Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKQ’TI/ftlVINNUIÍF ÞRÍÐJUDAGUR 4. AÍ>RÍL 1989
Fyrirtæki
Framtíðarlóð á Kleppsvíkursvæði á
skipulagsstigi
REKSTUR Tollvörugeymslunnar hf. var hagstæður á árinu 1988,
að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var 16. mars
sl. Rekstrartekjur jukust um 15,5% og námu tæpl. 93,5 milljónum
króna á meðan rekstrargjöld jukust aðeins um 12,2% og námu um
84,7 milljónum. Hagnaður ársins varð liðlega 10,2 milljónir eða 35,3%
hærri en árið á undan.
Síðasta ár var ár mikilla breyt-
inga í rekstri Tollvörugeymslunnar
þar sem í gildi gekk um áramótin
1987/88 ný tollskrá sem olli veru-
legum breytingum á þeim vöru-
flokkum sem Tollvörugeymslunni
hafði verið falin varðveisla á.
Nokkrir vöruflokkar hurfu nánast
alveg en vægi annarra jókst að
sama skapi og nýting á húsakosti
var eftir sem áður mjög góð, segir
í skýrslu forstjóra, Helga Hjálms-
sonar. Samdrátturinn sem varð á
árinu kom fram í verulegri fækkun
gáma. í fýrsta sinn í mörg ár varð
samdráttur á úttektum og innlögn-
um miðað við árið á undan en út-
tektir á árinu urðu 82,506 en inn-
Iðnaður
Komatsu vökva-
gröfurfram-
leiddar á Italíu
KOMATSU í Japan, sem er næst-
stærsti framleiðandi vinnuvéla í
heiminum sýndi meiri rekstrar-
hagnað árið 1988 en áætlað hafði
verið og spáð er að árið 1989
muni verða metár í sögu fyrir-
tækisins, að sögn forráðamanna
Bílaborgar, sem eru umboðs-
menn fyrirtækisins á íslandi.
Nýlega var undirritaður samn-
ingur milli Komatsu og ítalska fyrir-
tækisins FAI S.P.A. um að ítalimir
hæfu framleiðslu í vor á litlum
Komatsu vökvagröfum, sem hingað
til hafa eingöngu verið framleiddar
í Japan. Ennfremur var samið um
að Komatsu seldi hluta framleiðsl-
unnar undir sínu nafni í gegnum
umboðsmannakerfí sitt.
lögð skjöl alls 5,602. Verðmæti
þeirrar vöru sem afgreidd var út
úr Tollvörugeymslu nam 3,1 millj-
arði króna.
Fjárfestingar Tollvörugeymslu á
síðasta ári námu alls um 16 milljón-
um króna en þær vom að miklum
hluta fólgnar í tölvukerfí fyrirtækis-
ins og fjarvinnslu um gagnanet
Pósts og síma sem gerir viðskipta-
mönnum kleift að tengjast tölvu
Tollvörugeymslunnar til að gera
úttektarbeiðnir, fletta upp birgða-
stöðu, tollskrá og gengistöflum.
Nú er unnið að framtíðarskipu-
lagi Tollvömgeymslunnar og þróun
hennar. Framtíðarlóð undir starf-
semina verður væntanlega á svo-
kölluðu Kleppsvíkursvæði, sem af-
markast af Skútuvogi, Brúarvogi
og Holtavogi.
Helgi Hjálmsson getur þess í
skýrslu sinni að hlutabréf Tollvöm-
geymslunnar hafí verið skráð hjá
hlutabréfasölum og að undir lok
síðasta árs hafí Verðbréfamarkaður
VIB gert hlutabréfum hennar sér-
stök skil í fréttabréfi sínu. Þar hafí
komið fram að raungildi hlutabréfa
Tollvömgeymslunnar væri van-
metið, og þetta orðið til þess að
eftirspum eftir hlutabréfum félags-
ins jókst þegar í stað, svo að öll
laus hlutabréf seldust upp. Á aðal-
fundinum nú 16. mars var sam-
þykkt að greiða hluthöfum 10% arð
og gefa út jöfnunarhlutabréf fyrir
20% af núverandi hlutafé.
