Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
51
Tillögur vimiuhóps um hækkun
námslána innan ramma flárlaga
Athugasemd við frétt Mbl. 17. mars
eftir Ragnar Árnason
í Morgunblaðinu 17. mars sl. var
fullyrt, að tillögur um hækkun
námslána, sem vinnuhópur um
málefni LÍN (Lánasjóðs íslenskra
námsmanna) hefur lagt fyrir
menntamálaráðherra, fari „langt
fram yfir þann ramma, sem fjárlög
setja starfsemi Lánasjóðs íslenskra
námsmanna". Sigurður Snævarr,
hagfræðingur, er borinn fyrir þess-
um fullyrðingum, en hann er ekki
starfsmaður LÍN og hefur til þessa
ekki verið talinn hafa sérþekkingu
á fjármálum hans.
I frétt Morgunblaðsins er kvartað
undan því, að útreikningar fylgi
ekki með í skýrslu vinnuhópsins. í
fréttinni er þessu fordæmi þó fylgt
dyggilega því að þar er ekki að
finna útreikninga, sem styðja þá
fullyrðingu, að tillögur vinnuhóps-
ins fari út fyrir ramma fjárlaga.
Lesendum Morgunblaðsins til
glöggvunar verða nú raktar helstu
tölulegu forsendumar fyrir tillögum
vinnuhópsins um hækkun námslána
á árinu 1989.
Helstu forsendur
útreikninga vinnuhópsins:
Tillögur vinnuhópsins eru sem
kunnugt er þær, að námslán hækki
um 7,5% frá 1. mars sl. og aftur
um 5% frá 1. september nk. Helstu
röksemdirnar fyrir þessari hækkun
em (i) námslán hafi á árunum
1984—6 verið skert um ríflega 20%,
(ii) frá 1976 hafi raungildi náms-
lána ekki hækkað í takt við almenn-
ar launahækkanir og (iii) kaup-
máttur námslána sé nú miklu lægri
en almennt sé talið að dugi til fram-
færslu. Jafnframt gerði vinnuhóp-
urinn það að tillögu sinni, að úttek-
ið yrði meira tillit til eigin tekna
námsmanns við útreikning láns en
nú er gert.
Vinnuhópurinn byggði reikninga
sína á forsendum ijárlaga og þeim
útreikningsstuðlum, sem LÍN not-
ast við í sínum áætlunum og reynst
hafa tiltölulega áreiðanlegir á liðn-
um ámm. Helstu forsendur em
nánar tiltekið þessar:
1. Verðlags-, launa- og gengis-
forsendur fjárlaga, nema með-
allán, em framreiknuð til verð-
lags í mars 1989.
2. Fjöldi lánþega á vormisseri er
6.000 og 4.000 á haustmisseri.
3. Meðalframfærslukostnaður lán-
þega á íslandi er 10% yfir gmnn-
framfærslu og meðalfram-
færslukostnaður lánþega erlend-
is er 20% yfir grunnframfærslu.
4. Aukið vægi tekna í útreikningi
láns hefur ekki stórvægileg áhrif
á tekjur lánþega.
Hvað forsendu 4 snertir, má geta
þess, að ekki hefur orðið vart við
auknar tekjur námsmanna þótt
vægi þeirra við útreikning láns hafi
verið minnkað stórlega á undan-
fomum ámm.
Niðurstöður útreikninga
1. Hækkun útgjalda á árinu 1989.
7,5% hækkun námslána 1. mars
— 1. sept. 41m.kr.
5% viðbótarhækkun námslána
frál.sept. 86m.kr.
samtals: 127 m.kr.
2. Fjármögnun á árinu 1989.
Viðbótarfjárfesting á fjárlögum
50 m.kr.
Aukið vægi tekna við útreikning
láns 79 m.kr.
Samtals: 129m.kr.
Af þessu má sjá, að tillögur
starfshópsins ijúfa alls ekki ramma
fjárlaga. Fullyrðingar um hið gagn-
stæða em því á misskilningi byggð-
ar.
Á hinn bóginn er ávallt um
nokkra óvissu að ræða, þegar reikn-
að er fram í tímann. Sé rétt reiknað
ættu þó líkumar á jákvæðum frá-
vikum að vera jafnmiklar og líkum-
ar á þeim neikvæðu. Hvað tillögur
vinnuhópsins og ramma fjárlaga
LÍN snertir ættu þó flestir að geta
sofíð áhyggjulausir. Á árinu 1988
vom fjárveitingar til LÍN umfram
þarfír allmargir tugir milljóna
króna. Stjómvöld munu hafa heim-
ilað notkun þessa fjár á þessu ári,
ef þörf krefur. Þar með virðist ærið
borð fyrir bám fjárhagslegum
rekstri LÍN.
Höfundur erformaður vinnuhóps
um málefhi LÍN.
Nýtt frá
JILSANDER
Eini handáburður-
inn á markaðnum
með
"LIPOSOME”
Útsölustaðir:
• CLARA LaugavegiogKringlunni
• BYLGJAN Laugavegi og Kópa-
vogi
• HYGEA Laugavegi og Reykja-
víkurapóteki
• SARA Bankastræti 8
• MIRRA Hafnarstræti 17
• GJAFA- OG SNYRTIVÖRU-
BÚÐIN Suðurveri
• NANA Völvufelli og Hólagarði
• SNYRTIHÖLLIN Garðabæ
• ANNETTA Keflavik
• VÖRUSALAN Akureyri
• NINJA Vestmannaeyjum
• SELFOSS-APÓTEK
ii
/ /
ÁRIÐ 1988 V0RU FLUTT TIL ÍS-
LANDS 377 PÍANÓ 0G 76 FLYGL-
AR, ÞAR AF FLUTTUM VIÐ INN 153
PÍANÓ EÐA 40% 0G 44 FLYGLA
EÐA 57%. MESTUR HLUTI ÞESS-
ARA HLJÓÐFÆRA K0M FRÁ S-
KÓREU.
VIÐ HÖFUM Á B0ÐSTÓLUM
MIKIÐ ÚRVAL AF VÖNDUÐ-
UM HLJÓÐFÆRUM FRÁ S-
KÓREU. SAMICKOG
HYUnDRI FLYGLAR 0G
PÍANÓ ERU FYRIR LÖNGU
VIÐURKENND FYRIR GÆÐI
0G HAGSTÆTT VERÐ.
Á SÍÐUSTU 18 MÁNUÐUM
ERUM VIÐ BÚIN AÐ SELJA
YFIR 300 HLJÓÐFÆRI FRÁ
SAMICK 0G
HYunoni
K0MIÐ EÐA HRINGIÐ OG
FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSING-
AR.
LÉIFS' H. MAGNÚSSONAR I
HRAUNTEIGI M • 105 REYKJAVÍK* SÍMl 91-688611 1
ílTgi