Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 30
30 C rr* ^ MORGUNBLAÐIÐ MI IJ^QARj, UDAGUR 7. MAÍ 1989 Minning: Pálmi Jósefsson a I 1 Fæddurl7. nóvember 1898 Dáinn 26. apríl 1989 Það er vor í lofti. Ómur fuglanna berst inn um opna gluggana og vorflugurnar þyrpast á rúðurnar. I kennarastofunni eru kennarar mættir ásamt skólastjóra, Pálma Jósefssyni. Skólastjóri gengur um gólf og tekur þátt í glaðværum umræðum. Þetta er árla morguns hins fyrsta prófdags. Vetrarönn kennslunnar er lokið og framundan er vorið og sumarið, þar sem þátta- skil verða í störfum og hvíld fyrir nemendur og kennara. Nú kveðjum við Pálma Jósefsson fyrrverandi skólastjóra. Hann starf- aði við Miðbæjarskólann um hálfa öld sem kennari, yfirkennari og skólastjóri. Pálmi var mikill skóla- maður, ljúfur en þó stjómsamur. Hann átti óskipta virðingu bæði nemenda og kennara. Átti auðvelt með að milda og jafna það sem miður fór, svo að aðilar yrðu sáttir og ánægðir. Pálmi Jósefsson fæddist 17. nóv- ember 1898 að Finnastöðum, Sölvadal, Eyjafirði. Foreldrar hans voru hjónin Jósef Jónasson bóndi þar og Sigríður Jónsdóttir. Hann var gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Akureyrar, tók kennarapróf frá Kennaraskóla íslands vorið 1923. Árið 1930 fór hann til Skot- lands til þess að kynna sér kennslu í eðlisfræði og sótti þá um leið fyrir- lestra í sálar- og uppeldisfræði við kennaradeild háskólans í Edinborg. Heimsótti einnig marga skóla í Skotlandi og Englandi. Pálmi Jósefsson var mikill starfs- maður. Hann starfaði í mörgum nefndum og sat í stjórn ýmissa fé- laga. Flest þessi störf vom innt af hendi án endurgjalds. Hann fann að þama var þörf fyrir starfskraft og þá lá hann ekki á liði sínu. Hann samdi eðlis- og efnafræði fyrir bamaskóla og einnig dýra- og heilsufræði. Á þeim tíma var skort- ur á kennslubókum fyrir böm og vom þessar bækur því mikill fengur jafnt fyrir nemendur og kennara. Pálmi átti auðvelt með að skrifa fyrir börn. Stíll hans var léttur og aðlaðandi og því auðskildur börn- um. Margir eldri kennarar sjá eftir bókum hans. Pálmi var tvígiftur. Fyrri kona hans var Helga Ijósmóðir Níels- dóttir, en eftirlifandi kona hans er Elín Elísabet Sigurðardóttir, bók- sali, Akureyri. Þau eignuðust tvær dætur, Sigrúnu og Kristínu. Sigrún er látin fyrir nokkmm ámm. Var það þeim hjónum sár söknuður, en sonur Sigrúnar, Pálmi, ólst upp hjá afa og ömmu. Þau hjónin dvöldu nú síðast á hjúkmnarheimilinu Skjól. Þar nutu þau ágætrar hjúkmnar og umönn- unar eins og best getur auðnast. Með Pálma Jósefssyni er horfinn mikilhæfur maður, ágætur kennari og skólastjóri, og okkur öllum sem hjá honum störfuðu hugljúfur stjórnandi. Það var mikill söknuður, þegar Miðbæjarskólinn árið 1969 eða fyrir réttum 20 ámm var lagð- ur niður. Pálmi stóð þá á sjötugu og átti að hætta störfum, en við vonuðumst til þess að sjá hann sem oftast í skólanum. Starfslið skólans dreifðist í ýmsar áttir með margra ára hefð og þjálfun. En aldrei rofn- aði samheldni okkar. Við hittumst oftast árlega og ávallt var Pálmi þar á meðal. Nú kveðjum við skólastjórann okkar við Miðbæjarskólann hinsta Faðir minn, JÓN BJARNASON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 5. maí . Þórður Jónsson. Móðursystir okkar, RÓSAMUNDA JÓNSDÓTTIR frá Mýrum I Dýrafirði, andaðist fimmtudaginn 4. maí. Halldóra Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir Watt, Rósa Karlsdóttir, Eymar Karlsson, Katrfn Karlsdóttir, Óttar Karlsson. