Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
ÁVALDI
VALDSINS
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Leikarar EGG-leikhússins að þessu sinni eru: F.v. Þór Tuliníus, Viðar Eggertsson, Kristján Franklín
Leiklist
Friðrika Benónýs
Sál mín er hirðflfl í kvöld:
Escurial
Höfundur Michel de Gheld-
erode
Þýðandi Sigurður Pálsson
Afsakið hlé
Höfundur Árni Ibsen
Leikstjóri og búningar Stein-
unn Þórarinsdóttir
Lýsing Árni J. Baldvinsson
Egg-leikhúsið 1989
Það ríkir miðaldastemmning í
kjallara Hlaðvarpans þegar áhorf-
endur ber að garði. Kertaljós og
svartklæddir hettumunkar á
sveimi í rökkrinu. Gijót og flauel
ríkjandi á sviðinu. Óhugnaðurinn
smýgur undir hörundið og leikur-
inn hefst. Konungur í kreppu,
dauðinn á stjái, grimmd hundanna
fyrirboði þess sem koma skal.
Escurial heitir í höfuðið á höll
nokkurri á Spáni sem aldrei tókst
að byggja til fulls. En verk Gheld:
erodes er fullkláruð bygging. í
því birtast okkur í hnotskum
mannkjmssagan, bókmenntasag-
an og sálfræðin; barátta mannsins
við sjálfan sig og hina. Grimmd
valdsins sem byggist á ótta vald-
hafanna við lífíð sjálft, ástina og
gleðina. Tilvitnanir í bókmenntir
allt frá „maður er manni úlfur“
til „allir drepa yndið sitt“ skjóta
upp kolli í huga áhorfandans svo
og hin eilífa spuming um hlutverk
okkar í lífínu, hlutverkin sem við
leikum hvert og eitt, en væm jafn
vel eða betur komin í höndum
einhvers annars. Hirðfífl eða kon-
ungur, hveiju skiptir það og hver
er munurinn? Sálin er hirðfífl líka-
mans, hvata og langana, en þó
fyrst og fremst óttans. Óttans sem
er grundvöllur grimmdarinnar.
Viðar Eggertsson og Þór Tulin-
íus leika konunginn og hirðfíflið
og em samtaka í því að sýna
okkur manninn í sínum lítilmót-
legasta ham. Konungur Viðars
rambar á barmi vitfírringar og
fíflið sem á líf sitt undir geðþótta
hans er hæfilega sleikjulegt og
auðmjúkt í túlkun Þórs, þótt hat-
rið kraumi undir niðri. Báðir
skapa eftirminnilegar persónur
sem fylgja manni lengi eftir að
sýningu lýkur. Kristján Franklín
Magnússon og Ingrid Jónsdóttir
em í örsmáum hlutverkum
munksins og böðulsins og komast
vel frá sínu.
Úr myrkri miðaldanna í kjallara
Hlaðvarpans er haldið yfír í Ný-
höfn þar sem skjannahvítir vegg-
ir, stál, leður og marmari bjóða
okkur velkomin til „siðmenning-
ar“ nútímans; Þar er flutt Afsak-
ið hlé eftir Ama Ibsen, tilbrigði
við sama stef og Escurial byggir
á, tilgangsleysi og yfírborðsleik
valdsins en í stað konungs og
hirðfífls em komin forstjórinn og
einkaritarinn í fallít fyrirtæki í
Reylqavík í dag. Skemmtilegur
farsi með grafalvarlegan undirtón
og persónur sem við öll könnumst
við.
Allt er þetta leikur, yfirborðið
allt sem þarf, tilfínningar bann-
Magnús og Ingrid Jónsdóttir.
vara: ástin á ekki heima í þessari
höll. Manneskjan engu meira met-
in en á miðöldum, sá sem valdið
hefur getur reist fólk úr öskustó
og hmndið því þangað aftur með
einni handahreyfingu.
Kristján Franklín Magnús og
Ingrid Jónsdóttir leika forstjórann
Ævar Eið og einkaritarann Lísu
á ýktan hátt eins og farsa hæfír,
en ná þó að gera þau lifandi og
lyfta þeim upp úr klisjunni. Viðar
Eggertsson og Þór Tuliníus em
undirtyllumar Bragi og Sölvi holdi
klæddar, einkum á Þór óborgan-
lega spretti í hlutverki töffarans
Sölva.
