrigðisráðherra. Telja
sumir hættu á hagsmunaárekstrum
þar sem þeir em annars vegar.
Gray hefur af þessum sökum
sagt af sér sem stjómarformaður í
fjarskiptafyrirtæki í eigu fjölskyld-
unnar og komið verðbréfum sínum
í vörslu óháðs sjóðs en Sullivan
hefur enn ekki brugðist við gagn-
rýninni. Hann fór fram á leyfi til
að þiggja áfram laun hjá Moreho-
use College School of Medicine í
Atlanta þótt hann yrði ráðherra en
það telja margir ótækt og segja,
að hann yrði þá um leið of hallur
undir skólann.
A fundinum í gær kynnti Bush
einnig þær ráðstafanir, sem hann
vill grípa til vegna slæmrar stöðu
margra sparisjóða í landinu. Em
þær í íjórum liðum og svohljóðandi:
• Nýrri ijármálastofnun verður
falið að gefa út ríkisskuldabréf fyr-
ir 50 milljarða dollara, sem síðan
verða notaðir til aðstoðar við spari-
sjóðina.
• Sparisjóðir, sem í raun em
gjaldþrota, um 350 talsins, verða
settir undir sameiginlega stjóm
bankaeftirlitsins og bankaábyrgð-
arsjóðsins.
• Lögum verður breytt þannig,
að bankaeftirlitið fái eitt vald til
að tryggja og setja sparisjóðunum
starfsreglur.
• Dómsmálaráðuneytinu verður
veitt 50 milljón dollara aukafjárveit-
ing til „að leita að og hegna“ þeim,
sem kunna að hafa gerst sekir um
refsivert athæfí við stjóm á spari-
sjóðum og lánastofnunum.
Þessar tillögur verða að fara fyr-
ir þingið þar sem demókratar em
í meirihluta en Bush telur sjálfur,
að þær muni nægja til að tryggja
sparifjáreigendur gegn skakkaföll-
um. Ymsir sérfræðingar hallast þó
að því, að vancji sparisjóðanna sé
nær því að vera 100 milljarðar doll-
ara.
Viðvaranir settar á áfengis-
umbúðir í Bandaríkjunum
I Bandaríkjunum verða fram-
vegis öll Uát sem áfengi er selt
í að bera viðvaranir um að heilsu-
tjón geti hlotist af neyslu áfeng-
is.
í fréttatilkynningu frá Áfengi-
svamarráði segir að Bandaríkja-
þing hafi samþykkt skömmu fyrir
forsetakosningamar í nóvember að
allar flöskur, dósir og aðrar umbúð-
ir um áfengi skuli framvegis merkja
eftirfarandi viðvömnarorðum frá
bandarískum stjómvöldum:
„Landlæknir vekur athygli á að
vanfærar konur ættu ekki að neyta
áfengis vegna hættu á fóstursködd-
un.
Neysla áfengra drykkja dregur úr
hæfni til að stjóma ökutækjum og
hvers konar vélum og getur valdið
ýmiskonar heilsutjóni."