Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 40

Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 40
AUK/SlA k11(XJ3-315 40 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðamir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt fjöiskrúðugu jurta- og dýrariki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aidir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ijós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að fmna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ BAKÞANKAR Mátulegt á okkur Það er ofsalega örvandi að vera íslendingur. Sér- staklega nú þennan veturinn þegar enginn getur leyft sér að vera venjulegt fólk í götu- skóm. Við, litla þjóðin, erum búin að vera blaut í fæturna síðan á annan í jólum, fljót- lega reiknað í svona hundrað og tuttugu og eitthvað daga og orðið svona nokkurnveg- inn nákvæmlega sama um annað en færðina. í áraraðir hefur ekki annað eins færðartal verið á fólki. Mörg góð ýtingarsagan orðið til og margt skemmtilegt skeð þegar verið er að kippa í ein- hvern og aumustu konur orðnar mjög vel að sér í akstri í snjó og farnar að geta talað digurbarkalega um vélar og drif. Fyrir vikið er fólk al- mennt orðið laust við allt pjatt og er bara ljómandi þakklátt ef vöðlurnar ná að þorna fyrir næsta dag og lambhúshettan ekki þófnað þeim mun meira í síðasta élja- gangi. Svo gerist það að við höfum ekkert gert af okkur i marga mánuði, bara mokað og ýtt og dottið og fokið með inn- kaupapokana, snjóblind og hrímug og veðurteppt í hveij- um einasta kaffisopa sem okkur er boðið í, jæja, er ekki allt hækkað á okkur. Það er svona einsog að segja: litlu ljótu frostbólgnu snjóboltarn- ir ykkar, nú skuluð þið fá að finna ærlega og eftirminni- lega fyrir því, mæli ég um og legg ég á að þið sjáið ekki frammúr einum einasta mán- uði amk. fram á vor. Ef það kemur eitthvert vor, sem er alls ekki víst, það bendir nefnilega allt til þess að eigi muni vora neitt að ráði í vor. Það gerir svosem ekkert til þó venjulegur baslari eigi ekki fyrir nýju sófasetti eða snöggri baðstrandarferð. Aft- urámóti er verra þegar fá- tæktarbragur er orðinn áber- andi á stórum hluta fólks sem vinnur einsog skepnur og hefur aldrei gert nokkuð af sér, en á fjórðu hveija viku í taugastríði útaf skuldum. Föstudagur í einhverju Hag- kaupinu ætti að vera mark- tækt sýnishorn eða þjóðfé- lagsspegill. Þar er saman- komin útkeyrð þjóð, heldur tötraleg með vísakortin sín og gúmmítékkana, dauð- þreytt eftir of langa vinnu- viku. Og það er ekki verið að kaupa nautasteikur og inn- flutt grænmeti í friði og spekt, ekki aldeilis, það er rutt oní körfurnar ódýru tilboðs- drasli, hrossagúllasi, akril- peysum og seltsemleður- skóm; allir eru á síðasta snúningi af basli. Það hlýtur að vera til snið- ugri lausn á vandamálunum en að vera alltaf að gaufa við að hækka mjólkina, raf- magnið, strætóana, smjörlík- ið og hvað þetta heitir allt sem ósköp venjulegt fólk þarf til þess að vera til og ekki meira. Um að gera að reyna á langlundargeð fólksins til hins ýtrasta og gera því lífið nógu erfitt. Svo er bara að vona að páskahretið láti ekki á sér standa og það sem ekki hækkaði núna hækki þeim mun betur fljótlega uppúr hreti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.