Morgunblaðið - 19.03.1989, Síða 14
$4Pft(?þJNff LAÐIÐ gUNNUDAGUR Ift. j MARZ 1989
H
[ >
Svör úr spumingaskrám þjóóháttadelldar
um daglegt líf íslendinga liggja nú fyrir og
Morgunblaóió birtir í fjórum greinum
sýnishom úr svörunum. IV. grein
Andlát og
útfararsiðir
Kristín Marja Baldursdóttir tók saman/myndir Ragnar Axelsson
Bleikur hestur í draumi
boðaði feigð, og ef
krummi settist á bæjar-
burstina og klukkna-
hljómur heyrðist í
fjarska, þá var líka einhver feigur.
Nokkuð fór eftir landshlutum hvað
fólk taldi vera ótvíræð feigðar-
merki, en eldra fólk var trúað og
tók yfirleitt dauðanum sem eðlileg-
um og sjálfsögðum atburði. Otti
fólks við kviksetningu var almennur
meðan læknar voru fáir, og gerði
fólk ýmsar ráðstafanir gegn slíku,
utan þess að láta lík standa lengi
uppi. Erfisdrykkjur voru með öðrum
hætti en nú tíðkast og voru á flest-
um stöðum ekkert frábrugðnar öðr-
um veislum, þar sem vel var veitt
bæði í mat og drykk.
Hér var spurt um eftirfarandi:
1. Feigðarboða.
2. Ráðstafanir gegn kviksetn-
ingu.
3. Um tímann sem leið frá and-
láti að jarðarför.
4. Erfísdrykkjur.
Vestfirðir
1. Að dreyma að sitja á bleikum
hesti boðaði feigð. Menn voru feig-
ir ef hrafn flaug í kross yfir bæ,
ef þeir heyrðu klukknahljóm eða
fundu moldarlykt. Stjömuhrap boð-
aði dauða einhvers og ef svipir
manna sáust að þeim lifandi þá
voru þeir feigir. Það var feigðar-
boði ef góðir fiskimenn drógu ekki
fisk en aðrir fiskuðu vel, og ekki
mátti prjóna né sauma upp á sjó-
mann á helgum degi.
2. Logandi eldspýta eða heitt
jám var borið að iljum manns til
að vita hvort líkið sýndi nokkur við-
brögð.
3. Eftir kistulagningu var líkið
látið standa uppi í tvær vikur
minnst, í stofuhúsi eða framhýsi
undir lofti, og stundum í úti-
skemmu. Ljós var látið loga hjá
líkinu þar til búið var að kistu-
leggja og Passíusálmamir lagðir á
brjóst hins látna.
4. Öllum var gefið kaffi og með
því, sem til jarðarfararinnar komu.
Vom húsakynni prestsetursins
fengin til erfisdrykkjunnar.
Norðurland
1. Ef gætinn og rólyndur maður
brygði venju sinni og yrði allt í einu
fasmikill og glannafenginn vom
líkur á því að hann væri feigur. Ilit
var fyrir sjómenn að dreyma blíðu-
atlot kvenna, og að dreyma sól,
tungl og stjömur var ætíð talið
boða mannslát. Feigðarboði var ef
rotturyfírgáfu skip, ef kmmmi sett-
ist á bæjarburstina og ef einhver
heyrði klukknahljóm. En hljómur
fyrir hægra eyra boðaði lát karl-
manns, en fyrir vinstra eyra konu-
lát. Ef svipur manns sást á tveimur
stöðum samtímis var hinn sami
feigur, en þó vom þess dæmi að
menn hafi lifað lengi eftir það.
2. Dæmi vom þess að menn
tækju loforð af aðstandendum um
að skera á púlsinn að þeim látnum.
3. Frá andláti til þess dags er
jarðað var liðu 12 til 20 dagar. Lík
AÐ AUSTAN:
Ótti vió kviksetningru
„Árið 1923 var ég hjá merkum hjónum á góðu heimili. Þá
heyrði ég dóttur þeirra á unglingsaldri segja við móður sína:
„Ég man svo vel frá bemsku minni hvað ég var hrædd við
að vera kviksett, — ég var að streitast á móti að sofna á
kvöldin af ótta við að vakna næst í stjarfa.“ Þá svaraði hin
ágæta móðir: „Mikið er að hugsa sér hvað maður veit lítið
um sálarlíf barna sinna.“ Stúlkan hafði vandlega leynt þessu
hugstríði sínu. Þetta er eitt af mörgum dæmum þess hve
varlega þyrfti að tala við börn um ýmsar hrollvekjur, gagn-
stætt nýtískunni þegar þær em einhver vænlegasta gróðalind
samviskulausra fjárplógsfanta.“