Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 36

Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 36
36 fólk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 STÓRSÝNING FYRIR HÁLFAN MILUARÐ Ungur Islendingur aðstoðar Jerome Robbins á Broadway Magnús Ragnarsson Ungur íslenskur leikari, Magnús Ragnarsson, vinnur um þessar mundir sem aðstoðarmaður dansahöfundarins Je- rome Robbins við uppsetningu áj söng- leik sem kenndur er við dansahöfundinn 1 einu af aðalleikhúsum Broadwáy í New York, Imperial-leik- húsinu. Þar er verið að setja upp söngleik með atriðum úr átta kunnum leikhúsverk- um þar sem Jerome Robbins kom við sögu á árunum 1944-64. Yfír 60 dansarar taka þátt í sýningunni og 30 manna hljómsveit en alls vinna um 160 Tnanns við uppsetn- inguna. Magnús er annar af tveimur að- alaðstoðarmönnum Robbins. Magnús sagði að hann hefði unnið að þessari sýningu með Robbins síðastliðna 16 mánuði. Forsýningar eru hafnar en form- leg frumsýning verður 26. þessa mánaðar. Magnús kvað kostnað við sýninguna vera kominn upp í 8,5 milljónir dollara eða um 425 milljónir íslenskra króna. Jerome Robbins hætti að vinna á Broad- way 1964 og tók þá að sér stjórn New York City-balletsins, en segja má að hann hafí uppgötvað Helga Tómasson á sínum tíma. Atriði í Broadway-sýningunni eru meðal annars úr söngleilg'un- um West Side Story, Fiðlaranum á þakinu, On the Town og The King and I. Magnús sagðist hafa byijað á því haustið 1987 að leita uppi dansara sem dönsuðu á sínum tíma í þeim sýningum þar sem Jerome Robbins kom við sögu, sumir fyrir allt að 40 árum. Leit- að var ráða hjá gömlu dönsurun- um var safnað saman, því að dansamir voru ekki til skráðir. Við svo búið voru spor og hreyf- ingar riQ'aðir upp og síðan tók fímm mánuði að fínna nýja dans- ara. Síðustu 23 vikumar hefur verið æft í beit. Þetta er í fyrsta skipti sem Magnús Ragnarsson tekur þátt í uppsetningu á Broadway, en hann hefur áður unnið við eina leiksýningu í New York. Magn- ús, sem er 25 ára, lauk leiklist- amámi í New York árið 1984. Hann er sonur Ragnars Júlíus- sonar, skólastjóra Álftamýrar- skóla, og Jónu Guðmundsdóttur, gjaldkera hjá Ríkisútvarpinu. BLÚS B. B. KING á tónleikaferðalagi Bandaríski blússöngvarinn og gítarsnillingurinn B.B. King lagði nýverið upp í tónleikaferðalag og hyggst gleðja aðdáendur þessarar tónlistarstefnu víða um heim á næstunni. B.B. King er 63 ára gamall og hefur leik- ið blústónlist í atvinnuskyni í 40 ár. Myndin var tekin á dögunum í Auckland á Nýja-Sjálandi er B.B. King tróð þar upp ásamt hljómsveit sinni og sýndi og sann- aði að hvorki hann né Gibson-gítarinn hafa nokkru gleymt þótt aldurinn hafi færst yfír báða. Kynningarfundir Maharishi Mahesh Yogi Rannsóknir sýna að Innhverf íhugun leiðir til líkam- legrarog andlegrarvellíðunar. Hamingjusamur og friðsamur einstaklingur er forsenda heimsfriðar. Kynning á áhrifum innhverfrar íhugunar: ÍTM-kennslumiðstöðinni, Skeifunni 17(Ford húsinu) miðvikudaginn 8. feb. og fimmtudaginn 9. feb. kl. 20.30. Nánari upplýsingar í símum 91 -38537 og 98-34178. ÍTM-kennslumiðstöðinni, Garðastraeti 17 (3. hæð), fimmtudaginn 9. feb. kl. 20.30. Nánari upplýsingar í sfma 16662. íslenska íhugunarfélagið Stjórnunarfélag íslands -:5====; Ánanaustum 15 Simr 62 10 66 ss== FYRIRTÆKJAHEIMSÓKN Ríkisútvarpið býÖur félögum Stjórnunarfélags- ins í heimsókn í nýtt húsnœÖi í Efstaleiti 1, föstudaginn 10. februar nk. kl. 16. 30. Dagskrá: Kl. 16.30 Gestir boÖnir velkomnir. Kl. 16.35 Hönnun og bygging útvarpshúss, fram- kvamdum lýst. Kl. 16.50 Húsnaöiö skoÖaÖ. Kl. 17.20 Ríkisútvarp í samkeppni: a) Fréttaþjónusta b) Auglýsingar Kl. 17.50 Skipulag og rekstur Ríkisútvarpsins. Kl. 18.10-19.00 Veitingar. Skráning þátttakenda fer fram i í síma 91-621066. Kjötkveðjuhátíð Kjötkveðjuhátíðin, sem fram fer á ári hverju í Rio de Ja- neiro í Brasilíu, hófst á laugardag en raunar höfðu margir orðið til þess að taka forskot á sæluna í síðustu viku er seiðandi samba- taktur tók að berast um götur borgarinnar. Svo sem alkunna er tíðkast það að láta hvers kyns höft lönd og leið þá fjóra daga sem hátíðin stendur og hefur sú hefð skapast að erkibiskup Rio de Ja- neiro birti sérstaka yfirlýsingu við upphaf hátíðarinnar þar sem fólk er varað við afleiðingum lauslætis og syndsamlegs lífemis. „Svo virð- ist sem alvarlega sé vegið að sið- ferðisþreki þjóðarinnar. Hið illa á sér djúpar rætur og þótt tortím- andi áhrif þess dvíni á næstu mánuðum hverfa þau aldrei að fullu," sagði erkibiskupinn í út- varpsávarpi til borgarbúa. Hins vegar virtust þessi vamaðarorð hans, herferð stjómvalda gegn útbreiðslu alnæmis, rigning og óvenjumikill kuldi, lftil áhrif hafa á gleðina. Hápunktur hátíðarinnar var á sunnudagskvöld en myndin var tekin í byijun síðustu viku er fólk tók að undirbúa hátíðahöldin og reyna hina ýmsu búninga sem menn skrýðast gjaman af þessu tilefni þótt stúlkumar á myndinni séu greinlega þeirrar skoðunar að fataleppamir flækist aðeins fyrir er samba-dansinn er stiginn í al- gleymi og tryllingi. í Brasilíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.