Mannskepnan í fortíð og samtíð
hefur nú birst áhorfendum og efa-
semdir vaknað um það hvort
nokkuð sé til í því að mennimir
breytist með tímunum. En liðs-
menn Egg-leikhússins láta ekki
hér staðar numið. Aftur er haldið
yfír í Hlaðvarpa þar sem Escurial
er endurfluttur og nú staðsettur
í óræðum tíma sem nærtækast
er, eftir það sem á undan er geng-
ið, að álíta framtíðina. Leikmátinn
er nú allur annar, fáránleikinn í
fyrirrúmi, sviðsmynd engin og
áhorfendur dregnir inn í leikinn.
Þór Tuliníus og Viðar Eggertsson
hafa nú skipt um hlutverk. Kon-
ungurinn er enn yfírborðslegri og
dyntóttari í túlkun Þórs eins og
hæfír breyttu andrúmi og Viðar
gerir fíflið aumkunarverðara og
minna í sér en áður var. Báðir
gera vel og það er einmitt þessi
fjölbreytni í leikmáta, nálgun og
túlkun sem gerir sýningu Egg-
leikhússins á Sál mín er hirðfífl í
kvöld eins sérstæða upplifun og
raun ber vitni. Þetta er lifandi
leikhús og á leikstjórinn Sveinn
Einarsson þakkir skildar fyrir að
færa okkur á einu bretti musmun-
andi sýnishom af því hvað hægt
er að fara mismunandi leiðir í
uppfærslu og túlkun góðra leik-
verka, án þess að ganga á rétt
þeirra.
Leikmynd og búningar Stein-
unnar Þórarinsdóttur eru einföld
og stílhrein og í anda verkanna,
ekkert óþarfa pijál eða punt.
Raunar skapa andstæður stað-
anna tveggja sem sýnt er á sterk-
ustu áhrifin og lýsing Áma J.
Baldvinssonar magnar enn þessar
andstæður.
Sem sagt leiksýning sem býður
upp á allt í senn; andlegt fóður,
skemmtun og nýja reynslu af leik-
húsi.
EgillJónsson og
Þórdís Gunnars-
dóttir—Kveðjuorð
í dag, miðvikudaginn 22. mars,
kveð ég hinstu kveðju afa minn
Egil og Þórdísi ömmu með orðum
Kahlils Gibran: „Þið fæddust sam-
an og saman skuluð þig verða að
eilífu. Saman skuluð þið verða,
þegar hvítir vængir dauðans leggj-
ast yfír daga ykkar. Já, saman
skuluð þið verða jafnvel í þögulli
minningu Guðs.“
Hvíli þau í friði. Friður Guðs
blessi þau, með þökk fyrir allt og
allt.
Þórdís Eygló
Hin langa þraut er liðin,
j, nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(Vald. Bnem).
' Mig langar í örfáum orðum að
minnast þessara hjóna. Þau Þórdís
Gunnarsdóttir og Egill Jónsson
voru foreldrar tengdamóður
minnar, Huldu R. Egilsdóttur,
fædd 10. júní 1927, dáin 12. febr-
úar 1981. Þórdísi kynntist ég
gmjög lítið vegna veikinda henn-
ar, en Jóhannes, eiginmaður minn,
dvaldist flest sumur æskuáranna
- hjá þeim. Kem ég fyrst til Reyðar-
fjarðar ásamt Qölskyldu minni
sumarið 1986, var Þórdís komin á
sjúkrahús fyrir nokkru, fórum við
með afa í heimsókn til Þórdísar
og sá ég þá hve samrýnd þau hjón
voru. Egill saknaði hennar mikið
heima og heimsótti hana eins oft
og hann gat við komið, seinna
dvaldi hann líka á sama sjúkra-
húsi og var mjög natinn við að
sitja við rúm hennar eins og þrek
Fæddur 15. febrúar 1938
Dáinn 22. febrúar 1989
En þá dauðans dulda hönd
drepur högg á þil
svo falla sterkir stofnar fljótt
sem stráin foldar til. (ók. höf.)
Þessar ljóðlínur komu í huga
minn er mér var færð sú harma-
fregn að Gunnar frændi minn hefði
orðið bráðkvaddur.
Gunnar fæddist að Fjalli í Kol-
beinsdal 15. febrúar 1938. For-
eldrar hans voru Guðný Jónsdótt-
ir, dóttir Jóns Klemenssonar frá
Höfnum á Skaga og Haraldar
Bjömssonar frá Fagradal á
Skarðsströnd.
