Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 40

Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 40
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. PEBRÚAR 1989 4- /rGett(j huer er.?" Ast er ... . . . að hjálpa hon- um við slökun. TM Reg. U.S. Pat Oft,—all riflhts roserved ° 1989 Los Angeles Times Syndicate Nú eru þér allir vegir fær- ir____ Þú mátt ekki gera hana verri en efni standa til. Tviburamir eiga þó sama föður...? HÖGNI HREKKVISI PETTA ER. SVOLITIÐ SMIÐOGT 6R/V3З „ EFþú BARA VILT L'ANA HONUM HATT/NN PlNN. HLJOMSVEITIR ILLA KYNNTAR Magnea hringdi: Mér finnst alveg fáránlegt að þeir sem vinna á útvarpsstöðvun- um skuli bara spila tónlist sem þeim finnst skemmtileg. Það eru fullt af góðum hljómsveitum sem eru illa kynntar og aldrei spilaðar. Christians eru ofboðslega góðir, en voru ekkert kynntir fyrir tón- leikana héma í fyrra. í Englandi t.d. vita allir hveijir þeir eru. Það hefur ekkert lag með þeim komist inn á vinsældarlistana héma. Það hefur einu sinni komist í 16. sæti og þá hringdu átján manns inn. Það hlýtur að hafa átt að komast' hærra. Ég hef líka hringt oft og beðið um að fá ákveðið lag spilað, en það er aldrei gert þó mér sér allt- af sagt að það verði spilað á eftir. >•»* , ÍtV r A , f ' I / ■| ? > ,,/:s Morgunblaðið/Einar Falur Garri Christina í hljómsveitinni The Christinas á tónleikum í Laugardalshöllinni sl. sumar. Reglur um orðbrag’ð í útvarpi Til Velvakanda. Fyrir skömmu hóf ungur maður að flytja sögu sína fyrir æskufólk í morgunstund bamanna í ríkisútvarp- inu. Hann hafði ekki lengi lesið í fyrsta þættinum þegar blótsyrði kvað við. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem blót og formælingar heyr- ast í útvarpsdagskrám sem ætlaðar eru bömum og unglingum. Auðvitað ætti öllum grófyrðum að vera úthýst í útvarpinu en þó sérstaklega í þeim þáttum sem eru gerðir handa ungu kynslóðinni. Mokið frá útidyrum í fannferginu að undanfömu hef- ur víða skafið og er illmögulegt að komast að útidyrum húsa. Þetta tefur blaðburð og stundum er svo erfítt að komast bréfalúg- um, að það er nær ógerlegt og þá ekki sízt, þegar blaðberar þurfa einnig að bera þunga blaðapakka. Velvakandi vill því skora á húsráðendur að moka vel frá úti- dymm sínum, svo að blaðberamir komist klakklaust að þeim. Þetta flýtir fyrir blaðburðinum og því ættu allir að geta fengið blaðið sitt sem allra fyrst. Lesa má í blöðunum þessa dagana að kristilegu æskulýðsfélögin KFUM og KFUK em að minnast 90 ára afmælis síns. Slík samtök gegna mikilvægu hlutverki og víst er um það að þar er reynt að innræta unga fólkinu siðsemi í hvívetna. Þegar ég var síðast í sumarbúðunum í Vatna- skógi var tekið hart á því ef leikmað- ur blótaði á knattspymuvellinum. Var litið á það eins og hvert annað brot. Dómarinn flautaði og gerði við- eigandi ráðstafanir. Þetta hafði góð áhrif og ég vona að þessari venju sé haldið við. Æskulýðsleiðtoginn Friðrik Frið- riksson, stofnandi áðumefndra fé- laga, skrifaði einu sinni grein um blótsemi manna, raunar fáum ámm eftir að félögin vom stofnuð. Þar ræðir hann um hvort einhver hagur sé að því að blóta. Hann spyr og svarar: 1) í Guðs augum? Nei, í hans augum er það synd og andstyggð. Friðrik vitnar í orð frelsarans: „Fyrir hvert • illyrði, sem mennimir mæla, skulu þeir á dómsdegi reikningsskap lúka.“ 2) í augum trúaðra manna? Nei, þeir líta svo á að blótsemi sé svívirða og hneyksli. 3) í augum siðaðra manna? Nei, þó að þeir séu vantrúaðir telja þeir blót dónaskap og merki um sið- leysi. 4) Fegrar það málið? Nei, alls ekki. 5)Gera blótsyrði máli kröftugra? Nei, því að þau em meiningarlaus- ir hortittir. Menn blóta hvemig sem á stendur. Ef þeir missa marks í leik bölva þeir. Séu þeir svo heppn- ir að ná marki bölva þeir líka. Ef þeir draga fisk úr sjó bölva þeir af gleði en fái þeir ekkert hafa þeir sömu orðin í bræði. Blótsyrði em því aðeins „Þvaður út í blá- inn,“ segir Friðrik. Minna má á önnur alvarleg orð frelsarans: „Ekki saurgar það mann- inn, sem inn fer í munninn. Hitt saurgar manninn sem út fer af munni." Það saurgar hann af því að það kemur úr óhreinni uppsprettu. Margur bölvar í algjöru hugsunar- leysi. Er það saklaust fyrir það? Er það ekki lítilsvirðing við Guð og