Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 28
>28 nC MQRGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SÚNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 Jóhannes Árna- son sýslumaður Fæddur20. apríl 1935 Dáinn 30. apríl 1989 Kallið er komið, komin er nú stundin. Síst datt okkur í hug, sýslunefnd- armönnum sem sátum lokafund sýslunefndar Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu í Stykkishólmi í vetur, undir röggsamri stjóm Jó- hannesar Árnasonar sýslumanns, að það yrði hann, sem fyrstur yrði kallaður yfir móðuna miklu. Þá dagana vorum við að kveðja sýslunefndina, sem hafði verið lögð niður skv. lögum, og var nokkur söknuður af því að þessi hópur ætti ekki eftir að hittast aftur, sem slíkur. Jóhannes Ámason sýslumaður flutti þarna fróðlegt erindi um sögu sýslunefnda og um stjómsýslu á íslandi, sem hann hafði kynnt sér rækilega, bæði hérlendis og erlend- is, eins og mörg skrif hans í blöðum um þriðja stjómsýslustigið bera vott um. Það var honum mikið áhugamál að íslenska þjóðin bæri gæfu til að taka upp ömtin gömlu, eða á annan hátt að taka upp þriðja stjórnsýslustigið, til þess að hamla nokkuð á móti ríkisvaldinu og mið- stýringunni frá Reykjavík. Hann var mjög eindregið þeirrar skoðunar að þetta væri besta ráðið til þess að styrkja stöðu landsbyggðarinn- ar, og vomm við þar innilega sam- mála, eins og raunar í mörgum málum. Það mun sennilega hafa verið árið 1964, að fundum okkar Jó- hannesar bar fyrst saman, á fundi sveitarstjómarmanna í Reykjavík. Þá var hann sveitarstjóri á Patreks- fírði, og vomm við að glíma við mjög svipuð málefni. Mer þótti gott að fá þennan unga, en þó ákaflega virðulega mann, til þess að leggjast með á árina. Það munaði um Jó- hannes hvar sem hann beitti sér. Nokkru seinna tók Jóhannes Árnason við sýslumannsembætti í Barðarstrandarsýslu, og gegndi því í rúm fjórtán ár, eða þar til að hann tók við sýslumannsembætti í Snæfellsnes-og Hnappadalssýslu 1982, og fluttist þá til Stykkis- hólms. Stundum er sagt að menn séu fæddir til ákveðinna starfa, t.d. að hann sé fæddur sjómaður, eða hann er fæddur bóndi. Þegar mér verður hugsað til Jóhannesar, finnst mér að hann hafi verið fæddur til starfa sem sýslumaður. Þó stutt. væri í brosið, var hann alltaf virðulegur og ákveðinn ef með þurfti, en kom þó sínum málum oftast fram án átaka. Ég hefí aldrei heyrt annað en allir beri Jóhannesi það orð sem sýstumanni, að hann væri sann- gjarn og góðviljaður, þó hann væri ákveðinn þegar með þurfti. Hann var sönn ímynd þess virðulega og vandaða sýslumanns, sem fóik vill hafa sem yfirvald. Það fór svo að ég tók sæti í sýslu- nefnd nú síðasta kjörtímabil, eða eins og ég orðaði það, að ég yrði til þess að fylgja sýslunefndinni til grafar. Þá kyntist ég enn hversu stjóm- samur Jóhannes var, en gerði þó fundina skemmtilega. Honum var svo eðlilegt að stjóma að menn tóku varla eftir því að hann þurfti stund- um að reka nokkuð á eftir. En sýslunefndirnar höfðu mnnið sitt skeið, og voru þetta því upp- gjörsfundir, og að lokum kveðju- stund, sem sýslumannshjónin gerðu ógleymanlega með boði á myndar- heimili þeirra. Það fórst þeim hjón- um vel eins og annað. Þgar við nú kveðjum Jóhannes