Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 21

Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 21
 Plori0imIl»Xa^íiíi ATVINNU RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR HHHHNHHHHBHNMiii^HINDNDII^N^NHNNNDNDNNDHNDDDDI^HNHNHHNK Deildar stj óri Almenna bókafélagið vill ráða deildarstjóra námsbóka. Sagt er að æskilegt sé að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af kennslustörfum. Rafiðn Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir að ráða raf- virkja eða rafeindavirkja til kennslu í rafiðnum. Umsækjend- ur verða að vera fagmenntaðir og er áhersla lögð á að viðkom- andi sé þægilegur í umgengni og sjálfstæður í vinnubrögðum. Lagmeti Lagmetisfyrirtæki á Vesturlandi leitar að matvælafræð- ingi eða mjólkurfræðingi. Verksvið er gæðastjórnun, vöruþró- un, ásamt verkstjórn og öðrum störfum. Byggðastoftiun Byggðastofnun vinnur að stofnun miðstöðvar Byggða- stofnunar á ísafirði og er stofnunin að leita að starfs- manni. Miðstöðin á að annast samskipti við fyrirtæki, sveitar- félög og aðra aðila á Vestfjörðum auk annars. Ekki eru settar ákveðnar kröfur um menntun en gert er ráð fyrir að starfsmenn hafi margs konar menntun. Deildarsljóri Stór fyrirtæki í Reykjavík auglýsir eftir deildarstjóra inn- flutningsdeildar. Viðkomandi hefur umsjón með inniíutningi fyrirtækisins, sölu, og tengdum þáttum. Leitað er að við- skiptafræðingi eða öðrum með sambærilega menntun. Oskað er eftir að viðkomandi hafi einhveija þekkingu á matvöru og innflutningi. Menntaskóla- kennarar Menntamálaráðuneytið auglýsir nokkrar lausar stöður við framhaldsskóla. Menntaskólann á Akureyri vantar kennara í íslensku og stærðfræði. Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði er laus staða aðstoðarskólameistara, og hlutastaða í íþróttum. RAÐAUGL ÝSINGAR Flugstöðin Verslunarhúsnæði í flugstöð Leifs Eiríkssonar er auglýst til leigu. Um er að ræða 52 fermetra húsnæði. Tekið er fram að þeir vöruflokkar sem til greina koma að leigutaki verði með séu háðir samþykki flugmálastjórnar. Endurvinnsla Vélarsamstæða sem ætlað er að tæta, pressa og bagga papírsúrgang er auglýst til sölu. Þá segir að einnig sé mögu- legt að nota samstæðuna til þess að pressa og bagga sorp og annan úrgang s.s áldósir. SMÁAUGL ÝSINGAR Ferðir Ferðafélag íslands og Útivist auglýsa fjölmargar ferðir innanlands. FÍ auglýsir t.d. ferð um Lonsöræfi 14.-21. júlí næstkomandi. Farið er frá Reykjavík til Hornafjarðar og þaðan er ferðast á jeppum inn lllakamb í Lónsöræfum og gist í tjöldum. Útivist bendir á nýjan hálendishring, sem er öku- ferð með göngu- og skoðunarferðum. Útskriftarhópur Starfsþjálfunar fatlaðra vorið 1989, ásamt leiðbeinendum. Starfsþjálfiin fatlaðra útskrifar tólf nemendur TÓLF nemendur voru útskrifaðir frá Starfs- þjálfun fatlaðra þann 20. maí síðastliðinn. Þetta er annar hópurinn sem útskrifaður er eftir að Starfsþjálfiinin tók til starfa í núverandi mynd í október 1987. Nemend- urnir útskrifast eftir þriggja anna nám. Kennd er tölvunotkun, ritvinnsla, töflu- reiknir og tölvubókhald, ennfremur bók- færsla, verslunarreikningur, íslenska, enska og samfélagsfræði. Af þessum útskriftarhópi hefur einn nemandi þegar hafið nám í framhaldsskóla, en hinir hyggja ýmist á frekara nám í haust, eða eru að leita sér starfa á vinnumark- aðnum, segir í frétt frá Starfsþjálf- uninni. Tilgangur Starfsþjálfunarinnar er að vera liður í að tryggja fötluð- um jafnrétti, bætta