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa PÁLMA JÓSEFSSONAR, fyrrverandi skólastjóra, verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 8. maí kl. 13.30. Elin Sigurðardóttir, Kristín Pálmadóttir, Kristinn Bjarnason, Pálmi Guðmundsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, KRISTÍN SNÆBJÖRNSDÓTTIR, Hjallavegi 54, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 1 5.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Baldvin V. Jóhannsson, Kristín Á. Halldórsdóttir, Halldór E. Ágústsson, Linda B. Halldórsdóttir, Sigurjón Ó. Halldórsson, Diljá Þiðriksdóttir og sytkini hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, INGVAR JÓNSSON vörubílstjóri, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 15.00. Jónina Björnsdóttir. sinn. Þökkum honum samfylgdina og sendum eftirlifandi konu hans, Elínu og ættingjum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hjálmar Guðmundsson Síðastliðinn miðvikudag 26. apríl lést Pálmi Jósefsson fyrrverandi skólastjóri Miðbæjarskólans í Reykjavík. Hann hafði átti við van- heilsu að stríða undir hið síðasta og þreyttur verður jafnan hvíld feg- inn enda ekki að skapi hans að vera upp á aðra kominn. Pálmi var fæddur 17. nóvember 1898 að Finnastöðum í Sölvadal, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jósefs Jónassonar er þar bjuggu. Hann lauk gagnfræðaprófi við Ak- ureyrarskóla 1917 og stundaði síðan kennslu um tíma en fór svo til frekara náms í Kennaraskólann 1923. Að námi loknu réðst hann til starfa að Miðbæjarskólanum í Reykjavík en þar var starfsvett- vangur hans alla tíð. Ekki lét hann sér nægja þá menntun sem hann hafði aflað sér í Kennaraskólanum eins og flestir urðu þá að láta sér lynda heldur aflaði sér aukinnar menntunar í Skotlandi, nam eðlis- fræði í George Harriott Watt Col- lege í Edinborg auk uppeldis og sálarfræði í kennaradeild Edin- borgarháskóla. Hann var síðan kennari í Miðbæjarskólanum og yfirkennari þar 1936—38 og 1945—48 og skólastjóri frá 1948—68 er breytingar á búsetu fólks í borginni leiddu til þess að skólinn var lagður niður. Auk kennslu í Miðbæjarskólanum kenndi hann í nokkur ár við Náms- flokkana. Honum var ætíð mjög annt um hag og virðingu kennarastéttarinn- ar enda var hann lengi í stjórn fé- lags kennara, svo sem Stéttarfélags barnakennara, S.Í.B., B.S.R.B. og barnavinafélagsins Sumargjafar. Þá átti hann manna drýgstan þátt í að samið var um eitt merkasta réttindamál kennara, að fá afslátt frá kennsluskyldu er aldur færðist yfir. Þá samdi Pálmi þijár kennslubækur er lengi við notaðar og eru enn í fullu gildi, kennslubók í eðlisfærði, heilsufræði og náttúru- fræði. Allar voru þessar bækur skrifaðar að loknu öðru dagsverki enda unnar af löngun til að efla og bæta skólastarfið í landinu. Þá átti hann þátt í gerð námsskrár sem kom til framkvæmda 1956. Eins og áður segir var Pálmi skólastjóri 1948—68. í því stafi komu hans ágætu eiginleikar í ljós. Réttlætiskennd og sanngirni voru ríkjandi eiginleikar í fari hans og því var hann afar vel liðinn af starfsfólki skólans. Eg minnist þess ekki að starfsmenn skólans gagn- rýndu gerðir hans nokkru sinni enda vakti hann stöðugt yfir velferð skólans. Pálmi var kvæntur Elínu Sigurð- ardóttur hinni mætustu konu, sem lifir mann sinn. