Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 12
P,|- 68er SHAK ,8S flUDACniTMMra GIQAJflVtTJOflOM
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
Meðferð íslenskrar tungu:
Móðurmálskennsla í skólum
3. og síðasta grein
eftír Heimi Pálsson
Enn skal taka upphaf á því máli
sem fram kom í sjónvarpsþætti Eiðs
Guðnasonar 28. febrúar. Með al-
vörusvip og ábúðarmiklum spurði
stjómandi menntamálaráðherra —
og hóf mál sitt með staðhæfíngu:
Svavar, nú hafa orðið breytingar
á kennslunni, það er lögð minni
áhersla á málfræði en áður var.
Er þetta rétt stefna?
Ráðherra svaraði því til _að það
væri að vísu ekki hægt að tala um
þetta sem stefnu en lét þó veiðast
og sagði: „Nei, það er áreiðanlega
ekki rétt stefna að leggja minni
áherslu á málfræði." Síðan lét hann
að því liggja að menntun kennara
í þessu efni væri langtífrá fullnægj-
andi. Það skal skýrt tekið fram að
hvorki stjómandi né ráðherra sá
ástæðu til að taka fram hvaða
skólastig væri verið að ræða né
heldur hvað þeir hefðu fyrir sér um
minnkandi áherslu á málfræði né
heldur um slaka málfræðimenntun
kennaranna.
Málfræði — ekki málfræði?
Nú er það sennilega rétt að í
sumum framhaldsskólum er kennd
minni formleg málfræði nú en fyrir
25—30 árum. Þar á hefur þó ekki
orðið nein stökkbreyting. Ég hef
t.d. undir höndum nýlegt próf úr
íslenskum menntaskóla þar sem
spurt er um „afbrigðilega skila-
dagatíð" sagnarinnar fljúga og af-
leidda sögn af sögninni hefja. Og
úr öðmm skóla próf þar sem nem-
endum er ætlað að greina kyn, tölu
og fall tilvísunarfomafna. Þetta
þótt býsna langt sé um liðið síðan
málfræðingar gerðu sér grein fyrir
að skildagatíð væri líklega alls ekki
til sem tíð í íslensku og tilvísunar-
orðin sem og er gætu með engu
móti kallast fomöfn.
Hafí þingmennimir verið að tala
um gmnnskólakennsluna er stað-
hæfíngin áreiðanlega röng, a.m.k.
ef athugaðar em kennslubækumar,
því þsf er á ferð miklu flóknari og
viðameiri málfræði en kennd var á
mínum bama- og gagnfræða-
skólaámm.
Staðhæfíng ráðherra um að það
sé áreiðanlega röng stefna að leggja
minni áherslu á málfræði en fyrr
útheimtir að sjálfsögðu skýringar
hans á því hvað sé málfræði. Undir
þessu orði leynist nefnilega sitt af
hverju. Þar má greina a.m.k. eftir-
farandi deildir:
í fræðilegum skilningi er mál-
fræði lýsing á þeim reglum sem
virðast vera í gildi í almennri
málnotkun.
í daglegu tali merkir málfræði
oft beygingafræði og setninga-
fræði. Þegar talað er um kennslu
í henni er einatt átt við greiningu
í orðflokka og setningarhluta.
Málfræði sem kennslugrein í
skólum virðist einnig ná til þess
að innræta bömum skilning á
því hvað sé „rétt“ og hvað
„rangt“ í málnotkun eða með
öðmm orðum hvað sé frambæri-
legt mál. Þetta er í fræðilegum
skilningi misnotkun á hugtakinu
málfræði því hún er ekki fyrir-
mæli um málnotkun heldur lýsing
á henni. Fyrirmæli um málnotk-
un verða að styðjast við ýmislegt
annað — og þar er raunar við
margt að styðjast.
Seijum nú svo að þingmennimir
hafí átt við setninga- og beyginga-
fræðina. Það er sennilegast því þær
kennslugreinar þekkja þeir úr
skólagöngu sinni. Þá verður ekki
annað lesið úr orðum þeirra en að
þeir telji að þessar greinar hafí
verið hagnýtar til þess að gera
menn að betri málnotendum. Þetta
virtist vera skilningur þeirra og
ekki að heyra að hann breyttist
þrátt fyrir afar skynsamlega fyrir-
vara sem Valdimar Gunnarsson
hafði um það efni, þegar hann benti
á að talandi böm kynnu reyndar
málfræði móðurmálsins þótt þau
vissu ekki hvað einstakir partar
hétu.
