Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 JÓNAS FOLK í fjölmiðlum HTVEIR afleysingamenn hafa verið ráðnir á íþróttadeildSjón- varpsins í sumar. Hjördís Árna- dóttir kemur í stað Samúels Am- ar Erlingssonar og Jónas Tryggvason, fimleikaþj álfari verður í almennum afleysingum. Hjördís heflir áður starfað sem íþróttafrétta- maður hjá Ríkisútvarpinu og á Tímanum og stundar nú nám í fjölmiðlafræðum í Bandaríkjun- um. Hún er fyrsta konan sem ráðin er sem íþróttafrétta- maður hjá Sjón- varpinu. Jónás Tryggvason var íþróttafrétta- mðnnum Sjónvarps til aðstoðar í beinum útsendingum frá fim- leikakeppni Ólympíuieikanna í Seul á sínum tíma, en hefur að öðru leyti ekki starfað við sjón- varp. Hann hefur að baki fimm ára nám við íþróttaháskóla í Moskvu og hefur starfað sem fimleikamaður ogþjáifari, hefur meðal annars þjálfað landsliðið, kennt við íþróttakennaraskólann og fleiri skóla, auk þess að vera stjórnarformaður Fimleikasam- bands íslands. Jónas segist starfið leggjast ny ög vel í sig og að hann vonist til að geta sinnt þvi þannig að allir verði ánægðir. Áhorfendur Sjónvarpsins munu verða vitni að frumraun Jónasar í nýja starfinu strax í dag þegar hann mun sjá um beina útsendingu frá Evrópu- móti í fimleikum karla i Stokk- hólmi. ■HELGA Jóna Sveinsdóttir hef- ur verið ráðin í afleysingar á fréttastofu Rúvak fyrir Gest E. Jónasson sem sér um þátt Margr- étar Blöndal á Rás 2 meðan Margrét er í fæðingarorlofi. Helga Jóna var í eina tíð fréttamaður Stöðvar 2 á Akur- eyri og hefiir auk þess starfað sem blaðamaður á Degi. Búist er við að hún verði fastráðinn fréttamaður við Rúvak í haust, þar sem Sigurður Tómas Björg- vinsson hyggur á framhaldsnám erlendis. Teikning/GJÁ Fréttamenn í ky nníngarþj ónustu KYNNINGARFYRIRTÆKIUM allan heim hafa vaxið og dafiiað vel á síðasta áratug. Þeim hefur tekist að skilgreina og bjóða upp á þjónustu sem mikil þörf er fyrir og greidd er háu verði. Tengsl þessara fyrirtælqa við Qölmiðla eru alls staðar sterk. Hér á landi er það meira áberandi en víðast hvar annars staðar að kunnir fréttamenn, einkum og sér í lagi sjónvarpsfréttamenn, söðli um og heQist handa við kynningarmennsku, en erlendis er það algengara að fólk í stjómunar- og markaðsgeira Qölmiðlafyrirtækjanna færi sig um set. Magnús Bjarnfreðsson, Jón Hákon Magnússon, Vilhelm G. Kristinsson, Helgi H. Jónsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Ólafur Sig- urðsson, Helgi Pétursson, Bogi Agústsson og Einar Sigurðsson eru í hópi manna sem kunnastir era fyrir störf sín á fjölmiðlum en hafa verið á báðum vígstöðvum. A næstunni er líklegt að Ómar Valdimarsson bætist í þeirra hóp og jafnvel fleiri af núverandi starfsmönnum fréttastofu Stöðvar 2. í sjálfii sér er ekkert óeðlilegt við þetta séríslenska fyrirbæri. Hins vegar leiðir þetta hugann að þvf hver sé munurinn á frétta- og kynningarmennsku og hvort eðlilegt sé að menn vinni samtímis að fréttum og kynningarmálum. Heiðarleiki og sanngimi eru einkunnarorð allra ærlegra fréttamanna. Þeir sem vinna við miðla sem leggja metnað sinn í að vera sjálfstæðir og óháðir, telja sig vera augu og eyru almennings eða neytenda. Kynningarmenn eru væntanlega heiðarlegir en eðli starfs þeirra samkvæmt bera þeir ekki hag al- mennings fyrir bijósti. Þeir eru augu, eyru, munnur og penni þeirra hagsmunaaðila sem þeir vinna fyr- ir. Kynningar- og fréttamenn eiga það sameiginlegt að setja athyglis- verða og oft flókna hluti fram á aðgengilegan hátt. Hins vegar er hvati starfs og tilgangur ólíkur. Þess vegna er reginmunur á sjón- varpsbút um hollustu líkamsæfinga BAKSVID eftir Ásgeir Fridgeirsson sem unninn er vegna þess að sjálf- stæður miðill telur að slík áeggjan eigi erindi til almennings og sams- konar sjónvarpsbút sem unninn er fyrir heilsuræktarstöð úti í bæ. Þama er um siðferðilegan grund- vallarmun að ræða. Fréttamenn vita hvað við er átt. Þama er fyrst og fremst um það að ræða