Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 35

Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 35
)HOM CB(!Í ÍLAÚÍÍÍM^ .8 HUOAaUHIVOlM öioajswjí: MÖRGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 35 Guðrun Halldórs- dóttir — Minning kátir endurfundir gætu orðið í „sveitinni". Ég flaug til Neskaup- staðar á undan foreldrum mínum því ekki vildi ég bíða svo lengi og stoppa svo stutt sem sumarfrí þeirra var. Amma var oft ein því afi var mikið að heiman þar sem hann var matsveinn á skipi. Ég svaf því oft hjá henni þó hún hafí útbúið mér eigið herbergi. Hún lagði sig alla fram við að gera sum- ardvölina sem ánægjulegasta. Hún fann upp á alls konar uppákomum og eru hinar stórvinsælu garðveisl- ur mér efst í huga. Þær hélt hún á einhveiju síðsumarkvöldi þegar veðrið var fallegt. Amma átti mörg áhugamál. Hún hafði gaman af fallegum steinum sem nóg var af í íjallinu og átti hún lítið safn sem hún hélt mikið upp á. Við bamabömin hjálpuðum henni við söfnunina og roguðumst oft með heilu og hálfu björgin niður fjall og færðum henni. Hún sýndi okkur alltaf sömu gleðina og þakklætið, sama hve smávægilegar gjafímar voru. Ekki vorum við bömin alltaf jafn elskuleg. Hugdettumar á sviði prakkarastrika voru oft fjölskrúð- ugar, en ekki man ég eftir styggðar- yrðum af hennar vömm. Hún var alltaf jafn yflrveguð og hafði gott vald á skapi sínu og bámm við mikla virðingu fyrir henni. Við gát- um leitað til hennar með okkar vandamál og bámm til hennar óskorið traust. Hún var líka alltaf kát og glöð og hafði ágæta kímni- gáfu og við hlógum oft og skemmt- um okkur saman. Eitt af sameiginlegu áhugamál- um ömmu og afa var stangveiði og fóm þau helst á hverju ári í veiði- túra. Amma var mikill náttúmunn- andi og naut hún útivistarinnar. Síðan fengu allir að njóta góðs af veiðinni, annað hvort gaf hún af henni eða bauð fjölskyldunni í mat- arboð. Hún var mjög örlát og gjaf- mild og vildi deila öllu með sínum nánustu. Amma var mikill dýravinur og átti hún jafnan heilan fuglahóp kostgangara í garðinum. Henni þótti vænt um þessa vini sína sem hún af áhuga fylgdist með og hugs- aði um. Hún vissi einnig hve vænt mér þótti um dýr og hve erfitt það var að hafa húsdýr í Reykjavík og gaf hún mér tvo ketti sem glöddu mig mikið. Kveðjustundin á haustin var dapurleg og vomm við strax famar að hlakka til næsta sumars. Fyrir tveimur ámm veiktist amma og þurfti að dvelja í sjúkra- húsi. Síðasta misseri vissum við að hún barðist við illkynja sjúkdóm. Hún gekk í gegnum margar erfiðar aðgerðir, en aldrei gafst hún upp. Við undruðumst oft hve hetjulega hún stóð sig þegar kvalimar vora sem óbærilegastar, en hún lifði í voninni alveg fram í lokin og lét aldrei þunglyndi ná yfírhöndinni. Afí á einnig skilið mikið hrós því hann vék vart frá henni, studdi hana og hjálpaði heilshugar, þó hann ætti í raun jafn erfítt og amma að meðtaka staðreyndimar. Að lokum hlaut hún svo hinsta frið og er það huggun á sorgar- stund að vita að henni líði nú bet- ur. Amma fékk styrk frá sinni trú á Guð, að hann væri liðsinni í hörð- um vemleika. Megi hún nú hvíla í hans örmum að eilífu. Sóley G. Þráinsdóttir Minning: Elín Elíasdóttir Fædd 9. janúar 1918 Dáin 8. janúar 1989 Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Sb. 