Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
28444
SÍMATÍMI FRÁ 13-15
Einstaklingsibúðir.
VÍKURÁS. 40 fm á 4. hæð.
Falleg íþ. Parket. Svalir. Mikið
útsýni. Nýtt. V. 2,9 m.
FROSTAFOLD. 51 fm jarðh. í
nýju húsi. Afh. tilb. u. trév.
strax. Áhv. 2,6 m. V. 3,5 m.
2ja herb.
RAUÐÁS. 65 fm mjög falleg
jarðh. Mikið útsýni. Nýl. hús,
Laus nú þegar. V. 4,3 m.
ORRAHÓLAR. 65 fm falleg íb.
á 2. hæð í lyftuh. Góð áhv. lán.
V. 4,0 m.
BLÖNDUHLÍÐ. 75 fm góð kjíb.
Sérinng. Ákv. V. 3,9 m.
HVERFISGATA. 40 fm jarðh.
Mjög falleg íb. V. 2,6 m.
LANGHOLTSVEGUR. 75
fm mjög góð íb. á jarðh.
Hagstæð lán áhv. Ákv.
sala. V. 4,3 m.
DALSEL. 60 fm lítil en snotur
jarðhæð. Sérgeymsla. Laus.
V. 3,5 m.
3ja herb.
HAGAMELUR. 78 fm gull-
falleg á 1. hæð á þessum
eftirs. stað. Lítið áhv.
V. 5,6 m.
BRÆÐRABORGARSTÍGUR.
Mjög falleg 90 fm íb. á 1. hæð
ásamt aukaherb. í kj. V. 6,2 m.
GUNNARSBRAUT. 85 fm. mjög
falleg á 1. hæð. Allt eins og það
á að vera. Ákv. V. 5,5 m.
HVERAFOLD. 100 fm
glæsieign á 2. hæð. Ný
fullg. íb. með sérþvottah.
Áhv. 2,5 nýtt húsnstjl.
Laus í júlí '89.
UGLUHÓLAR. 95 fm falleg og
vönduð íb. á 2. hæð ásamt
bílskúr. Lítiö áhv. V. 6.0 m.
HRAUNBÆR. Góð 85 fm ib. á 1.
hæð. Ekkert áhv. Laus. V. 4,9 m.
ENGIHJALLI. 85 fm mjög góð
á 4. hæð. Sameiginl. þvottah.
með þremur íb. Góð sameign.
FÁLKAGATA. Tvær 70 fm íb. í
sama húsi ásamt aukaherb.
Uppl. veittar á skrifst.
FREYJUGATA. 80 fm. mjög
snotur risíb. á 3. Ákv. V. 4,6 m.
TJARNARGATA. Mjög falleg 70
fm jarðh. Allt sér. Ákv. V. 5,0 m.
FRAMNESVEGUR. 85 fm mjög
falleg risíb. á 3. hæð í eldra
húsi. S-V.svalir. V. 5,0 m.
4ra herb. og stærri
HRAUNBÆR. Glæsil. 120
fm endaíb. á 3. hæð. Bein
sala eða skipti á 3ja herb.
á 2-3 hæð íefri Hraunbæ.
KÓPAVOGSBRAUT. 125 fm fal-
leg efri sórhæð ásamt 30 fm
bílsk. 4 svefnherb. Allt sér. Mik-
ið og fallegt útsýni. Ákv. sala.
V. 7,8 m.
FLÚÐASEL. 120 fm góð
endaíb. á 1. hæö ásamt
bilskýli. 4 svefnherb. Suð-
ursvalir. V. 6.5 millj. ’
HRAUNBÆR. 110 fm mjög falleg
á 2. hæð. Góð sameign. Suð-
ursv. Eign í sérfl. Ákv. V. 5,9 m.
DVERGABAKKI. 100 fm góð (b.
á 2. hæð ásamt aukaherb. í kj.
Góð sameign. V. Tilb.
AUSTURBERG. 100 fm góð íb. á
2. hæð. Suðursv. Laus. V. 5,6 m.
STÓRAGERÐI. 115 fm á 3.
hæð. 2 svefnherb. og rúmg.
herb. í kj. Mjög stór stofa. V.
6,0 m.
DUNHAGI. 110 fm á 3. hæð.
Mjög falleg. Suöursv. V. 6,0 m.
VESTURGATA. Tvær (b. í sama
húsi. Á 1. hæð 4ra herb. 100
fm v. 5,4 m. og 50 fm í kj.
V. 3,4 m.
DRÁPUHLÍÐ. 85 fm góð risíb.
ásamt bílsk. Ákv. V. 5,5 m.
