Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 40
40 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 KVÖLDNAMSKEIÐ í HUGARÞJÁLFUN HUGEFLI Bolholti 4 11. maí kl.19.00. NámskeiOið byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu fmyndunarafisins. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Opnað aðgang að öflugustu hlut- um undirmeðvitundarinnar. A Náð djúpri slökun og sofnað á nokkrum mínútum. A Fyrirbyggt taugaspennu, kvíða og áhyggjur. A Hætt reykingum og ofáti. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. Námskeiðið verður haldið á hverju fimmtudagskvöldi í 4 vikur. Leiðb. er Garðar Garðarsson NLP pract. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma: 3 00 55 Sendum bækling ef óskað er. X Á ÆSIR —(pfa ÆvintýraIand BARNANNA 10 daga sumarnámskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 7-12 ára á Þingeyrum í Austur-Hinavatnssýslu. Sumardvalarstaðurinn ÆVINTÝRALAND er á hinum sögufræga stað Þingeyrum í A-Húnavatnssýslu. Húsakynni eru nýleg, mjög vel búin og sniðin að þörfum orkuríkra krakka. Starfsfólk er uppeldismenntað. í sumar höldum við 8 námskeið: I. júní - II. júní II. júní - 21. júní 21. júní - 1. júlí • /1 / 1 A • / W 21. júní - 1. júlí w W 9. júlí - 19. júlí 19. júlí - 29. júlí 29. júlí - 8. ágúst 8. ágúst - 18. ágúst 18. ágúst - 28. ágúst íÉIr í ÆVINTÝRALANDI er hver dagur ævintýri líkastur. Allir hafa nóg fyr- ir stafni hvernig sem viðrar og alltaf eitthvað nýtt að sjá og læra: • Náttúruskoðun • Safari ferð: Farið í ratleiki, leitað að fjár- sjóði og börnin læra að elda úti. • Sundferð • Bátsferðir á liflum tjörnum • Silungsveiðikennsla • Fjörubál • Tarsanleikir á köðlum í hlöðunni • íþróttamót • Smíðar og föndur • Gæsum smalað og gefið • Gróðursetning trjáa: Hvert barn fær sitt tré til gróðursetningar. • Kvöldvökur og sögustund á hverju kvöldi Ðvalarkostnaður í 10 daga auk ferða fram og til baka kr. 19.800.- Innritun stendur nú yfir í símum 91-32213 & 95-4305 eftir Sigriói Holldórsdóttur BAKÞANKAR Svo vorlegt Það er voða lítið hægt að skrlfa um þegar kemur fram á vorið. Viðhorf manns til alls breytist svo óskaplega þegar hlánar. Nú snýst allt um það hvort verði sól á morgun, eða a.m.k. hlýrra en í gær. En það er svo lítið hægt að leggja út af því. Svo maður situr dögum saman og hripar ein- hverja bölvaða vitleysu á blað, þeytir því í tunnuna og leggur af stað að snapa pistil hjá fólki gegn þóknun. Það vantar nú ekki, fólk hefur bullandi hugmynd um hvað skuli skrifa, þetta byrjar svona: „Um hvað á ég að skrifa?" „Nú, skrifaðu um lýs- ið!“ „Hvað á ég að skrifa um það?“ „Nú, þeir ætla að hætta að taka það í Svíþjóð, það er ban- eitrað.“ „ Aunso ég geti farið að skrifa eitthvað um það. Ég sé heldur ekki af hveiju við eigum að vera að eyða okkar lýsi í Svía, þetta er með lægstu dánartíðni og fullkomnasta heilbrigðis- kerfi, ekkert að þessu fólki, ég held það þurfi ekki lýsi i ofaná- lag. Hvað heldurðu að sé hægt að skrifa sniðugt um lýsið?“ „Það fer nú alveg eftir því hvernig það er gert. Ég get al- veg séð fyrir mér mjög léttan pistil um lýsið. T.d. hvað þetta er gott á Svíana og mussliliðið allt saman, alltaf úti að hjóla, ræktar sjálft oní sig kálið svo það verði ekki skordýraeitri að bráð, veit ekkert betra en hveitiklíð með ölkelduvatni og fer að hátta klukkan níu þijátíu á kvöldin." „Ég myndi ekki eyða einu sinni Sanasólskeið í '"Svía. Jæja, skrifaðu um þetta, það er allt hægt, ég er eiginlega al- veg búin að leggja þetta uppi hendurnar á þér.“ Ekki var neitt bitastætt þarna að hafa svo áfram heldur maður að leita að pistli fyrir- hafnarlaust gegn dálítilli þókn- un: Nú er maður búinn að koma sér fyrir hjá hugmynd tvö: „Hvað á ég að skrifa um?“ „Nú, þú skrifar auðvitað um verkfallið.“ „Hvað get ég skrifað um það?“ „Bara, hvað þetta kemur sér illa fyrir þjóðina, krakkarnir heima allan daginn að rusla til.“ „Mér finnst svo ófrumlegt að skrifa um verkfallið.“ „Skrifaðu þá um aðild ís- lands að Efnahagsbandaiag- inu.“ „Erum við í því?“ „Já, það held ég. Það er nátt- úrlega allstaðar hægt að fá að vita það nákvæmlega." „Hvert get ég hringt út af því?“ „Til dæmis í einhvern ráð- herra, en það er öruggt að við erum í Atlantshafsbandalag- inu, það er fljótlegra, þá þarftu ekki að eyða tíma í hringingar útum allt.“ „Já, auðvitað, þú getur skrif- að alveg helling um þær.“ „Hvernig á ég að byija?“ „Ég myndi taka það alveg ópólitískt. Nú er sautjándi á laugardegi, við að láta líða úr okkur, þjóðin, þarna á sunnu- deginum, æfingin á mánudeg- inum . . . þetta er líka vorlegt tema, hermennskan er svo mikil útivinna. Maður vonar að veðrið verði ekki þjóðinni til skammar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.