Morgunblaðið - 04.04.1989, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
29
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Æfingin formlega til-
kynnt í tíð forvera míns
Enn einn ágreiningurinn á stjórnarheimilinu sagði Þorsteinn Pálsson
Meiri hluti ríkisstjórnar andvígur æfingunni sagði Hjörleifur Guttormsson
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði á Al-
þingi í gær að uppákomur á
stjórnarkeimilinu yrðu æ harð-
ari. Hér hafi formaður þing-
flokks Framsóknarfiokksins,
forystuflokks ríkisstjórnarinnar,
kvatt sér hljóðs utan dagskrár
til að mæla gegn utanríkisráð-
herra þessarar sömu ríkissljórn-
ar.
Tilefhið var krafa Páls Péturs-
sonar, þess efhis, að utanríkis-
ráðherra hafnaði beiðni um fyr-
irhugaða heræfingu varnarliðs-
ins hér á landi í sumar.
Hjörleifur Guttormsson, Al-
þýðubandalagi, sagði báða sam-
starfsflokka utanríkisráðherra í
ríkissfjórn — meirihluta ríkis-
stjómarinnar — hafa Iýst sig
andviga æfingunni.
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anrikisráðherra, sagði að þessi
hefðbundna æfing hafi verið
formlega tilkynnt í tíð fyrri ríkis-
sfjómar, 30. ágúst 1988, án sér-
stakra mótmæla eins eða neins.
Fyrstu upplýsingum um æfing-
una hafi hinsvegar verið komið
á framfeeri í október 1986.
Hafna ber heræfingnnni
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks framsóknarmanna, kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi
í gær í tilefni af fyrirhugaðri vam-
arliðsæfingu hér á landi komandi
sumar. Páll kvaðst sammála
• Steingrími Hermannsssyni, forsæt-
isráðherra og formanni Framsókn-
arflokksins, sem kallað hafi þessa
ráðgerðu æfingu „tímaskekkju".
Sagði þingmaðurinn það skoðun
sína að utanríkisráðherra beri að
hafna beiðni um æfinguna.
Síðan lagði Páll fram fyrirspum-
ir til utanríkisráðherra, efnislega á
þessa lund: 1) Hvenær barst vamar-
málanefnd ósk um heræfingu
þessa? 2) Hvenær var beiðnin lögð
fyrir utanríkisráðherra? 3) Hvar fer
æfingin fram? 4) Hve fjölmenn
verður hún? 5) Hvaða búnaður verð-
ur notaður? 6) Hvaða dag verður
liðið boðað til æfingarinnar? 7) Hve
marga daga stendur hún? 8) Hvers
lags lið verður til hennar kallað?
9) Hvaða tilgangi þjónar hún? 10)
Hvaða tök em á því að koma í veg
fyrir hana? 11) Hvaða umfjöllum
hefur málið fengið í ríkisstjórn?
Páll sagði að þessi fyrirhugaða
heræfing hefði takmarkað gildi fyr-
ir íslendinga. Sama máli gegndi um
herstöðina.
í gildi er varnarsamningur
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, gerði stuttlega
grein fyrir tilgangi aðildar íslands
að Atlantshafsbandalaginu og varn-
arsamningsins við Bandaríkin.
Samkvæmt þessum samningi hafi
Bandaríkin skuldbundið sig til að
annast vamir íslands.
Utanríkisráðherra sagði að varn-
arlið, sem hér væri staðsett, hefði
fyrst og fremst eftirlitshlutverk
með ferðum herskipa, herflugvéla
og kafbáta í grennd við landið. Þar
að auki væri gert ráð fyrir sérstök-
um liðsauka, ef hættu bæri að hönd-
um. Þar kæmi m.a. við sögu sér-
stakt varalið, skipað sjálfboðaliðum,
sem hlyti sérstaka þjálfun til sfns
mikilvæga hlutverks. Skammtíma
æfingar þess hér á landi lytu hefð-
bundnum reglum. Vamarliðsæfing-
ar hafi farið reglubundið fram um
langt árabil.
Þorsteinn Pálsson
Páll Pétursson
Æfingin boðuð í
október1986
Síðan svaraði ráðherra fyrir-
spumum Páls Péturssonar. Efnisat-
riði úr svömm hans fara hér á eftir:
* Formleg tilkynning um þessa
æfingu var bókuð á fundi varnar-
liðsnefndar í tíð fyrri ríkissljórnar,
30. ágúst 1988,
* Fyrstu upplýsingar um hana em
þó eldri. Þær vóm lagðar fram á
viðræðufundi í október 1986.
* Formlegar upplýsingar um ein-
stök atriði, sem utanríkisráðherra
spurði sérstaklega um varðandi
æfinguna, bámst í gær.