NÝBÝLAVEGUR. Mjög fal-
leg 130 fm sérhæð í tvíb.
ásamt 33 fm bílsk. 4 góð
svefnherb. Ákv. sala. V.
7,6 m.
GRfcl llSGATA. 135 fm „pent-
house“ í lyftuh. Tvö einkabílast.
Afh. tilb. u. trév. og allt annað
fullfrág. Laus núna.
Raðhús - parhús
DALTÚN. 250 fm glæsieign
á tveimur hæðum og bílsk.
70 fm 2ja herb. íb. í kj. Hent-
ar sem tvíb. V. 11,8 m.
UÓSALAND. 204 fm á tveimur
hæðum. Bílsk. 24 fm. 4-5
svefnherb. Arinn í stofum. Fal-
legt og gott hús. V. 12,5 m.
HALSASEL.190 fm sérl. fallegt
á tveim hæðum ásamt bílsk.
Suðursv. Garður. V. 11,0 m.
Einbýlishús
FJARÐARÁS. Stórglæsil. 340
fm á tveimur hæðum ásamt
bílsk. Mikið útsýni. Fullgert hús.
SELTJARNARNES. 240 fm á
tveimur hæðum ásamt bílsk.
Laust. V. 11,0 m.
NEÐSTABERG. Stórgl. 255
fm á tveimur hæðum ásamt
bilsk. 4 svefnherb. og 20 fm
suðursv. V. 13,8 m.
LYNGBERG - HFN. 100 fm
STENO-klætt timburh. ásamt
35 fm bílsk. á einni hæð. Góð
lán. V. 8,5 m.
GARÐABÆR. 450 fm glæsil.
hús á tveimur hæðum ásamt
tvöf. bílsk. I húsinu eru 2 falleg-
ar íb.
BÁSENDI. 214 fm. Hæð og
gott ris ásamt 2ja-3ja herb.
íbúð í kj. Bílskréttur. Ákv. sala.
V. 12 m.
ARNARTANGI - MOS.
155 fm á einni hæð ásamt
55 fm bílsk. V. 9,8 m.
Æskil. skipti á minni eign
í Mosbæ.
SÚLUNES. 200 fm stórglæsil.
á einni hæð. Vandaðar innr.
Tvöf. bílsk. Góð lóð. V. 13,5 m.
GRJÓTASEL. 320 fm á tveimur
hæðum ásamt 32 fm bílsk.
Hentar vel sem tvær íb. Ákv.
V. 13,5 m.
HRAUNBRÚN - HFN. 131 fm
timburh. kj., hæð og ris. Góð
lán. V. 6,3 m.
SUÐURHVAMMUR
HFN. Nýl. 252 fm á tveim-
ur hæðum ásamt bílsk.
Gæti hentað sem tvíb.
Ákv. sala. V. 13,6 m.
^lbyggingij^
fokh./tilb. u. trév.
í URRIÐA- OG BRÖNDUKVÍSL
eru fokh. 250 fm einbhús á
tveimur hæðum ásamt bílsk.
Uppl. á skrifst.
MIÐHÚS. 150 fm á tveim hæð-
um ásamt 32 fm bflskúr. Frá-
bært teikning. Húsið afh. í sept.
'89 fokhelt.
FANNAFOLD. 110 fm parhús á
einni hæð ásamt bílsk. Afh.
fokh. og fullb. að utan í okt.
'89. V. 5,2 m.
2JA HERB. íb. við Grandaveg.
3JA HERB. íb. við Grandaveg,
Reykjavíkurveg og Skólavörðust.
4RA HERB. fb. viö Grandaveg.
BYGGINGARLÓÐ. 1200 fm á
Arnarnoci
OKKUR BRÁÐVANTAR 2ja og
3ja herb. fbúðir ýmist með góð-
um lánum eða án veöbanda. Til-
búnlr kaupendur.
SUMARBÚSTAÐUR við Elliða-
vatn.
SUMARBÚSTAÐALÓÐIR á
ýmsum stöðum.
SUMARBÚSTAÐUR við Meðal-
fellsvatn.
28444 húseigmir
---- GSKIP
VELTUSUNDI 1
SIMI 28444
Oaníel Amason, lögg. fast.,
Helgi Steingrímsson, sölustjórl.
