Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 6
« e SíÖRtíUNBljLDIÐ SÚNÍs’ÚDAÖÚR 'i MÁÍ 1^9 Þrátt fyrir háan aldur er Eyjólfur furðubrattur. Ég hringdi vestur til hans, sagðist vera að hugsa um að líta inn þótt afmæli væri um garð gengið. „ Auðvitað ertu guðvelkomin, en ætli ég sé ekki búinn að gleyma flestu. En komdu bara. Heldurðu það sé ekki óhætt við séum tvö ein, við erum nú bæði orðin það fullorðin ...“ Svo hló hann hátt. Martin Larsen sendi- kennari á íslandi fyrir áratugum, sem kynntist Eyjólfi og fleiri Dala- mönnum vel, sagði í bókinni „Heils- aðu einkum" að minnisstæðastur væri honum hlátur Sólheimabónda. „Það var lúðrablástur lífsgleðinn- ar,“ sagði Martin Larsen. Það hefur verið sett slitlag á dijúgan spotta á veginn fram Lax- árdal, en þegar kemur fram fyrir Svarfhól versnar færðin og þyngist eftir því sem lengra er farið og æ meiri snjór í hæðunum. Til öryggis skildi ég bílinn eftir við heimreiðina og skálmaði uppeftir. Sólheimar er fremsti bærinn í dalnum og stendur hátt, svo tekur heiðin við. „Mér finnst slæmt að hafa ekki sjón til að lesa nema örstutta stund í einu,“ sagði Eyjólfur. „Ég er ekki eins kátur nú orðið og ég var. Nei, Eyjólfur Jónasson Sunnudagsskrafvib EyjólfJónasson í Sólheimum HU.ER EYJÚLFUR UFKNDi eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Eyjólfur Jónasson í Sólheimum í Laxárdal, er víðkunnur hestamaður í áratugi, bóndi og póstur, og vísnamaður góður. Eyjólfur varð hundrað ára í mars og hefur þó líkast til ekki alltaf lifað á heilsufæði. Hann fer ekki á hestbak lengur, en gerði það langt fram á níræðisaldurinn. Mörgum er ógleymanlegt þegar þeir horfðu á Eyjólf teygja hest sinn á töltinu. Það var engu líkara en allir hestar yrðu gæðingar þegar hann var sestur í hnakkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.