Morgunblaðið - 04.04.1989, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
Tugir bfla lokaðir af fyr-
ir mistök V egager ðar
- segir fsak Ólafsson, bæjarstjóri á Siglufirði
„UM TÍU bílar, sem voru á leið samtali við Morgnnblaðið. Hann gert,“ sagði ísak Ólafsson.
sagði að bæjarráð SigluQarðar
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson.
Gjafar var aflahæstur trollbátanna í Eyjum.
til SigluQarðar á miðvikudag
fyrir páska, voru lokaðir inni á
Ketilási yfir páskana vegna
mistaka Vegagerðarinnar á
Sauðárkróki," sagði ísak Ólafs-
son, bæjarsljóri á Siglufirði, í
V estmannaeyjar:
Þokkalegnr afli trollbáta
VAotmanndAinnm
V estmannaeyj um
AFLI trollbáta sem gerðir eru
út frá Vestmannaeyjum hefur
verið þokkalegur í vetur þrátt
fyrir erfitt tíðarfar. Lítið gekk
framan af vertíðinni, vegna
stöðugrar brælu, en mokafli fyr-
ir páskastopp lyfti aflatölum vel
upp.
Flestir bátanna flytja afla sinn,
eða hluta af honum, út í gámum
og landa því sem heima er hjá fleiri
en einum fiskverkanda þannig að
erfítt er að fá nákvæmar tölur af
aflamagni þeirra.
Eftir því sem næst verður komist
þá var Gjafar aflahæstur trollbát-
anna í Eyjum um mánaðamótin með
370 tonn. Næst kemur Smáey með
335 tonn og síðan Álsey með 300
tonn.
- Grímur
Borgarfjörður:
Vatnsflóð og 10 kindur drápust
Grund. Skorradal. ^
Grund, Skorradal.
EFTIR allt fannfergið sem verið
hefiir hér síðan á áramótum, gekk
hér mikið vatnsveður yfir að-
faranótt föstudags með 5—7 stiga
hita. Óhenyu vatnavextir urðu,
allir skurðir og lækjarfarvegir
fiillir af snjó.
Á Indriðastöðum í Skorradal var
aðkoman að útihúsum hrikaleg, því
lækur og leysingavatn hafði brotið
sér leið að húsunum og runnið inn í
þau. í fjárhúsum flutu grindur upp
og einar 20 kindur féllu niður I kjall-
arann, 10 tókst að bjarga en 10 dráp-
ust.
í fjósinu stóðu kýmar í vatni upp
fyrir lágklaufir, en haughúsið, sem
er undir fiósinu fylltist. í hlöðunni
varð einnig mikið tjón, því 30 sm
djúpt vatn var á hlöðugólfinu en
vatnið komst þar inn um súgþurrkun-
arstokk. Súgþurrkunarblásari ásamt
rafmótor í blásarahúsi, sem áfast er
hlöðu, voru í kafi, 50 sm undir vatns-
yfirborði. í fóðurbætisstíu var rúm-
lega 1 tonn af lausu fóðri umflotið
vatni.
Kallað var á aðstoð frá Björgunar-
hefði samþykkt ályktun vegna
þessa máls þar sem áréttað
væri að stjórnun snjómoksturs
á Sigluíjarðarvegi yrði færð
aftur til Siglufjarðar. Að sögn
Jónasar Snæbjömssonar um-
dæmisverkfræðings vegagerð-
arinnar á Sauðárkróki, var
slæmt veður þennan dag og
ákváðu vegagerðarmenn að
bíða eftir bifreiðum á leið til
SigluQarðar frá Hofsósi en þeg-
ar til átti að taka seinna um
daginn var veðrið orðið það
siæmt að ekki var hægt að koma
við mokstri. Ekki tókst að ryðja
veginn fyrr en á þriðjudegi eft-
ir páska.
