Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
9
HUGVEKJA
Páskarnir boða
sigur lífsins
efltir SR. HJALTA GUÐMUNDSSON
Páskadagur er sigurdagur. Þá
fagnar öll veröldin upprisnum
frelsara sínum, sem hefur brotið
niður vald dauðans og boðar nú
öllum mönnum eilíft líf í dýrð
Guðs, þeim sem vilja þiggja og
við því taka.
Boðskapur páskanna er boð-
skapur lífsins. Þar eru táknræn
orð englanna eins og Lúkas guð-
spjallamaður skráir þau: „Hví leit-
ið þér hins lifanda meðal dauðra?"
Allt sem snertir líf og starf Jesú
Krists, einkennist af lífí. Hann
læknaði sjúka og vakti upp dauða.
Hann vakti menn til meðvitundar
um hið raunverulega líf í Guði,
þar sem menn standa ekki lengur
einir uppi, heldur eiga stuðning
og styrk skaparans.
Frelsarinn kenndi mönnum að
óttast ekki og missa ekki kjark-
inn, þótt á móti blési, heldur
treysta Guði og leggja allt í hans
hönd, því að til hans ættum við
að steftia með lffí okkar og starfí,
þar sem hið raunverulega líf væri,
það líf, sem lifað væri í fullkomnu
samræmi við kærleika Guðs og
vilja hans.
Jesús Kristur kenndi okkur, að
þessi tilvera, sem við þekkjum og
sjáum í kringum okkur, er aðeins
ófullkomin byijun, eins og reik-
andi spor ómálga bams og að við
þörfnumst leiðbeiningar og stuðn-
ings til að komast á réttan
áfangastað, sem er Guðsríki.
Þá leiðsögn getur frelsarinn
einn veitt, og það hefur hann
gert með lífí sínu, dauða og upp-
risu. Hann er leiðtogi mannanna.
og honum ber okkur að fylgja.
Hann hefur brotið niður þá hindr-
un, sem dauðinn var okkur, en
eftir upprisuna göngum við í fót-
spor hans inn til eilífa lífsins.
Þess vegna einkennist kristin
trú af bjartsýni og gleði. Hún á
gleðiboðskap og hún á frelsara.
Kristnir menn þurfa ekki að
standa frammi fyrir því óviðráð-
anlega verkefni að ávinna sér
sjálfír eilíft líf, en það gæti engum
manni tekist af sjálfsdáðum.
Eilíft líf er gjöf Guðs til mann-
anna. Sú gjöf kemur að vísu ekki
sjálfkrafa, heldur þurfum við
mennimir að taka á móti, þiggja
í þakklæti og auðmýkt þá gjöf,
sem Guð gefur og viðurkenna
fyrir sjálfum okkur og honum, að
án hans erum við ekkert og getum
ekkert.
Kristin trú er trú gleðinnar, og
mesti gleðidagur hennar er í dag,
páskadag. Kristin trú gerir okkur
bjartsýn á lífið, þrátt fyrir alla
erfíðleika þess, því að þetta er trú
lífsins, og lífið hefur sigrað.
Þetta er trú Biblíunnar og er
því reist á þeim sterka grunni, sem
Guðs orð er. Hún biður ekki heim-
inn afsökunar á tilveru sinni. Hún
kom reyndar inn í þennan heim
án þess að mikið bæri á eða nokk-
ur háreysti væri gjörð. Hún hefur
verið ofsótt á öllum öldum og er
enn. Hún hefur jafnvel verið
dæmd til dauða eins og höfundur
hennar, en hún hefur alltaf lifað
sterk og heil og jafnvel sterkust,
þegar andstaðan var mest.
Þegar menn þurfa að beijast
fyrir trú sinni, þá kemur best í
ljós, hvað þeir eiga í sál sinni, því
að trúin er sterkari en beittustu
vopn manna. Kristin trú hefur oft
orðið fyrir háði og níði, að ekki
sé nú talað um þjóna hennar á
öllum öldum. Henni hefur verið
sýnd megnasta fyrirlitning, og
sennilega er ekki hægt að nefna
það vopn, sem óvinir kristinnar
trúar hafa ekki notað í baráttu
sinni gegn henni, og enn lifír hún.
Það gæti verið, að óvinir trúar-
innar hefðu verið að leita hennar
meðal hinna dauðu og ekki áttað
sig á því, að hún er lifandi trú,
eilíf. Hún er Guðs verk og verður
því aldrei að velli lögð.
Fylgjendum hennar kann að
fækka, og það hefur reyndar gerst
á þessari öld, en það munu menn
sjá, að er öllum til tjóns, bæði
einstaklingunum og þeim þjóðum,
sem hlut eiga að máli.
Við þekkjum það af okkar eigin
þjóð, að kristin trú hefur verið
hennar mesta og sterkasta stoð i
baráttunni fyrir lífi sínu á liðnum
öldum. Ég held, að þjóðin hefði
oft misst kjarkinn og gefíst upp,
ef hún hefði ekki getað varpað
oki sínu á frelsara sinn.
Við verðum líka að gæta þess,
að menning þjóðarinnar er kristin
menning. Við höfum reynt að til-
einka okkur kenningar kristinnar
trúar í þessari þjóðfélagsbygg-
ingu, sem við höfum reist í þessu
landi. Þar sem okkur hefur mis-
tekist, er ekki við kristna trú að
sakast, heldur okkur sjálf. Þar
höfum við brugðist, en ekki Guð.