* Æfingin fer fram á afmörkuðu
svæði varnarliðsins. Aðeins sam-
hæfing fjarskiptakerfis vamarliðs-
ins og hins íslenzka almannavarna-
kerfis nær út fyrir þau mörk.
* Þátttaka í æfingunni er þrískipt:
1) Um 250 manna sveit úr stór-
herfylki, 2) 800 manna varaliðs-
sveit, 3) Hópur eftirlits- og yfir-
manna, sem leggur mat á æfinguna
og vinnur skýrslur um hana.
* Búnaður: 45 ökutæki á hjólum
(engin á beltum), nýtízku heijeppar
og 5-tonna flutningabílar. Vopn:
herrifflar og vélbyssur (engin
þungavopn). Engu skoti verður þó
hleypt úr byssu, aðeins notuð púð-
urskot.
* Lið sem þetta er boðað til æfinga
með löngum fyrirvara, „einu og
hálfu ári er mér nær að halda“.
Ráðgert er að liðið leggi upp frá
Bandaríkjunum aðfaranótt 18. júni
nk.
Jón Baldvin Hannibalsson
Krístin Einarsdóttir
* Æfíngartími: 15 dagar, aðalæf-
ingin þó aðeins 3 dagar.
* Æfingin þjónar fyrst og fremst
þjálfun venjubundinna flutninga á
liðsafla til landsins, sem og sam-
hæfíngu liðs, sem fyrir er, og liðs,
sem kemur sérstaklega til æfingar-
innar. Æfingin nær m.a. til sam-
hæfingar sjúkra- og hjúkrunarliðs
og almannavarna, ef hættuástand
skapast, og staðprófunar ijar-
skiptakerfis vamarliðsins og heima-
aðila.
* Það er algjörlega á valdi íslenzks
utanríkisráðherra að heimila æfing-
una, innan ramma vamarsamnings-
ins, eða hafna henni. Annað mál
er að höfnun verður að byggja á
mjög haldbærum rökum, svo lengi
sem æfingin hefur verið undirbúin,
með vitneskju íslendinga, og miklu
til hennar kostað.
* Málið var m.a. rætt í ríkisstjóm
fyrir rúmri viku. Svör við fyrir-
spurnum utanríkisráðherra, sem
bámst eftir þann fund, verða kunn-
gerð í ríkisstjóm, áður en formleg
afstaða til æfingarinnar verður tek-
in.
Utanríkisráðherra gagnrýndi
harðlega rangan fréttaflutning Q'öl-
miðla af fyrirhugaðri, hefðbundinni
æfingu, sem mörg fordæmi væm
fyrir. Hann sagði að öll aðalatriði
í frétt RÚV af æfíngunni, fluttri í
tengslum við 31. marz, hafi verið
ósönn.
Allur vamarviðbúnaðar væri
byggður á því að „búa sig undir
það versta, um leið og menn vonuðu
það bezta“.
Hjörleifur Guttormsson
Steingrímur Hermannsson
Tíðar uppákomur í
ríkisstjórninni
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði uppá-
komur á stjómarheimilinu tíðar og
færast í aukana. Nú færi fundur
þingmanna forystuflokks ríkis-
stjómarinnar fram utan dagskrár í
herför gegn utanríkisráðherra þess-
arar sömu stjómar. Og tilefnið er
að ráðherra fylgir fram hefðbund-
inni stefnu í öryggis- og vamarmál-
um þjóðarinnar; stefnu sem m.a.
utanríkisráðherrar úr Framsóknar-
flokki hafa fylgt.
Þorsteinn minnti á að tekizt hafi
verið á um það í þingflokki fram-
sóknarmanna, hver vera ætti full-
trúi þeirra í utanríkisnefnd Alþing-
is. Þar hafi Páll Pétursson, foringi
vinstri arms flokksins, lotið í lægra
haldi. Hann spurði í hvers nafni
Páll talaði hér og nú. Hefur hann
umboð þingflokks Framsóknar-
flokksins til málflutnings síns?
Þorsteinn sagði það lengi hafa
legið fyrir að til þessarar æfingar
yrði efnt. Meðal annars hafi ítarlega
verið sagt l'rá henni í Morgunblað-
inu í nóvembermánuði sl. Þá hafi
þingflokksformaður forystuflokks
ríkisstjórnarinnar ekki séð ástæðu
til úlfaþyts hennar vegna. Hvers
vegna nú? Er hér um samleik
vinstra arms Framsóknarflokksins
og nýrrar forystu Alþýðubandalags,
með rætur í Framsóknarflokki, að
ræða? Em þessir aðilar að láta á
það reyna, hve langt þeir komast
með utanríkisráðherra Alþýðu-
flokksins?
