Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 60

Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 60
SAGA CLASS f heimi hraða og athafna FLUGLEIDIR Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Grænlenski loðnukvótinn: Islensk fyr- irtæki at- huga tilboð ÞRJÚ íslensk útgerðarfyrirtæki ætla í sameiningu að bjóða í loðnukvóta þann sem Grænlend- ingar fengu i sinn hlut með sam- komulagi því sem gert var nýver- ið milli Islendinga, Grænlend- inga og Norðmanna um nýtingu og skiptingu Ioðnuaflans í haflnu milli Islands, Grænlands og Jan Mayen. Samkvæmt samkomulagi þessu, sem enn á eftir að hljóta samþykki löggjafarþinga landanna, fengu Grænlendingar og Norðmenn 11% aflans í sinn hlut hvor þjóð en ís- lendingar 78%. Útgerðarfyrirtækin eru Einar Guðfínnsson hf. í Bolung- arvík, Haraldur Böðvarsson & Co hf. á Akranesi og Miðnes hf. í Sand- gerði, og hafa forsvarsmenn þeirra þegar átt viðræður um málið við grænlensku landsstjórnina jafn- -—framt því sem Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra hefur verið gerð grein fyrir þessum áformum. Gert er ráð fyrir að hér geti ver- ið um alls milli 70 og 80 þúsund tonn af loðnu að ræða sem Græn- lendingar fá til ráðstöfunar á ári en fyrirsjáanlegt er að þeir munu ekki nýta sér hana sjálfir vegna þess að þeir hafa hvorki yfír að ráða loðnuveiðiskipum né fiski- mjölsverksmiðjum. Það er Einar Guðfinnsson hf. sem hefur átt frum- kvæðið að viðræðunum við Græn- lendinga um þetta mál enda liggur fískimjölsverksmiðja þess fyrirtæk- is næst miðum Grænlendinga mest- an hluta veiðitímans. . \ Sjá nánar Viðskiptablað B8. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Keflvíkingar Islandsmeistarar ífyrsta sinn Keflvíkingar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik er þeir sigruðu KR-inga i þriðja úrslitleik liðanna í Keflavik í gærkvöldi, 89:72. Þetta var fyrsti íslandsmeistaratitill Keflvikinga í karlaflokki síðan liðið hóf keppni í úrvalsdeildinni. Á myndinni hampa Jón Kr. Gíslason, þjálfari, og Axel Nikulásson bikarnum en Falur Harðarson, Magnús Guðfinnsson, Albert Óskarsson og Einar Einarsson fylgjast með. Aðildarfélög BHMR sem boðað hafa verkfall: Dagvinnulaun á bilinu 62-81 þúsund krónur Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 29. marz. Meðaldagvinnulaun i desem- bermánuði síðastliðnum hjá þeim ellefli félögum háskólamanna, sem boðað hafa verkfall frá og með 6. apríl, voru á bilinu frá um 62 þúsund krónur á mánuði og upp í rúm 81 þúsund. Heildar- laun að meðaltali voru hins vegar frá því um 80 þúsund og upp í rúm 120 þúsund krónur á mán- uði eftir félögum. Þessar upplýs- ingar fengust hjá Indriða H. Morgunblaðið/Þorkell * A hundasleða í Viðey Grænland er ekki eina eyjan þar sem hundar draga sleða. Bjarni Sigurbjörnsson, ráðsmaður í Viðey, hefiur sjálfiir útbúið aktygi á hundinn sinn, Prins, og lætur hann draga snjóþotu. „Hann hefur sannarlega kraftinn í það; þessir hundar eru sérstak- lega aldir til að vinna,“ sagði Bjarni. Prins gengst sjálfur allur upp við þetta óvenjulega hlutverk og dregur til dæmis vörurnar heim í hús fyrir Guðrúnu Lilju, konu Bjarna, þegar hún kemur úr verzlunarferðum. Þegar Morgunblaðsmenn bar að garði í Viðey í gær þeyttist Prins um hlaðið með þá bræður Kristófer Og Atla Jenssyni, frændur Bjarna ráðsmanns, og skemmtu allir sér konunglega. Þorlákssyni, formanni Samn- inganefiidar rikisins, en hann byggir þær á fréttabréfi Kjara- nefndar opinberra starfsmanna. Indriði sagðist ekki hafa fengið nákvæma tækni- eða tölulega útfærslu á kröfugerð