Morgunblaðið - 02.07.1989, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6. 101 REYKJA VÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Samvinnuferðir
— Landsýn hfc:
Fyrstu fímm mánuðir ársins:
Heimilt að hefja loðnuveiðar í gær:
í LISTASAFNIÍSLANDS
Morgunblaðið/Einar Falur
Morgunblaðið/Einar Faiur
NETINBÆTTÍ GÓÐA VEÐRINU
Leiguflug
hafið á þotu
ríkisins
skipulagsbreytingar og tækninýj-
ungar svipt hóp fólks vinnu, auk
þess sem langskólagengnir eiga erf-
iðara en áður með að fá störf. Sam-
drátturinn er einna mest áberandi í
alrriennum skrifstofu- og þjónustu-
störfum.
Deilt er um hvort atvinnuleysi nú
telst alvarlegt. „Ég tel ástandið nú
ekki mjög alvarlegt. Það má reikna
með því að á bak við 1 - 1,5% at-
vinnuleysi standi þeir sem eru að
leita sér að atvinnu og þeir sem eru
frá vinnu vegna slysa eða fötlunar,"
segir Lilja Mósesdóttir, hagfræðing-
ur ASÍ.
Að sögn Vilhjálms Egilssonar hag-
fræðings hefði atvinnuleysið átt að
dragast verulega saman miðað við
„eðlilegt" ástand. Hann spáir enn
frekara atvinnuleysi í haust vegna
minnkandi kvóta.
Sjá grein og viðtöl bls. 10-11.
Sjávarútvegsráðuneytið:
Þorskanetin
bönnuð í sumar
FRÁ OG MEÐ 1. júlí til og með
15. ágúst næstkomandi eru allar
veiðar í þorskanet bannaðar inn-
an íslenskrar fiskveiðilögsögu,
segir í fréttatilkynningu firá sjáv-
arútvegsráðuneytinu.
Þessar veiðar hafa verið bannað-
ar á sumrin í nokkuð mörg ár,
sagði Jón B. Jónasson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í
samtali við Morgunblaðið.
Verð loðnuafiirða 1 lágmarki
Ekki kunnugt um að nein skip hefli veiðar á næstunni
SAMKVÆMT samkomulagi íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga
var heimilt að hefja loðnuveiðar í gær. Að sögn Kristjáns Ragnarsson-
ar, framkvæmdastjóra LÍÚ, er honum ekki kunnugt um að nein íslensk
loðnuskip ætli að helja veiðar á næstunni, en mörg þeirra eru nú við
rækjuveiðar. Verð á loðnuafurðum hefúr fallið verulega frá því á sama
tíma í fyrra, og að sögn Jóns Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags
íslenskra fiskmjölsframleiðenda, hefúr verð á Iýsi lækkað um rúmlega
hclming og fer ennþá lækkandi.
ámarksverð u ----
fékkst bæði
fyrir loðnumjöl og
lýsi síðastliðið sum-
ar að sögn Jóns, en
þá var verð á prót-
íneiningu mjöls tæplega 10 dollarar,
en tæplega 7 dollarar fást nú fyrir
prótíneininguna. Hámarksverð á lýsi
í fyrra var tæplega 500 dollarar tonn-
ið, en það er nú komið niður í tæp-
lega 240 dollara og fer sífellt lækk-
andi.
Að undanskildu lágu afurðaverði
sagði Kristján Ragnarsson að helstu
ástæður fyrir því að íslensk loðnu-
skip hefja ekki veiðar á næstunni,
væru að loðnuveiðarnar væru
ótryggar á þessum árstíma, og larigt
væri að sækja loðnuna, en hún héldi
sig venjulega við Jan Mayen á þess-
um tíma árs. Þá væri kvótinn ekki
það stór að menn hefðu ekki áhyggj-
ur af að ná honum ekki.
Kvótinn á loðnuvertíðinni að þessu
sinni er 900 þúsund tonn, og sam-
kvæmt samkomulagi Islendinga,
Norðmanna og Grænlendinga koma
78% í hlut íslendinga, og sín hvor
11% í hlut Norðmanna og Grænlend-
inga. Norðmenn eiga inni 40 þúsund
tonna bætur frá síðustu vertíð, þann-
ig að í hlut íslendinga koma 662
þúsund tonn.
ATVINNUASTAND fyrstu pjnm
mánuði þessa árs gefúr til ký'nna
mesta samfellda atvinnuleysið
síðastliðna tvo áratugi. I maí var
meira atvinnuleysi en verið hefur
í þeim mánuði í aldaríjórðung.
Ekki aðeins hefur skólafólk átt í
erfiðleikum með að fá vinnu, held-
ur töldust 1,4% atvinnufærra vera
án vinnu í maí og sömu sögu er
að segja í apríl. Venjan hefúr ver-
ið sú að er líður á vorið, hefúr
dregið mjög úr atvinnuleysi, m.a.
vegna sumarleyfa. Sú helúr þó
ekki verið raunin í ár, meðal ann-
ars vegna aðhaldsaðgerða fyrir-
tækja, sem mörg hver ráða ekki
fólk til sumarafleysinga.
Samanborið við árin 1968-1969,
er síldin brást, og 1983 er gæfta-
leysi á vertíð olli töluverðu atvinnu-
leysi, hefur dregið mun minna úr
atvinnuleysinu í ár en áður. Sam-
kvæmt upplýsingum ráðningarskrif-
stofanna hafa samruni fyrirtækja,
Samvinnuferðir-Landsýn
hófú í gær leiguflug sitt á Bo-
eing 737-þotu þeirri, sem Arn-
arflug hafði á kaupleigu, en
ríkið leysti til sín í vetur. Geng-
ið hefúr verið frá leigusamningi
á þá leið að Samvinnuferðir-
Landsýn nýti vélina í leiguflug
sitt til sólarlanda fram til
haustsins. Að sögn Helga Jó-
hannssonar hjá Samvinnuferð-
um-Landsýn eru í samningnum
'uppsagnarákvæði á þá Ieið, að
hvor aðilinn um sig geti slitið
honum með tiltölulega stuttum
fyrirvara.
Helgi sagði, að samningurinn
væri tvíhliða, milli ríkisins og
Arnarflugs annars vegar, og ríkis-
ins og Samvinnuferða-Landsýnar
hins vegar. Starfsmenn Arnar-
flugs munu fljúga vélinni á samn-
ingstímanum, en Samvinnuferðir-
*Landsýn ábyrgjast alla notkun á
henni. „Við tókum þá ákvörðun á
sínum tíma að fljúga allt leiguflug
þessa sumars á daginn, en ekki
að næturlagi eins og venjulega
tíðkast í leiguflugi. Við sáum hins
vegar fram á það í vor að vegna
þessa kæmumst við ekki hjá því
að leigja vél til flugsins, til að forð-
ast raskanir á fyrirhuguðum brott-
farartímum. Reyndar buðust okk-
ur hagstæðir leigusamningar er-
lendis frá, en gengum til samninga
við ríkið urn þessa þotu þar sem
engum var til bóta að hún stæði
ónotuð og lægi jafnvel undir
skemmdum," sagði Helgi enn-
►fremur.
Mesta atviimuleysi í 20 ár