Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 1
HEIMILI Endurnýjun útveggja anda. SUNNUDAGUR 21. MAI1989 1000- Vesturbær Austurbær Noröurbær Suöurbær Árb. og Selás Breiöholt Grafarvogur Ibúðarhúsnæði í Reykjavík eftir hús- gerð og íbúðarhverfum í árslok 1988 Greiöslu- erfiöleikar NÚ hafa alls verið veitt um 5000 lán að núvirði um 3 milljarðar kr. til 4000 fjölskyldna, sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum út af íbúðarkaupum eða húsbygg- ingu. Þetta kemur m. a. fram í viðtali í blaðinu í dag við Grétar i. Guðmundsson, for- stöðumann ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar rfkisins, þar sem hann gerir grein fyr- ir starfsemi ráðgjafastöðvar- innar. Grétar segir, að greiðsluerfiðleikar af þessum sökum séu fyrir hendi alls staðar á landinu, enda þótt aðstaða fólks til þess að losna úr þeim t. d. með því að selja, sé alls ekki sú sama eftir landshlutum. Hlutverk ráðgjafastöðvar- innar er þó fyrst og fremst að koma í veg fyrir með fyrir- byggjandi ráðgjöf, að fólk reisi sér hurðarás um öxl í íbúðarkaupum. Allar lánsum- sóknir, sem Húsnæðisstofn- unni berast, fara nú fyrst til ráðgjafastöðvarinnar, sem metur það, hvort fyrirhuguð íbúðarkaup eða húsbygging séu f samræmi við möguleika viðkomandi EÐ sumrinu fer fólk að I hyggja að endurbótum og viðhaldi á húsum sínum. Við end- urnýjun á útveggjum stendur val húseigandans þá ósjaldan á milli þess að velja múrklæðningu eða loftræsta klæðningu, en á síðustu árum hefur úrval klæðingarefna aukizt mjög árfrá ári. í þættinnum Markaðurinn fjall- ar Jón Sigurjónsson, yfirverk- fræðingur hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, um helztu eiginleika loftræstra klæðninga á útveggjum. Þar kemur fram, að ekkert klæðningarefni þolir hroð- virknislegan frágang, en oft megi hagræða tiltölulega fábreyttu efni þannig, að vel fari. Jafnframt er bent á, hve mikilvægt það er, að afla tilskilinna leyfa frá bygg- ingaryfirvöldum, áður en ráðizt er í að klæða hús og að ekki skuli hefja framkvæmdir fyrr en nauð- synlegir uppdrættir og ieyfi liggi fyrir. g 4000 - fbúöir Sérbýli vinnur á Hér til hliðar sést skipt- ing íbúðarhúsnæðis eftir húsagerð í einstökum hverfum Reykjavíkur. Húsagerð er skipt í sérbýli, sambýli (2-5 íbúðir í einu húsi) eða fjölbýli með 6 eða fleiri íbúðum. A súluritinu sést, að um og yf ir yf ir helmingur íbúða í eldri hverfum borgarinnar þ.e. í vestur-, austur- og norð- urbæ eru í sambýli. Hins vegar er aðeins kringum tíundi hluti íbúða þar í sér- býli. í Breiðholti eru rúmlega 70% af öllum íbúðum ífjöl- býlishúsum. Einbýlishús er um fjórðungur íbúða en sambýli er að finna í iitlum mæli. Svipaða sögu er að segja um fyrirkomulag íbúðarhúsnæðis íÁrbæjar- hverfi. Þar er hlutfall sér- býlis hins vegar nokkuð hærra en í Breiðholti, enda hefur risið stór einbýlis- húsabyggð í Selási. I Graf- arvogi er sambýli með 2-5 íbúðum útbreiddara, en þó eru íbúðir í sérbýli meira en helmingur íbúða þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.