„Bílalest, sem komin var til
Ketiláss á miðvikudag, var bannað
að leggja af stað til Siglufjarðar
og skipað að bíða eftir annarri frá
Hofsósi..Henni seinkaði hins vegar
og bílamir lokuðust því inni á
Ketilási,“ sagði ísak. Hann sagði
að snjómoksturstæki frá Siglufirði
hefði verið komið nærri því að
Ketilási á skírdag en Vegagerðin
á Sauðárkróki hefði bannað því
að fara lengra. „Vegagerðin sagði
einnig að mokað yrði á laugardag-
inn fyrir páska en það var ekki
„Svona eftirá séð má segja að
bílamir, sem biðu í Ketilási hefðu
komist leiðar sinnar til SigluQ'arð-
ar, ef vegagerðin hefði fylgt þeim
þangað strax,“ sagði Jónas Snæ-
bjömsson. „Það má því segja að
þetta hefi verið hálfgert slys að
svona fór. En það er stefna vega-
gerðarinnar að vera ekki að þvæl-
ast mjög mikið fram og til baka
þegar veðrið er slæmt, því snjórinn
hleðst alltaf meira og meira upp
við hveija ferð og veldur erfiðleik-
um við moksturinn. “
Brotístinn
í tvo skóla
BROTIST var inn í Valhúsa-
skóla og Mýrarhúsaskóla á
Selfjarnamesi um helgina.
í Valhúsaskóla var pening-
um stolið og skemmdarverk
unnin. í Mýrahúsaskóla vom
skemmdarverk unnin.
Þá var brotist inn í verslun
í Árbæjarhverfi, en öryggis-
vörður frá Vara, sem var á
vakt í nærliggjandi bamaheim-
ili, sá til þjófanna og hljóp ann-
an þeirra uppi.
• •
Foreldrafélagf Olduselsskóla:
Asökunum um pólitísk-
ar ofeóknir vísað á bug
Vatn flæddi inn í fjárhús og
í Skorradal.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
10 kindur drápust að Indriðastöðum
sveitinni Oki og Slökkviliði Borgar-
fjarðardala, sem brugðust fljótt og
vel við, komu með vatnsdælur og
traktorsgröfur, ræstu frá húsunum
og dældu vatni út. Á Indriðastöðum
búa Sveinn Sigurðsson og Inger
Helgadóttir.
- DP
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Foreldrafélagi Ölduselsskóla:
Vegna fréttaflutnings undan-
fama daga varðandi deilur í Öldu-
selsskóla og yfirlýsingar skólastjóra
Ölduselsskóla, Sjafnar Sigurbjöms-
dóttur, og formanns fræðsluráðs,
Ragnars Júlíussonar, sér stjóm
Foreldrafélags skólans ástæðu til
þess að koma á framfæri eftirfar-
andi upplýsingum:
Landssöfiiun Lionshreyfingarinnar:
Brýn þörf á að létta undir með
aðstandendum Qölfatlaðra
- segir Guðmundur Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefhdar Rauðu flaðrarinnar 1989
DAGANA 7. 8. og 9. apríl næskomandi munu um 3.400 Lions-
menn um land allt ganga í hús og selja rauða Qöður, en ágóða
af sölunni verður að þessu sinni varið til byggingar vistheimilis
að Reykjalundi fyrir fjölfatlaða einstaklinga. Er þetta í fimmta
skipti sem íslenskir Lionsmenn standa fyrir landssöfiiun með
sölu rauðu Qaðrarinnar.
Að sögn Guðmundar Þorsteins-
sonar, formanns framkvæmda-
nefndar Rauðu fjaðrarinnar 1989,
var fyrsta landssöfnun Lions-
hreyfingarinnar árið 1972, en þá
var safnað fyrir augnlækninga-
tækjum sem notuð eru á Landa-
kotssptala. Árið 1976 var safnað
fyrir sérstökum tannlækninga-
búnaði fyrir þroskahefta, sem
komið var fyrir á tannæknastof-
um víðsvegar á landinu. Þriðja
söfnunin var árið 1980, en þá var
safnað fyrir skurðtækjum til
eymalækninga við Borgarspítal-
ann, og í fjórðu söfnuninni árið
1985 var safnað fyrir línuhraðli,
sem var formlega afhentur í K-
álmu Landspítalans um síðustu
helgi.
„Á landsþingi Lionshreyfingar-
innar á Húsavík síðastliðið vor var
ákveðið að safna fyrir byggingu
vistheimilis fyrir fjölfatlaða ein-
staklinga, sem ákveðið hefur verið
að reyst verði á Reykjalundi. Sá
staður varð fyrir valinu meðal
annars vegna þess hve öll aðstaða
þar sem hægt er að nota meðfram
vistheimilinu er góð bæði. Má þar
nefna þjálfunaraðstöðu, eftirlits-
aðstöðu og alla aðra aðstöðu, sem
er á margan hátt til fyrirmyndar
í hvívetna," sagði Guðmundur.
