Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 C &7 Skarphéðinn Jónatansson. . Hef enga skoðun „Ég hef enga skoðun á deilunni , milli Reykjavíkurborgar og Kópa- ( vogs varðandi Fossvogsdalinn," sagði Hörður Ágústsson. „En það er sjálfsagt að standa við samn- inga.“ Hann var spurður hvert hans álit væri á að braut yrði lögð gegn- um dalinn. „Það fer eftir því hvaða forsendur menn hafa. Ef ekki er hægt að halda samgöngum út úr bænum gangandi öðruvísi, þá finnst mér það alveg sjálfsagt. Það er svo aftur annað mál hvort hægt sé að vera þar í fótbolta líka.“ SPURT OG SVARAÐ BJÖRK nT Á vorin eru sett upp I skilti á utanverðu Selt- jarnarnesi þar sem fólki er bannað að vera með hunda. Mér leikur hugur á að vita með hvers leyfi þetta skilti er sett upp. Hrafti Jóhannsson, bæjartækni- fræðingur Seltjarnarnesi: Skiltin voru sett upp af áhugasömum fuglafriðun- armanni. Hann hefur fylgst með varpfuglum á Seltjarnarnesi í mörg ár og oft gramist er hunda- eigendur sleppa hundum sínum lausum á varp- stöðum og spilla varpi. Hundahald er leyft á Seltjarn- amesi, en lausa- ganga hunda er bönnuð. Lögð verður áhersla á það með því að setja upp undir- merki með texta þess efnis. KJÓSANDI í REYKJAVÍK MT Hvað eru margir á bið- I launum hjá Alþingi sem þingmenn og ráðherrar. Friðrik Ólafsson skrifstofu- stjóri á Alþingi: svmi Eins og sakir standa er aðeins einn maður á bið- launum frá okkur, en það er Al- bert Guðmundsson. Ráðherrar fá ekki greidd laun frá okkur, en líklega eru þeir hættir á biðlaunum því það era liðnir meira en sex mánuðir frá stjómarslitunum. Oryggi einstaklingsins Til Velvakanda. Hvert stefnir öryggi ein- staklingsins í þessu þjóðfélagi? Stjómarskrá landsins og fjöl- mörg lög sem lög- gjafarvaldið setur era til sett að tryggja einstakl- inginn gagnvart órétti sem hann kynni að verða fyrir. Einstakling- urinn verður því að treysta löggjafarvaldinu og lög- gjafarvaldið að virða rétt einstakl- ingsins. Ef þetta gagnkvæma traust brestur er voðinn vís í lýðræðisþjóð- félagi. Ástand það sem ríkir nú vegna verkfalls á Landspítalanum, Grein- ingarstöð ríkisins svo og öðram stofnunum er það alvarlegt að það brýtur í bága við mörg lög sem vemda skulu einstaklinginn fyrir líkamlegum og andlegum þjáning- um af völdum aðgerða annarra ein- staklinga. Verkfallsrétturinn getur ekki verið svo sterkur að hægt sé að veija það sem réttlæti eða rétt- lætanlegt að starfsstéttir iriháh heilbrigðisgeirans geti beitt þessum rétti jafnt og aðrar stéttir landsins. Heilbrigðisþjónustan er liður í öryggiskeðju lýðræðisríkis. Sam- kvæmt heilbrigðislöggjöfinni er ein- staklingum tryggð þessi þjónusta. Hvernig má það vera að nokkrar deildir hafa verið teknar út á Land- sspítalanum þar sem hjúkranar- fræðingar mega ekki fara í verk- fall (það era hjarta-, fæðingar- og gjörgæsludeild)? Með þessu er verið að flokka einstaklinga eftir sjúk- dómsgreiningu og sumir virðast vera rétthærri en aðrir eftir því hvaða sjúkdómi þeir eru haldnir. Það er krafa einstaklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, að þeir geti í trausti löggjaf- arvaldsins verið öraggir um að fá þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa á að halda. Á verkfallsrétturinn virkilega að vera svo sterkur að það sé hægt að veija það, að saklausir einstakl- ingar þurfi að líða líkamlegar og andlegar þjáningar vegna launabar- áttu í velferðarríki? Er verkfallsrétt- urinn í raun svo réttlátur að rétt- látt sé að sjúkir einstaklingar (t.d. ekki með hjartasjúkdóm) skuli þurfa að þjást á líkama og sál? Hvar era vísindin og hin sið- ferðilega ábyrgð heilbrigðisstétta. Hvar er hin göfuga, menningarlega, vísindalega og siðferðilega ábyrgð hinna velmenntuðu stétta heilbrigð- isþjónustunnar. Hvemig getur lög- gjafarvaldið horft á þetta aðgerðar- laust. Öryggi einstaklingsins verður að vera tryggt í okkar lýðræðisríki. Ekkert er eins ömurlegt og að lesa greinar fulltrúa þessara stétta lýsa fagurlega hversu mikið þeir geti lamað. Þetta verkfall er ekki göfugt stríð. Verkfallið brýtur niður siðferðisþrek og sjálfsvirðingu þeirra sem standa í því. Stéttimar innan heilbrigðisgeirans hljóta að hafa samviskubit gagnvart skjól- stæðingum sínum. „Samviskan" GARÐINN ÞINN Hér fjallar Hákon Bjarnason afkunn- áttu fagmannsins um trjárœkt í görðum, gerð trjáa ognœringarþörfog lífþeirra. Gróðursetningu, uppeldi plantna, hirðingu og grisjun um 70 tegunda er lýst í skýru og stuttu máli. Þessi nýja útgáfa bókarinnar er endurskoðuð og aukið hefur verið við hana sérstökum kafla um trjárœkt við sumarbústaði. Hákon Bjarnason hefur um áratuga- skeið verið forystumaður um skógrækt hérlendis og mun vandfundinn betri leiðbeinandi á því sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.