Sú kynslóð sem nú telur sig
komna til vits og ára (þ. á m. allir
þátttakendur í nefndum sjónvarps-
þætti) naut mikillar kennslu í form-
legri málfræði í skóla. Hún lærði
að greina og fullgreina, hún lærði
að skilja milli einkunnar og viður-
lags og gat þá væntanlega tileinkað
sér fyrirmæli eins og þau að „sögn-
in að langa tekur með sér frumlags-
ígildi í þolfalli" — og ekki aðeins
tileinkað sér regluna heldur gert
hana virka í máli sínu. Það er þá
býsna undarlegt að böm þessarar
kynslóðar skuli oftar en ekki segja
„mér langar í nammi" í staðinn
fyrir „mig langar í sælgæti". Stað-
reyndin virðist nefnilega vera sú
að kennsla á málfræðireglum dugir
alls ekki til þess að menn beiti þeim
umhugsunarlaust.
Með þessari staðhæfíngu er ég
þá auðvitað að gera því skóna að
aukin kennsla á málfræðireglum
kæmi að litlu haldi og hugsanlega
engu í því skyni að gera skólafólk
að „betri“ málnotendum. Hún gæti
hugsanlega kennt þeim að segja
„mig langar" en athuganir benda
til að sú innræting geti líka leitt til
þess að menn myndi málsgrein eins
og þessa: „Mig langar í mjólk og
Sigurði langar líka.“ Nemendur
virðast þá geta tileinkað sér „rétt“
fall af þeim orðum sem notuð em
í kennslunni („Þú átt að segja mig
Iangaf.“) en notað eftir sem áður
þágufall af öðmm orðum. Sé þetta
rétt er áreiðanlega verr af stað far-
ið en heima setið, því þá er verið
að kenna nýmæli í fallnotkun og
búa til fáránlegar „reglur" í vitund
nemenda.
Við þetta bætist svo það að vafa-
samt er að þorri nemenda á gmnn-
skólaaldri geti tileinkað sér svo flók-
ið hugtakalíkan sem málfræði móð-
urmálsins er. Auðvitað geta allir
lært að þekkja algengustu orð-
flokka — mikið vafamál hvort þeir
skilja hvers vegna hvert orð til-
heyri hvaða flokki, en það leiði ég
hjá mér. Hitt skiptir að mínu mati
meira máli að fyrir móðurmálsskiln-
ing og móðurmálsnotkun unglinga
hefur málfræðiþekking afar lítinn
tilgang. í raun og vem er afar lítið
hægt að nota þessa hana í þeirri
umfjöllun um móðurmál sem skól-
inn telur brýnasta nú og jafnan,
þ.e.a.s. viðleitninni við að efla mál-
þroska, vitund og samviskusemi
nemenda í öllu sem varðar notkun
móðurmálsins.
Málfræði erlendra mála
í sjónvarpinu vék stjómandi fá-
einum orðum að kennslu erlendra
mála og sagði það vera reynslu
málakennara að „þetta fólk [nem-
endur] hefur bara aldrei heyrt þessi
hugtök [þ.e. málfræðihugtökin]!"
Ljótt er náttúrlega ef satt væri.
En reyndar er það vitleysa að nem-
endur, sem he§a skólanám í erlend-
um málum, hafí aldrei heyrt algeng
hugtök málfræðinnar. Hitt er sönnu
nær: Þeir hafa heyrt hugtökin en
ekki lært þau og enn síður hafa þau
öðlast það sem kalla mætti „yfir-
færslugildi" og felur í sér að unnt
sé að nota þekkingu í einni grein
til náms í annarri.
