Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 11

Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JUU 1989 11 vinnuleysisskrá en að sögn Vil- hjálms Egilssonar, hagfræðings, hefði atvinnuleysi miðað við „eðli- legt“ ástand átt að dragast verulega saman á vordögum. Erfiðustu tímar ársins væru jafnan í desember og janúarmánuði og 1% meðaltalsat- vinnuleysi teldist ekki alvarlegt. Spáð er enn frekara atvinnuleysi sem mun koma til í haust vegna samdráttar í aflanum. Vertíðin síðastliðið ár var góð en þá voru veidd 376.000 tonn af þorski. í ár er kvótaveiðum lýkur verða veidd 335.000 tonn sem þýðir um 40.000 tonna samdrátt á þessu sviði. Áhrif þessa komi ekki fram fyrr en að vertíð lokinni en margir fá ekki áframhaldandi vinnu. Vandamálin eru þó misstór eftir landshlutum. Á meðan fólk flyst búferlum vegna atvinnuskorts og hús standa auð á Suðurlandi, er næg atvinna á Vestfjörðum. En tölur og aðrar staðreyndir segja ekki alla söguna. Hin hliðin á at- vinnuleysinu eru einstaklingarnir sjálfir sem hafa mátt þola lengri eða skemmri tíma án atvinnu. „Að missa atvinnuna er fyrst og fremst skaparins," segir Þuríður Sigur- jónsdóttir, fiskverkakona í Keflavík. Til lengri tíma litið er þetta mörgum mikil raun. Starfsfólki verkalýðs- félaganna ber saman um að það reynist yngra fólkinu ekki eins þungbært að missa vinnuna enda sé atvinnuleysi þess oftar tíma- bundið og það eigi því auðveldara með að fá vinnu. Óforskammað Viðmælendur af eldri kynslóðinni sem lent hafa í uppsögnum og ekki fengið annað starf viðurkenndu fús- lega að þeir hefðu fyllst mikilli beiskju í garð samfélagsins. Hvað á fólk sem er fullfært til vinnu að gera? Sumir hafa tilhneigingu til þess að missa sjálfstraustið og hafa jafnvel ekki uppburði í sér til þess að auglýsa eftir starfi. En þrátt fyrir atvinnuleysið eru ekki allir sem missa móðinn, einn viðmælandi leit á tíu mánaða tímabil án atvinnu sem nokkurs konar frí frá rúmlega 30 ára þrældómi í fiskvinnslu. „Mér finnst óforskammað að segja manni upp eftir rúmlega þijátíu ára starf. Það má segja að það eina sem ég kunni sé að flaka fisk. Þræidómurinn er algjört morð, Atvinnuleysi, eftir lengd þess, í feb. 1989 (bráOabirgOartðlur) KARLAR KONUR missir á sjálfsvirðingu en einnig ijárhagslegt áfall. Ef atvinnuleysi er langvarandi eins og sums staðar erlendis, fylgja kvillar á borð við þunglyndi í kjölfarið, auk þess sem atvinnuleysi, sérstaklega fyrir- vinnu, verður oft til fjölskylduslita," segir Bjarni Ingvarsson, vinnusál- fræðingur. Sálræn áhrif atvinnu- leysis eru lítt könnuð hér á landi en af viðtölum má ljóst vera að uppsagnir eða erfiðleikar við að fá vinnu verka nánast sem „rothögg" á fjölda fólks. Eldra fólkið sem hefur sumt hvert starfað hjá sömu , fyrirtækjum áratugum saman treystir sér oft ekki til þess að skipta yfir á ólíkan vinnuvettvang. Þar fyrir utan er samfélagið lítt hvetjandi og hinum atvinnulausu reynist erfitt að tilheyra ekki lengur ákveðnum hópi. „Það var slæmt að detta út úr hópnum, þetta var gott fólk. Ég sakna öryggisins og félags- ég vann mjög oft til klukkan tíu á kvöldin og margar helgar og lagði alltaf fyrir enda þarf ég bara að sjá fyrir sjálfri mér,“ sagði kona ein, 66 ára að aldri. „Mér finnst bónusinn ekki hafa góð áhrif, það er mikill metingur í fólki og allt verður einhvern veginn ieiðinlegra. Það er fjöldi manns sem fær vöðva- bólgu og þarf til læknis. Sjálf er ég með mikla slitgigt, hef unnið eins og asni og farið illa með mig. Annars var ég orðin hundleið á or- matínslu, svo það var ekki frá svo skemmtilegu að fara. En það er andstyggilegt að segja fólki upp sem á kannski eftir eitt eða tvö ár í ellilífeyrinn. Sem betur fer er ég þannig að ég hef alltaf nóg að gera og svo hef. ég í vetur gætt dóttur- sonar míns sem er sykursjúkur. Annars hefur þetta verið eins og frí en nú er svo komið að vegna íjárhags verð ég að fara í vinnu.