1886 - V. Briem.) Ég vil með þessari grein heiðra minningu elsku ömmu minnar sem andaðist 8. janúar 1989. Guðrún Halldórsdóttir fæddist og ólst upp á Neskaupstað. Hún var dóttir Halldórs Einarssonar, húsa- smiðs og byggingafulltrúa, og Emmu Jónsdóttur, konu hans. Ung að aldri giftist Guðrún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Axel Magnússyni, þá vélstjóra, og sett- ust þau að á Neskaupstað. Þau stofnuðu heimili sitt fyrst á Ekm, en síðar á Mýrargötu 8 þar sem þau hafa búið síðan. Axel og Guð- rún eignuðust fjórar dætur. Amma vann af dugnaði við ýmis störf um ævina, eins og verslunar- og fískvinnslustörf, en þegar hún tók að nálgast efri ár sín setti hún upp sólbaðsstofu sem hún rak eins lengi og heilsa hennar leyfði. Heim- ilið og fjölskyldan var þó hennar mikilvægasta hugðarefni. Hún lagði mikið á sig til að gera heimilið sem hlýlegast og notalegast og þar gátu allir fundið sig velkomna. Við bamabömin vomm tíðir gestir. Við hændumst mjög að ömmu og áttu flest okkar annað heimili hjá henni. Sjálf var ég fædd á Neskaupstað og bjó ég hjá henni mest allt fyrsta ár ævi minnar áður en ég fluttist til Reykjavíkur. Ég var skírð í höfuðið á henni og er seinna nafn mitt Guðrún. Það er sárt að rifja upp þær indælu stund- ir þegar hún sagði mér sögur og sýndi mér ljósmyndir frá þessu tímabili. Ég á mörg eftirminnileg æskuár að þakka ömmu. Eftir að skóla- ganga mín hófst beið ég ætíð með óþreyju eftir að vorið kæmi svo að Fædd 7. nóvember 1909 Dáin 14. janúar 1989 Okkur langar til að minnast ömmu okkar, Elínar Elíasdóttur, sem lést að kvöldi 14. janúar. Amma Ella fæddist á Hverfís- götu 54 í Reykjavík og bjó svo til alla ævi í nánd við gamla mið- bæinn, lengst af við Njálsgötuna. Hún var dóttir hjónanna Elíasar Nikulássonar og Kristínar Mensald- ersdóttur. Amma gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík og lærði jafn- framt á orgel. Eftir að hún útskrif- aðist úr Kvennaskólanum var hún heimiliskennari á Suðurlandi um skeið. Sumarið 1937 giftist hún afa okkar, Skafta Sigþórssyni, hljóð- færaleikara. Hann lést árið 1985. Þau eignuðust sex böm, þau em Helgi, Sigrún, Elías, Sigþór, Kristín og Albert. Bamabömin em sautján og langömmubömin era orðin sex talsins. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu og afa á Njáls. Afí var alltaf svo hress og kátur, en amma var hæglátari og hafði alltaf tíma til að spjalla við ömmustelp- umar sínar. Amma sat þá með pijónana sína en afí var uppi á lofti að spila á víólu. Það var alltaf gest- kvæmt hjá ömmu og afa á Njáls- götunni og þar hitti maður marga lífskúnstera. Amma og afi höfðu bæði yndi af gróðri og garðrækt og áttu þau sumarbústað í Selásnum. Fjölskyld- an hittist þar oft og við krakkamir lékum okkur þar innan um trén. Það var þeim báðum erfítt að láta landið af hendi undir hina vaxandi byggð. Ferðalög vom annað sameigin- legt áhugamál þeirra. Eftirminni- legasta ferð þeirra var þegar þau fóm að heimsækja þau böm sín sem em búsett erlendis. Það era Sigþór sem býr í Kanada og Kristín í Mex- íkó. Þau vom þá erlendis í hálft ár og þegar heim var komið var frá mörgu skemmtilegu að segja. Nú er amma farin í sitt síðasta ferðalag til að hitta afa sem hún saknaði svo mikið. Megi góður Guð