Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
liflegur marlcaóur
þrátt lyi’ir verkflöll
Hús það, sem Ragnarsbakarí var í, er um 1000 fermetrar og var byggt 1980.
Hús Ragnarsbakarís
í Keflavík til söln
FASTEIGNAMARKAÐURINN
hefiir verið líflegnr að undanf-
örnu þrátt fyrir verkfollin og
horfiir ekki taldar lakari en um
þetta leyti í fyrra. Gott jafhvægi
virðist vera á milli framboðs og
eftirspurnar, enda framboð nú
meira en oft áður.
Eftirspurnin er mest eftir 3-4
herb íbúðum en tiltölulega
minni eftir 2ja herb. íbúðum, sagði
Daníel Árnason, fasteignasali hjá
Húseignir og skip. — Núverandi
kerfi hefur leitt það af sér, að fólk
fór í auknum mæli að hoppa yfir
2ja herbergja stigið og beint yfir í
það að kaupa 3ja herb. íbúðir, ef
það hefur húsnæðisstjórnarlán og
einhveija peninga að auki, eins og
oft er.
Þetta skiptir líka máli fyrir veð-
hæfnina. Sé lánsréttur upp á 2,5
millj. kr. fyrir hendi, verður viðkom-
andi að kaupa eign, sem er verð-
bandalaus og hefur brunabótamat
upp á 3, 6 millj., til þess að geta
fengið fullt lán, en það má ekki
fara upp fyrir 70% af braunbóta-
mati eða kaupverði, ef það er lægra
en brunabótamat. Síðan dragast
áhvílandi lán frá veðhæfninni og
áhvflandi lán frá Byggingasjóði
ríkisins koma þar að auki til lækk-
unar láninu.
Hvað verkföllin snertir, má
nefna, að þau hafa vissulega valdið
sumu fólki erfiðleikum í sambandi
við aflýsingar eða veðflutninga og
þá tafið fyrir greiðslum og lánveit-
ingum í einhveijum tilvikum.
— Það hefur verið góður mark-
aður og góð sala, sagði Sverrir
Kristjánsson í Fasteignamiðluninni
í Húsi verzlunarinnar. — Salan
komst á skrið eftir miðjan janúar
og náði hámarki í apríl. Það er eins
og verkföllin hafi aðeins haft áhrif
en þó aðallega út af skjalagerðinni,
þar sem það hefur orðið að ganga
frá samningum með fyrirvara. Verð
fylgir verðbólgunni eftir, nema hvað
byggingarkostnaður hefur hækkað
aðeins meira en verðlag á notuðum
íbúðum. Það gætir vissrar spennu
á markaðinum nú, því að það á
eftir að koma í ljós, hvaða breyting-
ar verða með húsbréfunum. Enn
sem komið er hafa engar breyting-
ar orðið.
— Sala hefur verið ágæt þrátt
fyrir verkföllin, sagði Ingvar Guð-
mundsson hjá fasteignasölunni Ás
í Hafnarfírði. — Það hefur að vísu
verið erfíðleikum bundið að ganga
frá sumum samningum og þá fyrst
og fremst að því er skjalafrágang
varðar. Fógetaembættið í Hafnar-
firði hefur ekki gefíð út veðbókar-
vottorð í verkfallinu og því hefur
orðið að geyma þau mál, þar sem
einhver vafi gat komið upp um
áhvílandi lán og bíða eftir veð-
bókarvottorðum. Annars er mikið
að gerast á markaðinum. Það er
mikið af nýbyggingum í gangi hér
í Hafnarfírði, enda mikil fólksfjölg-
un í bænum miðað við önnur sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu.
IÐNAÐARHÚS það í Keflavík,
þar sem Ragnarsbakarí var áður,
hefiir verið auglýst til sölu. Hús-
ið, sem stendur að Iðavöllum 8,
skammt frá Leifsstöð, er um 1000
fermetrar að góffleti og var
byggt 1980. Brunabótamat þess
er 39 millj. kr.