aðstöðu og sem best skilyrði til eðlilegs lífs í sam- félaginu, segir í fréttinni. Markmið- ið er að endurhæfa og þjálfa fatlaða einstaklinga til dæmis til almennra skrifstofustarfa á vinnumarkaðnum og til frekara náms í framhaldsskól- um. Starfsþjálfunin er einkum ætluð fólki sem hefur náð 17 ára aldri og hefur fatlast vegna slysa eða sjúkdóma. Nýr hópur nemenda hóf nám um áramót og annar hópur byrjar í haust og stendur innritun í hann yfir. Alls eru um 26 nemendur hjá Starfsþjálfuninni hveiju sinni, auk sumarnámskeiða sem nú standa yfir. Búðardalur: Fjörutíu og fimm á atvinnuleysisskrá Búðardal. Á NÝLIÐNU vori þegar skóla- fólk var að skila sér til heimahag- anna í atvinnuleit má segja að útlitið í atvinnumálum Iiafi verið með allra versta móti einkum þó vegna rekstrarerfiðleika Kaup- félags Hvammsflarðar. Eins og kunnugt er var kaup- félagið lýst gjaldþrota fyrir nokkru, en nú hafa einstaklingar og fyrirtæki yfirtekið rekstur þeirr- ar deildar sem kaupfélagið annað- ist. Sú breyting kallar til sín færra starfsfók en þar var áður og nú eru um 45 konur á atvinnuleysiskrá, þótt það segi ekki alla söguna um stöðu atvinnumála í landbúnaðar- héraði sem Dalasýsla er. Nokkur ný störf hafa orðið til að undanförnu og útlit fyrir að þeim geti enn fjölgað innan tíðar. Hús- næðisskortur er ' Búðardal og vant- ar fyrst og fremst leiguíbúðir. Tvær nýjar söluíbúðir í raðhúsi eru að komast í gagnið og aðrar tvær eru í smíðum en önnur þeirra verður leiguíbúð en hitt er kaupleiguíbúð. — Kristjana Raufarhöfii: Atvinnu- ástand gott ATVINNUÁSTAND er yfir höfuð gott. Á vegum Raufarhafnarhrepps verður í sumar unnið að holsræsa- og gatnagerð. Slitlag verður lagt á nokkrar götur og talsvert verður unnið að umhverfismálum. Afram verður haldið með bygg- ingu dvalarheimilis aldraðra og unnið er að 3 einbýlishúsum í félags- lega kerfinu. Hjá Fiskiðju Raufar- hafnar er nóg að gera. Þar voru á launaskrá í síðustu viku 92, fyrir utan skrifstofufólk og áhöfn á togar- anum Rauðanúp, sem hefur veitt vel það sem af er árinu. Tvær saltfisk- verkanir eru starfandi á Raufarhöfn. Hjá Síldarverksmiðju ríkisns er unnið að viðhaldi og endurbótum fyrir kom- andi loðnuvertíð. Trillusjómenn eru óðum að ljúka hreinsun og málun á bátum sínum eftir velheppnaða grá- sleppuvertíð í vor. Afli er góður. — Helgi Nýr eigandi Ilmu hf. NÝR eigandi hefur tekið við efiia- gerðinni Ilmu hf. Hinn nýi eig- andi er Ásgeir Gunnarsson fyrr- verandi forstjóri Veltis hf., og hefur hann gert nokkrar breyt- ingar á stjórnskipulagi fyrirtæk- isins. Ilma hefur lengst af í þrjátíu ára sögu sinni fengist við kryddvöru- framleiðslu, og í frétt frá hinum nýja eiganda kemur fram að svo muni verða afram. Stjórn fyrirtæk- isins skipa Ólafur Jónsson, formað- ur, Hilmar B. Jónsson og Davíð Scheving Thorsteinsson. Selfoss: Atvinnu- ástand verra en í fyrra Selfossi. „Atvinnuástandið er alls ekki nógu gott,“ sagði Haf- steinn Stefánsson starfsmaður hjá Verkalýðsfélaginu Þór á Selfossi. „Það er lítið um tæki- færi til atvinnu þjá ungn fólki. Því er margt ungt fólk í vand- ræðum með að fá vinnu eftir að skólum lauk.“ Hafsteinn sagði ástandið mun verra en á sama tíma í fyrra og hefði verið það allt þetta ár. Á atvinnuieysisskrá eru ríflega 60 manns en um helm- ingur þess er fólk sem sagt er upp tímabundið yfir sumarmán- uðina. Þessi skráning nær til Selfoss og uppsveita Árnessýslu. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.