Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 9
C 9 rækjurnar (eða annað hráefni) og rjómann, kryddið með salti, pipar og rifnu múskati. Deilið blöndunni niður í fjórar, litlar eldfastar skálar, setjið eitt hrátt egg út í hverja þeirra, stráið rifnum osti yfir og bakið við 250 gráðu í u.þ.b. 10 mínútur. Karmellurönd Þetta er ögn vandmeðfarinn eft- irréttur, að því leytinu til að það þýðir ekki að tala við her manns á meðan maður býr hann til. En hann er sætur og góður. Uppskrift handa tólf. 2 l rjómi 250 g sykur 12 eggjarauóur Hitið saman í potti 1 I af rjóma og 50 g af sykri. Hrærið saman 12 eggjarauður (þeytið þær ekki) og 'hrærið síðan volgum rjóman- um mjög hægt sama við. Það skiptir sköpum að komast hjá því að þeyta loftbólur í blönduna. Bræðið varlega 200 g af sykri á pönnu. Ef hann brennur við þýðir ekkert annað en henda honum og reyna aftur. Hellið karamellusósunni í af- langt kökuform þannig að hún þeki það alveg að innan, hellið eggjarjómanum í og bakið ívatns- baði í ofni við 100 gráður þar til massinn er orðinn stífur, líka í miðjunni. Hvolfið karamelluröndinni á fat rétt áður en á að bera hana fram. Síðan er gott að þynna afganginn af karamellusósunni með ögn af sjóðandi vatni, blanda henni sam- an við þeyttan rjóma og bera fram með röndinni. i MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 HAGFRÆÐI///vað er verdbólga? Verðlagið og vísi- tölufjölskyldan í kompaníi við Matthías og allífíð fer Þórbergur Þórðarson víða á kostum. Eins og vænta má er honum tíðrætt um andleg efiii og and- leysi samtímans. Til marks um andleysið segir hann á einum stað að ‘ fólk sé svo sinnulaust í þessu lífí að það sé ekki fyrr en í næsta lífí að það fari að skilja verðbólguna. Þrátt fyrir linnulaust karp um verð- bólgu og kaupmátt hef ég oft tekið eftir að vitneskja „almennings" um þessi hugtök er takmörkuð. í þessum pistli er ætlunin að taka út forskot á sæluna. Verðbólgu má skilgreina sem „varanlega hækkun almenns verðlags". ígrundum aðeins þessa skilgreiningu. „Varanleg hækkun“ þýðir, að ef verðlag hækkar um 2% einn mánuðinn en lækkar síðan aftur um 2% mánuðinn eftir og helst síðan óbreytt, er ekki um verðbólgu að ræða. Þetta útilokar einn- ig skammtíma- eftir Siguro sveiflur, s.s. árstí- Snævarr ðabundnar hækk- anir á einstökum vörum, s.s. græn- meti. í fjölmiðlum er stundum talað um „bensínverðbólgu" eða „smjör- verðbólgu", en í reynd er slíkt mark- leysa. I skilgreiningunni hér að ofan var tekið fram „hækkun almenns verðlags". Við gerum greinarmun á verðlagi og verði einstakra vara. Verðlag er vísbending um verð á fjöl- mörum vörutegundum. En hvernig er verðlag mælt? Með verðlagi er mælt verð á fjölda vöru- tegunda. í almennri umræðu er al- gengast að miða verðbólgu við hækk- un vísitölu framfærslukostnaðar. En framfærsluvísitalan mælir kostnað við kaup á ákveðinni innkaupakörfu. Miklu skiptir hvemig innkaupakarf- an er valin, þar sem verð einstakra vörutegunda breytist mismikið. Grunnur framfærsluvísitölunnar byggist á neyslurannsóknum sem gerðar hafa verið með reglulegu millibili allt frá 1940. Þessar neyslurannsóknir eru þannig gerðar að ákveðnum fjölda heimila er falið að halda heimilisbók- hald þar sem nákvæmlega eru skráð- ar allar vörur sem fjölskyldan kaup- ir, bæði magn og verð. Framfærsluvísitalan mælir ein- göngu verð neysluvara, en einka- neysla er um 70% af þjóðarútgjöld- um. Byggingarvísitalan hefur oft verið notuð til að mæla verðlag fjár- festingarvara. Vísitala byggingar- kostnaðar mælir kostnað við að byggja 10 íbúða fjölbýlishús í Reykjavík. Vísitala framfærslukostnaðar var fyrst mæld árið 1922, en tilefni þess var að f samningum Hins íslenska prentarafélags við prentsmiðjueig- endur voru ákvæði um (takmarkaða) vísitölubindingu launa. Upphaf al- mennrar vísitölubindingar