Morgunblaðið - 19.03.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.03.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 C 7 Morgunblaðið/Þorkell til að þetta gæti gengið yrðum við að vinna saman og það gerðum við í tvö ár. Síðan fór hann að vinna með fólki sem mér líkaði ekki þann- ig að ég fékk hann til að kaupa mig út. Arið eftir seldi hann staðina og hagnaðist um 30 milljónir dansk- ar. Það var hins vegar of stór biti fyrir þann sem þá keypti og nú er hann kominn á hausinn, og bankinn rekur staðina í dag. Á þessu geturðu séð hvað þessi bransi er viðkvæmur og óútreiknan- legur. Ég hefði alveg eins getað keypt hinn út á sínum tíma, fyrir sömu upphæð og hann keypti mig út, og ég hefði alveg eins getað grætt þessar 30 milljónir, þótt auð- vitað hefði ekki verið hægt að sjá það fyrir þegar ég seldi. En ég var þá orðinn svo þreyttur á þessum rekstri, að ég var ákveðinn í að hætta. Annars hef ég verið viðloð- andi gömlu staðina mína að undan- förnu, var þama í mánuð að hjálpa þeim og náði veltunni upp um helm- ing. Þeir hjá bankanum hafa verið að slá á þá strengi að ég fari inn í reksturinn aftur, en ég hef ekki áhuga á því, að minnsta kosti ekki í þessa tegund veitingareksturs. Hins vegar vantar nú góðan nætur- klúbb í Kaupmannahöfn og ég hef sótt um leyfi fyrir einum slíkum.“ Undanfarin ár hefur Þorsteinn fengist við kaup og sölu á skemmti- stöðum. í mörgum tilfellum er um að ræða þrotabú, sem hann hefur keypt af bönkum, gert upp, komið í rekstur og síðan selt. Hann segir að þessi viðskipti eigi ágætlega við sig, en samt er eitthvað sem freist- ar varðandi rekstur næturklúbbs. „Það er mjög erfitt að fá nætur- leyfi í Kaupmannahöfn því þar eru aðeins leyfðir 60 næturklúbbar á hveijum tíma. En ég vona að þetta gangi eftir því þetta er spennandi verkefni. Þessi næturklúbbur sem ég hef í huga á að rúma um 1.200 gesti og innréttingar verða allar í stílnum frá 1930. Auk þess hef ég lagt inn umsókn fyrir nýjum kok- teilbar í miðborginni. Frá því ég rak diskótekin hafa orðið miklar breytingar á skemmt- analífínu og diskótek eru orðin úr- elt. Nú er aftur kominn tími lifandi tónlistar og menn eru famir að sækja í þetta gamla. Fólk er orðið þreytt á tölvutónlistinni og þess vegna verður maður að bjóða upp á lifandi tónlist, og hæfi- leg blanda af slíkri tónlist og diskótónlist er líklega rétta uppskriftin eins og tímamir em nú.“ Að endurnýja í sér íslendinginn Frá því Bonaparte var upp á sitt besta hefur Þorsteinn verið í sam- bandi við ýmsa þekkta tónlistarmenn og hafa sumir þeirra komið hing- að til lands á hans vegum. Má þar nefna blústónlist- armanninn John Mayall, sem hingað kom fyrir skömmu: „Mér finnst gott að koma hingað heim annað slagið til að endumýja í mér íslendinginn. En það geri ég ekki öðmvísi en að standa í einhverjum stórræðum, eins og til dæmis því að halda hér hljómleika. Þú finnur ekki púlsinn á þjóðfélag- inu hér með því að koma bara í frí. Maður verður að standa í einhveiju strögli og það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég kom núna með Mayall, — til að stinga fingrinum í íslenska jörð.“ — Hefur aldrei hvarfl- að að þér að flytja heim og blanda þér í veitinga- húsareksturinn hér á landi? H„Ekki eins og þjóðfé- lagið og efnahagsástand- ið er núna. Hins vegar er veitingahúsamenning- in hér á mjög háu stigi, bæði hvað varðar mat og þjónustu. Þú finnur ekki í Kaupmannahöfn svona staði eins og hér heima. í Danmörku færðu ekki fólk til að klæða sig upp helgi eftir helgi til að fara á fína veitingastaði. ís- lendingar fara mjög mik- ið út að skemmta sér miðað við Dani og hér í Reykjavík em 90 til 100 þúsund manns sem borga sig inn á skemmtistaði í hveijum mánuði, sem er áreiðanlega heimsmet miðað við höfðatölu. Hins vegar er ekki ólíklegt að þetta eigi eitthvað eftir að breytast með bjórbúll- unum og að það eigi eftir að koma niður á stóm stöðunum, og þá kannski helst þannig að fólk kem- ur seinna á þá. Það er líka orðið það dýrt að fara á stóm staðina að fólk fer að hugsa meira um hvað það fær fyrir peningana. Samkeppnin á því enn eftir að harðna á þeim vettvangi því sá tími er liðinn að hægt sé að fá fólk út bara til að drekka. En dansstaðir munu þó allt- af halda velli á íslandi því þetta skemmtanaform er orðið svo rót- gróið hér.“ Á krossgötum „Hins vegar verð ég að segja eins og er að efnahagsástandið hjá Dönum er jafnvel verra en hér, þannig að það er síst skárra að standa í þessu þar eins og mál standa. Ég hef oft verið kominn á fremsta hlunn með að flytja mig suður til Spánar og mér hefur stað- ið það til boða á hveiju ári. Það má því vel vera að maður taki sig upp einn góðan veðurdag og flytji suður á bóginn. Ég er þar hvort eð er alltaf með annan fótinn og á þar ágæta kunningja. Þar á meðal em bræður sem reka eitt stærsta byggingarfyrirtæki á Suður-Spáni, en þeir em hálfir íslendingar og hálfir Persar. Tveir bræðranna búa á Spáni, Ole og Parve Sigurðssynir, og sá þriðji, Vilo Sigurðsson, var borgarstjóri í Kaupmannahöfn á sínum tima.“ DDr RAFHLÖÐUVERKFÆRIN W W fr. ABB STOTZ-KONTAKTGmbH LEYSA VANDANN • Gott jafnvægi • Stillanlegt átak • Tveir hraðar • Báðar snúningsáttir • Fylgihlutir • GOTT VERÐ Vatnagarðar 10 Hr. S: 685855/685854 STOLGOÐ FERMINGARGJÖF! - ótrúlega fjölbreyttir stillimöguleikar - hægt að velja um mjúk eða hörð hjól -alullaráklæði í mörgum litum -5áraábyrgð STEINAR HF STÁLHÚSGAGNAGERÐ SMIÐJUVEGI2 • KÓPAVOGI • SÍMI46600 --------------------------:------------------------------------------------------------------ — ;Hlil

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.