vilja hans — og við náungann? Okkur sem emm að reyna að kenna bömum að gæta tungunnar þykir sem verið sé að gera viðleitni okkar að engu þegar einn áhrifa- mesti fjölmiðillinn — og sá sem við borgum fyrir að nota — skeytir ekki um þá skyldu að láta allt efiii mark- ast af menningu og siðprýði. ’ Ég skora á útvarpsmenn að setja einhveijar ákveðnar reglur um orð- bragð — og sérstaklega í þáttum handa bömum og unglingum. Vona ég að þessi ósk verði tekin til greina. Aldrei framar grófyrði og formæling- ar í útvarpinu! Lesandi Víkverji skrifar Umræðumar um hvað eigi að gera við sorpið sem kemur frá okkur íbúunum á höfuðborgarsvæð- inu endurspegla það sem er að ger- ast um heim allan. Með öllum ráðum er leitast við að finna meðalveg milli þess sem er óhjákvæmilegt og umhyggju fyrir umhverfi. Náttúm- vemd er ekki lengur einkamál ein- stakra þjóða heldur setur æ meiri svip á alþjóðleg samskipti. Hið sama á við innan ríkja eða borga og bæja, að taka verður tillit til heildar- hagsmuna. Til að tryggja að það sé gert höfum við komið á fót alls kyns stofnunum, sem hafa sérfræð- inga á sínum snæmm og em stjóm- málamönnum og öðmm til aðstoðar. Þórður Þ. Þorbjamarson, borgar- verkfræðingur í Reykjavík, komst þannig að orði í sjónvarpssamtali á laugardaginn, að til þess kynni ein- faldlega að koma, ef ekki tækist að fínna ásættanlega lausn á með- ferð sorpsins, að fólk neyddist til að grafa það í eigin garði, í bókstaf- legri merkingu. Þannig fer ef þau kerfi sem við höfum komið á fót til að sinna sameiginlegum þörfum og létta af okkur daglegum áhyggj- um hrynja. Þessi kerfi em mann- anna verk og þeir geta þess vegna að sjálfsögðu einnig eyðilagt þau. XXX Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi, lagði til í borgarstjóm og fékk einróma samþykki fyrir því, að tek- in yrði upp flokkun á sorpi í Reykjavík. I þessu felst að borg- arbúar flokki það msl, sem frá þeim kemur og síðan verði það hirt með hliðsjón af því, hvemig unnt er að nýta það og endurvinna. Fyrir liggja niðurstöður rannsókna, sem sýna að frá hveijum manni hér kemur meira drasl á sorphauga en í öðmm löndum. Víkveiji ætlar sér ekki þá dul að skilgreina, hvað valdi þessu. Hann hefur á hinn bóginn kynnst því erlendis, hvemig staðið er að því hirða flokkað sorp. Þar em til dæmis víða gámar i hverfum, þar sem fólk getur losað sig við flöskur og annað gler annars vegar og pappa og pappír hins vegar. Þá tíðkast það einnig að sorphirðu- menn taki pappír á ákveðnum viku- dögum og hafa þá íbúar gengið þannig frá dagblöðum og öðm sem til fellur með þeim hætti, að auð- velt sé að taka pakann og kasta honum upp á bíl. Víkveiji er þeirrar skoðunar, að takist að hrinda tillögu Katrínar Fjeldsted í framkvæmd hafi það ekki aðeins í för með sér að nýting aukist á því sem nýtanlegt er held- ur einnig almennt aukinn aga og þannig vemlegt uppeldisgildi. Það reynist öilum dijúgt vegnamestið sem þeir frá fá heimilum sínum. Það er dagleg áminning um að hver og einn þarf að sýna um- hverfi sínu umhyggju að flokka msl. XXX Viðbrögð íbúa i austasta hluta Árbæjarhverfis við áformum um að reisa svokallaða böggunar- stöð fyrir sorp í 4-500 metra fjar- lægð frá byggðinni í hverfinu sýna, að hiti hleypur fljótt í umræður um þessi mál. Borgaryfirvöld óg sér- fræðingar í náttúm- og hollustu- vemd, sem hafa kynnt sér allar hliðar þessa máls, telja enga hættu á ferðum í tengslum við þessa mikil- vægu stöð á þessum slóðum. Davíð Oddsson, borgarstjóri, brást við með réttum hætti, þegar hann mæltist til þess að fulltrúar íbúanna í Árbæ fæm í ferð á vegum borgar- innar til Skotlands til að kynnast starfsemi stöðva af því tagi, sem hér um ræðir. Hræðsla við það sem menn þekkja ekki verður sjaldan upprætt nema með fræðslu, kynn- ingu og þekkingaröflun. Þegar til kastanna kemur em svo miklir hagsmunir í húfi fyrir alla íbúa höfuðborgarasvæðisins að vel takist til um framtíðarstað fyrir sorp, að við það verður ekki unað til lengdar, að landeigendur eða aðrir standi í vegi fyrir því vegna sérhagsmuna sinna að tillögur sem samdar em að bestu manna yfírsýn komist til framkvæmda; nema markmiðið sé að bijóta niður hina sameiginlegu sorphirðu. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.