launa má hins vegar rekja til gengisfellingar krónunnar í apríl 1939. Nýr vísitölugrundvöllur tók gildi 1. maí 1988, en hann var byggður á neyslukönnun sem gerð. var 1985/1986. Útgjöldin taka mið af neyslu fjölskyldu, sem telur 3,48 ein- staklinga (hjón með tæplega 1,5 bam). Skipting útgjalda fjölskyld- unnar í aprílbyijun er sem hér segir: Fjárhæð á mánuði Matvörur 33.122 Rekstur eigin bíls 26.638 Drykkjarvörurogtóbak 7.308 Ferðir og flutningar 5.647 Föt og skófatnaður 12.501 Tómstundaiðkun ogmenntun 18.504 Húsnæði, rafmagn og hiti 25.705 Aðrar vörur og þjónusta 15.765 Húsgögn og heimilis- búnaður 12.208 Önnurútgjöld 2.568 Heilsuvernd 3.756 Útgjöld alls 163.708 Þrátt fyrir að vísitölufjölskyldan hafí verið til allt frá því fyrir stríð, var hún í leiguhúsnæði allt fram til vorsins 1989. Það er auðvitað stór- frétt að valdamesta fjölskylda lands- ins flytji úr leiguhúsnæði í eigið, því að þessir flutningar velta milljörðum í lánakerfi landsmanna. Þegar litið er á uppgjör húsnæðiskostnaðar í vísitölu framfærslukostnaðar, kemur í ljós að verðbótum, raunvöxtum og nafnvöxtum er þar ruglað saman á stórfurðulegán hátt. Þessi uppgjörs- máti þýðir m.a. að breyting láns- kjaravísitölu, sem að sínu leyti ræðst af framfærsluvísitölunni, hefur áhrif á framfærsluvísitölu næsta mánaðar. í reynd eru verðbætur og sá hluti nafnvaxta sem eru ekki rekstrarút- gjöld heimilanna heldur hluti af af- borgun lána og því standa á móti þessum gjöldum hækkun eigna. Útgjöld vísitölu^ölskyldunnar í apríl sl. námu um 164 þús. kr. á mánuði. Tekjur fjölskyldunnar eru auðvitað hærri en útgjöldin, þar sem hún þarf að standa skil á sköttum, lífeyrisiðgjöldum og stéttarfélags- gjöldum. Ef gert er ráð fyrir að bæði hjónin vinni úti, má ætla að hún þurfi um 206 þús. krónur til að standa undir útgjöldunum, sé hins vegar ein fyrirvinna í fjölskyldunni þyrfti hún 6 þúsund krónum meira til að hafa fyrir útgjöldunum. í eftir- farandi töflu eru tekjur, skattar og útgjöld fjölskyldunnar sýnd og til samanburðar er sýnd staðan í apríl í fyrra: Athyglisvert er að skattbyrði vísi- tölufjölskyldunnar (skattbyrði er hlutfall skatta og tekna) hefur auk- ist úr 16,8% í 20,4%, en ef tekið er tillit ti! barnabóta er hækkunin minni eða úr 13,6% í 17,4%. En áætlaðir skattar hafa hækkað um 50,3%. Þetta þýðir að til þess að standa undir útgjöldunum hefðu tekjur fyrir skatta þurft að hækka um 26,5% frá apríl í fyrra til jafnlengdar á þessu ári, en útgjöldin hækkuðu um 22%. Þessi æfíng er eingöngu gerð til frekari kynningar á hinni valdamiklu visitöluflölskyldu. Sá misskilningur er býsna útbreiddur að í útgjaldafjár- hæð vísitölufjölskyldunnar felist eitt- hvert mat á lágmarksframfærslu- þörf, sem miða megi lágmarkslaun við. Slíkt er vitaskuld fírra. Útgjöld- unum er ætlað að endurspegla út- gjöld meðalfjölskyldu og tilgangur vísitölu framfærslukostnaðar er einkum að meta breytingar útgjald- anna frá einum tíma til annars. Heimilisbókhald vísitölufl ölskyldunnar Fjárhæðir í þúsundum kr. Apríl 1989 Apríl1988 Tekjur 206,0 161,0 Skattar 35,7 29,6 Tekjur eftir skatta 165,2 136,5 Bamabætur 6,2 5,2 Tekjur eftir skatta og greiðslu bamabóta 170,2 139,5 Lífeyrisiðgjald 5,8. 4,6 Stéttarfélagsgj ald 0,7 0,5 Ráðstöfunartekjur 163,7 134,4 Útgjöld 163,7 134,2 BAÐHUÐUN m/f Selbrekka 16- 200 Kópauogur £k Endurhúðum hreinlætistæki. Qerum gamla baðsettið sem nýtt Símv 42673-44316 ’ötr SUMARHÚS TIL SÖLU Húsið er rúmlega fokhelt, stærð 46,6 m + 20 m. Svefn- loft. Mjög hagstætt verð. Sími frá kl. 9-17 680870á kvöldin og um helgar 671105. P targtmWI Imfa co co lO co Metsölublaó á hveijum degi! TÓNLEIKAR í íslensku óperunni THE KING'S SINGERS fimmtudaginn 18. maí kl. 20.30 Miðasalan opin daglega kl. 16.00-19.00. Tónlistarfélagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.