Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 35
egfir \yvi ;i löÁaonnira aiGA.ianuoaoM
ÍÍORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
35
ATVINNUA UGL YSINGAR
Atvinnurekendur
Ég hef góða menntun og leita að framtíðar-
starfi við skrifstofustörf eða áþekk störf.
Starfsreynsla: Bókhald, sölugreining o.fl.
Reynsla á tölvu: Fjárvörslureikningar, reikning-
ar viðskiptavina, tollskýrslur, telex, telefax og
margt fleira er störfum þessum við kemur.
Nánari upplýsingar í síma 13998.
Barngóð manneskja
óskast til starfa á heimili í Fossvogi.
Hjón í Fossvogi óska eftir áreiðanlegri og
umfram allt barngóðri manneskju til að sinna
heimili og þremur börnum, eins árs allan
daginn, fimm og níu ára hálfan daginn. Góð
aðstaða til að vera með börn. Bílpróf æski-
legt og skilyrði að viðkomandi reyki ekki.
Upplýsingar í síma 39554.
Svæfingalæknir
Staða svæfingalæknis við sjúkrahúsið í
Keflavík er hér með auglýst laus til umsóknar.
Um er að ræða 80% stöðu með bakvöktum.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. og skulu
umsóknir berast undirrituðum ásamt öllum
venjulegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf
sem fyrst.
Allar nánari upplýsingar veita framkvæmda-
stjóri og yfirlæknar sjúkrahússins í síma
92-14000.
Keflavík, 20. mars 1989.
Framkvæmdastjóri.
Kvensjúkdóma-
læknir
Staða kvensjúkdómalæknis við sjúkrahúsið
í Keflavík er hér með auglýst laus til umsókn-
ar. Um er að ræða 50% stöðu.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. og skulu
umsóknir berast undirrituðum ásamt öllum
venjulegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf
sem fyrst.
Allar nánari upplýsingar veita framkvæmda-
stjóri og yfirlæknar sjúkrahússins í síma
92-14000.
Keflavík, 20. mars 1989.
Framkvæmdastjóri.
n
Efnistækni
hátækni - keramik
Viltu breyta til eða ertu að Ijúka háskólanámi?
Við viljum ráða hæfan mann til starfa við
rannsóknir og þróun á sviði hátækni-
keramiks.
Æskileg menntun er B.Sc., M.Sc. eða PhD í
efnafræði, efnaverkfræði eða skyldum greinum.
Starfið krefst sjálfstæðca vinnubragða og
gefur frelsi til eigin frumkvæðis.
Umsóknir sendist Iðntæknistofnun íslands,
fyrir 10. aprfl. Nánari upplýsingar veita doktor
Guðmundur Gunnarsson og doktor Hans Kr.
Guðmundsson.
KRISTJAN SIGGEIRSSON
Húsgagnasmiðir
- aðstoðarfólk
Viljum ráða nú þegar faglært og ófaglært
fólk, konur eða karla, til framleiðslustarfa.
Við bjóðum hentugan vinnutíma, góðan að-
búnað og mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar gefur framleiðslustjóri á staðn-
um (ekki í síma).
Kristján Siggeirsson hf.,
húsgagnaverksmiðja,
Hesthálsi 2-4.
Hjúkrunarfræðingar
Deildarstjóra vantar á hjúkrunar- og endur-
hæfingardeild Sjúkrahúss Akraness frá
1. júni nk. eða samkvæmt nánara samkomu-
lagi
Einnig lausar stöður á lyfja- og handlækinga-
deildum.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri,
sími 93-12311.
Vanur setjari óskast
Þarf að vera vanur flókinni innskrift og um-
broti á Linotype-setningatölvur. Aðeins er
um heilsdagsstarf að ræða.
í boði eru: Góð laun, góð vinnuaðstaða og
góður vinnuandi.
Ef þú hefur áhuga, leggðu þá nafn þitt, heim-
ilisfang og síma, ásamt upplýsingum um
núverandi og fyrrverandi störf inn á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins merkt: „Vanur
setjari - 3197“.
Fullkomnum trúnaði heitið.
ST. JÓSEFSSPlTÁLI, LANDAKOTI;
Aðstoðarlæknir við
lyflækningadeild
Ársstaða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild
St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til umsókn-
ar. Staðan veitist frá og með 1. júlí 1989.
Umsóknarfrestur er til 15. maí.
Umsóknir sendist yfirlækni lyflækningadeildar.
Reykjavík, 23/3 1989.
Sölumaður
Rótgróin fasteignasala óskar að ráða sölu-
mann. Góð laun í boði fyrir duglegan mann.
Eiginhandarumsóknir er greini aldur, mennt-
un og fyrri störf, leggist inn á auglýsinga-
deild Mbl. merktar: „C - 9751“.
Hárgreiðslusveinn
óskast í hlutastarf. Vinnutími eftir samkomu-
lagi.
Upplýsingar í síma 673808 á kvöldin.
Fiskvinna
Vana starfskrafta vantar til pökkunar og
snyrtingar. Mikil og stöðug vinna. Bónus.
Húsnæði og fæði á staðnum.
Upplýsingar gefa verkstjórar P síma
98-11084.
Fiskiðjan hf.,
Vestmannaeyjum.
Fasteignasala
Fasteignasali í miðborginni óskar að ráða
starfskraft til skrifstofustarfa hálfan daginn
eftir hádegi.
Eiginhandarumsóknir með sem ítarlegustu
upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf
leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar:
„B - 9750“.
Byggingaverk-
fræðingur
Ég er 27 ára danskur byggingaverkfræðingur
og óska eftir framtíðaratvinnu á íslandi.
Er byggingaverkfræðingur (Akademiingeni-
or, konstruktion) frá Aalborg, Universitets-
center 1987. Hef tveggja ára reynslu í ráðgef-
andi verkfræðifyrirtæki í Álaborg.
Upplýsingar í síma 91-39789 fram til kl. 22.00
þriðjudagskvöldið 28. mars.
SJALFSBJÖRG
félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni
Sjúkraþjálfari
óskast
Vantar sjúkraþjálfara til starfa frá 1. júní eða
síðar. Fjölbreytt starfsemi.
Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri eða yftr-
sjúkraþjálfari endurhæfingarstöðvarinnar í
síma 96-26888 milli kl. 8.00-16.00.
Laustembætti er
forseti íslands veitir
Embætti yfirdýralæknis er laust til umsókn-
ar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar landbúnaðarráðu-
neytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyr-
ir 1. maí 1989.
Embættið veitist frá 1. júní 1989.
Landbúnaðarráðuneytið,
20. mars 1989.
Röntgentæknir
Röntgentæknir óskast í hlutastarf. Góð laun
í boði.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl.
fyrir 31.3. merktar: „L - 8046“.
Opinber stofnun
óskar eftir að ráða skrifstofufólk til starfa við
tölvur og afgreiðslu.
Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ð -
14256“ fyrir 30. mars 1989..