Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAEjlÐ SUNNUDAGUR 7, MAI 1989 Bela Kun: tókst ekki að færa út bylting-una. Rússar viöurkenna ab hafa tekib leibtoga ungversku bolsévíkabyltingarinnar aflífi undir forystu hans. Tibor Szamu- elly, illræmdur aðstoðarmaður hans, kom á „rauðri ógnarstjórn" og Kun setti á laggirnar „rauðan her“ til að flæma óvinina í burtu, en honum tókst ekki að veija landið og stjórn hans átti erfitt uppdrátt- ar. Hann fékk ekki þá aðstoð frá Rússum, sem hann hafði lofað, þótt hann væri í daglegu sambandi við Lenín, og Bandamenn stöðvuðu sókn hans inn í Slóvakíu. Smábænd- ur snerust gegn honum, því að hann þjóðnýtti jarðnæði í stað þess að skipta því á milli þeirra. Hann fékk líka íbúa borga og bæja upp á móti sér vegna matarskorts. Nýju ráðamennirnir í Moskvu voru sjálfir í svo mikilli úlfakreppu að þeir gátu ekki hjálpað Bela Kun, en ungverska byltingin var mikil- vægur sigur að þeirra dómi. Hún var talin fyrsta ,jákvæða bending- in“ um að öreigar allrar Evrópu gætu náð völdum þrátt fyrir nýlega ósigra byltingarmanna í Þýzkalandi og tækifærið var notað til að senda ungverska áróðursmenn til Búlg- aríu, Austurríkis, Rúmeníu og jafn- vel Múnchen til að koma af stað öreigabyltingu. En byltingin í Ungverjalandi var andvana fædd. Þegar Bela Kun réðst gegn Rúmenum leystist her hans upp. í ágústbyijun flúði hann til Vínar ásamt Matyasi Rakosi, hagfræðingnum Evgen Varga, Rudnyansky og flestum öðrum að- stoðarmönnum sínum, sem voru undantekningarlítið gyðingar eins og hann, en Szamuelly fyrirfór sér. Tveimur dögum síðar sótti rúm- enski herinn inn í Búda-Pest. í Vín skipulögðu ungversku bolsévíkarnir nýtt Komintern, sem hafði verið stofnað. í febrúar 1920 hófu þeir útgáfu á tímaritinu Kommunismus, sem Kun, Varga og Georg Lukacs fylltu með efni. Sumarið 1920 voru þeir reknir frá Vínarborg og þeir leituðu hælis í Moskvu. Bela Kun var skipaður „kommissar“ á Krím, en Lenín of- bauð svo grimmd hans að hann setti ofan í við hann og vék honum úr starfi. í Moskvu skipulögðu Bela Kun, BELA KUN, leiðtogi kunnrar byltingar bolsévíka í Ungverjalandi eftir heimsstyrjöldina fyrri, hvarf í Moskvu 1937 eftir fund í Komintern — alþjóðasambandi kommúnista. Kun var sekur fundinn um að vera „trotskíisti“ og „óvinur alþýðunnar", en var sýknaður eftir dauða Stalíns. Þá var sagt að hann hefði látizt í fangelsi síðla árs 1939, en raunar hafði hann verið leiddur fyrir aftökusveit rúmu einu ári áður, eins og sovézki kommúnistaflokkurinn tiikynnti stjórn „bræðraflokksins“ í Ungverjalandi nýlega. Æðsti dómstóll Sovétríkjanna dæmdi Kun til dauða nokkrum klukkustundum áður en hann var líflátinn. Idóminum hefur tæplega verið minnzt á hryðjuverk bolsévíka í Ungveijalandi þegar þeir voru þar við völd undir forystu Bela Kuns árið 1919. Ógnar- stjórn þeirra vakti skelfingu í álfunni, en hún stóð aðeins í fjóra mánuði og leiðtogarnir urðu að flýja land. Þeim hafði mis- tekizt vegna reynsluleysis og íhlut- unar Bandamanna, sigurvegaranna í stríðinu gegn Þjóðveijum og keis- araríki Austurríkismanna og Ung- veija. Herir Rúmena og Tékka sóttu inn í Ungveijaland til að tryggja sér sem mest landrými eft- ir hrun tvíríkisins í lok stríðsins 1918. Um leið beið síðasti keisari Habsborgarættar- innar, Karl, færis til að ná aftur völdunum í ung- verska helmingnum. Ekkja hans, Zita, lézt fyrir nokkru og útför hennar var gerð með viðhöfn í Vín. Hennar var einnig minnzt við sér- staka athöfn í Búdapest að við- stöddum syni