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Sigrúnu sem er látin og Kristínu ekkju Svavars Markús- sonar hins þekkta íþróttamanns. Þá ólu þau upp son Sigrúnar dóttur sinnar Pálma. Við leiðarlok er samfylgdin jafn- an þökkuð. Svo skal gert nú. Við sem áttum samfylgd með Pálma vorum auðugri að en áður, því öllum okkar gat hann eitthvað kennt. Við Jóhanna sendum ástvinum hans samúðarkveðjur. Hjalti Jónasson Látinn er í Reykjavík merkur skólamaður, Pálmi Jósefsson fyrr- verandi skólastjóri við Miðbæjar- skólann í Reykjavík. Pálmi var Eyfirðingur, fæddur á Finnastöðum í Sölvadal og voru foreldrar hans hjónin Sigríður Jóns- dóttir og Jósef Jónsson bóndi. Að loknu kennaranámi 1923 gerðist hann kennari við Miðbæjar- skólann sem í þann tíð er eini barna- skóli Reykjavíkur. Til sjötugs er starf hans bundið þessum skóla að frátöldu námsári í Edinborg 1930—’31 þar sem hann las m.a. eðlisfræði. Samtíma Pálma í Mið- bæjarskólanum störfuðu margir þjóðkunnir menn. Því segir það mikið um mannkosti Pálma að hon- um eru falin mörg ábyrgðarstörf og síðar forsjá skólans. Yfirkennari er Pálmi árið 1936—’38 og 1945—’48 og skólastjóri frá 1948 til 1969 að skólinn er lagður niður. Félagsmál voru Pálma hugleikin og átti hann sæti í stjómum margra félaga um lengri og skemmri tíma. Ómældur er sá tími sem helgaður var útgáfu og afgreiðslu Mennta- mála auk samningu ýmissa heimild- arrita og greina. Hann átti hlut að frumvarpi til fræðslulaganna 1936 og námskrá handa skyldunámsskól- um 1960. Ekki má gleyma hlut Pálma í kennarasamtökunum. í nær þijá tugi ára eða frá 1928—1956 er hann í stjórn SÍB og skólaráði, lengst sem gjaldkeri en tvö síðustu árin sem formaður. Og 1970 er Pálmi tilnefndur heiðursfélagi Sam- bands íslenskra bamakennara. Kennslubækur sem Pálmi samdi nutu mikilla vinsælda en þær eru Eðlis- og efnafræði fyrir barnaskóla 1940, Dýrafræði fyrir barnaskóla 1946, Heilsufræði fyrir barnaskóla 1961, Eðlis- og efnafræði fyrir unglingaskóla 1962 og Náttúru- fræði fyrir barnaskóla (ásamt Geir Gígja) 1963. Nú hafa nýjar bækur tekið við en bækur Pálma þykja ómissandi sem handbækur og eru mikið notað- ar þar sem þær era til. Undirritaður var svo lánsamur að fá að hefja kennsluferil við Mið- bæjarskólann undir stjóm Pálma Jósefssonar og starfa með honum í 14 ár. Þau ár era minnisstæð. Við yngstu kennararnir kynntumst mörgum eftirminnilegum kennur- um sem margt var hægt að læra af. Þó var samvinna kennara að kennsluverkefnum ekki mikil í þá dag. Við fundum fljótt að við báram ábyrgð á nemendum okkar og var fullkomlega treyst. Vandamál voru fyrirferðarlítil í návist Pálma. Ef eitthvað kom upp á þá var Pálmi sérlega laginn að beina hugsun í aðra átt og líta björtu hliðar tilver- unnar. Nemendur og kennarar mátu leiðsögn og stjóm Pálma, því var kvíði í mönnum veturinn ’68—’69 sem var síðasta starfsár hans sem skólastjóri. Menn kviðu þeirri breytingu sem á yrði, þó eng- an granaði þá hvað upp kæmi. Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur not- uðu þessi tímamót til að leggja skólann niður. Var þetta gert í sparnaðarskyni, þar sem nemend- um hafði aðeins fækkað í gamla bænum og þá sérstaklega í Austur- bæjarskóla. Ósagt skal látið hér hvernig þessi ákvörðun, kom eins og reiðarslag yfir starfsfólk skólans fékk á menn en orð Pálma og forspá við þessi tímamót voru spakleg. Pálmi bar aldurinn vel og var léttur á fæti. Hugsun hans var skýr og minni gott þó oft vildi hann draga úr því við viðmælendur hin síðari ár. Því miður hafði fundum okkar fækkað síðustu árin þó alltaf væri jafn ánægjulegt að hitta hann. Kona hans Elín Sigurðardóttir saknar nú góðs eiginmanns. Þau eignuðust tvær dætur, Sigrúnu Ásdísi og Kristínu tækniteiknara. Sigrún lést fyrir níu árum og var það þeim mikið áfall. Við hjónin vottum Elínu, Kristínu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð við fráfall Pálma. Blessuð sé minning hans. Þorvaldur Óskarsson Miðvikudaginn 26. apríl andaðist Pálmi Jósefsson fv. skólastjóri Mið- bæjarskólans. Pálmi var á 91. ald- ursári er hann lést. Aldurinn bar hann