Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUÐAGUR 2. JÚLÍ 1989
■•8*1
LEIKSÝNING
Égbýð
þér von
semlifir
Áhugamannnaleikhópurinn
Fantasía frnmsýndi á fímmtudag-
inn sjónleikinn „Ég býð þér von
sem lifir“ sem er nýtt íslenskt
verk eftir meðlimi hópsins. Leik-
gerð er eftir Kára Halldórs.
Blaðamaður brá sér niður í Skeif-
una þijú, þar sem hópurinn heftir
aðsetur, og spurði Kára hvernig
níu manns gætu skrifað saman
leikverk.
Þegar ákveðið var að setja á svið
leikverk kom í ljós að mikill
áhugi var fyrir því innan hópsins að
semja eigið verk. Við komum okkur
saman um að best væri að hver leik-
ari skrifaði eitt atriði sem yrði síðan
lengt öðru og svo koll af kolli. Við
sköpuðum níu persónur sem var rað-
að í rullur eftir persónugerð þeirra.
Þessar persónur ganga í gegnum
allt verkið og hatda atriðunum sam-
an.“
Atriðin níu byggja að miklu leyti
á persónulegri reynslu höfundanna.
Þar er fjallað um sammannleg
vandamál s.s. ást og vonleysi. En
vonin er einnig til staðar og bíður
eftir að verða að veruleika.
Leikhópurinn hóf starfsemi sína i
haust og réð til sín þau Öldu Arnar-
dóttur og Kára Halldórs. Aðaláhersla
var lögð á spuna, leiktúlkun og radd-
þjálfun. Hópurinn var tekinn inn í
Baridalag íslenskra leikfélaga á
síðasta aðalfundi félagsins í maí.
Húsnæðisvandamál hafa hijáð
hópinn í vetur. Lengst af hafði Fant-
asía aðsetur á Galdraloftinu í Hafn-
arstræti en í vor tók hópurinn, ásamt
Sót-hópnum og Veðurleikhúsinu, efri
hæð Skeifunnar 3 á leigu. Þetta er
sama húsnæði og leikhópurinn Frú
Emilía er í.
Takmarkaður sýningafjöldi verður
á sjónleiknum.
Marteinn
Arnar
Marteins-
son og
Ágústa
Skúla-
Idóttir.
Ragnheiður
Skúladóttir,
Ágústa
Skúladóttir
Ojg Guðrún
Oyahals í
hlutverkum
sínum í
sjónleiknum.
UMHVERFISMAL
TEKIÐ TIL HENDINNI
Að venju býðst ellilýfeyrisþegum hjálp við tiltekt umhverfis hýbýli sín í sumar.
Þessir krakkar tóku til hendinni á lóð í Austurbrúninni í síðustu viku. Eigandi
lóðarinnar bað okkur til skila kæru þakklæti til krakkanna fyrir vel unnið verk.
Brúðhjónin, Guðný Þorvarðar-
dóttir og Ágúst Már Jónsson.
Fyrir þá sem ekki vita skal hér
upplýst að Ágúst Már er knatt-
spyrnumaður, gamall KR-ingur,
sem keppir nú með sænska fyrstu-
deildarliðinu Hacken. Samningur
Ágústs við Hacken er til þriggja
ára en þann tíma ætla þau Guðný
að búa í Svíþjóð.
Athöfnin í kirkjunni fór fram
áfallalaust. „Að yísú gleymdi Ágúst
sér örlitla stund og varð seinn upp
að altarinu," segir Guðný „en hann
áttaði sig fljótt og brá skjótt við“.
Ágúst hlær og segist sennilega
ekki hafa verið búinn að jafna sig
eftir að Guðný gekk inn í kirkjuna.
„Það ógleymanleg sjón, engu lík,“
segir hann og lítur til Guðnýjar.
Eftir athöfnina var gestum boðið
til veislu á Holiday-Inn hótelinu.
Og aftur kom veðrið sér vel því
veislugestir gátu rölt út á svalir
og notið sumarblíðunnar. Jónas
Þórir spilaði á píanó í veislunni og
mikið var sungið.
Nú í vikunni dvöldu ungu hjónin
tvo daga í sumarbústað á Laugar-
vatni en svo er ferðinni heitið til
Svíþjóðar. Brúðkaupsferðin verður
nokkuð síðbúin eða í nóvember.
Þau verða þó ekki ein því með í
för er félag Ágústs, Hácken. „Sem
við buðum með í brúðkaupsferð-
ina,“ segir Ágúst Már og kímir.
BRÚÐHJON VIKUNNAR
Ogleymanleg sjon
Brúðhjón vikunnar eru að þessu sinni Ágúst Már Jónsson og
Guðný Þovarðardóttir. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni 25.
júní. Prestur var séra Einar Eyjólfsson.
Það má segja að það hafi verið
tvöföld hátíð hjá Ágústi Má
og Guðnýju um síðustu helgi.
