Morgunblaðið - 19.03.1989, Page 5

Morgunblaðið - 19.03.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 C 5 brestur. Skemmdarverkamálunum er oft lítið fylgt eftir. Tjónþoli fær sinn skaða oftast bættan hjá trygg- ingafélögunum og það er honum nóg og hann leggur ekki fram kæru. í mörgum tilvikum telja tryggingafélögin vonlítið að gera endurkröfu. T.d. bera foreldrar ekki lagalega ábyrgð á því tjóni sem stálpuð börn þeirra valda. Rétt er þó að geta þess að margir foreldrar telja sig bera siðferðilega skyldu til að bæta fyrir þann skaða sem börn þeirra valda. í Borgardómi. Reykjavíkur eru einkamál vegna skemmdarverka ekki flokkuð sérstaklega heldur með öðrum skaðabótamálum. í Sakadómi Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að á síðasta ári hefði fimm málum vegna spellvirkja á bifreiðum og rúðubrota lokið með dómsátt, sektir til hins opinbera voru á bilinu 4-10 þús. en skaða- bætur til tjónþola á bilinu 10 þús. til 36 þús. Tveir dómar féllu vegna skemmdarverka eingöngu, sektir voru 3 þús. og 8 þús. í öðru málinu voru dæmdar 10 þús. í skaðabætur. Varúð eðatrygging Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aiyfirlögregluþjónn taldi fulla ástæðu til að benda kaupmönnum á að gera viðeigandi vamarráðstaf- anir. Það væri furðulegt að end- umýja glerið í sama glugganum hvað eftir annað en gera litlar sem engar fyrirbyggjandi ráðstafanir. Hjá nokkmm tryggingafélögum fengust þær upplýsingar að það kæmi fyrir að eignatryggingum væri sagt upp vegna þess áhættan væri of mikil og varúðarráðstafanir ekki viðhlítandi og ábendingum um lagfæringar ekki sinnt. Talsmenn tryggingafélag'anna sögðust reyna að gefa viðskiptamönnum sínum góð ráð um fyrirbyggjandi ráðstaf- anir. Á hinn bóginn virðist ekki vera nein fastmótuð stefna um að lækka iðgjöld vegna aukinna varúð- arráðstafana; slíkt er ákveðið í hveiju tilfelli fyrir sig. Ef viðskipta- maður, t.d. verslunareigandi, gerir ráðstafanir gegn skemmdarverkum getur hann farið fram á iðgjalda- lækkun. Ekki tókst að fá tölulegar upplýs- ingar um útborgaðar bætur vegna skemmdarverka sökum þess að þær em flokkaðar með skemmdum vegna innbrota og þjófnaðar. Tjón vegna skemmdarverka mun þó vera umtalsvert og kemur fram í hækk- uðum eignatryggingum. En kostn- aðurinn við að veijast skemmdar- verkum er líka töluverður. Þjónusta gæslufyrirtæka kostar sitt og ör- yggisgler er heldur ekki ókeypis. Það má ætla að slíkur kostnaður komi fram í gjaldskrám fyrirtækja og vömverði. Byrgðir gluggar Hvert er viðhorf verslunareig- enda til skemmdarverka? Taka þeir þeim eins og hveiju öðm hundsbiti? Skemmdarverk og brotnár rúður hafa t.d. verið vandamál í verslun- armiðstöðinni Fellagörðum við Eddufell. Um síðustu áramót vom margar rúður brotnar í verslunum. Sigríður Blöndal útibússtjóri í Iðn- aðarbankanum taldi að skemmdar- verkin kæmu í tömum. Áramótin væm verst og svo væri nokkur órói á haustin þegar skólar byijuðu og á vorin þegar þeim lyki. Þess má geta að sumar verslanir byrgðu gluggana með krossviðarplötum um síðustu áramót. Einn verslunareig- andi lét í ljós þá skoðun að ætlaði einhver sér á annað borð að skemma þá væm varnir haldlitlar. Ein verslunin í miðstöðinni hefur fjárfest í jámgluggatjöldum. Versl- unareigandinn-þar sagði að eitthvað hefði orðið að gera eftir að 13 rúð- ur hefðu verið brotnar á einu ári. Hann taldi að þessi fjárfesting hefði borgað sig. Aðspurður sagði hann að tryggingafélagið hefði ekki veitt afslátt á iðgjöldum vegna þessarar fjárfestingar; þeir hefðu viljað bíða og sjá hver reynslan yrði. Aðrir verslunareigendur hafa hugleitt að fá sér viðlíka járngluggatjöld en ekki varð af því sökum þess að áformað var að gera endurbætur og byggja yfir verslunarmiðstöðina. CHEROKEE LARED01989 TIL AFGREIÐSLU STRAX Bílar þessir eru hlaðnir aukahlutum og með lúxus innréttingu 4ra dyra 4,0L6cyl. 177 hp.vél Sjálfskiptur Vökvastýri Veltistýri Rafdr. rúður Rafdr. læsingar Fjarst. útispeglar Hiti íafturrúðu Þurrka á afturrúðu Off-Road Toppgrind 225x15 Wranglerdekk Þokuljós Álfelgur Dráttarbeisli Gasdemparar EGILL VILHJALMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Til móts við draum Frá fimmtudegi 16. mars til fimmtudagsins 23. mars verður verslunin Pelsinn með tilboð á eftirtöldum vörum, sem erfítt er að hafna: ★ Pelsar ★ Hattaroghúfur ★ Kvenkápur úr leðri í öllum stærðum ★ Kvenfatnaður úr leðri, kápur, buxur, pils, dragtirogkjólar ★ Minkapelsar og aðrir pelsar á sértilboði í litlum númerum ★ Angórupeysur ★ Ullardragtir 30% útborgun og afgangurinn á 10 mánuðum vaxtalaust ______4 PELSINNI Idrkjuhvoli, sími 20160. —-------——*-i-g.....I—————----smI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.