M'
Eg á ekki von á því, að þett hús
seljist fljótt, þar sem það er lítil
eftirspum og mikið framboð á iðn-
arhúsnæði í Keflavík núna, sagði
Trausti Einarsson, eigandi hússins.
— En þetta er gott húsnæði, sem
mætti t. d. nota fyrir framleiðslu á
fullbúnum sjvarréttum, sem seldir
eru beint til neytenda og til útflutn-
ings í gegnum Leifsstöð. Húsið
hefur áður verið notað fyrir mat-
vælaframleiðslu og reynzt vel.
— Þá gæti það hentað mjög vel
sem vörugeymsla fyrir ýmsa aðila
tengda flugvellinum, sagði Trausti
Einarsson ennfremur. Hann kvað
ákveðið verð ekki hafa verið sett á
húsið, en óskað væri eftir tilboðum.
Trausti er nú eigandi hússins, sem
stendur tómt. Hann seldi það á
sínum tíma Hirti Nielsen hf., einu
af fyrirtækjum Ávöxtunar sf. Kaup-
in gengu til baka, þegar ekki var
staðið í skilum með greiðslu kaup-
verðsins.
Ragnar Eðvaldsson bakarameist-
ari leigði húsið og rak þar sitt bak-
arí, Ragnarsbakarí, frá því að húsið
var byggt 1980 til 1988, en þá
keypti fyrirtækið Hjörtur Nielsen
hf. reksturinn af þrotabúi Ragnars-
bakarís og húsið af Trausta Einars-
syni.
MARKAÐURINN
Loflræstar
útreggja-
ldæónlngar
Standandi klæðning úr
timbri, málmi eða plasti
Loftbil
Vindpappi
Einangrun / Grind
Frágangur við þakkant. Steypt hús klætt með standandi málm-, plast- eða
timburklæðningu og viðbótareinangrað.
AÐ MÖRGU er að hyggja fyrir
húseigendur næstu mánuðina.
Allmargir hafa þegar ákveðið að
nota sumartímann til að end-
urnýja útveggi húsa sinna og
ennþá fleiri eiga þó vafalaust eft-
ir að taka erfíðar ákvarðanir um
viðhald sem hafa drjjúg áhrif á
heimilisfjárhaginn. í nýlegri
grein í þessu blaði var eiginleik-
um múrejnangrunarkerfa gerð
góð skil. í mörgum tilvikum
stendur val húseigandans á milli
þess að velja múrklæðningu eða
loftræsta klæðningu á hús sitt til
endurbóta og viðhalds. í þessari
grein verða raktir helstu eigin-
leikar loftræstra klæðninga og
ef það hjálpar einhverjum^ið
erfíða ákvarðanatöku er tilgangi
skrifanna náð.
Kröfur til klæðningar
Asíðustu árum hefur úrval
klæðningarefna aukist mjög
ár frá ári. Þess vegna geta flestir
húseigendur fundið klæðningagerð,
sem uppfyllir útlitskröfur þeirra og
hentar þeirri húsa-
gerð sem klæða
skal hveiju sinni.
Hafa verður þó
ávallt í huga að
klæðningin er ysta
hlíf byggingarinn-
ar og því einsk
onar bijóstvörn
hússins. Helstu
kröfur sem klæðningar þurfa að
uppfylla eru:
— Standast áhrif veðurfarsins (sól-
ar, úrkomu og vinds), án þess
að á sjáist.
— Standast minni háttar áraun frá
umhverfinu (t.d. börnum að
leik).
— Vera vinnanlegar með algengum
handverkfærum.
— Þola snertingu við önnur bygg-
ingarefni.
— Skapa húsinu það útlit sem
stefnt er að hveiju sinni.