Guðný útskrifaðist sem viðskipta-
fræðingur, frá Háskólanum á laug-
ardaginn og á sunnudaginn giftu
þau sig við hátíðlega athöfn í Dóm-
kirkjunni. Ágúst Már og Guðný eru
sammála um að dagurinn hafí ver-
.ið alveg ógleymanlegur.
„Meira að segja veðrið var stór-
kostlegt," segir Guðný. „Enda var
pabbi búinn að panta það langt
fram í tímann. Hann var sannfærð-
ur um að gert yrði að vilja hans
þrátt fyrir slæma veðurspá."
Vegna veðurblíðunnar var mikið
af fólki niður í bæ. „Þegar við
ókum frá kirkjunni í skreyttum bíl
með ryðgaðar niðursuðudósir
skröltandi aftaní veifaði fólkið til
okkar,“ segir Ágúst Már. „Það var
frábært að sjá allt þetta fólk gleðj-
ast með okkur," bætir hann við.
Það var bróðir Guðnýjar sem gaf
ungu hjónin saman. „Hann flutti
persónulega og jafnframt skemmti-
lega ræðu þar sem hann vísaði
m.a. í fótboltann,“ segir Guðný og
brosir.
Þau gifitu sig
■ Guðný Þorvarðardóttir
og Ágúst Már Jónsson,
Reykjavík
■ Unnur Valdís Ingvars-
dóttir og Bjöm Mikael
Alengard, Reykjavík
■ Vera Maack Pálsdóttir
og Róbert Shannon Stew-
art, Reykjavík
■ Hrefna Þorsteinsdóttir
og Hilmar Þór Hilmars-
dóttir, Mosfellsbæ
■ Eva Ásrún Albertsson
og Viðar
Reykjavík
■ Haraldur
Hafdís
Reykjavík
■ Halldór
Amarson,
Aikman og
Harðardóttir,
Jónsson og
Sigríður Eiríksdóttir, Hafn-
arfirði
Michelle Pfeiffer
MICHELLE PFEIFFER
Ný stjarna í
Hollywood
Mikið hefur borið á bandarísku
leikkonunni Michelle Pfeiffer í
kvikmyndahúsum að undanförau.
Hún leikur eina af nornunum
þremur í kvikmyndinni Nomimar
frá Eastwick. í
óskarsverðlaunamyndinni
Hættuieg sambönd leikur hún
ástríðufúlla ástkonu aðalsmanns
og í kvikmyndinni Gift mafíunni
konu sem ákveður að hefja nýtt
líf eftir lát eiginmanns sins.
Michelle var átján ára þegar hún
ákvað að gerast leikkona. Hún
vann í stórmarkaði og hafði ekki
mikið fé handa á milli. Michelle lét
það ekki á sig fá og áður en langt
um leið hóf hún störf sem fyrirsæta.
Michelle sótti tíma í leiklist og lék í
sjónvarpsauglýsingum. Seinna buð-
ust henni aukahlutverk í kvikmynd-
um í fullri lengd. Það var þó ekki
fyrr en með myndinni Nornimar frá
Eastwick, þar sem Michelle leikur á
móti Cher, Susan Sarandon og Jack
Nicholson, að hún varð verulega
þekkt sem kvikmyndaleikkona.
Michelle segist standa næst Ang-
elu De Marco (Gift mafíunni) af þeim
persónum sem hún hefur leikið. „Ég
held að margar konur geti sett sig
í spor Angelu," segir Michelle.
„Henni hefur verið haldið niðri frá
bamæsku. Einn dag getur hún ekki
meir og gerir uppreisn. Hún flýr
undan verndarvæng maflunnar og
ákveður ásamt syni sínum að hefja
nýtt líf. „Eins og Angela gerði ég
uppreisn," segir Michelle, „þó sú
uppreisn hafi að mörgu leyti verið
ólík uppreisn Angelu."
Michelle leggur metnað í að kom-
ast sem næst þeim persónum sem
hún leikur hverju sinni. Fyrir hlut-
verk Angelu I Gift mafíunni lét hún
lita á sér hárið dökkt. „Hvemig í
ósköpunum er hægt að leika Angelu
með ljóst hár? segir Michelle. „Ytri
einkenni sem vísa til persónunnar
sem ég er að leika hjálpa oft til við
að nálgast hana,“ bætir hún við.
Michelle er ekki hissa á því að
kvikmyndahúsagestir eigi erfitt með
að gera sér grein fyrir henni. „Ef
kyikmyndahúsagestir líta á mig á
svipaðan hátt og ég lít á sjálfa mig
hljóta þeir að vera afar ráðvilltir,“
segir Michelle. „Ég er ný manneskja
á hvetjum degi. Stundum lít ég í
fataskápinn minn og segi við sjálfa
mig: Hver býr hér? Hver á þennan
fataskáp?“.
í Hollywood eru menn sammála
um að Michélle Pfeiffer eigi bjarta
framtíð fýrir höndum. Hún hefur
allt til að bera', er áberandi falleg,
ákveðin, greind og hæfileikarík leik-
kona.
__________ __________________
IJr óskarsverðlaunamyndinni
Hættuleg sambönd.