hvemig og hvað er valið og matreitt fyrir almenning í formi frétta. Hags- munaaðilar tala um greiðan að- gang. Sem betur fer eru vinnubrögð fjölmiðla og fréttamanna og kynn- ingarfyrirtækja í mörgum tilfellum eðlileg og óaðfínnanleg en hir.s vegar eru dæmi um óeðlileg vinnu- brögð. Einnig er það algengt að einstaka fréttamenn sjái um kynn- ingarmál fyrir hina ýmsu aðila. Þörfín fyrir grundvallarreglur í þessu sambandi er því fyrir hendi til þess að frekar verði unnt að ■ Óvenju algengt ad íslenskir sjón- varpsfréttamenn snúi sér að kynn- ingarþjónustu ■ Er hægt að þjóna tveimur herrum? koma í veg fyrir óeðlilegt val og misgreiðan aðgang. Engin lög banna fólki að vinna jöfnum hönd- um að kynningum og fréttum og það gera heldur ekki starfsreglur blaðamanna hér á landi. Þær benda fréttamönnum hinsvegar á að fjalla ekki um hluti sem þeir eru bundnir hagsmunaböndum. íslensku fjöl- miðlafyrirtækin hafa sett sig gegn eignaraðild fréttamanna að kynn- ingarfyrirtækjum. Hins vegar virð- ast heimildir fréttamanna til að inna af hendi kynningarstörf á reiki. Markús Öm Antonsson, út- varpsstjóri, segir það vera grund- vallarreglu á sínum stað að starfs- menn vinni ekki störf af þessu tagi en hins vegar væri framkvæmd slíkra reglna erfíð. Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, segir hins vegar að starfsmönnum þar væri það í sjálfsvald sett hvort þeir sinntu þessum hlutum og að þeim væri treyst fyrir því að fara ekki yfír mörkin. Ovissa í þessum mál- um leiðir óhjákvæmilega til og hef- ur leitt til hagsmunaárekstra og því er hún óæskileg. Það er síðan annað mál hvort kostur er á öðru í þessu neysluóða þjóðfélagi yfír- og aukavinnu. En hvers vegna eru íslenskir sjónvarpsfréttamenn svona ná- tengdir kynningarmennskunni? Ein ástæðan er tvímælalaust sú að vegna starfsins hljóta sjónvarps- fréttamenn virðingu sem erfitt er að auka með meiri ábyrgð í starfi hjá jafn litlum fyrirtækjum og íslensku fjölmiðlafyrirtækjunum. Því er kosturinn að gera eitthvað upp á eigin spýtur og nýta kunnátt- una, fæmina, tengslin og síðast en ekki síst ímyndina sem hlotnaðist á fjölmiðlunum. Sú ásýnd áreiðan- leika sem fréttastofurnar hafa er þar með yfírfærð á kynningarfyrir- tækin og mun fæstum þykja það athugavert á meðan þau þjóna fyrst og fremst bruna- og krabba- meinsvömum. Það kemur ef til vill annað hljóð í strokkinn þegar eða ef stjómmálaflokkar, hagsmuna- samtök atvinnulífsins og stórfyrir- tæki verða helstu vinnuveitendur þeirra eins og dæmi em um beggja megin Atlantsála. Meira umfjölmidlafiísk Langmestur^ hluti þess efnis sem íslendingar eiga kost á að sjá í sjónvarpi er erlent og megin- hluti þess afþreyingarefni. Þar er um að ræða kvik- myndir og satt að segja mest myndir sem fólk sæktist ekki eftir að elta uppi í bíói ef sjónvarp væri ekki. Hinn meginhlutinn em skemmti- þættir, aðallega amerískir flatneskjuþættir sem þar í landi em gjaman framleiddir til að vera rammi utan um auglýsingar. Þetta er það sem reynt hefur verið að kalla sápur eða sápuópemr á íslensku þótt ómögulegt sé að skilja þá nafngift. Hún minnir út af fyrir sig á £ ksyddsfidarævintýri blaða- ''vflWmnBÍns! ' <Ég veibekki þetur en jafn- ^ vel lög eða regiugerðir geri. ráð fyrir því að $ íslensku sjónvarpi sé svo og svo mik- ið af innlendu efni. Og íslenskt efni er í boði. Mest fer þar fyrir fréttum og stöðvamar slógust um fréttatímann hálfátta eða átta á sínum tíma. En fréttir em fluttar með mismunandi móti á stöðvunum. Ef ég horfi á 19:19 á Stöð 2 skipti ég yfír á Sjónvarpið klukkan átta til að sjá fréttir. Frétt- imar á Stöð tvö era að jafn- aði stuttar, eins konar frétta- ágrip, og fluttar á yfírdrifn- um hraða, oft með uppgerð- arlegu svokölluðu hressu fasi, sem flytjendur ráða alls ekki við. A Stöð 2 virðist auðvelt að gera einfalda frétt að bófahasar. í gamla sjón- varpinu em fréttimar hins vegar jafnan ýtarlegri og hafa heldur meira