Að sögn Guðmundar munu um
3.400 Lionsmenn í 101 Lions-
klúbb á landinu taka þátt í starfí
við söfnurtina, en auk rauðu fjað-
ranna, sem eru 130 þúsund tals-
ins, verða einnig seldar borðmiða-
öskjur og bréfapressur í formi
glerhúss, sem er tákn fyrir vist-
heimilið. Sölunni verður þannig
háttað að Lionsmenn, sem auð-
Guðmundur Þorsteinsson,
formaður framkvæmdanefhd-
ar Rauðu Qaðrarinnar 1989.
kenndir verða með borða og rauðri
flöður, munu ganga í hús og selja,
en hver Lionsklúbbur hefur sitt
ákveðna svæði til að selja á. Þá
verður opið hús í skrifstofu Lions-
hreyfíngarinnar í Sigtúni 9, og
þangað getur fólk komið og keypt
Qaðrir, ef þannig hittir á að við-
komandi verður ekki heima þegar
Lionsmenn koma í heimsókn.
„Þátttaka í þessum söfnunum
hefur almennt verið mjög góð
hingað til, og við væntum þess
sama að þessu sinni. Fólk hefur
verið velviljað gagnvart þeim
málefnum, sem safnað hefur verið
fyrir, og má segja að þetta sé
ánægjuleg vinna fyrir Lionse-
menn að standa að þessu með
þjóðinni. Ég vil þakka landsmönn-
um fyrir góðar móttökur undan-
farin ár og vonast til að margt
smátt geri eitt stórt í þessu efni.
Það er vissulega brýn þörf á að
létta undir með aðstandendum
fjölfatlaðra, og teljum við að þetta
sé ákaflega þarft verk, sem við
erum að leggja til að gert verði
að þessu sinni með okkar fram-
lagi,“ sagði Guðmundur Þor-
steinsson.
Fræðslustjórinn í Reykjavík og
Fræðsluráð Reykjavíkur tóku þátt
í að leysa deilur milli skólastjóra
og kennara í september síðastliðn-
um. Urðu þær deilur m.a. til þess
að nýtt kennararáð var kosið við
Ölduselsskóla.
19. október sl., þegar núverandi
foreldraráð skipað 35 fulltrúum tók
til starfa, voru áberandi samstarfs-
örðugleikar enn fyrir hendi innan
skólans.
14. desember sl., að undan-
gengnum viðræðum stjómar for-
eldrafélagsins við kennara og skóla-
stjóra, var einróma samþykkt á
fiindi foreldraráðs að óska eftir
því við menntamálaráðuneytið
að taka málið til athugunar til
þess að firra frekari vandræðum.
í byijun janúar fól fræðsluráð
formanni ráðsins, Ragnari Júlíus-
syni, að kynna sér ástand mála í
Ölduselsskóla. í tengslum við þá
könnun var stjóm foreldrafélagsins
kölluð á fundi með Ragnari Júlíus-
syni, annars vegar með kennararáði
og hins vegar með skólastjóra og
yfirkennara. Þar kom m.a. fram
hjá Ragnari að þetta mál væri í
höndum menntamálaráðuneytisins,
sem mundi taka á því. Hans þáttur
á þessu stigi væri að reyna að koma
á sáttum milli skólastjóra og kenn-
ara. Ragnar fól stjóm foreldrafé-
lagsins að fylgjast með því að sam-
komulag yrði haldið um frið á með-
an rannsókn ráðuneytisins stæði
yfir og jafnframt að þessum mál-
um yrði haldið utan Qölmiðla.
í lok janúar skrifaði stjórn for-
eldrafélagsins Ragnari Júlíussyni
bréf vegna blaðaskrifa af hálfu
skólastjóra Ölduselsskóla.
í ljósi þessara staðreynda þykir
stjóm foreldrafélagsins yfirlýsingar
Ragnars Júlíussonar og Sjafnar
Sigurbjörnsdóttur undanfama daga
í meira lagi kyndugar.
Stjórn foreldrafélags Öldusels-
skóla vísar einnig ásökunum um
pólitfskar ofsóknir algjörlega til föð-
urhúsanna, enda ber hún fullt
traust til faglegrar meðferðar þessa
viðkvæma máls í menntamálaráðu-
neytinu.
F.h. stjórnar,
Leifur Benediktsson, ritari.