Morgunblaðið - 08.02.1989, Side 42

Morgunblaðið - 08.02.1989, Side 42
J42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Miðverðir með hæstu launin Patrick Ewing með um 160 milljónirá ári NÝLEGA var gefinn út listi yfir / tekjuhæstu leikmenn í NBA- deildinni í fyrra. Þessi listi mið- ast við árslaun. Eins og sjá má eru miðverðir með hæstu laun- in og virðist sem borgað sé fyrir stærð. Patrick Ewing, sem leikur með New York Knicks, er launa- hæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 3,25 milljónir dollara í árslaun. Það eru um 160 milljónir íslenskra króna. „Magic" Johnson er næstur með 3,142 milljónir og félagi hans hjá Lakers, Kareem Abdul-Jabbar er þriðji með þijár milljónir í árs- laun. Besti leikmaður deildarinnar í fyrra, Michael Jordan, verður hins- vegar að sætta sig við „aðeins" 2,15 milljónir dollara á ári. Þess má geta að 1991 verður sett met í NBA-deildinni. Larry Bird hefur þegar samið fyrir árið og mun þá fá 4,2 milljónir dollara í árslaun. Hér fylgir listi yfir launahæstu leikmenn í hverri stöðu en meðal- laun fimm efstu leikmanna í hverri stöðu er rúmlega ein og hálf milljón dollara. Þess má geta að laun í NBA-deildinni hafa hækkað um *S5% síðan 1987. Framheijar Larry Bird, Celtics..........1,800,000 Alex English, Nuggets........1,650,000 Charles Barkley, 76ers.......1,536,000 Dominique Wilkins, Hawks.....1,500,000 Terry Cummings, Bucks........1,450.000 Buck Williams, Nets............1,365,000 James Worthy, Lakers............1,300,000 Kevin McHale, Celtics...........1,300,000 Tom Chambers, Suns..............1,300,000 Adrian Dantley, Pistons.........1,250,000 OtisThorpe, Rockets.............1,125,000 Bemard King, Bullets............1,100,000 Kiki Vandeweghe, Trail Blazers ...1,054,000 Larry Nance, Cavaliers..........1,050,000 Wayman Tisdale, Pacers..........1,000,000 Charles Oakley, Knicks..........1,000,000 Charles Smith, Clippers.........1,000,000 Herb Williams, Pacers............ 983,333 Kelly Tripucka, Homets........... 980,000 Armon Gilliam, Suns.............. 900,000 MiAvorAir Patrick Ewing, Knicks..........3,250,000 Kareem Abdul-Jabbar, Lakers....3,000,000 Robert Parrish, Celtics.........2,038,333 Ralph Sampson, Warriors.........1,960,000 Akeem Olajuwon, Rockets.........1,677,666 Jack Sikma, Bucks..........'...1,600,000 Moses Malone, Hawks.............1,500,000 Joe Barry Carroll, Nets.........1,391,600 Kevin Duckworth, Trail Blazers ...1,265,000 Bill Cartwright, Bulls..........1,225,000 Bakvarðlr Magic Johnson, Lakers..........3,142,860 MarkPríce, Cavaliers............1,200,000 Maurice Cheeks, 76ers..........1,000,000 Isiah Thomas, Pistons..........1,000,000 Norm Nixon, Clippers............. 985,000 Dennis Johnson, Celtics......... 832,500 Paul Pressey, Bucks............. 800,000 Alvin Robertson, Spurs.......... 725,000 Kenny Smith, Spurs.............. 600,000 Lafayetter Lever, Nuggets....... 575,000 Michael Jordan, Bulls..........2,150,000 DaleEllis, Supersonics.........1,100,000 Sidney Moncrief, Bucks.........1,100,000 Byron Scott, Lakers............1,000,000 Derek Smith, Kings.............. 925,000 Mitch Richmond, Warriors........ 800,000 Reggie Williams, Clippers....... 