vel. Á níræðisaldri var hann uppi í háum stiga eins og ungur maður við að mála glugga íbúðar sinnar. Skír hugsun og raunsæi ein- kenndi allt hans tal fram til síðustu stundar. Andinn hélst ungur en fyrir rúmum tveimur áram fór líkaminn að viðurkenna aldurinn og síðasti vetur var Pálma heilsufars- lega erfiður. Pálmi fæddist 17. nóvember 1898, á Finnastöðum, Sölvadal, Eyjafirði. Það var eignarjörð for- eldra hans Jósefs Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Þar eyddi hann bernsku og ungdómsáram við land- búnaðarstörf og kynntist því bæði erfiðisvinnu og vosbúð eins og fylgdi þeim störfum á þeim tíma. En æskuslóðirnar vora honum kær- ar alla tíð. Andstæðurnar, snjó- þyngd vetrarins og dýrð sumarsins þarna í innstu sveit Eyjarfjarðar vora eftirminnileg náttúrafyrir- brigði. Þegar Pálmi var 19 ára lauk hann gagnfræðaprófi við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Það sýnir vel hvaða álit Pálmi sem ungur pilt- ur hafði áunnið sér í heimabyggð sinni að er hann hafði lokið gagn- fræðaprófi óskaði hreppsnefnd fæð- ingarhrepps hans eftir að fá hann sem kennara. Pálmi kenndi þar í fjóra vetur. Vel virðist hafa farið á með honum og bömunum, því Pálma líkaði starfið það vel að hann ákvað að gera það að ævistarfi. Hann settist í 2. bekk Kennara- skóla íslands og lauk kennaraprófi 1923. Það sama ár hóf hann kennslu við Miðbæjarskólann í Reykjavík og vann þeirri stofnun sem kennari, yfirkennari og skóla- stjóri í 46 ár, allt þar til skólinn var lagður niður. Skólaárið 1930—’31 stundaði Pálmi námi við kennaradeild Há- skólans í Edinborg, lagði hann stund á eðlisfræði og uppeldisfræði. Pálmi ávann sér álit og traust bæði innan skóla og utan. Þau mál, sem honum vora falin til úr- lausnar, vora talin vera í góðum höndum. Traust það, sem til hans var borið, má meðal annars sjá á því að þegar ákveðið var 1934 að taka til endurskoðunar fyrstu fræðslulögin, sem sett vora 1906, þá var Pálmi einn af þeim þremur, sem menntamálaráðherra skipaði í nefnd til að vinna það verk. Pálmi hafði áhuga á félagsmálum en hann sóttist ekki eftir að vera í forystu á því sviði, en þrátt fyrir það varð það lengst af hans hlut- skipti að annast stjómunarstörf í ýmsum félögum. Hjá flest öllum félagasamtökum í Reykjavík innan uppeldis- og fræðslugeirans mun han um eitthvert tímabil hafa setið í stjórn og hann átti dijúgan hlut að mótun og þróun fræðslumála þjóðarinnar um langt skeið. Kennurum féll vel að kenna námsbækur þær, sem Pálmi skrif- aði, hann samdi þijár kennslubæk- ur: Eðlisfræði, dýrafræði og heilsu- fræði. Fyrstu persónulegu kynni mín af Pálma vora á þeim reglubundnu fundum sem fræðslustjórinn Jónas B. Jónsson boðaði skólastjóra Reykjavíkur til. Það vakti fljótt at- hygli mína hvað Pálmi var tilögu- góður, hann var laus við málaleng- ingar, hélt sér við aðalatriðin og lagði málin skýrt fyrir. Síðar áttum við eftir að kynnast betur er við verðum nágrannar, byggðum báðir við sömu götu á sama ári. Kona Pálma, Elín Sigurðardóttir, er frænka mín og mun það meðal annars hafa flýtt fyrir nánari kynn- um. Þau vinatengsl, sem mynduð- ust milli heimila okkar, héldust alla tíð og vora okkur hjónum mikils virði. Fyrir rúmu ári fluttu þau Elín og Pálmi á hjúkrunarheimilið Skjól, það varð tómlegra í götunni eftir að þau fóru. En minningin um heim- ili þeirra er hugljúf eins og það var með þeim hjónum ásamt tveimur elskulegum dætrum og dóttursyni þeirra, sem ber nafn afa síns. Við hjónin sendum Elínu og öðr- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Magnús Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.