Dauði, mikill er máttur þinn,
oftast miskunnsamur þeim er þú
heimsækir, en fyrir okkur er þú
sviptir ástvinum er það helsárt og
þungt og við hrópum í orðvana
skelfíngu hversvegna, hversvegna.
En hvað ert þú dauði annað en
fæðing inn í annað líf og eins og
við skiljum eftir gamla flík sem
er orðin ónothæf. Þess vegna ætt-
um við ekki að syrgja, en við erum
bara mannleg og viljum hafa þá
hjá okkur sem við unnum.
Þegar ég sá elsku frænda minn
síðast kom hann til mfn og við
röbbuðum saman um stund um
sameiginleg áhugamál. Hann tal-
aði um hvað hann væri þreyttur
og ætlaði því að fara heim. Um
leið og hann fór kvaddi hann eins
og hann var vanur: „Vertu bles-
suð, ég kem fljótlega aftur.“ Þeg-
ar hann var farinn sló niður í huga
minn að ég hefði átt að kveðja
Gunnar betur. Því miður lét ég
ekki eftir þeirri hugdettu. Hvað
er það sem ýtir við okkur á svona
stundu. Eitthvað sem við skiljum
ekki. Þama var Gunnar að kveðja
í síðasta sinn. Mér hefði veirð
mikils virði ef ég á þessari stundu
hefði kvatt elskulegan frænda
minn betur en vanalega, þó ég
hefði ekki skilið þá örlagastund
fyrr en seinna. Ég sendi því yfír
móðuna miklu ástarkveðju og
hjartans dýpstu þökk fyrir allt sem
hann var mér frá því er hann leit
dagsins ljós að Fjalli sem lítill sól-
argeisli.
FVændi minn var háþroskað
valmenni. Það er sárt að sjá á
eftir slíkum mönnum á miðjum
aldri, en ég veit að hann hefur
verið kallaður til æðri starfa.
Ég sendi Láru og sonum og
öllum syrgjendum samúðarkveðjur
og bið ykkur blessunar Guðs. Nú
hefur kæri frændi minn farið í
gegnum „sólarlagsins eld“. Nú bið
ég, leiði hann drottins ljúfa hönd,
langt inn í morgunroðans lönd.
Margrét Jónsdóttir
frá Fjalli
Okkur langar að minnast látins
vinar og frænda í örfáum orðum.
Gunnar var tíður gestur á heimili
okkar og á heimili ömmu. Það
spunnust ávallt fjörugar og djúpar
umræður þegar hann kom og oft
leyfði. Dáist ég enn að ást hans
og umhyggju. Eg og bömin kynnt-
umst yndislegum afa og ég gleymi
aldrei kveðjustundinni á tröppum
Þingholts, þá fannst mér fjarlægð-
in frá Reyðarfirði til Tálknafjarðar
óralöng og þessi góði afí svona
langt í burtu. Kveð ég ykkur höfð-
ingshjón í hinsta sinni, forlög hygg
ég föst oss banni, framar sjást í
þessum ranni.
Nú héðan lík skal heíja,
ei hér má lengur tefla
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Vald. Briem)
Kristín Ólafsdóttir
var setið fram á nótt og reynt að
ráða lífsgátuna. Þegar við systkin-
in urðum eldri og kynntumst
Gunnari af eigin raun varð hann
ekki síður félagi okkar og vinur
eins og foreldranna. Kjmslóðabilið
var ekki til nálægt honum. Sér-
staklega eru minnisstæðar þær
stundir þegar Gunnar sat með
kaffíbolla og reyndi að ráða f
framtíðina með því að rýna í þau
tákn sem þurrir kaffídropar
mynda í hliðum bollans. Þá er
einnig mjög minnisstæður sá
áhugi sem Gunnar hafði á útvarpi
og sjónvaipi, hvort sem um var
að ræða viðtækin sjálf eða það sem
úr þeim heyrðist eða sást.
Gunnar gat setið tímunum sam-
an og spilað við ömmu og spjall-
að. Hann var henni ómetanlegur
stuðningur, sérstaklega eftir að
hún fluttist á Sauðárkrók fyrir
u.þ.b. þremur árum. Það skarð
sem hann skilur eftir sig verður
vandfyllt. Lára, Jón og Kristján
og aðrir aðstandendur, við sendum
okkar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd okkar systkinanna
Sólborg Alda Pétursdóttir og
Ragnar Pétur Pétursson
Jón Gunnar Ragnars-
son - Minningarorð