800,000 Jeff Malone, Bullets......... 750,000,000 Dennis Hopson, Nets............. 717,516 Darrell Griffith, Jazz.......... 685,000 ^ Árshátíð Hauka verður haldin í Skútunni föstudaginn 10. febrúar nk. og hefst kl. 20.00 Miðasala í Haukahúsinu. Fjölmennum - GóÖa skemmtun .ekkl heppH'__________________________ Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 6. LEIKVIKA - 11. FEBRUAR 1989 Leikur 1 Coventry - Newcastle t-e?kw 2 Millwali - Arsenal Leikur 3 Norwich- Derby Leikur 4 Nott.For - Q.P.R. Leikur 5 Sheff.Wed. - Man.Utd. Leikur 6 Southampton - Everton Leikur 7 Tottenham - Charlton Leikur 8 Wimbledon - Aston Villa Leikur 9 C.Palace Blackburn Leikur 10 Man.City - Ipswich Leikur 11 Oxford - Portsmouth Leikur 12 Watford - Leeds Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Þrefaldur pottur Gangi 1. vinningur út ad þessu sinni, veröur SPRENGIVIKA f 7. leikviku. Patrick Ewlng hjá New York Knicks er með um 160 milljónir íslenskra króna í árslaun. HANDBOLTI / SPÁNN Daninn Kim Jakob- sen markahæstur Kristján Arason í 16.-17. sæti DANINN Kim Jakobsen, sem leikur með Uniexpress Madrid, er markahæstur í spænsku 1. deildinni í handknattleik, eftir riðlakeppnina. Hann hefur skorað 109 mörk. Urslitakeppnin á Spáni hefst 5. mars næstkomandi. Þá mæt- ast fjögur efstu liðin úr hvorum riðli í sérstakrí keppni um meistaratitil- inn, þar sem allir leika við alla. Á listanum yfir markahæstu menn eftir riðlakeppnina eru Júgóslavinn Puzovic hjá Caja Madrid og Finninn Jan Rönnebörg hjá Tres de Majo jafnir í öðru sæti með 99 mörk hvor. Tveir Júgósla- var eru í 4.-5. sæti: Cvetkovic hjá Bidasoa í Irun og Dzonlagic hjá Arrate, með 87 mörk. Spánverjinn Alemany hjá Valencia hefur gert 82 mörk. Kristján Arason, sem leik- ur með Teka, er í 16.-17. sæti á listanum með 62 mörk. Kristján 19. bastur? Stigahæstur í einkunnagjöf blaðsins El As, (Ásnum) er Spán- veijinn Franch hjá Granollers með 31 ás, en hann er homamaður. Annar er Galiesto hjá Lagisa með 30 ása og síðan kemur línumaður- inn Vukovic hjá Atletico Madrid með 29. I 19. sæti eru jafnir Kristján Arason, Júgóslavinn Vujovic hjá Barcelona og Melo hjá Teka með 25 ása hver. Llð rlðlakeppnlnnar Blaðið stillti upp liði riðlakeppn- innar, eftir einkunnagjöf sinni og skipa það eftirtaldir menn: í mark- inu eru landsliðsmaðurinn Sunica hjá Bidasoa Irun, Franch er homa- maður vinstra megin, Alemany vinstra megin fyrir utan, miðjumað- urinn er frá Teka: Villaldea, línu- maðurinn er Galesto frá Lagisa, örvhent skytta Júgóslavinn Puzovic og hægri homamaður Mayoral frá Lagisa. Úrslitakeppnln Búið að draga í úrslitakeppnina sem byijar 5. mars. í fyrstu umferð leika Kristján Arason og félagar í Teka gegn Atletico Madrid á úti- velli og Granollers, sem Atli Hilm- arsson leikur með, mætir Bidasoa á heimavelli. Síðan á Teka heima- leik í næstu umferð gegn Granoll- ers 12. mars. Teka á svo aftur hei- maleik gegn Barcelona 19. mars og Grannollers þá heimaleik gégn Valencia. FráAtla Hilmarssyni á Spáni KORFUBOLTI / 1. DEILD KVENNA Lok á körfúnni? Alaugardag léku ÍBK og Haukar í 1. deild kvenna í körfuknattleik, en leik þessum var upphaflega frestað í nóvember. ^■■■1 Sjálfsagt hafa Sigurður Haukastúlkur óskað Hjörieifsson þess að leiknum