Árnason sýslumann í hinsta sinn, langt um aldur fram, þökkum við fyrir hin góðu kynni og ógleyman- legar minningar. Þær lifa þótt hann sé nú horfinn. Sigrún mín, ég bið Guð að gefa þér og bömunum styrk í sorginni. Sorgin er sár eftir góðan dreng, en góð minning lifir. Guð blessi ykkur. Halldór Finnsson ÓlafurHaukur Ólafs- son læknir — Minning Dánarfrétt kemur sífellt sem reiðarslag, a.m.k. ef hún varðar skyldmenni, vini eða einhverja þá, er menn hafa deilt kjömm með um alllanga hríð, einkum þó ef um er að ræða mótunarskeið æskuáranna. Þannig fór undirrituðum, er frétt barst af andláti Ólafs Hauks Ólafs- sonar læknis. Leiðir okkar lágu fýrst saman haustið 1946, er ég settist í 4. bekk máladeildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar var þá fyrir hópur ágætra ungra manna, sem búnir vom, sumir hveijir, að sitja saman í MR í 3 ár. Menntaskólinn í Reykjavík var fram að þeim tíma sem hér um ræðir 6 vetra skóli, en eftir tilkomu landsprófs miðskóla vorið 1946 vom 2 neðstu bekkirnir lagðir niður og MR gerður að 4ra vetra skóla. Það var ógleymanlega ánægjulegt að hefja nám í MR. Félagsandinn var með ágætum, og reykvískir nemendur skólans tóku dreifbýlisfuglum opnum örm- um. Þannig hefur og reynst æ síðan, að þeim böndum kunningsskapar og vináttu sem við félagamir bund- umst á skólaárunum var ekki tjald- að til einnar nætur. Persónuleg kynni okkar Ólafs Hauks urðu aldrei mjög náin, en eigi að síður sérlega notaleg og eftirminnileg. í minningunni þykir mér, að Ólafur Haukur hafi gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki í fé- Iagslegu umhverfi okkar. Hann hafði yfir sér vissan heimsmanns- brag, að mér fannst, en var einstak- lega ljúfur og vinsamlegur í öliu dagfari og hrókur hvers fagnaðar á góðum stundum. Ólafur Haukur lagði, að ég hygg, ekki sérlega hart að sér við mennta- skólanám sitt, en það kom ekki að sök, því að námið var honum í raun leikur einn. Gáfur hans voru skarpar, það dyldist engum, og næmleiki hans fyrir máli, einkum bundnu máli, var óvenjulegur. Mér er ofarlega í huga frábær þekking hans á hvers kyns bragar- háttum íslenskum, eldri jafnt sem yngri. Ólafi Hauki veittist einnig ofboð létt að setja saman eftir kúnstarinnar reglum fyndið og hnyttið ljóðkom, og lék hann þá list jöfnum höndum á móðurmálinu sem á ensku og latínu. Ólafur Haukur var skemmtilegur og harla vinsæll af skólasystkinum sínum. Þegar hann steig í ræðu- pontu, var hann allra manna fyndn- astur og orðheppnastur. Það kom því ekki sérlega á óvart, að hann var kosinn til að vera Inspector Scholae síðasta menntaskólavetur okkar, er brautskráðumst vorið 1949. Lilja Sigfúsdótt- ir - Minning Fædd 7. janúar 1946 Dáin 9. apríl 1989 Það var fýrsta dag júnímánaðar 1974 að klofstuttur og pattaralegur strákur stóð í hlaðinu á Grund, Fellsströnd í Dalasýslu og fannst hann vera einn í heiminum, svo langt frá fjölskyldu og vinum. Þessi tilfinning hvarf eins og dögg fyrir sólu er ég, þessi sami strákur gekk inn í hús heiðurs- hjónanna Sigurðar Péturs Guðjóns- sonar og Lilju Sigfúsdóttur sem nú hefur verið kölluð burt til annarra og meiri verka hjá þeim sem öllu ræður. Lilja er fædd 7. janúar 1946, eina dóttir Júlíönu Einarsdóttur og