Kennarar erlendra mála eru að
vísu ekki allir á einu máli um hve-
nær nemendur þurfí að nota mál-
fræðihugtök í námi sínu. Flestallir
munu þó telja einhver þeirra nauð-
synleg á einhveiju stigi náms. En
Heimir Pálsson
„Stórlega vanræktur
hluti móðurmálsins er
það sem við getum kall-
að „sjálfsímyndin í mál-
inu“. Tungutak okkar,
orðaval og framsetn-
ing, að ekki sé minnst
á framsögn, segir
fjarska margt um okk-
ur sjálf. Tungumálið
afhjúpar okkur. Það
getur orðið mikilvægt
skref til að vinna gegn
síaukinni fírringu
nútímasamfélagsins að
augu nemenda séu opn-
uð fyrir margbreytileik
málsins, þeim sé kennt
að umgangast það ógn-
vænlega valdatæki sem
tungan getur orðið.“
ég leyfí mér að staðhæfa að til
þess verði raunverulega að kenna
hugtökin í tengslum við þá grein
þar sem á að nota þau. Þær tilraun-
ir sem gerðar hafa verið til að kenna
almenna málfræði sem sérstaka
náfnsgrein í framhaldsskólum hafa
að vísu gefíst mun betur, ef rétt er
á haldið, en málfræðikennslan inn-
an greinarinnar móðurmáls, en
—
samt sem áður hnfga mikil rök til
þess að þýska málfræði eigi að
kenna með þýskukennslunni,
danska með dönskukennslunni
o.s.frv.
Og hvað á þá eiginlega að
kenna? j
Þetta er miklu flóknari spuming
en sakleysislegt yfirbragðið bendir
til. Ég hef áður leyft mér að slá j
því fram, illa rökstuddu, að kennslu-
greinin móðurmál hafí orðið mjög
útundan í íslenska skólakerfinu. Þar
hafi kennsla í hjálpargreinunum
málfræði og bókmenntum (og þó
aðeins íslenskum bókmenntum)
orðið alls ráðandi. Til að skýra þessa
staðhæfíngu þarf miklu meira rúm
en unnt er að fara fram á í dag-
blaði. En ég ætla að leyfa mér að
nefna nokkur atriði sem ég held
að skólamir verði að sinna. Til þess
þarf stórátak í kennaramenntun og
kennslugagnagerð en í það þýðir
ekki að horfa.
í fyrsta lagi held ég skólamir
verði að gefa sér tíma til þess mál-
uppeldis sem nú er krafist af þeim.
Böm læra ekki málið af fullorðnum
á sama hátt og áður, þegar allt ,
lærðist í sjálfvirku samhengi við *
atvinnulíf og lífsbaráttu þjóðarinn-
ar. Máluppeldi bama verður að geta
færst inn í skólann. Þar þarf þá
m.a. að leggja mikla rækt við hið
menningarlega og menningarsögu-
lega baksvið tungunnar (gjama
mætti t.d. útskýra taglhnýting!) og
gefa tóm til margháttaðra „mál-
rannsókna" ef svo mætti kalla at-
huganir bamanna sjálfra á máli og
stn. Þessi kennsla þarf ekki að
drukkna í formsatriðum málfræði-
greiningar heldur getur hún orðið
lifandi þáttur í skólasfarfí nemenda.
Stórlega vanræktur hluti móður-
málsins er það sem við getum kall-
að „sjálfsímyndin í málinu". Tungu-
tak okkar, orðaval og framsetning,
að ekki sé minnst á framsögn, seg-
ir fjarska margt um okkur sjálf.
Tungumálið afhjúpar okkur. Það
getur orðið mikilvægt skref til að
vinna gegn síaukinni fírringu á
nútímasamfélagsins að augu nem-
enda séu opnuð fyrir margbreytileik
málsins, þeim sé kennt að umgang- j
ast það ógnvænlega valdatæki sem
tungan getur orðið.
Hlustun og tal eru mjög dýrmæt-
ur þáttur þeirrar móðurmálskennslu
sem ég sé fyrir mér í skólum fram-
tíðarinnar. Athyglisgáfa verður
auðveldlega ræktuð ef henni er
gaumur gefínn. í síbyljuhávaða
nútímans sljóvgast hún stöðugt.
Skólamir verða að svara þessu.