í þessu sambandi las Þorsteinn
upp frétt í Þjóðviljanum, þess efnis,
að fyrirætlunum utanríkisráðherra
um varaflugvöll hafi verið hnekkt.
(Hér kallar utanríkisráðherra fram
í: Það er óvarlegt að treysta heim-
ildinni.)
Tímaskekkja
Steingrimur Hermannsson,
forsætisráðherra, kvaðst fyrst hafa
heyrt talað um það varalið, sem hér
ætti að æfa, í ágústmánuði 1987.
Því hafi verið komið á fót 1984 að
höfðu samráði við utanríkisráðherra
Islands. Ekkert sé athugavert við _
tilveru þess.
Heræfíngar hafi og farið fram
hérlendis bæði árið 1985 og 1987,
enda ráðgerðar á tveggja ára fresti.
Ráðagerðir um slíka æfingu 1989,
þ.e. æfing af svipaðri stærðargráðu
og hinar fyrri, hefðu ekki komið á
óvart.
Forsætisráðherra sagðist ætíð
hafa lagt áherzlu á það að slíkar
æfingar fæm fram með samþykki
og í nánu samráði við íslenzk sýórn-
völd. Hann hafi hinsvegar ekki
heyrt meira um þessa æfingu fyrr
en greint var frá henni í frétt RUV.
Af hálfu varnarliðsins hafí verið
haldið undarlega á þessu máli. Full-
búnar upplýsingar hafi ekki borizt
utanríkisráðherra fyrr en í gær.
Þetta er ámælisvert.
Forsætisráðherra vitnaði síðan
til fyrri eigin ummæla þess efnis
að heræfing af þessari stærðar-
gráðu væri tímaskekkja.
Móti hvers konar
hermennsku
Krístín Einarsdóttir, Kvenna-
lista, sagði Samtökin hafa mót-
mælt fyrirhuguðum, umfangsmikl-
um heræfingum hér á landi sem
hreinni óhæfu. Samtökin væra
andvíg hverskonar hermennsku og
vopnaskaki.
Kristín sagði að stærsta hættan
sem sneri að íslendingum nú væri
vopnabúnaður á höfunum. Fréttir
stæðu til þess að Sovétríkin hefðu
dregið saman herflota sinn á N-
Atlantshafi. Rangt væri að svara
þeim viðbrögðum, sem og gagn-
kvæmri afvopnun í álfunni, með
auknu vopnaskaki hér á landi.
Kristín vakti athygli á tvenns-
konar afstöðu í Framsóknarflokki,
annarsvegar formanns þingflokks-
ins, hinsvegar formanns utanríkis-
málanefndar, sem lýst hafi ánægju
með fyrirhugað hernaðarbrölt í fjöl-
miðlum.
Þingmaðurinn lauk máli sínu með
því að skora á utanríkisráðherra
að leyfa ekki þessa fyrirhuguðu
heræfingu, sem hér væri rædd.
„ísland úr Nató — herinn
burt“!
H(jörleifur Guttormsson, Al-
þýðubandalagi, tók undir mótmæli
Páls Péturssonar gegn fyrirhugaðri
heræfingu hér á landi í sumar. Ljóst
væri að forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, sem
kallaði æfinguna „tímaskekkju", og
formaður þingflokks framsóknar-
manna mæltu gegn henni.
Ekki færi heldur á milli mála að
þingflokkur Alþýðubandalagsins
væri henni eindregið andvígur. Ekki
væri hægt að draga aðra ályktun
en þá af þessum ummælum að
meirihluti ríkisstjórnar landsins
væri því andvígur, að ráðgerð her-
æfíng Bandaríkjamanna fari fram.
Þessvegna beri utanríkisráðherra
að hafna beiðni um æfinguna.
Heræfingin sjálf er þó ekki merg-
urinn málsins, sagði Hjörleifur efn-
islega, heldur aðild íslands að Atl-
antshafsbandalaginu og vamar-
samningurinn við Bandaríkin.
Vitnaði þingmaðurinn til fundar
herstöðvaandstæðinga, sem lýst
hefði sig andvígan æfíngunni - og
vildi „friðlýst Island“.
Það er krafa samstarfsflokkanna
til utanríkisráðherra, sagði þing-
maðurinn, að hann komi í veg fyrir
að heræfingin fari fram.
Þegar hér var komið sögu gerði
Hjörleifur hlé á ræðu sinni, en þing-
fundi var frestað vegna þingflokka-
funda. Ráðgert var að halda um-
ræðunni áfram síðar í gærkveldi.