“ ÖRLYGUR PÉTURSSON, 59 ára KANN ÞVf ILLA AB VERA ÓHAGI HANN SEGIR uppsagnir orðnar vopn í höndum vinnuveitenda og skæð í höndum nokkurra. Orl- ygur Pétursson á nú í baráttu við fyrrverandi vinnuveitendur sína, sem sögðu honum upp vegna samstarfsörðugleika og gerðu honum þar með illmögulegt að verða sér úti um aðra vinnu og að fá atvinnuleysisbæturnar, sem honum bera. Orlygur hefur unnið við trésmíðar í 23 ár, þar af í tvo áratugi á sama stað. Hann hafði starfað í þijá mánuði á trésmíðaverkstæði þegar honum varð sundurorða við verkstjóra. „Ég átti að flokka timbur um leið og ég vann það og gerði þetta eftir bestu getu. Verkstjórinn taldi mig ekki hæfan til flokkunarinnar og þá spurði ég hann hvort hann teldi mig geta unnið nokkuð verk lýtalaust á verk- stæðinu. Svarið fékk ég daginn eftir í uppsagnar- bréfi þar sem mér var sagt upp vegna samskiptaörð- ugleika, með vikufyrirvara. Þegar ég bað um útskýr- ingar á uppsögninnni, var mér sagt að þetta væri bara svona. Ég vildi ekki íþyngja þessum mönnum með nærveru minni, svo ég hætti þegar." Og þar hófst ganga Örlygs í kerfinu og milli ráðn- ingarskrifstofa. „Það er ekki hægt að fá vinnu þeg- ar manni hefur verið sagt upp vegna samskiptaörð- ugleika. Mér er umsvifalaust ýtt til hliðar. Og þegar ég ætlaði að fá atvinnuleysisbætur, kom í ljós að vegna þess hvernig uppsögnina bar að, væri álita- mál hvort ég hefði rétt á bótunum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fundað hefur verið um mín mál. Ég vil taka það fram, að þetta er ekki sök verkalýðs- félagsins, það hefur ekki rétt samkvæmt lögum til að greiða mér bætur þegar svona stendur á, fyrr en rætt hefur verið um mín mál. Ástandið á vinnumarkaðnum er orðið þannig að ef eitthvað ber á milli vinnuveitanda og starfs- mannns, er honum sagt upp. Ég veit nokkur dæmi þessa. Ég veit ekki hvort þessir menn gera sér grein fyrir hvað þeir gera fólki með þessu. Eg tel ákvörð- un vinnuveitanda míns fljótfærnislega, þennan ágreining hefði mátt jafna. Vinnuveitendur mega ekki fara eftir því hvort þeim fellur persónulega illa við menn ef þeir vinna vel.“ Hvaða afleiðingar hefur uppsögnin? „Hún kemur mjög illa við fjárhaginn. Ég festi kaup á íbúð fyrir átta árum og er stórskuldugur. Ég hef fyrir tveimur börnum að sjá og hef verið aðalfyrirvinna heimilis- ins hingað til. Nú hefur konan mín tekið við því og ég kann því illa að vera ómagi á henni.“ Örlygur hefur áður misst vinnuna, þá vegna verk- efnaskorts. „Þá var skiljanleg ástæða fyrir uppsögn- inni en tilfinningin þegar manni er sagt upp var sú sama. Ég var lamaður, og á mig sóttu efasemdir um hvort það væri eitthvað að mér. Sjálfstraustið er lítið á tímum sem þessum. En ég gefst ekki upp, ég leita að vinnu upp á hvern einasta dag. Og ég neita engri vinnu, það er ekki siðferðislega rétt.