þessara félaga, en væri miðað við al- menna kröfii um samsvarandi laun og á almennum vinnumark- aði og þá launatöflu sem lögð hefði verið fram í því sambandi, þá jafngilti það margra tuga prósenta kauphækkun. Meðaldagvinnulaun í desember hjá Félagi bókasafnsfræðinga voru 69 þúsund og heildarlaunin tæp 80 þúsund. Hjá Félagi íslenskra fræða voru meðaldagvinnulaunin 70.600 og heildarlaunin síðustu þrjá mán- uði ársins 99, 89 og 77 þúsund. Meðaldagvinnulaun hjá Félagi há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í desember voru 62.400 og heildar- launin 95 þúsund. Dagvinnulaun hjá Félagi íslenskra náttúrufræð- inga voru 78.200 krónur og heildar- launin á bilinu 108-120 þúsund síðustu mánuði ársins. Hjá sjúkra- þjálfurum voru meðallaunin 70.800 og heildarlaunin 85-99 þúsund krónur. Meðaldagvinnulaun kennara í Hinu íslenska kennarafélaga, sem kenna í framhaldsskólum, voru í desember 69.800 krónur. Heildar- launin voru í september 100 þús- und, október 105 þúsund, nóvember 104 þúsund og desember 140 þús- und krónur. Félagar í HÍK, sem kenna í grunnskólunum, voru með tæpar 65 þúsund krónur í dagvinnu- laun í desember. Heildarlaunin voru í september 84 þúsund, október 92 þúsund, nóvember 93 þúsund og desember 95 þúsund. Meðaldag- vinnulaun allra félaga í HÍK voru 68.500 í desember og heildarlaunin um 100 þúsund og upp í 128 þús- und í desember. Matvæla- og næringarfræðingar voru með 70.400 að meðaltali í dagvinnulaun í desember, en heild- arlaun á bilinu 96-100 þúsund. Sálfræðingar voru með 81.400 krónur í dagvinnulaun í desember og 100-105 þúsund í heildarlaun að meðaltali síðustu mánuði ársins. Félagsráðgjafar voru með 71.500 krónur í meðaldagvinnulaun og 82-88 þúsund í heildarlaun. Lög- fræðingar voru með 76.250 krónur að meðaltali í dagvinnulaun í des- ember og 123-126 þúsund í heildar- laun síðustu mánuði ársins og iðju- þjálfar með tæp 72 þúsund í dag- vinnulaun í desember og 79-86 þúsund í heildarlaun síðustu mán- uði ársins. Getraunir og Lottó: Hátt í 20 millj. í veði í ÞESSARI leikviku er potturinn hjá íslenskum getraunum Qór- faldur og Lottópotturinn þre- faldur. í getraunapottinn eru komnar 5 milljónir en miðað við fyrri reynslu má búast við að hann verði um 8 til 9 milljónir á laugardag. í Lottó- pottinn voru komnar 5,8 milljónir en búast má við að hann verði um 10 milljónir á laugardag. * Obreytt veður um páska SAMKVÆMT upplýsingum frá Vegaeftirlitinu og Veðurstofimni um veður og færð um páskana verður þungfært víða á landinu og búist er við að veður haldist að mestu óbreytt, norðaustan átt með éljum og skafrenningi fyrir norðan land en þokkalega bjart fyrir sunnan land. aðeins mokuð austur til Húsavíkur í dag. Ófært hefur verið til Dalvík- ur og Ólafsfjarðar og verður svo áfram í dag. Brösuglega hefur gengið að halda vegum opnum á Vesturlandi og Vestfjörðum. í gærdag tókst að opna vegi um láglendi á Snæfells- nesi en þar var versnandi veður og sennilega mjög þungfært á þessum vegum í dag. A norðanverðum Vest- fjörðum eru allir vegir ófærir. Hins- vegar var leiðin til Hólmavíkur mokuð í gærdag. Þokkaleg færð er um Suðvestur- land og í gærdag var leiðin frá Vík í Mýrdal austur á firði mokuð. Helstu vegir á Austfjörðum eru færir. Leiðin milli Reykjavfkur og Akur- eyrar var mokuð í gærmorgun en undir kvöldið fór veður og færð á henni versnandi og búist var við að hún myndi lokast aftur. f dag verður þessari leið haldið opinni. Frá Akureyri og austur um er mjög þungfært. Leiðin þar verður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.