Sigfúsar Jónssonar í Norðurkoti á Kjalamesi sem nú eru bæði Iátin. Bræður hennar, Kristinn og Guð- mundur lifa systur sína, sem og hálfbróðir hennar, Ólafur, sonur Sigfúsar. Lilja sleit bamsskónum á Kjalamesinu, en tæplega tvítug að aldri lá leið hennar í dalina. Fýrsta veturinn hennar þár var hún við nám í húsmæðraskólanum á Stað- arfelli en síðan réð hún sig í vinnu flHBRBBRBflHflflfl^flflflRflflflfllflí^^®flfl® á bæinn Harastaði í sama hrepp, þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum. Lilja og Pétur hófu síðan búskap á Grund árið 1967 en réðust nokkr- um árum síðar í að byggja upp bæinn Vog, skammt frá minni ást- sælu Gmnd. Höfðu þau búið þar í tæp níu ár þegar Lilja var kölluð á braut. Lilja var róleg, iðin og ákveðin kona sem bjó sér og sínum hlýlegt og rausnarlegt heimili. Hún hafði svo einstakt lag á að róa niður ærslafullan strápjakk með fáum vel völdurn orðum eða rétt tímasettri þögn. Ég var líka jafnan fljótur að taka við mér því ekki vildi ég hafa Lilju á móti mér. Það var fyrir nokkrum árum að Lilja greindist með sjúkdóm þann sem að lokum tók hana frá okkur. Aldrei kvartaði hún þó og átti ég jafnan erfitt með fá hana til að tala um sína hagi. Það var ekki vani hjá henni að varpa vandamál- unum á annarra axlir. Ég var kaupamaður hjá Lilju og Pétri í mörg sumur. 1 raun má segja að ég sé það enn, því ég bý enn að Eftir að leiðir skildu við lok menntaskólaáranna góðu, 17. júní 1949, urðu fundir okkar Ólafs Hauks stuttir og stijálir, svo sem verða vill, er menn dveljast lang- dvölum erlendis við nám eða störf. Mörg undangengin ár var Ólafur Haukur búinn að lifa við sárasta heilsuleysi studdur af fómfúsri eft- irlifandi eiginkonu sinni, frú Ásdísi Kristjánsdóttur. Þessu stríði er lokið. Ekkju Ólafs Hauks og bömum þeirra votta ég einlæga samúð. í 6. bekk B í MR frá 1949 er nýtt skarð og vom nokkur fyrir. Slíkt er hlutskipti þeirra sem eftir lifa. Við skólafélagar Ólafs Hauks kveðjum hann með trega. Eftir situr dýr minning um góðan dreng og samfylgd hans á æskuámm okkar. Benedikt Sigvaldason þeirri gæfu að hafa einu sinni fyrir 15 ámm staðið í rykugu hlaðinu á Gmnd, ómeðvitaður um að þar yrði ég æ síðan. Lilja lést að kvöldi 9. apríl sl. Ég sendi Pétri mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og bömum þeirra, Sigríði Hrefnu, Huldu Júlí- önnu, Sigfúsi Erni, Inga Einari og Hönnu Björg. Megið þið fínna styrk í sorg ykkar. Axel Nikulásson. Minning: Sigurpáll Sigurjóns- son - Vestmannaeyjum Fæddur 17. júlí 1931 Dáinn 10. apríl 1989 Laugardaginn 15. apríl sl. var jarðsunginn frá Landakirkju vinur minn og samstarfsmaður, Sigurpáll Sigutjónsson vömbifreiðastjóri. Hann varð bráðkvaddur aðfara- nótt mánudagsins 10. apríl sl. á heimili sínu, Boðaslóð 1. Hann var sonur hjónanna Siguijóns Eiríks- sonar verkamanns og Guðrúnar Pálsdóttur, er lengst áttu heimili á Boðaslóð 1 hér í bæ. Þau em bæði látin. Sigurpáll var einn af sjö bömum þeirra hjóna, sem allt vom drengir. Einn dó í bemsku en sex komust til fullorðinsára og urðu dugnaðar- menn í Vestmannaeyjum. Gústaf er þeirra elstur, áður vömbílstjóri hjá BSV nú verkstjóri hjá ísfélagi Vestmannaeyja, kvæntur Aðalheiði Hjartardóttur og eiga þau eina