Morgunblaðið - 19.03.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 19.03.1989, Síða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 SKEMMT tdaá SKEMMA Orðið skemmdarverk getur átt við ýmislegt. A miður vönduðu máli er ofttalað um „vandal- isma“. Tilgangslaus skemmdarverk á verðmætum. Oft eru skemmdarverk framin um leið og önnur afbrot, t.d. þykir sumum innbrotsþjófum við hæfi að rústa þær eigur sem þeir hafa ekki á brott með sér. Skemmdarverk eru líka oft unnin í ölvímu og í tengslum við óspektir og óróa á almannafæri. Óljóst umfang En hvert er umfang skemmdar- verka? Það er erfítt að afla upplýs- inga þar að lútandi. Á heildina litið virðist eins og menn hafí lítið leitt hugann að skemmdarverkum; þau eru staðreynd sem menn verða dagsdaglega varir við en hugleiða svo ekki nánar. Mönnum verður svarafátt þegar þeir eru inntir eftir því hvort þeir telji hervirkin fara vaxandi eður ei. Það eina sem þeir geta sagt ákveðið er að ástandið þyrfti að vera betra. Eins og fram hefur komið eru skemmdarverkin gjaman unnin $amhliða öðrum afbrotum og eru því oft flokkuð með þeim. Trygg- ingafélög skrá bætur vegna skemmdarverka á eignum með tjóni vegna innbrota og þjófnaða. Trygg- ingafélögin bæta tjón á bifreiðum vegna skemmdarverka mjög tak- markað og töluleg gögn þeirra um skemmdarverk draga dám af því. Tryggingaskilmálar vegna bifreiða undanskilja tjón vegna skemmdar- verka að yfírlögðu ráði og eru al- mennt ekki bætt hjá tryggingafé- lögunum. Framrúðuna er yfírleitt hægt að fá bætta því framrúðu- tryggingin hefur ekki fyrirvara að þessu leyti. Dómsskýrslur veita heldur ekki miklar upplýsingar því aðeins örfá mál koma til kasta dómstólanna. Fátt heilag’t Friðrik G. Gunnarsson aðstoðar- yfírlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík sagði Morgunblaðinu að því miður væru töluleg gögn lög- reglunnar um skemmdarverk ekki mjög aðgengileg; lítið hefði verið unnið úr þeim og það sem til væri næði ekki langt aftur í tímann. Fyrst nýlega hefði tölvuskráning á eyðileggingunni verið hafín. Þó var hægt að upplýsa að fjóra síðustu mánuði ársins í fyrra var lögreglan kölluð til vegna 276 rúðubrota, 149 skemmda á bílum og 78 á húsum. 80 útköll voru vegna skemmda á öðrum eigum. — Lögreglumenn telja að þetta sé aðeins brot af eyði- leggingunni því einungis lítill hluti skemmdarverka er tilkynntur til lögreglunnar. í einstaka tilfelli getur tjónið hafa orðið af „eðlilegum orsökum“ t.d. vegna foks. En glerflöskur fljúga ekki í logni og það vekur eftirtekt að rúður í miðbænum og verslunarmiðstöðvum virðast vera öðrum brothættari. Einkanlega á föstudags- og laugardagsnóttum. Hvað er skemmt? Blaðamanni voru sýndir skjalakassar með skýrslum um margháttuð eigna- spjöll. Eiginlega virðist fátt vera heilagt. Rúðubrot eru myndarlegur málaflokkur og skýrslur þar að lút- andi eru í sérkassa. Af öðrum eigna- spjöllum má t.d. nefna: eyðilagðar hurðir, póstkassa, almenningssíma, ljósastaura, biðskýli. Bílar eru „vin- sælir“, sparkað í þá, dansinn stiginn á vélarhlífínni, loftnet beygð til, lakkið rispað og rúðumar brotnar. Athygli vakti að fáar skýrslur voru um skemmdir á opinberum eigum. Bera skemmdarvargar meiri virð- ingu fyrir ríki og bæ heldur en einkaaðilum? Friðrik taldi það ólík- legt; stofnanir ríkisins og sveitarfé- laganna gerðu jafnóðum við tjónið og undantekning væri að lögregla væri kölluð til. „Við vitum t.d. að símaklefarnir fá ekki að vera í friði þótt við höfum ekki margar skýrsl- ur um skemmdir á þeim.