Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ MYÍMDASOGUR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Þrekhjól
Ég finn að ég er að verða
þreyttur í fótunum og um leið
færist ákveðin leiðatilfinning
yfir mig og löngún til að
hætta að hjóla. Ég lít á klukk-
una og sé að ég hef hjólað í
sjö mínútur. Ég bít á jaxlinn
og held áfram, enda veit ég
A að ef ég held út að hjóla í
rúmar tíu mínútur þá hverfur
þreytan og ég get hjólað svo
til endalaust áfram.
Líkamsrœkt
Ég hef nú dútlað við líkams-
rækt í sjö ár. Fyrst æfði ég
leikfimi reglulega upp f Há-
skóla þegar ég var að vinna
hjá SÍNE. Síðan byijaði ég í
Iíkamsræktinni í Kjörgarði og
æfði þar reglulega þrisvar í
viku f þijú ár. Eftir það dapr-
aðist mér flugið, enda varð
ég leiður á svo reglubundnum
æfingum og kannski varð
líkami minn þreyttur á lóðun-
um og þarfnaðist hvíldar. Ég
I hef því æft lítið undanfarin
tvö ár, utan þess að fara nokk-
uð oft á gönguskíði og í venju-
legar gönguferðir. Fyrir mán-
uði byijaði ég síðan aftur að
æfa reglulega hjá Gústa vini
mínum í Kjörgarði. Æfing-
amar núna eru öðruvísi en
áður því nú byija ég á því að
hjóla á þrekhjólinu í a.m.k.
þijátfu mínútur áður en ég
æfi í lóðunum f u.þ.b. fimmtán
til tuttugu og fimm mínútur.
Hreyfing er nauösynleg
■'Ástæðan fyrir því að ég tala
um þetta hér er sú að ég vil
hvetja alla til að stunda reglu-
lega líkamsrækt í einhveiju
formi. Það er nauðsynlegt að
hreyfa sig og reyna á líkam-
ann. Ég get sagt með réttu
að mér fór að ganga vel og
verða ánægður með sjálfan
mig um það leyti sem ég tók
að æfa reglulega. Og ég get
bætt því við að ég fór aftur
að slappast og þyngjast f
skapi þegar ég hætti að æfa
reglulega.
AukiÖ sjálfstraust
Áhrif reglulegrar líkamsrækt-
ar eru í fyrsta lagi þau að
þrek okkar og úthald til vinnu
verður meira en áður. í öðru
Iagi hreinsar góð hreyfing
hugann og skapið batnar. Það
fylgir því ótrúleg vellíðan að
stunda reglulega Ieikfimi og
öll viðhorf til lífsins verða já-
kvæðari. Það sem kannski
skiptir ekki síst máli er að
meðvitund um líkamlega líðan
eykst og jafnframt því öðl-
umst við aukið sjálfstraust
Alhliöa heilbrigöi
Þegar Iíkaminn verður heil-
brigðari tökum við um leið að
taka eftir öðrum þáttum
heilsufarsins, svo sem and-
Iegri líðan og þeim siðum eða
ósiðum sem draga okkur nið-
ur. Það er t,d. mín reynsla
að ég hef sfður lyst á því að
„detta f það“ eða borða óholl-
an mat þegar ég er í góðri
þjálfun. Líkamsrækt sem eyk-
ur líkamlega snerpu hefur þvf
einnig áhrif á öðrum sviðum,
eða þau að við förum að huga
að alhliða heilsurækt áður en
við vitum af.
Hjarta ogυakerfi
Ástæðan fyrir því að ég hjóla
núna í rúmar þijátíu mínútur
á þrekhjóli er sú að hjólið
hefiir góð áhrif á hjarta og
. æðakerfi og um leið á al-
menna líðan. Það er hægt að
byggja upp þrek með því að
æfa einungis í lóðum, en þá
verða æfingamar að vera
hraðar og markvissar, þannig
að við verðum sveitt og móð.
Það er lykilatriði. Ég ætla á
næstu dögum að fjalla lítillega
um það líkamsræktarform
sem hentar hveiju stjömu-
merki.
GARPUR
H???!ii!i::'??.l‘?’;!!!‘‘ii!il!íi!ni:i:tii!li!!!l!!!!!?Tl”;??:lí:1.ll!l!l!!iiili»!””!:.,?;!ii!!ii!!!!!!!iilii:iií:f!H!H”.!H!i!!!íilUi!íl:ill
GRETTIR
UÓSKA
SMÁFÓLK
Mig langar að fá mynd af þér,
herra, með þennan veiðihatt...
Við köllum hana „Veiðikonan án
stöðuvatns".
5MART ALECK REMARK5 PO
NOT BECOME YOU, MARCIE..
Það fer þér ekki vel að vera með
einhver sniðugheit, Magga ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spilið var sem opin bók eftir
upplýsandi sagnir AV. Sagnhafi
las textann af áfergju og túlkaði
hann rétt.
Vestur gefur; allir á hættu.
Vestur
♦ ÁG842
¥ K10843
♦ 6
♦ 84
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf Pass 1 tígull
1 grand Dobl 2 spaðar 3 tíglar
Pass Pass Pass
Útspil: hjartaþristur.
Grand vesturs í þessari stöðu
sýndi hina litina tvo, a.m.k. 5-5
skiptingu. Því var viðbúið að
láglitirnir lægju illa. Suður
ákvað að búast við hinu versta.
Hann fékk fyrsta slaginn á
hjartagosa heima og spilaði
strax hjarta aftur upp á ás og
trompaði hjarta. Spilaði svo
spaða.
Vestur gerði sitt besta þegar
hann drap á spaðaás og skipti
yfir í lauf. En það var of seint.
Sagnhafi fór upp með ásinn, tók
einu sinni tígul og fór svo inn á
blindan á spaða. Staðan var þá
þessi:
♦ Á976
♦ 103
♦ ÁD963
Suður
♦ 97
¥DG
♦ ÁK7542
♦ 752
Austur
♦ 10653
¥52
♦ DG98
♦ KG10
Norður ♦ -
Vestur ¥9 ♦ 10 ♦ D963 Austur
♦ G84 ♦ 10
¥ 108 III ¥ —
♦ - ♦ DG9
♦ 4 ♦ K10
Suður ♦ - ¥ — ♦ K754 ♦ 75
Hjartanían gerði nú út um
vamir austurs. í reynd henti
hann útgönguspilinu í spaða, en
varð þá að gefa síðasta slaginn
á laufdrottninguna.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á fjögurra manna móti í Sant-
iago í Chile í vor kom þessi staða
upp í skák stórmeistaranna
Panno, Argentínu, sem háfði hvítt
og átti leik, og Milos, Brasilíu.
31. b6! — Dxa3 (Nú vinnur hvítur
skiptamun, en 31. — Db7 32.
Bxc5 lítur heldur ekki vel út) 32.
b7 — Da7 33. bxa8=D+ — Dxa8
og svartur gafst upp um leið. Þrátt
fyrir þetta sigraði Milos með 7
v. af 12 mögulegum, Panno og
Morovic, Chile, hlutu 6/z v., en
lestina rak Cifuentes, Chile með
4 v.