upplýs- ingagildi. Margt er samt orð- ið óttalega lúalegt og staðn- að þar og mér finnst meira áberandi á- Sljónvarpinu en Stöð' 2r.að alltaf .sé verið að tala við sama fólkið í frétt- um. Báðum stöðvunum er það sammerkt að þar er fólk sem er alls ekki hæft til að flytja fréttir, tala skýrt og eðlilegt mannamál. Það virðist skipta sumt sjónvarpsfólk svo miklu máli að passa upp á útlitið og kerfísbundnu hnykkina að það sem sagt er verður aukaatriði. Það er nöturlegt að þurfa að horfa á frétta- fólk tafsa og stama og klúðra hverri fréttinni og hveiju við- talinu af öðm mánuðum og jafnvel ámm saman. Af hveiju em óhæfír lesarar ekki látnir fást við eitthvað annað? Fólk sem er svo taugaveiklað að sjónvarps- tækið titrar heima í stofu hjá manni á ekki að vinna við að koma fram í sjónvarpi. Fólk sem er svo stirt í talfær- unum að varla skilst hvað það segir á ekki að lesa í sgónvarpl Ekki heldur fólk með áberandi talgalla, áber- andi. málvillur eða fólk sem heldur að það eigi að tala eins ogflugfreyjur þegar það. les fréttir. Eitt er að afla frétta og annað að flytja þær. Framúrskarandi frétta- maður getur verið óhæfur lesari' og framúrskarandi fréttalesari getur verið full- komlega óhæfur til að afla frétta. Þess vegna er nauð- synlegt að skilja þetta tvennt að. Og bráðnauðsynlegt að sjónvarpsstöðvamar, ekki síður en útvörpin, hafí á sínum snæmm hæfa og virka ráðgjafa um málfar, bæði orðalag, setningaskipan og ekki síst almennilega fram- sögn. Þetta á við hvort tveggja fréttir og annað íslenskt talað efni. Af öðm íslensku efni vil ég nefna fáein atriði. Sumt af því sem sýnt er og fellur sjálfsagt undir menningu og fréttir á víxl er alls ekkert sjónvarpsefni. Það er hreint útvarpsefni þegar einhver maður situr í stól og les upp hugleiðingar slnar. Samtal manna f sjönva^pssal er oft- ast- hreint útvarpsefni, Sjón- varp er myndmiðill og það er kominn tími til að dag- skrárgerðarfólk læri mun á eðli útvarps og sjónvarps. Ef til vill skortir fjölmiðlana helst hæfa framleiðendur, eins og reynt hefur verið að kalla „pródúsenta". Skemmti- og afþreyingar- efni er dálítið hjá sjónvarps- stöðvunum. Mér sýnist skemmtiefnið á Stöð 2 aðal- lega vera einhveijir get- raunaþættir þar sem öllu máli mikilvægara er að hrópa hátt og snjallt nafn fyrirtækisins sem gefur verðlaunin og tegundarheiti gripanna sjálfra. Þetta er afskaplega ómerkilegt. Og sumir af þessum þáttum hafa verið svo innihaldslausir og lágkúmlegir að hefðu þeir verið í gamla sjónvarp- inu hefði sjálfsagt þurft að gefa út sérblað Velvakanda með skömmum og hneyksl- unarbréfum þeirra sem greiða afnotagjöldin. Eitt- hvert vinsælasta og ómerki- legasta dagskrárefni Sjón- varpsins, þáttur Hermanns Gunnarssonar, var á leið að svipuðu marki, að vera ein- göngu ókeypis auglýsíng. Þó að spurningarhar sem Hemmí lagðí fyrir vitringana. væm ágætar bar miklu meira á gjafmildi flugfélags- ins sem af rausn sinni hafði gefið farmiða í verðlaun. Meirihluti skemmtiatriðanna (?!) var svo ýmist að auglýsa nýjar hljómplötur eða skemmtikrafta sem vom að byija með sýningar. Og fátt er hallærislegra i sjónvarpi en þegar fólk lifir sig inn í að herma eftir sjálfu sér við undirleik segulbands eða plötu — og hittir ekki á að hljóð og hreyfing fari saman! Eitthvert besta sjónvarps- efnið undanfarin ár vom þættir sem nemendur í fram- haldsskólum landsins gerðu í fyrra. í þeim var geysilega margt vel gert og þar bryd- daði á ýmsum nýjungum, en því miður urðu nemendafé- lögin að taka á sig talsverðan kostnað, þar sem vel var gert, því Sjónvarpið skammt- aði svo naumt. En vel hefðu Sjónvarpsmenn mátt læra af krökkur.um. Það hafa þeir ekki gert og íslensk dagskrá fyrir ungt fólk hefur síðan verið í molum. Handónýtur óvandaður mglþáttur fyrir áramót og núna — útvarps- viðtöl A sjónvarpi og Bubbi og Störmsker ejns og venju- legai' Því miður. Sverrir Páll Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.