Hlutafé Tollvömgeymslunnar í
árslok var alls tæplega 88,5 milljón-
ir króna á móti um 70,3 árið á
undan. Eigið fé nam samtals 124,3
milljónum á móti um 105,1 milljón
árið áður og heildareignir á efna-
hagsreikningi vom 165,1 milljón á
móti 146,8 milljónum árið 1987.
VORUÞROUIM — Frá tveimur fyrirtækjanna
sem þátt taka í vömþróunarátakinu og kynna nú
nýja vöm, annars vegar Haraldur Friðriksson hjá
Bakaríi Friðriks Haraldssonar og á hinni myndinni
sjást tveir starfsmenn Tre§a hf. við vinnu.
Iðnaður
*
Atta fyrirtæki kynna ár-
angur vöruþróunarátaks
VÖRUÞRÓNARÁTAK Iðntækni-
stofnunar íslands verður nk.
miðvikudag með kynningu á nýj-
um vörum sem eru að koma á
markað frá átta íslenskum fyrir-
tækjum er þátt hafa tekið í þessu
átaki. Fyrirtækin eru Treflar
hf., Árblik hf., íslensk matvæli,
Ópal, Drífa hf., Marska hf., Tex-
still hf. og Bakarí Friðriks Har-
aldssonar. Kynningin stendur
yfir í 9 daga og fer fram á ann-
arri hæð Kringlunnar.
Vömþróunarátakið hófst fyrir
rúmu ári og taka alls 24 fyrirtæki
þátt í því. Markmið áttaksins er að
aðstoða fyrirtæki við að þróa og
markaðssetja vömr sem em sam-
keppnisfærar á heimamarkaði og
hæfar til útflutnings. Fyrstu vör-
urnar í þessu átaki vom kynntar í
maí í fyrra, en það vom álklæddir
trégluggar frá Gluggasmiðjunni hf.
og dýptar-, seltu- og hitamælar frá
Hugrúnu hf. Á þessari sýningu
kynnti einnig Bakarí Friðriks Har-
aldssonar sína fyrstu vöm úr átak-
inu sem vom flatkökur og fyrirtæk-
A markaði
Verðlagseftirtít ekkisama og gæðaeftirtít
ið Tex-stíll sýndi þar nýja fatalínu.
Stjórnendum fyrirtækjanna 24ra
sem þátt tóku í vömþróunarátakinu
var í byijun gefin kostur á náms-
skeiði í vömþróun sem haldið var
í Borgamesi. Á námskeiðunum var
fjallað um gmndvallaratriði vöm-
þróunar og mikilvægi stöðugrar
nýsköpunar fyrir afkomu fyrir-
tækja. Þetta námskeið var gmnnur
að virku vömþróunarstarfi sem
Karl Friðriksson, forstöðumaður
átaks þessa af hálfu Iðntæknistofn-
unar, segir hafa verið unnið af kost-
gæfni í fyrirtækjunum. Auk þess
hafí starfsmönnum þátttökufyrir-
tækjanna verið boðið upp á kynn-
ingu á mikilvægi vömþróunar og
áhrifum hennar á rekstur og af-
komu fyrirtækja.
Hagnaður Totívöru-
geymslu 10,2 m.kr.
eftir Bjarna Sigtryggsson
Hlutverk Verðlagsstofnunar er
að gæta hagsmuna neytenda. Það
gerir hún fyrst og fremst með því
að hafa eftirlit með álagningu heild-
sala og smásala og þróun útsölu-
verðs. Birting verðkannana er ein-
mitt talin mikilvægt verkfæri til að
örva verðskyn hins almenna neyt-
anda, sem ekki hefur tíma né tök
á að valsa milli margra búða til
þess eins að kanna hvar hið vara-
sama Iqötfars er ódýrast hveiju
sinni.