Málið er mikilvægt rökfærslu-
tæki. Hvergi í skólakerfínu er unn-
ið markvisst að því að kenna rök-
fræði (stærðfræðilega rökfræðin
kemur víst því miður að litlu haldi
í öðrum greinum en stærðfræði af
Páskasýning’
____Myndlist____
Bragi Ásgeirsson
Það er prýðilegt, að efnt skuli
til einnar sýningar, sem hefur hug-
myndina að baki páskunum að leið-
arljósi. Upphafna birtu og trúar-
helgi. Ekki svo að skilja að málar-
inn Snorri Sveinn Friðriksson sé
skyndilega farinn að mála helgi-
myndir, svo sem þær birtast okkur
í guðshúsum og helgiritum. Heldur
vinnur hann hér á huglægum, trú-
arlegum grandvelli, leitast við að
gæða myndir sínar eins konar trú-
birtingarkrafti, ef svo má að orði
komast.
Það er og mikið af birtu og upp-
höfnu ljósi í vatnslitamyndunum 34,
sem til sýnis era í Galleríi Borg
fram til þriðjudagsins 28. mars, og
það má vera alveg rétt sem lista-
maðurinn segir í viðtali, að þetta
sé visst framhald af sýningu, sem
hann hélt í Norræna húsinu fyrir
fjóram áram. Þær myndir gerði
hann í tengslum við ljóðabók eftir
Sigvalda heitinn Hjálmarsson, er
nefndist „Víðátta". Man ég glöggt
eftir þeirri eftirminnilegu sýningu,
Snorri Sveinn Friðriksson
sem var þeim báðum til mikils sóma.
Mig minnir að ég hafí þá sagt í
umfjöllun, að Snorri Sveinn hafí
naumast gert betur áður, og víst
er það að þessi háttur í myndgerð
hentar honum vel. Hið táknræna
gildi litanna, sem Snorri sækir langt
aftur í miðaldir, er og mjög í anda
þess, sem ýmsir gera í núlistum.
Það er einkum er Snorri beitir
hinni hreinu sígildu vatnslita-
myndatækni að honum tekst vel
upp að mínu mati, í senn litrænt
sem formrænt, og nefni ég hér sem
dæmi myndir nr. 1, 10, 11, 21, 25,
29 og 33.
Hina hvellu ljósu litatóna, sem
hann notar svo mikið í ýmsar mynd-
ir og munu eiga að vera trúarleg
skírskotun, á ég persónulega erfíð-
ara með að melta — þeir em vafa-
lítið gerðir með aðstoð límefnis og
skín það iðulega í gegn. En þó tekst
honum prýðilega upp í mynd eins
og t.d. nr. 8, sem er gædd mjög
upphafinni stemmningu.
Það er vel að þessari sýningu
búið og mikil einlægni að baki
vinnubrögðunum svo sem fram
kemur í óvenjulega málefnalegu og
innihaldsríku viðtali hér í blaðinu
laugardaginn 18. mars. Væri vel
að fleiri gætu skilgreint myndir
sínar á þennan hátt, hreint og beint,
og án nokkurs tplærðs uppsláttar.
Rosa Liksom
í anddyri og bókasafni Norræna
hússins stendur yfír kynning á
fínnsku myndlistakonunni og rit-
höfundinum Rosu Liksom. Þessi
listakona hefur vakið mikla ahygli
í heimalandi sínu á síðustu áram
og þá einkum fyrir bækur sínar,
en myndmálið er henni þó ekki
síður tamt en ritmálið, og þannig
er 31 myndverk eftir hana til sýn-
is í anddyrinu.
Það sem einkennir myndheim
Rosu Liksom virðast vera draum-
kenndir hugarórar, en sem tengj-
ast persónulegum lifunum og era
mjög kynþrungnir. Tengjast og
dauðanum ekki síður en lífinu allt
um kring og ferðalögum vítt um
heimsbyggðina. Listakonan er
auðsjáanlega bam síns tíma, sem
hefur lifað umbrotasömu og litríku
lífi. Og þótt lífssýn hennar muni
vera frekar dökk í rituðu máli Þá
era myndverkin ákaflega litsterk
og lífræn. Með táknum, sem minna
um margt á framstæða list indíána
byggir hún upp myndveraldir sínar
þar sem lífíð, dauðinn og æxlunar-
athöfnin era veigamiklir þættir.
Astin virðist þar jafn nátengd
Rosa Liksom