dótt- ur. Jakob vörabílstjóri hjá BSV. Hann lést 20. október 1979, 51 árs að aldri, kvæntur Ingu Lámsdótt- ur, þau áttu tvo drengi. Sigurpáll ókvæntur. Garðar, fyrrverandi skrifstofumaður, nú vistmaður á Hraunbúðum, ókvæntur. Adolf vömbílstjóri við BSV, hann lést 3. janúar 1987, 53ja ára að aldri. Kvæntur Herdísi Tegeder og áttu þau 3 drengi. Gaukur vömbílstjóri hjá Áhaldahúsi Bæjarsjóðs Vest- mannaeyja, ókvæntur. Allir eiga þeir bræður það sam- eiginlegt að helga heimabæ sínum óskipta starfskrafta sína. Að kvöldi sunnudags 9. apríl sl. var fastbundið að Sigurpáll færi í löndun á loðnu úr BV. Sigurði RE sem væntanlegur var um nóttina, og yrði hringt til hans þegar skipið kæmi. Hann tók olíu á bílinn um kvöldið, útbjó sig með nesti og lagði sig til svefns. Þegar hringt var til hans um kl. 1 kom í ljós að hann var látinn. Hann var búinn að glíma í nokkur ár við of háan blóðþrýsting og hafði áður verið hætt kominn af þeim sökum. Sigurpáll kom í þennan heim á margnefndum kreppuámm, én þá reyndist Iífsbjörgin erfið barn- mörgum qölskyldum. Af þeirri reynslu sem hann kynntist sem barn mótaðist lífsstíll hann. Sjö ára gamall varð hann fyrir slysi á fæti, sem læknum tókst ekki að bæta þrátt fyrir margar aðgerðir, og hef- ur hann haft fastan lið um hné frá því slysið varð. Þessi fötlun hefur oft gert honum lífið erfítt. Það sem hefur hjálpað honum mest í þreng- ingunum er hans ljúfa skap. Eftir fermingu hóf hann störf við físk- verkun í H-30 Vinnslustöðinni og vann þar að mestu áður en hann hóf störf við akstur vömbifreiða. í veikindaforföllum Jakobs bróð- ur hans ók hann vömbifreið Jakobs frá BSV frá árinu 1952 og af og til þar til hann gerðist fullgildur meðlimur í stéttarfélaginu Ekli v/BSV í janúar 1954. Þegar hann gerðist meðlimur í félaginu var kominn mikill áhugi á útgerð hér í bæ og leiddi það af sér mikla vinnu í landi. Bifreiðastjómm fjölgaði ört og komst félagatalan í 35 er flestir vom. Þessi fjöldi leiddi af sér góð félagasamtök. Á þessum ámm fóm fram miklar húsbyggingar hér í bæ og mynduðu margir bifreiðastjórar með sér samtök um að fylgja þeirri þróun að byggja sér hús í samvinnu og gekk það eftir. Sótt var um til- skilin leyfí og hafist handa. Steypu- efni var ekið að gmnnum, síðan komu bílstjórarnir ásamt vinum og vandamönnum með hrærivél, hjól- bömr og fleira tilheyrandi. Þessi samvinna var mjög skemmtileg og átti tvímælalaust stærstan þátt í. að efnalitlir félagar bundust þessum samtökum. Sigurpáll átti síðasta húsið sem byggt var á þennan máta, Hrauntún 10, sem ber eig- anda sínum fagurt vitni um ein- staka snyrtimennsku. Sigurpáll var prúður félagi sem átti gott með að umgangast fólk og miðla af meðfæddri kímni og glettni, _sem var ríkur þáttur í fari hans. Á gleðistundum var hann jafnan hrókur samfagnaðar. Okkar litla samfélag sér á bak góðum dreng, sem ávallt vildi láta gott af sér leiða. Fyrir hönd samstarfs- manna hans á Bifreiðastöð Vest- mannaeyja færir undirritaður þakk- ir fyrir samstarfið og frábæra þjón- ustu. Um leið og við bifreiðastjórar kveðjum Sigurpál hinstu kveðju, vottum við ástvinum innilegustu sainúð okkar. Guð blessi minningu hans. Magnús Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.