skrifar hefði verið frestað til frambúðar því þeim virtist vera fyrirmunað að skora stig í fyrri hálfleik. Sama má segja um IBK, þar sem fyrsta karfan var skomð á sjöttu mínútu leiksins. Voru heimamenn grunaðir um að hafa sett lok á körfu Hauka! Haukar skoruðu aðeins 7 stig í fyrri hálfleik á móti 21 stigi IBK og þegar upp var staðið sigruðu Keflavíkurstúlkumar 47:21. í seinni hálfleik lagaðist hittni liðanna örlítið. Þetta lága stigaskor skapaðist ekki af góðum vamarleik, eða því að liðin sköpuðu sér ekki góð skotfæri. Það var bara eins og boltinn vildi alls ekki ofan í körfuna. Stig ÍBK: Anna María 10, Björg9, Marta 8, Bylgja 6, Margrét 4, Kristln 4, Eva 4, Svandts 1 og Elfnborg 1. Stig Hauka: Guðbjörg 7, Hafdls 6, Sólveig 3, Sigrún 3, og Herdis 2. ínémR FOLK ■ JOEL Corminbouef, mark- vörður Neuchatel Xamax og sviss- neska landsliðsins, mun ekki leika knattspymu næstu mánuðina. Corminbuef meiddist í hnéi í vin- áttuleik og þarf að fara í uppskurð. Hann missir því af leikjum lands- liðsins gegn Portúgal og Tékkó- slóvakíu í undankeppni heims- meistarakeppninnar. ■ ALAN Mclnally, markahæsti leikmaður ensku 1. deildarinnar, mun leik sinn fyrsta leik með skoska landsliðinu í dag. Mclnally hefur gert 21 mark fyrir Aston Villa í vetur og mun að öllum líkind- um byija inn á í leik liðsins gegn Kýpur í dag. Skotar þurfa að sigra í leiknum með miklum mun til að komast í efsta sætið í riðlinum. Mclnally mun líklega kom í stað Brian McClalr sem er meiddur. ■ PSV Eindhoven frá Hollandi mætir Mechelen frá Belgíu í dag í síðari leik liðanna í Meistara- keppni UEFA. Róðurinn verður án efa þungur fyrir hollensku meistar- ana því þeir töpuðu fyrri leiknum, 0:3. Það er' ekki til að bæta úr skák að fjórir af lykilmönnum liðsins eru meiddir. Markvörðurinn Hans van Breukelen er meiddur og Wim Kieft, Ian Nielsen og Jozef Cho- vanec munu heldur ekki leika með liðinu. Óvíst er hvort Erwin Koe- man geti leikið með Mechelen en bróðir hans, Ronald, leikur sem kunnugt er með PSV. ■ JÓHANN ÓIi Guðmundsson var endurkjörinn formaður Víkings á aðalfundi félagsins í síðustu viku eins og greint var frá í blaðinu á laugardag. Fréttin skolaðist eitt- hvað til í vinnslu og því er rétt að endurtaka hveijir eru með honum í stjórn: Jón Kr. Valdimarsson, Þórður Bergmann, Ágúst I. Jóns- son, Eysteinn Helgason, Þor- steinn Pálsson og Stefán Egg- ertsson. í varastjóm eru Björn Tryggvason og Olafur Friðriks- son. NOREGUR Kvenna- lands- liðiðfær þrjátíu milljónir Norska olíufélagið Norsk Hydro hefur gert samning við norska kvennaiandsliðið í knattspymu og mun greiða þvi ■MBM sem nemur um Frá 30 milljónum Sigurjóni íslenskra króna á Einarssyni næstu þremur i oregi árum. Þetta er stærsti stuðningssamningur, sem norskt kvennalandslið hefúr náð við aðila úr viðskiptalífinu, en sem kunnugt er hefur norska kvennalandsliðið í knattspymu náð góðum árangri á alþjóða- vettvangi undanfarin ár. BADMINTON Leiðrétting Oskar Guðmundsson, margfald- ur íslandsmeistari í badminton á áram áður, var ranglega sagður heita Ólafur á forsíðu íþróttablaðs Morgunbiaðsins í gær. Hann var síðan réttnefndur í nánari umfjöllun um mótið inni í blaðinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.