Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 C 31 Minning: Björn Þórarins- son íKílakoti Bjöm í Kílakoti er fallinn frá. Síðast þegar ég sá hann vorum við fyrir norðan þeirra erinda að fylgja frænda og vini, Þórarni Þórarins- syni í Skúlagarði, síðasta spölinn. Þau spor voru honum erfið. Og nú er hann sjálfur horfinn úr heimi. Það er bjart yfir minningu hans. Bjöm fæddist í Kílakoti í Keldu- hverfi hinn 30. mars 1905, sonur hjónanna Ingveldar Bjömsdóttur bónda á Þóroddsstöðum í Ölfusi og síðar á Litla-Hálsi í Grafningi Odds- sonar og Þórarins skáldbónda Sveinssonar bónda á Víkingavatni Grímssonar. Kona Gríms var Hólm- fríður dóttir Sveins Guðmundssonar hreppstjóra á Hallbjarnarstöðum, en hún var alsystir Bjargar ömmu Jóns Sveinssonar, Nonna, og Guðnýjar móður Kristjáns Fjalla- skálds. Bjöm varð gagnfræðingur frá Akureyri 1924 og stóð hugur hans til mennta, en ástæður vom þannig heima í Kílakoti, að hann kaus að hverfa heim. Hann var skólastjóri barnaskólans í Kelduneshreppi til 1932, er hann tók við búi af föður sínum. Hann fluttist til Reykjavíkur 1966 og hóf störf við skattstofuna þar. Björn gegndi mörgum trúnað- arstörfum í heimasveit sinni. Átti lengi sæti í hreppsnefnd, var vara- oddviti um 19* ára skeið og oddviti 1961-1962, lengi fjallaskilastjóri, formaður skólanefndar og formaður sóknamefndar og í stjórnum Ung- mennafélags Keldhverfinga, íþróttasambands Norður-Þingey- inga og Ungmennasambands Norð- ur-Þingeyinga. Síðast en ekki síst var hann formaður bygginganefnd- ar félagsheimilisins og bamaskól- ans í Skúlagarði og var framganga hans í því máli mjög rómuð, enda átti þessi framkvæmd hug hans allan. Björn kvæntist 1944 Guðrúnu Ásbjörnsdóttur bifreiðastjóra í Reykjavík Guðmundssonar og Guðríðar ísaksdóttur og var það mikið hamingjuspor. Þau hjón voru samhent í störfum sínum og góð heim að sækja. Jörðin í Kílakoti var ekki fallin til stórbúskapar, en þau sátu hana vel og bættu að þeirra tíma hætti. Þau áttu barnaláni að fagna. Elst er Ingveldur, sem starf- ar við sýsluskrifstofuna á Blöndu- ósi. Þórarinn er bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur Jennýju Stef- ánsdóttur hárgreiðslukonu og Ás- bjöm heildsali í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Ólöfu Harðardóttur. Bamabörnin em átta. Þegar kjördæmaskipaninni var breytt 1959 var Björn beðinn að taka 5. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og var sú ósk almenn meðal stuðningsmanna listans. Það kom þegar í ljós, að þetta var vel ráðið. Bjöm var sjálfkjörinn oddviti Sjálf- stæðismanna í Norður-Þingeyjar- sýslu, gagnfróður um þjóðmál og rökfastur í málflutningi, fastur fyr- ir, en þó hógvær og gæddur ríkri kímnigáfu. Hann lét andstæðinga sína njóta sannmælis, en fór sínu fram, þótt hann væri í miklum pólitískum minnihluta í heimasveit sinni og sýslu. Hann sat tvívegis á Alþingi stuttan tíma og vann m.a. að rafvæðingu sveitar sinnar. Björn átti vináttu og virðingu samherja sinna í Sjálfstæðisflokknum. Mikil og góð vinátta var milli frændanna afa míns Benedikts Sveinssonar og Þórarins í Kílakoti og naut ég þess í samskiptum mínum við Bjöm. Hann var drengur góður, frændmargur og mikill fjöl- skyldumaður. Hann var glöggur og skemmtilegur, einatt gamansamur, margfróður um menn og málefni og sögu byggðarlags síns. í ættboganum frá Kílakoti er sterk, listræn æð. Sveinn listmálari var bróðir Björns og Þórarinn faðir þeirra hafði glöggt skáldauga, þótt hann hefði ekki aðstæður eða metn- að til þess að þroska þá gáfu eins og verðugt var. Björn gaf út ljóð- mæli hans og stökur í tveim bind- um, Að heiman, og er þar margt vel kveðið, af ýmsum toga, gaman og alvara. Þar er m.a. að finna stöku, sem Þórarinn orti skömmu fyrir andlát sitt: Bráðum kveð ég bæ og hörg, bjartan flýg í geyminn. Eg á orðið ekki mörg erindi við heiminn. Björn í Kílakoti lést sl. laugar- dag, 29. apríl, 84 ára að aldri. Hann átti að baki farsælt ævistarf og hafði verið hamingjusamur í ein- kalífi, en „er falls ván at fornu tré“ eins og frændi hans einn hafði við orð, aldraður orðinn, skömmu fyrir andlát sitt. Samt sem áður er sökn- uðurinn sár þeim sem næstir standa. Þessar línur eiga að flytja Guðrúnu, bömunum og barnabörn- unum, flölskyldunni allri, samúðar- kveðjur okkar hjóna. Guð blessi minningu Bjöms Þórarinssonar. Halldór Blöndal Utför hans verður frá Fossvogs- kirkju kl. 15 á morgun, mánudaginn 8. maí. Minning: Stefanía S. Guðlaugs- dóttir, Grindavík Fædd24. júní 1921 Dáin 22. apríl 1989 Hinn 22. apríl lést í Borgarspítal- anum Stefanía S. Guðlaugsdóttir frá