Morgunblaðið - 19.03.1989, Qupperneq 36
36 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989
Ast er.
... að vera páska-
kanínan hans.
TM Reg. U.S. Pat Off.— all rights reserved
• 1989 Los Angetes Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Þú mátt setjast til fóta
fröken fíx ...
HÖGNI HREKKVÍSI
A FÖRNUM VEGI
Verðhækk-
anir og frjáls
innflutningur
Verðstöðvuninni, sem tók gildi
í haust, var aflétt um síðustu
mánaðamót, eins og flestir laun-
þegar hafa líklega orðið varir
við. Hækkanir á vörum og þjón-
ustu hafa því verið tíðar að und-
anfomu, en launin hafa að mestu
staðið í stað. Okkur lék því for-
vitni á að vita hvemig vegfarend-
um litist á þessar hækkanir.
Hjónin Ragnheiður Sigurðar-
dóttir og Manfreð Jóhannes-
son voru á gangi í Aðalstræti þegar
við rákumst á þau og spurðum um
hækkanirnar. „Okkur fínnst það nú
ekki orðið sniðugt þegar kaupið
stendur í stað á meðan allt annað
hækkar," sagði Manfreð. „Auðvitað
hefur það áhrif og maður verður
að spara.“
En hvað er það þá helst sem er
sparað?
„Maður kaupir nú lítið af fatn-
aði,“ sagði Ragnheiður. „Hann er
alltof dýr. En matvörunni sleppir
maður ekki, nema þá helst kartöfl-
unum. Ég er að spá í að hætta að
kaupa kartöflurnar, þær eru orðnar
svo dýrar.“ Ragnheiður var nú samt
ekki á því að leyfa ætti innflutning
á þeim. „Það á alls ekki að leyfa
hann. Við eigum að nota þetta
íslenska.“
Ómögnleg ríkissfjórn
Næstur á vegi okkar varð gam-
all Austfirðingur, sem harðneitaði
að segja til nafns, en leyfði þó ljós-
myndaranum að smella mynd af
sér. Hann sagði matvöruhækkan-
irnar nú ekki koma mikið við sig
þó ellilífeyririnn væri lágur, þar sem
hann væri ekki mikill matmaður.
„Aftur á móti er allt að fara fjand-
ans til með þessari vinstristjóm og
lítið sem virðist hægt að gera,“
sagði hann.
Innflutning ef það
er ódýrara
Ómar Blöndal Siggeirsson af-
greiðslumaður stóð úti í dyrum í
versluninni Herragarðinum. Hann
sagði að auðvitað léttu hækkanirnar
pyngjuna hjá fólki. Hvort þær hefðu
Víkverji skrifar
Víkveiji brá sér fyrir skemmstu
á palla þingsins. Til umræðu
var tillaga um „að fela menntamála-
ráðherra að láta undirbúa og halda
íslenzkunámskeið fyrir almenning í
sjónvarpi".
Framsögumaður vitnaði til um-
sagnar frá Islenzkri málnefnd. Þar
segir m.a.:
„Auk þess gæti sjónvarpið raun-
ar gert mikið gagn með litlum til-
kostnaði þó það efndi ekki til beinna
námskeiða því sjónvarpið mætti t.d.
bregða upp einni mynd á hveiju
kvöldi, 15-20 sekúndur í senn á
bezta sendingartíma, þar sem veitt
yrði fræðsla um eitt málfarslegt
atriði í einu, t.d. beygingu eins orðs
sem oft er rangbeygt eða rétta
meðferð á orðtaki sem oft er farið
rangt með o.sv.fv. Af nógu er að
taka“.
Þetta er þörf ábending. Raunar
er hægt að eyða hvimleiðum mál-
og ritvillum með þessum hætti, svo
sterkur miðill sem sjónvarpið er.
Sjónvarpið er hinsvegar stórlega
vannýtt að þessu leyti.
Sennilega er meðgöngutími
nýrra hugmynda skemmri á Stöð 2
en Ríkissjónvarpinu. Og framtaks-
hvöt ögn meiri. Víkveiji mælir því
allt eins með hugmyndinni á þeim
vettvangi. Þá myndi Ríkissjónvarp-
ið máske taka við sér.
XXX
ingmenn segja gjarnan sögur
af framkvæmdavaldinu sem I
.ntsieicfcla.il iiriA-
svefnþorni samþykktra þingsálykt-
ana. Tvö dæmi skutu upp kolli í
umræðunni um íslenzkukennslu í
sjónvarpi.
Á þinginu 1977-1978, fyrir rúm-
um áratug, var samþykkt ályktun
um kennslu og fræðslu í öllum
greinum móðurmálsins í sjónvarpi
og útvarpi. „Tillagan var aldrei
framkvæmd," sagði einn þingmað-
urinn, „og minnir það okkur nú enn
einu sinni á þá staðreynd að fram-
kvæmdavaldið liggur á því lúalagi
að hunza vilja Alþingis sem fram
kemur í hinum ýmsu tillögum sem
viðsamþykkjum hér á hveiju ári“.
í þinglok 1984 var samþykkt
ályktun um kennslu í framburði
íslenzkrar tungu og málvöndun,
bæði í grunnskólanámi og ríkisijöl-
miðlum. „Ég kann engar frægðar-
sögur að segja af framkvæmd máls-
ins,“ sagði þessi sami þingmaður.
Víkveiji hefur sízt á móti því að
þingmenn saumi eilítið að fram-
kvæmdavaldinu, ekki sízt vegna
hins hvimleiða stofnanamáls. Hann
getur þó ekki stillt sig um að spyija:
A fjárveitingavaldið, Alþingi, ekki
dulitla sök á því að hinar og þessar
þingsályktanir hafa aldrei komið til
framkvæmda?
xxx
Víkveiji getur tekið undir það
með einum þingmanninum í
þessari umræðu að foreldrar lesa
ekki fyrir börn né tala við þau í
sama mæli og fyrr var gert. Lestur
góðra bóka fyrir böm eflir mál-
kennd og bætir málfar þeirra.
Aðstæður á líðandi stund
skammta foreldrum, ömmum, öfum
og öðrum aðstandendum mjög tak-
markaðan tíma til samvista við böm
og unglinga. Án efa á orðfæð og
röng meðferð á orðasamböndum
rætur að rekja til þessa. Bamatím-
ar í útvarpi og sjónvarpi bæta úr
skák, ef þeir sem þar koma fram
hafa viðlíka málfar og Pétur Péturs-
son þulur eða Auður Eiríksdóttir
varaþingmaður að norðan. Mál-
skussar, sem stundum koma við
sögu, ausa hinsvegar olíu á eld
ambögunnar.
xxx
Víkveiji vill að lokum gera orð
eins þingmannsins að sínum:
„Ég held að stutt vakning og
hvatning varðandi meðferð íslenzks
máls, helzt daglega, á vettvangi
sjónvarpsins væri jafnvel áhrifa-
meira heldur en sérhólfað námskeið
þó það geti einnig verið ágæt leið
ef hægt er að efna til þess og koma
því inn í dagskrá á tíma sem líklegt
er að margir hlýði á og verði aðnjót-
andi . . .“.
Ríkissjónvarpið, sem nýtur lög-
tryggðra áskriftargjalda, hefur
ríkari skyldur í þessu efni en Stöð
2. Rétt er það. En Víkveiji hefur
máske meiri trú á framtakssemi
strákanna á Stöð 2. Og báðar
mættu sjónvarpsstöðvamar betur
gera að þessu leyti.