Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
75.tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRIL 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Styijaldarástand í Namibíu:
S-AíWkumeim
senda liðsauka
Windhoek, Sameinuðu þjódunum. Reuter.
EKKERT lát varð á bardögum í gær í Namibíu milli suður-afrísks
herliðs og skæruliða úr Alþýðufylkingunni í Suðvestur-Afríku,
SWAPO, sem í 23 ár hafa barist gegn yfirráðum Suður-Afríku-
manna i Namibíu. Þá voru aðeins tæpir tveir sólarhringar liðnir
frá því að ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé gekk í gildi
og SÞ tók við stjómartaumum. Suður-Afríkumenn hafa flutt mik-
inn liðsafla til norðurhluta landsins þar sem barist er í návigi og
með eldflaugum. Fjöldi Namibíumanna hafa flúið heimili sin á
ófriðarsvæðinu og sjónarvottar sögðu að heilu þorpin stæðu í ljós-
um logum.
Alls hafa 140 manns fallið frá
því á laugardag, þar af 122 skæru-
liðar og 18 suður-afrískir hermenn.
Suður-afríska lögreglan sagði að
allt að 1.000 liðsmenn SWAPO
hefðu gripið til vopna skömmu eft-
ir að vopnahléð gekk í gildi á laug-
ardag. Sam Nujoma, leiðtogi
SWAPO, sagði á hinn bóginn að
suður-afrískt herlið hefði ögrað
uppreisnarmönnum í því augna-
miði að hindra að ályktun SÞ nr.
435, um sjálfstæði Namibíu í kjöl-
far kosninga í nóvember á þessu
ári, næði fram að ganga.
Nojoma skellti skuldinni á sér-
legan sendifulltrúa SÞ í Namibíu,
Martti Ahtisaari. „Fulltrúi SÞ ber
ábyrgð á því að til átaka hefur
komið. Hann hefur ekki séð til
þess að eftirlitssveitir SÞ séu nægi-
lega §ölmennar,“ sagði hann.
Perez de Cuellar, aðalritari SÞ,
sagði að hann hefði farið þess á
leit við forseta Öryggisráðs SÞ.,
Sovétmanninn Aleksandr Belo-
nogov, að hann kallaði saman fund
í Öryggisráðinu.
Pik Botha, utanríkisráðherra
Suður-Afríku, sagði á laugardag
að ef Perez de Cuellar veittist að
Suður-Afríkustjóm og sakaði hana
um upptökin að átökunum yrði
friðargæslusveitum SÞ vísað frá
Namibíu.
Reuter
Namibískir lögreglumenn taka íjöldagröf þar sem 40 skæruliðar úr
SWAPO-aðskilnaðarsamtökunum voru jarðaðir. Þeir féllu í átökum
við suður-afríska hermenn á laugardag skömmu eftir að vopnahlé
gekk í gildi. Alls hafa 140 manns týnt lífi í átökunum.
Kosovo:
Hreinsanir
vegna óeirða
Belgrað. Reuter.
Kommúnistaflokkurinn í
Kosovo í Júgóslavíu hefur fyrir-
skipað miklar hreinsanir í hérað-
inu í kjölfar óeirða meðal Albana,
sem kostuðu að minnsta kosti 24
menn lífið. Júgóslavneskur stjóm-
málaskýrandi sagði að þetta væra
einhveijar mestu hreinsanir í
landinu eftir heimsstyrjöldina
síðari.
Fyrrum leiðtogi kommúnista-
flokksins í Kosovo, Azem Vlasi, sem
var handtekinn fyrir mánuði og sak-
aður um gagnbyltingartilraun, var
vikið úr flokknum. Ennfremur var
þremur mönnum vikið úr stjóm-
málaráði héraðsins og tveimur at-
kvæðamiklum stjómmálamönnum
var vikið úr flokknum. Embættis-
menn sögðu að hundmðum mennta-
manna yrði vikið frá á næstu vikum.
Sjá „Slobodan, þú ert okkar
hinsta von“ á bls. 23.
Iðnríkin sjö:
Einhugur um dollaragengið
en ekki um skuldakreppuna
Þróunarríkin styðja bandarísku tillöguna en Evrópumenn eru tvístígandi
Washington. Reuter.
Fjármálaráðherrar helstu iðn-
ríkjanna eru sammála um hvernig
koma eigi í veg fyrir of mikla
gengishækkun dollarans en hins
Gorbatsjov á Kúbu
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga var vel tekið þegar hann kom
í sína fyrstu heimsókn til Kúbu síðastliðinn sunnudag. í gær áttu
Gorbatsjov og Fidel Castro Kúbuleiðtogi, t.h., viðræður. Skömmu
eftir komuna sagði Gorbatsjov á fundi með sovéskum og kúb-
verskum fréttamönnum að heillavænleg þróun hefði hafist í
ríkjum rómönsku Ameríku. „Gefum okkur örlítið meiri tíma og
þá er ég viss um að sú lýðræðisþróun sem hafist hefur í þessum
heimshluta muni eflast,“ sagði Sovétleiðtoginn. Heimsókn hans
til Kúbu stendur í þijá daga.
vegar virðast þeir ekki vera jafn
einhuga um hvernig létta skuli
skuldabyrðar þriðjaheimsríkj-
anna. Er þetta meginniðurstaðan
af fundum þeirra í Washington
um helgina en þar er nú haldinn
vorfúndur Alþjóðabankans og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins.