Þó að land okkar sé nú nefnt
velferðarríki, þá er enn margt,
sem við vildum betur gera, svo
að öllum mætti líða vel, bæði and-
lega og líkamlega, enda er það í
anda Jesú Krists. Hann lét sér
annt um bæði andlega og líkam-
lega heill meðbræðra sinna. Hve-
nær sem hann sá neyð, var hann
kominn til hjálpar. Þann hugsun-
arhátt þurfum við að tileinka okk-
ur. Slík kærleikstilfinning þarf að
verða rótgróin 1 hjörtum okkar,
og þá getur ísland orðið raun-
verulegt velferðarríki, þegar allir
þegnar þess bera bróðurlega um-
hyggju hver fyrir öðrum í anda
Jesú Krists.
En það hefst ekki með því að
beijast á móti kristinni trú eða
láta hana afskiptalausa. Þar þarf
að koma til bein þátttaka allra
landsmanna, sem fínna sig knúna
af kærleika Krists og fínna til í
hjarta sínu, þegar neyð vesals
bróður ber fyrir augu eða eyru
og leggja líf sitt í hönd frelsar-
ans, sem svo miklu fómaði í okk-
ar þágu.
Við þurfum að standa trúan
vörð um kristna menningu þjóðar-
innar. Ef sú menning hættir að
vera kristin, þá er um leið horfínn
sá þáttur, sem hefur gefið henni
gildi, og þá erum við smátt og
smátt horfin niður á svið myrkurs
heiðninnar, þar sem kalt miskunn-
arleysið og sjálfshyggjan ráða
ríkjum.
Við skulum beina huga og
hjarta að krossi Jesú Krists. Það-
an er allt það besta sprottið í
þessu lifí. Fegurð lífsins hófst í
óeigingjamri fór. í óeigingjamri
þjónustu mun lífíð blómgast feg-
urst og bera ávöxt í trú og kær-
leika.
í upprisunni sjáum við sigur
fómar og kærleika, sem mun leiða
okkur inn á lönd eilífðarinnar.
Þangað fylgjum við hinum kross-
festa og upprisna frelsara í full-
komnu trausti og trú.
Guð gefí öllum gleðilega páska-
hátíð.
íbúasamtök Vesturbæjar:
Gamli Stýrimannaskólinn
verði menningarmiðstöð
ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar
héldu aðalfund sinn nýlega. Meg-
inviðfangseftii samtakanna á
liðnu ári var að vinna að þvi að
gamli Stýrimannaskólinn gæti
tekið við hlutverki menningar-
og félagsmiðstöðvar í hverfinu
en menntamálaráðherra hefur
skipað nefiid til að vinna að til-
lögum um framtíðarnýtingu
hússins. í ársskýrslu samtakanna
segir meðal annars:
„Nefnd menntamálaráðherra
heftir athugað ýmsa möguleika á
nýtingu hússins eins og henni var
falið og bæði átt viðræður við þá
FÉLAG JARWIÐNAÐARMANNA
STARFSSVÆDI: LÖOSAQNABUMOÆMI REYKJAVlKUR, KÓPAVOGSKAUPSTADAR, HAFNARFJARÐAR.
KAUPSTADAR, KJÓSARSÝ8LU. 8VO 00 BESSASTADAHREPPUR 00 QARDABÆR
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 1989 kl. 20.00 á Suður-
landsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Kjaramál og atvinnumál.
3. Fræðslumál.
4. Orlofsmál.
5. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
sem áhuga höfðu á að fá þar inni
og einnig forystumenn úr hópi sjó-
mannasamtaka og útgerðarmanna.
Sú tillaga, sem komnin er frá stjóm
íbúasamtaka Vesturbæjar, um að
útibú Borgarbókasafnsins í Vest-
urbæ fái inni á fyrstu hæð hefur
fengið mjög jákvaéð viðbrögð, m.a.
frá borgarbókaverði, en ekki liggur
fyrir samþykki borgarstjómar. Til-
laga um að nýta efri hæð til nám-
skeiða, felagsstarfa og menningar-
viðburða ýmissa nýtur einnig fylgis
og hefur í umræðum verið reynt
að finna á hvem máta væri unnt
að koma slíku við, bæði hvað varð-
ar rekstur starfseminnar og rekstur
hússins. Á efstu hæð hefur helst
verið talað um húsvarðaríbúð og
litla skrifstofuaðstöðu. Þá er áhugi
á að gera húsið að utan upp eins
og það var í upphafi, koma fyrir
mastri, tímaknetti og skyggni yfír
anddyri út að Stýrimannastíg. For-
svarsmann sjómanna og útgerðar
hafa látið í Ijósi áhuga á að taka
þátt í slíku ataki."
Á aðalfundinum lét Anna Krist-
jánsdóttir af formennsku í íbúasam-
tökum Vesturbæjar og vom henni
þökkuð vel unnin störf. Nýr formað-
ur var kjörinn Einar Öm Stefánsson
og aðrir í stjóm Guðrún Magnús-
dóttir, Baldur Möller, Loftur
Ágústsson og Inga Jóna Bachman.
Varamenn em Anna Kristjánsdóttir
og Kristján Ingi Einarsson.
I m íl
fr- ro lO 00 Bladid sem þú vaknar við!
Einslakllngar - Félagasamtök
Hver man ekki eftir hinu glæsilega sumarhúsi á Norðlingabraut?
EYÞÓR Á. EIRÍKSSOIM
byggingameistari
Sími 623106 og 621288 á kvöldin.
Borgartúni 29, 105 Reykjavík.
Nú er rétti tíminn
að huga að húsi
fyrir sumarið.
★ Stærð og gerð eftir óskum
hvers og eins.
★ Fjöldi tilbúinna teikninga.
★ Nýja línan.
★ Flutningurhvertálandsemer.
★ Möguleikar á grillhorni, sól-
krók eða garðstofu.
★ Við ábyrgjumst okkar vinnu.
★ Hefsumarbústaðalóðir,
aðganguraðveiðivatni.
Uppiýsingar á
skrifstof u í dag og
næstu daga.