“ ALDÍS GUÐBJÖRNSDÓTTIR, 49 ÁRA? ÞETTA 6ENGUR EKKILEN6UR „ÞAÐ ER ekki gaman að þessu atvinnuleysi," segir hún og brosir dauflega. Og það er ekki ofsögum sagt að Aldísi Guðbjörnsdóttur fínnist lítið gaman við það að vera atvinnulaus. Henni var sagt upp vinnunni í febrúar og heftir litla von um að fá annað starf enda segist hún hafa misst allan dug til að bera sig eftir vinnu. „Þetta var ekki svo slæmt í fyrstunni en líðanin versnar með hveijum deginum sem líður. Og sjálfstraust- ið þverr.“ Aldís hafði starfað í eitt og Liálft ár í pylsugerð SS þegar henni var sagt upp vegna uppstokkun- ar í rekstri fyrirtækisins. Henni var afhentur miði þar sem stóð að henni væri sagt upp með mánaðar fyrirvara. „Ég var búin að heyra ávæning af þessu og því kom uppsögnin lítið á óvart. Vinnan sjálf var erfið og köld og ég hætti eftir hálfan mán- uð. Fyrst var ég i raun fegin að vera laus úr henni en glansinn fór fljótt af. Uppsögnin kom sér ákaf- lega illa fyrir mig, því maðurinn minn lést síðasta haust. Hann var aðalfyrirvinnan og þegar ég missti vinnuna gat ég til dæmis ekki lengur rekið bílinn. Það erfiðasta við atvinnuleysið eru fjárhagsáhyggj- urnar, það lifir enginn -af þessum bótum. En það varð mér til bjargar að ég átti dálítinn varasjóð en hann er smám saman að ganga til þurrðar." Aldís var lengi búsett úti á landi, þar sem hún vann við fiskverkun. „Mér hefur aldrei verið sagt upp störfum áður. Ef það var ekkert að gera í fisk- vinnunni, brá ég mér bara á sjó með manninum mínum. En núna er ekkert slíkt að grípa í.“ Það hefur reynst mörgum erfitt að sækja allt sitt til stofnana og svo er einnig með Aldísi. „Ég skamm- ast mín þegar ég sæki bæturnar, ég hef aldrei áður þurft að sækja neitt til stofnana og mér finnst það erfitt. Svo er fyrirkomulagið á bótagreiðslunum og skráningunni alls ekki nógu gott. Mér er ómögulegt að skilja af hveiju það er ekki hægt að greiða út bæturnar og skrá okkur á sama degi. Og hvers vegna ekki er hægt að hnika til útborgunardegi. Ég komst ekki til að ná í bæturnar daginn sem var greitt út í síðustu viku og missti þær því. Það eru mikil hlaup og mikil pappírsvinna í kringum skrán inguna og maður kemst ekkert í burtu.“ Þeim sem eru atvinnulausir, er það ákaflega við kvæmt mál og það er ekki auðvelt að segjast vera án vinnu. „Kannski finnst fólki þetta aumingjaskap- ur,“ segir Aldís. „Ég veit ekki með sjálfa mig. Eg hef misst allan áhuga á umhverfinu. Þegar ég var í vinnu, var ég miklu duglegri og atorkusamari. Ég kom heim úr vinnu og vissi af heilmörgum verkefn- um sem biðu mín. En nú er ég orðin sinnulaus. í fyrstunni myndaðist ég við að taka til og sauma út en er hætt að nenna því. Ég geri orðið mest lítið.“ Leiðist þér? „Stundum og stundum ekki. Ég hef lítinn félagsskap því undanfarin ár hef ég unnið fram á kvöld og um helgar og hef því misst allt samband við fólk.“ Hvað með framtíðina? „Ég veit svei mér ekki.. . Ég treysti mér ekki til að að bera mig eftir vinnu hjá ráðningarstofunum og í blaðaauglýsingum. Ég er á skrá hjá bænum en hef ekkért fengið. Það er erfitt fyrir fólk á mínum aldri að vera að skipta um vinnu, að kynnast nýju fólki og læra réttu tökin. Smám saman hef ég fengið það á tilfinninguna að ég sé gamalmenni þó ég sé ekki orðin fimmtug. En ég ætla að reyna hvað ég get að fá mér vinnu þetta gengur ekki lengur." ; 4it*ifc »i.iá *íi fc-ií £ii í ii ti'If *t Htí í éilíí éittii f é'xi t r *. í- ' T S- 'Í' j- oiÁiíSíftííJis'; »-■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.