Undirbúningur hússins
í mörgum tilvikum er ákvörðun
um klæðningu húss tekin eftir ósig-
ur húseiganda f baráttu við leka eða
steypuskemmdir. Viðhaldsbaráttan
hefur stundum orðið til þess að
utan á steyptum húsveggjum eru
mörg þykk og þétt málningarlög
sem mynda þéttar himnur á yfir-
borði veggjar. Áður en húsið er
klætt þarf að fjarlægja að mestu
þessar þéttu himnur, séu þær fyrir
hendi. Sé það gert getur veggurinn
þornað eðlilega eftir klæðninguna
og þurr steypa er góð steypa og
skemmist ekki.
Mælingar hafa sýnt að rétt
klæddur veggur með loftræstri
klæðningu þomar fljótt hvort sem
hann er einangraður undir klæðn-
ingu eða ekki.
Val klæðningagerðar
Val klæðningar er aldrei auðvelt
og mörg sjónarmið hafa áhrif á
valið. Eftir efnisgerðum má flokka
loftræstar klæðningar í eftirfarandi
5 meginflokka.
1. Málmklæðningar.
Stálklæðningar
Álklæðningar.
2. Timburklæðningar.
Plötuklæðningar.
Borðviðarklæðningar.
3. Plastklæðningar.
Mest PVC.
4. Plötuklæðningar.
Polyester-plötur.
— Steni.
— Tinna.
Sementsbundnar plötur.
5. Múrsteinsklæðningar.
Brenndur leirsteinn.
Steyptur sandsteinn.
Val milli klæðningarefna er fyrst
og fremst háð smekk auk þess sem
viðhaldsþörf klæðningarinnar ræð-
ur oft miklu við endanlega ákvörð-
un. Hvort valið uppfyllir síðan björt-
ustu vonir er að töluverðu leyti háð
haganleik og vandvirkni þess sem
verkið vinnur. Ekkert klæðningar-
efni þolir hroðvirknislegan frágang,
en oft má hagræða tiltölulega fá-
breyttu efni þannig að vel fari.
Veðurvörn og ending
Ending er ekki efniseiginleiki
heldur ávallt háð ytra álagi, sem
er breytilegt frá einum stað til ann-
eftir Jón
Sigurjónsson
ars, jafnvel innan sama bæjar.
Veðurvöm klæðninga má skipta
í tvo hluta.
1. Smíðavöm.
Þ.e. að haga frágangi þannig
að klæðningin verst raka sem
best.
2. Efiiisvöm.
Hér er átt við aðferðir til að
veija efnið sjálft fyrir tímans
tönn. Málmklæðningar em varð-
ar gegn tæringu og timbur-
klæðningar em fúavarðar svo
dætni séu tekin.
Veðmnarþol klæðningar er lítið
rannsakað hérlendis, en þó er vitað
að ýmsar klæðningar endast með
eðlilegu viðhaldi áratugum saman.
Frágangur
í þessari stuttu grein er ekki
rými til að fjalla um frágang ein-
stakra deililausnar. Ávallt skal þó
leysa erfið frágangsdeili áður en
verkið er hafið. Nefna má í þessu
sambandi frágang.
— Við sökkul.
— Við inn- og úthom.
— Við þakskegg.
— Kringum glugga o.s.frv.
Lesendum er bent á rit Rann-
sóknarstofnunar byggingariðnaðar-
ins. 49 um loftræstar útveggja-
klæðningar, sem leiðbeinandi við
frágang.
Lokaorð
Mikilvægt er að afla tilskilinna
leyfa frá byggingaryfírvöldum áður
en ráðist er í að klæða hús. Ekki
skal hefja framkvæmdir fyrr en
nauðsynlegir uppdrættir og leyfi
liggja fyrir. Vandvirkni ræður
árangri og ekki má velja festingar
sem geta ryðgað og litað klæðning-
una með tímanum. Varist einnig
gluggabæs sem litar. Vettvangs-
skoðun sýnir að sífellt fleiri húseig-
endur velja að klæða hús sín með
loftræstri klæðningu. Þetta er
vissulega dýrt viðhald en ömggt
og ef rétt er að staðið þarf klætt
hús lítið viðhald í langan tíma.
Höfundur er ytirverktræðingur
hjá Rannsóknnrstofnun bveeine-
ariðnaðarins.