Þessar aðferðir Verðlagsstofnun-
ar vom góðar og gildar eftir stríð
og allt þar til fríverslun hafði tekið
gildi á fyrri ámm viðreisnaráratug-
arins. En þá -skildu leiðir með að-
ferðum Verðlagsstofnunar og þörf-
um neytenda.
Breyttir tímar —
breyttarþarfír
Þegar skömmtunarseðlar hurfu
og höftum var aflétt og vömr urðu
fáanlegar að vild hófst nýtt skeið
í verslun landsmanna, þar sem sam-
keppni hætti að verða einungis um
verð, heldur tóku við nýir sam-
keppnisþættir svo sem úrval, gæði
og þjónusta. Þetta á að sjálfsögðu
við um flesta þætti viðskipta nema
verslun með búvömr. En úrvinnslu
búvöm og þjónusta þar að lútandi
varð hins vegar að sinna kalli
tímans og taka þátt í samkeppninni
um hylli neytenda, sem stöðugt
nutu meiri velmegunaroggátu leyft
sér að velja úr fjölbreyttu úrvali
vamings og frístundaþjónustu.
Hið leiðbeinandi hlutverk Verð-
lagsstofnunar var kannski aldrei
skilgreint í lögum um stofnunina
né endurskoðað eftir að verslun
varð frjáls. Á því væri hins vegar
full þörf, og það sést best þegar
stofnunin reynir nú að sinna hlut-
verki sínu með því að bera saman
framboð þjónustu eins og til dæmis
á veitingahúsum. Þá koma í ljós
annmarkar opinberra stofnana sem
eiga að starfa í anda Max Webers
og leggja einungis hlutlægt mat og
gera samanburð á veittri þjónustu.
Þá er ekkert hægt að nota til sam-
anburðar nema veðrið.
Munur á Pex og Saga Class
En að gera samanburð á verði á
tilteknum réttum á veitingastöðum
og birta samanburðamiðurstöður í
fjölmiðum eins og um væri að ræða
sams konar þjónustu er álíka rétt-
látt eins og að bera saman verð
flugfarmiða á sömu flugleið, annars
vegar pex-miða, hins vegar farmiða
á viðskiptafarrými. Hið sameigin-
lega er, að báðir miðar gilda til
sama áfangastaðar. Að því leyti
geta þeir talist sambærilegir. En
að nánast öllu öðm leyti er um
óskyldan vaming að ræða. Pex-
miðinn bindur farþegann til að vera
burtu um helgi, að ferðast einungis
á fyrirfram fastákveðnum dögum
og útilokar allar breytingar á
ferðaáætlun, hversu brýn sem þörf
á slíku kann að verða.
Viðskiptafarrýmisfarþeginn ræð-
ur sjálfur að fullu hvenær hann
kemur og fer, hversu lengi hann
verður og hann getur hvenær sem
er á ferðalaginu breytt áætlun og
farið til annarra staða. Hann borg-
ar meira fyrir þetta en hann nýtur
alls hagræðis. Og er þá ekki með-
talinn sá þjónustumunur sem er um
borð meðan á flugi stendur eða í
biðstöðvum flughafna.
Þess vegna er verðsamanburður
óréttlátur og eins er ósanngjamt
að auglýsa mikinn verðsamanburð
á forréttum tveggja mjög ólíkra
veitingastaða. Hægt væri með sama
rétti að auglýsa nokkur þúsund
prósenta verðmun á kjötrétti á
matseðli tveggja veitingastaða í
Frakklandi. Annars vegar á þriggja
stjömu veitingahúsi Troisgros
bræðranna, hins vegar hjá McDon-
alds. Maður getur orðið saddur hjá
báðum. En þar lýkur samanburðin-
um.