Grindavík, frænka mín og vin- kona. Það kom okkur skyldmönnum hennar mjög á óvart þegar við frétt- um að Stebba vinkona mín væri dáin. Þær em svo margar hinar ógleymanlegu minningar sem ég á um Stebbu. Ég minnist þess þegar ég átti heima í Danmörku, þá kom hún oft til mín í heimsókn, hún var alltaf svo kát og hress, hún var líka svo hjálpleg og góð í sér. Það verð- ur ekki eins létt fyrir mig að koma til Grindavíkur eins og áður að geta ekki komið við hjá Stebbu og feng- ið kaffisopa. Við áttum líka góðar stundir saman þegar ég átti heima í Grindavík og við unnum saman á vertíð. Ég sakna hennar mjög mik- ið. Ég veit að svo er um fleiri. Það er stórt skarð höggvið í fjölskyldu- hópinn. Þetta skarð verður aldrei fyllt, en minningin sem ijölskyldan á um hina hjartahlýju móður verður sem haldreipi sem eiginmaðurinn, börnin, barnabörnin og tengdabörn- in munu eiga og gefa þeim styrk í sorginni. Eg og fjölskylda mín vottum eig- inmanni hennar og bömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Kveðja frá vinkonu, Kristín Ellý Egilsdóttir. Elsku amma okkar, Stefanía S. Guðlaugsdóttir, Túngötu 1, Grindavík, lést 22. apríl sl. eftir stutt veikindi. Við viljum minnast hennar með nokkrum orðum. Þar sem hún hafði alltaf verið svo hraust, er erfitt að skilja að hún er ekki á meðal okkar lengur. Við munum alltaf geyma í minningu okkar þær ánægjustundir þegar við fómm til hennar og fengum heitar pönnukökur og kleinur. Nú verða jólaboðin hjá ömmu okkar sem við hlökkuðum alltaf svo til ekki fleiri því að hún gerði þau ógleymanleg fyrir okkur. Nú er amma horfin yfir móðuna miklu, söknuður okkar er mikill. Elsku afi, okkur finnst við hafa misst mikið, en missir þinn er þó sárastur. Því biðjum við Guð að styrkja þig. Blessuð sé minning ömmu okkar, sem við kveðjum nú með söknuði. Ég veit þú heim ert horfín nú og hafín þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifír. (Steinn Sigurðsson) Bamaböm t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS LARSSOIMAR, Útstekk, Helgustaðahreppi. Sjöfn Gunnarsdóttir og systkini hins látna. Lokað þriðjudaginn 9. maí vegna jarðarfarar HERMANNS JÓNSSONAR. Rekstrarvörur, Draghálsi 14-16. t Ástkær sonur okkar og bróðir, AXEL ARIMAR ÞORGILSSON, Brekkubyggð 20, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 9. maí kl. 15.00. Þorgils Axelsson, Guðrún Helgadóttir, Helga Rakel Þorgilsdóttir, Þorgils Rafn Þorgilsson. t Hjartkær móðir okkar, amma, langamma og sambýliskona mín, STEINUNN PÁLSDÓTTIR frá Hofi f Öræfum, Laugarásvegi 5, lést á uppstigningardag. Kistulagning fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 8. maí kl. 14.00. Sigrún Halidórsdóttir, Aðalheiður Björnsdóttir, Dóra, Bára, Sigrún og Steinar Sigurbjörnsbörn, Steinunn, Herþrúður, Anna og Guörún Ólafsdætur, Haraldur Jónsson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓLAFUR HAUKUR ÓLAFSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. maí kl. 13.30. Ásdfs Kristjánsdóttir, Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurbjörg Gröndal, Einar Benedikt Ólafsson, Eva Haettner Ólafsson, Ásdfs Katrfn Ólafsdóttir, Pál O. Borgen, Sigríður Edda Ólafsdóttir, Magnús Jón Sigurðsson, Kristján Már Ólafsson, Sigrfður Ólafsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, BJÖRN ÞÓRARINSSON frá Kflakoti, Framnesvegi 61, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. maí kl. 15.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Guðrún Ásbjörnsdóttir. t Útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, HERMANNS JÓNSSONAR frá Sæbóli, Aðalvfk, til heimilis f Bleikargróf 5, fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 13.30. Helga I. Hermannsdóttir, Jón S. Hermannsson, Sigrfður B. Hermannsdóttir, Finnbjörn A. Hermannsson, Hermann Þ. Hermannsson, Oddur Þ. Hermannsson, Þórunn Finnbjarnardóttir, Jón Sigfús Hermannsson, Jakob H. Guðmundsson, Sigrún Siggeirsdóttir, Kristján Einarsson, Oddný A. Óskarsdóttir, Elfn H. Gústafsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall mannsins míns, GUÐMUNDAR GUÐLAUGSSONAR. Borghildur Pétursdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar og mágs, SVERRIS KRISTINS SVERRISSONAR fyrrv. skólastjóra Iðnskóla Akraness. Guðlaug Sverrisdóttir, Gunnlaug Sverrisdóttir, Sigurður Þ. Gústafsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR, Mávahlfð 1. Elfn Guðmundsdóttir, Erlingur Kristjánsson, Anna Sigurðardóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Haukur Halldórsson, Kristján G. Kristjánsson, Guðrún Kristinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.