I fréttatilkynningu frá íjármála-
ráðherrum iðnríkjanna sjö, Bret-
lands, Kanada, Frakklands, Ítalíu,
Japans, Vestur-Þýskalands og
Bandaríkjanna, segir, að til að halda
dollaragenginu í skefjum verði seðla-
bankar ríkjanna að auka dollara-
framboðið. Brást japanski seðlabank-
inn strax við með mikilli sölu og var
sérstaklega til þess tekið þar sem
hann hefur ekki selt dollara í mörg
ár. Fyrir hálfu fjórða ári urðu leið-
togar iðnríkjanna sammála um að
halda dollaragenginu innan ákveð-
inna marka til að unnt reyndist að
koma á auknum jöfnuði í heimsvið-
skiptunum.
Nicholas Br'ady, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði á sunnudag,
að fulltrúar hinna ríkjanna hefðu
fallist á áætlun hans um aðstoð við
skuldum vafin þriðjaheimsríki en
evrópskir starfsbræður tóku illa und-
ir það. Lagði Gerhard Stoltenberg,
fjármálaráðherra Vestur-Þýska-
lands, áherslu á, að kanna yrði áætl-
unina nánar áður en hafist yrði
handa.
Bandaríkjastjóm hefur áhyggjur
af, að skuldakreppan geti grafið
undan lýðræðislega kjörnum stjórn-
völdum í Suður-Ameríku og bendir
á óeirðimar í Venezúela á dögunum
sem víti til vamaðar. Áætlun Bradys
er í aðalatriðum, að fé frá Alþjóða-
bankanum og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum verði notað til að grynnka
á skuldunum en Evrópumenn líta
hins vegar þannig á, að hér sé um
að ræða lítt dulbúna tilraun til að
koma einkabönkunum til bjargar.
Em það aðeins Japanir, sem hafa
fallist á áætlunina, og Frakkar með
hálfum huga.
Fulltrúar þróunarríkjanna virðast
hins vegar einhuga í stuðningi sínum
við bandarísku tillöguna og er búist
við, að Evrópumennimir fái orð í
eyra reyni þeir að gera hana að engu.
í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, sem birt var í gær, segir, að það
efnahagslega góðæri, sem ríkt hafi
í rúm sex ár, sé í hættu verði verð-
bólguþróunin ekki tekin föstum tök-
um og meira jafnvægi komið á í
heimsversluninni. Er bent á, að
vaxtahækkanir og aukið aðhald í
peningamálum hafi gert sitt gagn á
síðasta ári en viðbúið sé, að grípa
þurfi til harðari aðgerða.
Hætt að skipa upp
fiski í Aberdeen?
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
LÍKUR benda til þess að í Aberdeen í Skotlandi, sem íslenzk skip
sigldu mikið til á árum áður, verði hætt að skipa upp og selja fisk
á markaði eftir þessa viku. Sérréttindi hafiiarverkamanna standa
í veginum.
Hafnarverkamenn í 64 höfnum
í landinu njóta þeirra sérréttinda,
að það er ekki hægt að segja þeim
upp störfum. Samkvæmt lögum frá
1947, sem ætluð voru til að tiyggja
hafnarverkamönnum fasta vinnu,
njóta hafnarverkamenn, sem eru
sérstaklega skráðir, þeirra réttinda
að sitja einir að allri vinnu í höfnun-
um. Það er ekki hægt að segja
þeim upp störfum nema með sam-
þykki Sambands flutningaverka-
manna, sem fer með samningsrétt
allra hafnarverkamanna. í reynd
hefur þetta þýtt að engum er hægt
að segja upp.
Aberdeen var mjög umsvifamikil
fiskihöfn við Norðursjóinn. Um
1970 var 100 þúsund tonnum skip-
að þar á land af fiski árlega. Áð
líkindum verður fiskmarkaðnum
lokað í næstu viku og 300 ára
gamalli fisksöluhefð þar með lokið.
Á síðasta ári var tap á fyrirtæk-
inu, sem sér um uppskipun á öllum
fiski í höfninni. Öllum hafnarverka-
mönnum hefur verið sagt upp og
segja forráðamenn fyrirtækisins að
það geti ekki borið sig nema starfs-
mönnum verði fækkað í 45, en nú
starfa 78 hafnarverkamenn þar.
Samband flutningaverkamanna,
sem hafnarverkamenn eru félagar
í, hefur ekki ljáð máls á uppsögnum
nema gegn háum sektum og jafn-
vel fangelsisvist.
Samningar munu standa út
þessa viku, en litlar líkur eru tald-
ar á samkomulagi og allar horfur
á að fiskmarkaðurinn loki.