hennar, Otto Habs- burg, sem á sæti á Evrópuþinginu. Hann nýtur mikilla vinsælda í Ung- veijalandi og sumir vilja jafnvel að hann verði kjörinn forseti. Fangi Rússa Byltingarleiðtoginn Bela Kun, sem var fæddur 20. febrúar 1886, var sonur skrifstofumanns af gyð- íngaættum í Transylvaníu, sem Rúmenar náðu af Ungveijum 1919. Hann fékk inngöngu í virtan kalvín- istaskóla 10 ára gamall og stundaði síðan nám í lögum í Kolozsvar. Skömmu eftir aldamótin gerðist hann sósíaldemókrati og tvítugur að aldri var hann skipaður ritstjóri lítils dagblaðs. Þegar það varð gjaldþrota fékk hann stöðu hjá áhrifamiklu blaði í Búda-Pest. Stuttu eftir að fyrri heimsstyij- öldin hófst var Kun sakaður um fjárdrátt. Hann starfaði þá í trygg- ingafyrirtæki verkamanna í Kolozsvar, en mál- ið var látið niður falla þegar hann gerðist sjálfboða- liði í hernum. Rússar tóku hann til fanga í ársbyij- un 1916 og sendu hann í fangabúð- ir í Tomsk, þar sem hann og aðrir lágt settir foringjar efndu til nám- skeiða í marxisma. Snemma árs 1917 fékk Kun einhverra hluta vegna að búa fyrir utan búðirnar og hann notaði tækifærið til að taka virkan þátt í stjórnmálum bæjarins. Eftir byltinguna í Rússlandi 1917 mynduðu Bela Kun og félagar hans harðan kjama forystumanna ung- verskra stríðsfanga. Þeir stofnuðu Ungveijalandsdeild í rússneska kommúnistaflokknum og hún var fyrsta erlenda kommúnistafélagið, ERLEND HRINCSJÁ efíir Gubm. Halldórsson Lenín (annar frá hægri) á fyrsta fundi Komintern: Var Kun einn „svikara" og „óvina alþýðunnar,“ sem leyndust á meðal forystumannanna? sem bolsévíkar komu á fót. Kun starfaði með Karli Radek í utanrík- isráðuneytinu og kynntist Lenín, sem fékk álit á honum. Auk þess varð hann ritstjóri blaðs, sem dreifði áróðri meðal ungverskra hermanna, og annars blaðs, sem kom út á þýzku. Nýju .valdhafarnir í Ráðstjórn- arríkjunum bundu meiri vonir við Bela Kun en flesta aðra erlenda sósíalista. Hann þótti hafa góða skipulagshæfileika og var talinn „samvizkusamur verkamaður“ og fær ræðumaður og blaðamaður. Honum var þannig lýst að hann væri lágvaxinn og höfuðstór með útstæð eyru og erlendum viðsemj- anda hans þótti hann minna á eðlu. Eftir stríðið voru Kun og félagar hans sendir til Ungveijalands í gervi fulltrúa rússneska Rauða krossins. Þeir höfðu gnægð ijár og engum duldist að þeir væru erindrekar rússneskra bolsévíka. Bela Kun notaði mikla eymd og ringulreið til að grafa undan bráðabirgðastjórn 1 Rúmenar tóku Transylvaníu: Brynvarin lest rauðliða gegn þeim. Karoliys greifa, sem lét handtaka hann. Kun var sleppt rétt áður en Karoliy sagði af sér 20. marz 1919, þegar Bandamenn skipuðu Ung- veijum að hörfa aftur fýrir marka- línu, sem réttilega var talið að ætti að mynda landamæri nýs, ung- versks kotríkis. Rúmenar og Tékkar sóttu stöðugt lengra inn í landið. Rauða ógnars^órnin Bela Kun hét rússneskri hjálp og sósíaldemókratar og kommúnist- ar lýstu yfir stofnun sovétlýðveldis Skotmörk valin: Fulltrúar Kom- ntern skoða landakort í Moskvu. Rakosi, Varga og aðrir ungverskir kommúnistar alþjóðlegt net Kom- intern. Þeir héldu meðal annars sambandi við erlenda kommúnista- flokka, heimsóttu þá og höfðu mik- il áhrif í Kreml. Árið 1921 fór Kun á vegum Kom- intern til Berlínar ásamt tveimur aðstoðarmönnum og átti frumkvæði að svokölluðum „marz-aðgerðum“ í Þýzkalandi. Miðstjórn þýzka kommúnistaflokksins kvaddi verka- menn til vopna, en uppreisn þeirra gegn stjórninni var bæld niður á ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.