4.000 hafa fengió aðstoó ■ Mfniii atviima dregur úr
greióslugelu ■ Vavandi vanskil vió veödeildina
Viljnm liindra
greiösluerfió-
leika fvrirírain
— scgir Grétar J. Guðmnndsson, forstöóumaóur
ráógjafarstöóvar Húsnæóisstofnunarinnar
RÁÐGJAFARSTÖÐ Húsnæðis-
stofnunar ríkisins var upphaflega
sett á fót vegna þeirra greiðslu-
erfiðleika, sem upp komu 1985
þjá mörgum íbúðarkaupendum
og húsbyggjendum. Þeirra á
meðal var Sigtúnshópurinn svo-
nefhdi. í fyrstu var hlutverk ráð-
gjafarstöðvarinnar fyrst og
fremst fólgið í því að taka við
lánsumsóknum frá þessu fólki og
láta því í té aðstoð með láni úr
Byggingarsjóði ríkisins en jafii-
framt að greiða fyrir því, að þetta
fólk fengi skuldbreytingu hjá
bönkum og sparisjóðum.
Síðan var það sett inn í kjara-
samninga snemma árs 1986,
að það fjármagn skyldi aukið, sem
veitt yrði til aðstoðar af þessu tagi.
Þá var jafnframt ákveðið, að ráð-
gjafarstöðin yrði
fastur þáttur í
starfsemi Hús-
næðisstofnunar-
innar. Þar yrði eft-
irleiðis veitt fjár-
hagsleg aðstoð og
síðast en ekki sízt
fyrirbyggjandi
ráðgjöftil aðkoma
í veg fyrir greiðsluerfíðleika.
— Alla tíð síðan hefur það verið
meginmarkmið Ráðgjafarstöðvar-
innar að aðstoða fólk við að koma
í veg fyrir greiðsluerfiðleika áður
en þeir byija, segir Grétar J. Guð-
mundsson, forstöðumaður ráðgjaf-
arstöðvarinnar í viðtali, þar sem
hann gerði grein fyrir starfsemi
hennar. — Nú er það ákvæði komið
í lög Húsnæðisstofnunarinnar, að
allar umsóknir, sem til hennar ber-
ast, fara fyrst til ráðgjafarstöðvar-
innar, sem metur það, hvort fyrir-
huguð íbúðarkaup eða húsbygging
séu í samræmi við möguleika við-
komandi lánsumsækjanda. Ráð-
gjafarstöðin á því að meta það,
hveijum sé treystandi til að fá þessa
háu fjárhæð að láni úr Byggingar-
sjóði ríkisins. Meginhlutverk okkar
er því að koma í veg fyrir, að fólk
fari út í vitlausa íjárfestingu.
Verkefni okkar felast þó ekki í
þessu eingöngu. Talsmenn ráðgjaf-
arstofnunarinnar eru til viðtals við
alla þá, sem leita til Húsnæðisstofn-
unar með fyrirspurnir um hús-
næðismál. Við veitum upplýsingar
um lánareglur og byggingartækni-.
leg málefni. Auk þess aðstoðum við
umsækjendur við útfyllingu um-
sókna, svörum fyrirspurnum, reikn-
um út greiðslugetu og greiðslubyrði
fyrir fólk, sem þess óskar. Ennfrem-
ur aðstoðum við fólk við mat á íbúð-
arkaupum og reiknum út bygging-
arkostnað fyrir húsbyggjendur, svo
að nokkuð sé nefnt. Nú starfa alls
6 manns hjá ráðgjafarstöðinni, en
þeir eru auk mín viðskiptafræðing-
ur, arkitekt, byggingarfræðingur
og tveir skrifstofumenn.
Grétar J. Guðmundsson hefur
verið forstöðumaður ráðgjafar-
stöðvarinnar frá upphafi. Hann er
Reykvíkingur ættaður frá Isafirði
og gekk i Menntaskólann við Tjörn-
ina. Að afloknu stúdentsprófi 1973
innritaðist hann í verkfræðideild
Háskóla íslands og lauk þaðan prófi
1978. Etir það starfaði hann fyrst
við mælingar hjá Reykjavíkurborg,
en hóf svo störf hjá Húsnæðisstofn-
un síðla árs 1978 og hefur starfað
þar síðan.
3 milljarðar vegna
greiðsluerfíðleika
— Síðan byijað var að veita
greiðsluerfiðleikalán hafa rúmlega
4.000 fjölskyldur fengið slík lán og
sumar þeirra jafnvel oftar en einu
sinni, því að alls hafa verið veitt
hér um 5.000 lán að upphæð 3
milljarðar kr. að núvirði, segir Grét-
ar ennfremur. — Fleiri og fleiri
gera sér samt grein fyrir því, hvað
það er nauðsynlegt að gera áætlan-
ir, áður en hafízt er handa um íbúð-
arkaup. Þeir vita sem er, að erfíð-
leikamir leysast ekki af sjálfu sér
og að það er dýrt að lenda í þeim.
Því valda dráttarvextir, innheimtu-
kostnaður o. fl.