“ En borg- aramir láta oft einnig hjá líða að tilkynna spjöll á sínum eigum. Það Morgunblaðið/Þorkell Eru byrgðir gluggar lausnin? væm helst tryggingaskilmálar sem hvettu þá til þess. Það er erfitt að henda reiður á því tjóni sem unnið er á almanna- eigu. En til fróðleiks má geta þess að hjá hreinsunardeild Reykjavíkur- borgar fengust þær upplýsingar að ekki væri óalgengt um helgar að ráðist væri að 20-30 ruslakössum í miðborginni og við Laugaveginn. Verð ruslakassa er á bilinu 8-12 þúsundir. Það er mismunandi hvað kassarnir em „harðir af sér“ og þola árásir. Stundum er eins og traustbyggður kassi dragi að sér skemmdarvarga. Viðgerðir og end- urtekin uppsetning á kössum kostar líka sitt. Hörður Gíslason skrif- stofustjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur áætlaði að kostnaður strætisvagnanna vegna skemmdar- verka væri um 800 þúsundir króna á ári. Ágúst Geirsson bæjarsím- stjóri áætlaði að kostnaður Pósts og síma vegna skemmdarverka á símasjálfsölum í miðbænum og við Laugaveginn næmi tveimur til þremur milljónum króna árlega. Aðeins örfáir Skemmdarverk em iðulega unnin um helgar í miðbænum og við versl- unarmiðstöðvar þar sem böm og unglingar koma saman. Framburð- ur sjónarvotta bendir einnig til þess að langoftast séu það bömin og unglingarnir sem vinni þau hervirk- in (við innbrot og „markskotfími“ á umferðaskilti koma ívið eldri ein- staklingar við sögu). Skemmdar- verkin em „tilfallandi afbrot", ger- ast „einhvem veginn“. „Það er óhætt að segja að skipulögð skemmdarverk heyra til algjörra undantekninga,“ sagði Ómar Smári Morgunblaðið/Sverrir ÓmarSmári Ármannsson og _ Friðrik G. Gunn- arsson telja að að- eins brot af skemmdarverkun- um sé tilkynnt til lögreglunnar. AFBROTAFRÆÐI Eru fullorðnir betri? MENN LÍTA skemmdarverk misjafíilega alvarlegum augum en öllum ber saman um að þau séu ekki eðlUeg og sjálfsögð. Þau eru afbrot og heyra undir svið afbrotafiraeðinnar. Hafa skemmdarverkin verið athuguð vísindalega og kerfisbundið? Morgunblaðið leitaði svara hjá Erlendi S. Baldurssyni afbrotafræðingi. Erlendur sagði skemmdarverk unglinga ekki hafa verið mikið könnuð hér á landi. En þess má þó geta að árið 1978 birti Pétur Jónasson sálfræðingur könnun á afbrotum 14 ára unglinga í Reykjavík. Fjórðungur aðspurðra kannaðist við að hafa unnið skemmdarverk. Erlendur sagði að í flestum þjóðfélögum væri alltaf eitthvað um tilgangslaus skemmdarverk. Erlendur taldi ástandið hér á landi ekki vera neitt verra nú en oft áður. Það væri erfítt að segja eitthvað ákveðið, skemmdarverk væru mjög „dulin brot“. Skemmdarverkin eru ekki endilega „unglingaafbrot", „en við sjáum mest af skemmdarverkum unglinganna. Hefur þú séð vínveitingastað fýrir fullorðna eftir klukkan hálffjögur? Þar má sjá tilgangs- laus skemmdarverk og ég er ekki bara að tala um brotin glös heldur einnig stóla, bekki og borð. Öll hegðun unglinga er mjög áberandi í þjóðfélaginu. Þeir eru minna heima hjá sér. Þeim er ekki hleypt inná vínveitinga- staði, drykkja þeirra og það sem henni fylgir er því mjög sýnileg. Og þeir hafa oft litla stjóm á sinni drykkju. Áfengi los- ar um hömlur og eyðileggingarhvötin er partur af öllum, segir Freud a.m.k.“ Erlendur sagði að það væru sterkari hömlur á stelpum en strákum gegn því að eyðileggja. Skemmdarverk stríddu ekki aðeins gegn góðum siðum heldur einnig gegn kvenímyndinni. Drengimir væm ekki eins heftir að þessu leyti. „Hvernig karl- mennskuímynd hafa drengirnir? Pabba gamla, ef hann er á heimilinu eða ekki að vinna yfírvinnu? Fólk ætti að athuga hvemig fyrirmyndir þessir karlmenn em sem bömin þeirra horfa á af myndböndun- um og í bíó. Dálítið ofsafengnir sumir hveijir. Það er talað um „unglingamenningu" og hún breytist. Það koma tímabil í ungl- ingamenningunni þegar stíllinn er árásar- gjarnari. T.d. það fylgdu skemmdarverk Presley-æðinu. Presley var svosem enginn ofbeldisseggur en það var stundum mikill hamagangur og slagsmál í kringum rokk- ið.“ Erlendur sagði unglingana eiga tiltölu- Iega lítið og þeir sæju fyrirmyndimar; þá fullorðnu, meðhöndla eigur og verðmæti mjög gáleysislega og þeir gerðu það þá líka. — „Á svolítið annan hátt.“ Morgunblaðið/Sverrir Erlendur S. Baidursson afbrotafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.