geyma þau bæði. Anna og EUa Magnús Grétar Heiðarsson — Minning Þann 27.janúar lést fyrrverandi bekkjarfélagi okkar, Magnús Grét- ar Heiðarsson. Hann fæddist á Akranesi 1. nóvember 1973. Foreldrar hans vom Heiðar Magnússon og Kolbrún Leifsdóttir. Magnús var bekkjarfélagi okkar í 4 ár og bar mikið á lífsgleði hans og kröftum á þeim stutta tíma. Magnús var góður drengur sem hikaði ekki við að veija þá sem minna máttu sín, og sást það best þegar hann varði vinkonu sína sem á við andleg þroskavandamál að stríða. Þegar henni var sýnt órétt- Iæti var hann alltaf til staðar með útrétta hjálparhönd. Hann var góð- ur íþróttamaður og fékk bekkurinn að njóta markmannshæfíleika hans í fótbolta, sem og öðmm íþróttum. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir þær stundir sem að við fengum að njóta með honum. Og einnig viljum við votta foreldrum hans og öðnim skyldmennum innilegustu Samúðaróskir og vonum að Guð styrki þau í þessari miklu sorg. En í hugum okkar allra verður skarð sem seint verður fyllt. Gegnum Jesúm helgast hjarta í himininn upp ég lita má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fá ég að reyna og sjá hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá (Hallgrímur P.) Blessuð sé minning hans. Bekkjarfélagar f 9.-GBJ, Akranesi. t Minningarathöfn um ástkæran son okkar, bróður og mág, FJÖLNI SIGTRYGGSSON, Hlyngerði 12, Reykjavfk, fer fram í Bústaðakirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 14.00. Halldóra Guðmundsdóttir, Sigtryggur Helgason, Þórhildur Sigtryggsdóttir, Hrafnkell Óskarsson, Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför vinkonu okkar, SOFFÍU SIGURÐARDÓTTUR, Skúlaskeiði 2, Hafnarflrðl. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Margrót Burr, Hrelnn Bjarnason, Guðlaug E. Kristlnsdóttlr. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS GUÐMUNDSSONAR húsasmfðameistara, Bjarkarholti 4, Mosfellsbæ. ívar Örn Ingólfsson, Pótur Ingólfsson, Aðalstelnn Ingólfsson, Hjörtur Ingólfsson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS GUÐJÓNSSONAR fró Eyjum, Strandasýslu, til helmilis á Brekkustfg 29, Njarðvfk, fer fram frá Njarðvíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfólag Sjúkrahúss Keflavíkur. Sigrún Pálsdóttlr, Sigþrúður Pálsdóttir, Loftur Pálsson, Sigurbjörn Pálsson, Þórir Pálsson, Guðrún Pálsdóttlr, Hjörtur Hjartarson, Halldór Hjálmarsson, Guðrún Elnarsdóttir, Kristfn Gunnarsdóttir, Ósk Jónsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS PÁLMARSSONAR, Klyfjasell 22, Reykjavfk. Kristfn Kristján N. Óskarsson, Sigurður Óskarsson, Lárus ö. Óskarsson, Anna H. Óskarsdóttir, Guðflnna Óskarsdóttir, Ásdfs Óskarsdóttir, Ólafur Ó. Óskarsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Halldóra Óskarsdóttlr, Ásta Ólafsdóttir, Ragnhelður Guðmundsdóttlr, Ólöf Húnfjörð, Svala Sigurjónsdóttir, Sigurður K. Lúðvfksson, Jóhann B. Garðarsson, Jón G. Bergsson, Aðalbjörg Hafstelnsdóttir, Ómar Árnason, Ólafur Kristmundsson og barnabörn. LOKAÐ Lokað á morgun frá kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar MARGRÉTAR HEMMERT. Pandóra, Laugavegi 59. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafii- arstræti 85, Akureyri. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.