Fasteignasalamir gegna hér
meira hlutverki en áður. Við verðum
nú vör við það í vaxandi mæli, að
fasteignasalar reyni að koma í veg
fyrir íbúðarkaup, sem enginn
gmndvöllur er fyrir. Óskandi væri,
að hönnuðir gerðu meira af því líka
til að koma í veg fyrir rangar hús-
byggingar og geri fólki enn betur
grein fyrir því, hvað það kostar að
byggja.
Ástandið er annars mjög svipað
yfír allt landið, hvað greiðsluerfíð-
leika snertir. Skipting vanskila er
t. d. mjög svipuð, hvort heldur hjá
bönkum, lífeyrissjóðum eða Hús-
næðisstofnun. Það er því ekki hægt
að segja, að vandinn sé svona á
höfuðborgarsvæðinu og öðruvísi úti
á landsbyggðinni. Hann er mjög
svipaður.
Um 1.000 manns hefur verið
synjað um greiðsluerfiðleikalán eða
um fimmta hveijum manni en samt
á nokkuð mismunandi forsendum.
í fyrra barst okkur 871 umsókn
um aðstoð og þar af var 245 um-
sóknum hafnað. Algengustu ástæð-
ur synjunar voru þær, að um offjár-
festingu væri að ræða, óreiðu í fjár-
málum, vandræði vegna atvinnu-
rekstrar eða þá að vandinn væri
það lítill, að knýjandi nauðsyn á
aðstoð væri ekki fyrir hendi.
Hér má benda á, að þeir, sem
fá Ián vegna greiðsluerfiðleika, fá
ekkert út í hönd. Hjá okkur starfar
maður frá Veðdeild Landsbankans,
sem sér um að koma greiðslum til
skila á rétta staði. Við aðstoðum
fólk einnig við að semja við lánar-
drottna svo sem um lækkun eða
niðurfellingu dráttarvaxta eða
kostnaðar vegna vanskilanna.
Versnandi atvinnuástand
eykur á vandann
Að undanfömu virðist okkur sem
versnandi atvinnuástand sé farið
að skipta meira máli og að það bitni
fyrst á þeim lægst launuðu. Þannig
eftir Magnús
Sigurðsson
ÆTIARÞÚ
AÐ VEITA
VEÐLEYFI
Hafðu þá í huga, að ef lántakandinn greiðir ekki af
láninu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti
svo farið að þú misstir þina ibúð á nauöungaruppboð.
Um slikt eru fjðlmðrg dæmi. _________
— Nleð auglýsingum af þessu
tagi vildum viö vara fólk viA,
segir Grétar J. GuAmunds-
son. — ÞaA virAist vera mjög
algengt, aA fólk telji þaA
skipta engu máli og hafa eng-
ar afleiAingar, þó aö skrifaö
sé upp á skuldabréf eða veitt
veðleyfi í íbúð. Margir virð-
ast ekki gera sér grein fyrir
því, að þeir verða aö standa
skil ð Iðninu, ef lántakandinn
gerir það ekki.
hefur leitað til okkar þó nokkuð af
láglaunafólki, sem misst hefur
aukavinnuna, en hún hefur haldið
uppi greiðslugetu þess. Atvinnu-
ástandið er auðvitað mismunandi
eftir einstökum stöðum á landinu
og auk þess mjög sveiflubundið,
jafnvel milli mánaða. Janúar kann
að vera slæmur á einum stað, en
svo er febrúar kannski góður. Hér
í Reykjavík er það líka greinilegt,
að laun hafa dregizt saman vegna
minni yfírvinnu og þá einkum hjá
verkafólki.
Lágt fasteignaverð sums staðar
ræður líka miklu um fjárhagsstöðu
fólks. Þannig eru þeir staðir til, þar
sem fólk fær ekki hálfvirði fyrir
húsin sín. Það má með sanni segja,
að það séu ekki aðrir staðir en höf-
uðborgarsvæðið og Akureyri, sem
halda uppi einhveiju verði. Ef fólk
á öðrum stöðum lendir í erfiðleikum,
er oft varla unnt að segja, að það
leysi nokkum vanda með því að
selja. Oftast tekur þá bara annar
vandi við til viðbótar: Hvar á fólk
að búa? Þetta fólk rétt nær að selja
hús sín fyrir skuldum og þá tekur
við tveggja til þriggja ára bið eftir
láni hjá Húnæðisstofnun ríkisins.
Þá verður þetta fólk að leigja á
meðan, en á mörgum stöðum úti á
landi er þar að auki ekkert leiguhús-
næði til.
Nú í vetur hrundum við af stað
auglýsingaherferð um, af hveiju