Stjömugjöf hug'lægt mat
Það hefur reynst mjög erfítt að
koma á hlutlægum samanburði á
gæðum þjónustu. Hvers kyns
stjömugjafakerfi hafa verið reynd
á hótelum (allt að finmm stjömur)
og á veitingahúsum (Michelin: Ein
stjama táknar frábæran mat og
þjónustu. Þijár stjörnur em eins
konar nóbelsverðlaun). Stjömugjaf-
ir verða samt alltaf nokkuð hlut-
lægt mat, því þótt búnaður sé fyrir
hendi og lágmarksskilyrðum full-
nægt, þá getur verið himinhrópandi
munur á gæðum tveggja hótela.
Hið eina raunhæfa mat sem
hægt er að leggja til grundvallar
samanburði á þjónustu er kerfis-
bundið mat fagmanna og síðan við-
brögð neytenda. Víðast hvar eru
gefnar út árlegar handbækur þar
sem sérfróðir menn leggja mat sitt
á gæði veitingahúsaþjónustu eða
meta hina ólíku árganga allra helstu
víntegunda, neytendum til leiðbein-
ingar. Þegar slíkir fagmenn hafa
áunnið sér traust sinna þeir þessu
hlutverki betur en nokkur opinber
verðlags- eða neytendastofnun get-
ur. í Vestur-Þýskalandi og á Norð-
urlöndunum annarsstaðar en hér á
landi láta neytendasamtök gera
hlutlægan samanburð á gæðum og
endingu alls kyns iðnvarnings og
sérrit á ýmsum sviðum gera það
sama, svo sem lesendur tölvurita
þekkja.
Neytandinn leiddur í björg
Þrátt fyrir ýmsa fyrirvara sem
Verðlagsstofnun birtir um kannanir
sínar, þá fer ekki hjá því að í ein-
földunartilhneigingu rafeindafjöl-
miðlanna og fyrirsagnaþörf lausa-
sölublaða verða þeir aukaatriði.
Verðsamanburðurinn einn og hrár
verður fréttin..
Afleiðingin verður sú að neytand-
anum er villt sýn, og hann ríður
eins og Ólafur liljurós í björg, þar
sem álfameyjar selja ódýra kjötrétti
úr kólímettuðu farsi.
Höfundur er markaðsfræðingur
og skrifarjafhaðarlega um mark-
aðsmál i Morgunblaðið.
Karl segir að hvað varði frekari
fræðslu í fyrirtækjunum þá verði
boðið upp á eins dags rtámskeið 17.
apríl nk. þar sem fjallað verður um
hvernig fyriitæki geta sinnt vöru-
þróun á kerfísbundinn hátt og gert
hana að sjálfsögðum hluta af stjóm-
skipulaginu. Karl segir að nýsköpun
og stöðug leit að nýjum rekstrar-
tækifæmm kalli á að vöruþróun sé
eðlilegur hluti daglegrar starfsemi
fyrirtækjanna, en þetta gerist ekki
fyrr en vömþróun hafi fengið eigin
sess í stjómskipuriti fyrirtækjanna.
Að sögn Karls hefíir verið leitað
víða eftir hæfum leiðbeinanda á
þessu sviði. Fyrir valinu varð Lars
Hein sem vinnur við Instituttet for
Produktudvikling í Lyngby í Dan-
mörku. Lars Hein hefur ásamt M.
Mymp Andreasen gefið út bókina
Integreret Produktudvikling sem
Karl segir viðurkennt kennslurit á
sviði vömþróunar þar sem lögð er
áhersla á að aðlaga vömþróunar-
starf að annarri starfsemi lítilla og
meðalstórra fyrirtækja. Þeim fyrir-
tækjum sem áhuga hafa á að fá
Lars Hein til að leggja mat á þau
vinnubrögð sem viðhöfð em í dag,
gefst síðan kostur á slíkri ráðgjöf
síðar á árinu. Námskeiðið verður
einnig boðið fyrirtækjum utan
átaksins 18. apríl nk. og kvað Karl
það von skipuleggjenda að sem flest
fyrirtæki nýttu sér þetta einstaka
tækifælri til að huga að starfssviði
sem alltof oft sitji á hakanum í
rekstri íslenskra fyrirtækja — vöm-
þróun og framkvæmd hennar.