Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 5
C 5 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 ----------------------------^ . . . ..- koll af kolli. Hér er eldað fyrir um þúsund manns í hádegi, færri að kvöldi og pottarnir engin smásmíði. Um helmingur sjúklinga neytir sérfæðis og fylgir mörgum matar- bökkum litríkt spjald sem segir til um þarfir viðkomandi. Af og til þarf að stöðva færibandið, þegar karrýsósa læðist á kjöt í misgripum, eða eftirréttur á bakka í erindis- leysu. Næringarráðgjafi stendur hjá og vigtar af nákvæmni skammta fyrir þá sem þurfa að gæta sér- stakrar varkámi í mataræði. Einn þarf að draga úr blóðfitu, annar að borða trefjaríkari fæðu og á þriðja spjaldinu er beðið sérstaklega um stóran skammt af rúsínum. Þótt færibandið rúlli og stúlkurnar keppist við er orðið við öllum þess- um óskum. í eldhúsinu er ekki eldað úr nein- um smáskömmtum. Sigvaldi Eiríks- son yfirkokkur segist þurfa um 160 kg af kjöti þegar það er á borðum, 110-120 kg af fiski, en 300 kg af kjúklingum því þá taka menn venju- lega hressilega til matar síns. Með- læti er grænmeti, sem vegur yfir 40 kg komið í hús og um 1350 kartöflur sem vega 90 kg. Alls þurfa starfsmenn í eldhúsi spítalans að matreiða á fimmflt hundrað þúsund skammta á ári fyr- ir starfsfólk og sjúklinga. ERILSSÖM SÁLG/ESLA Sr. Sigfinnur Þorleifsson réðst til Borgarspítalans fyrir fjórum árum. Sjúkrahúsprestur hefur í nógu að snúast, sjálfur orðar Sig- finnur það svo að hann sinni sál- gæslu sjúkiinga, aðstandenda og starfsfólks. Hann heldur á þriðja tug guðsþjónusta í mánuði og er auk þess alltaf til taks þegar kall- tækið pípir. „Eg er hér til styðja fólk í neyð, hjálpa því að spyija spurninga þótt ég kunni ekki svörin. Utrás sorgar er forsenda huggunar og oft þarf að hjálpa fólki til þess að létta af sér yfirþyrmandi sársauka. Við forðumst gjarnan þær hugsanir sem valda mestum óþægindum og þurf- um aðstoð til þess að vinda oían af þeim,“ segir Sigfinnur. Presturinn er á þönum allan dag- inn við að heimsækja sjúklinga sem óska þess, ræða við aðstandendur og hjúkrunarfólk. Fyrirvaralaust getur kalltækið boðað hann að beði dauðvona sjúklings eða til syrgjandi ættingja. „Stundum á maður því miður lítið eftir til að gefa,“ segir Sigfinnur. „Það getur verið slítandi að standa frammi fyrir slíkum atvikum á hveijum degi. Hér gerist meira á einni viku en í litlu prestakalli á heilu ári. Ég hef lengi vonast eftir því að annar prestur verði ráðinn að spítalanum og að það gæti orðið innan skamms. Það verður til mik- illa bóta því ég vildi gjarnan geta átt meira frumkvæði við að aðstoða sjúklinga og aðstandendur þeirra.“ í FYRSTU RÖLEG VAKT Starfsfólk slysadeildarinnar hef- ur átt rólega vakt. Á kaffistofunni sitja fjórir aðstoðarlæknar og hlusta á beina lýsingu af fótboltaleik. Út- varpið er bilað og til að bæta mót- tökuna hefur einhver klemmt töng við loftnetið. Rennihurðin fram á biðstofu opnast, inn kemur kona með brotna hendi. Hún er örmagna af sársauka og sjúkraliðar hjálpa henni upp á sjúkrabekk. í sömu mund opnast dyrnar að bílageymslunni. Bílstjórar neyð- arbílsins bera inn mann með hjarta- stopp. Hann er þegar fluttur inn á vel búna stofu sem ætluð er fvrir bráðatilfelli. Þar hefur allt verið undirbúið fyrir komu sjúklingsins, í samræmi við ákveðið skipulag sem jafnan er fylgt þegar um hjarta- stopp er að ræða. Um leið og kall berst frá neyðarbílnum um að slíkt tilfelli sé væntanlegt er hafist handa við undirbúninginn, þar sem hver mínúta getur skipt sköpum. Meðan læknar og hjúkrunarlið gera lífgunartilraunir er komið inn á sjúkrastofuna með fárveikan eldri mann. Eiginkona hans er í fylgd með honum. Svitaperlur glitra á enni gamla mannsins sem andar ótt og títt og skelfur mikið. Sjúkra- stofan sem fyrir nokkrum mínútum var hljóð og tómleg hefur á örskots- stundu breyst í vettvang, þar sem um líf og dauða er að tefla. Handleggsbrotna konan hefur fengið deyfilyf og líður ögn skár. Hún fer með lyftu upp á röntgen- deild og meðan hún er í myndatöku kemur systir hennar aðvífandi áhyggjufull á svip. í móttökuherbergj slysadeildar- innar bíða nú nokkrir eftir læknis- hjálp. Þó sitja þrír læknar á kaffi- stofunni og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þegar ég inni þá eftir skýringu segjast þeir vera vakta- hafandi læknar af öðrum deildum. Þeir sinni ekki almennum tilfellum á slysadeildinni. Ástæðan sé að þegar slasað eða fársjúkt fólk sé flutt á spítaiann þurfi læknar í við- komandi grein að geta gengið beint til verks. Væru þeir í miðjum klíðum við að sinna minniháttar óhöppum yrðu þeir að hlaupa frá hálfnuðu verki. í annan stað hafi þeir skyld- um að gegna á legudeildunum og verði að geta uppfyllt þær. Þetta segja þeir eina af skýringunum á hinni löngu bið sem gjarnan vill verða á slysavarðstofunni þrátt fyr- ir að utanaðkomandi virðist nóg af starfsfólki til staðar. DAGLEGT BRAUÐ Læknum tekst ekki að lífga manninn með hjartastoppið við. Eftir ítrekaðar tilraunir gefast þeir upp og úrskurða hann látinn. Önnur og aðkallandi verkefni bíða og innan fárra mínútna er hjúkrunarfólkið hlaupið til að sinna öðrum sjúkling- um. Ég spyr hjúkrunarfræðing hvort slíkir atburðir séu daglegt brauð á slysadeild og hún segir svo vera. Hún kveðst hafa lært að láta at- vik á borð við þetta ekki á sig fá. Ella yrði starfið brátt óbærilegt. En þegar erfið vakt sé að baki taki oft langan tíma að ná sér niður. „Þá getur verið erfitt að fara heim og reyna að síaka á,“ segir hún. „Eg hef tamið mér það að ræða ekki vinnuna við fjölskylduna, enda erum við eins og allt starfsfólk spítalans bundin þagnareiði. Gjarn- an sitjum við starfsfélagarnir nokkra stund eftir vakt og ræðum um atburði dagsins, léttum þar með af okkur mestu streitunni og því sem vill sitja eftir í. huganum.“ TILVERANIHNOTSKURN Deginum er lokið fyrir blaða- manni sem tygjar sig til heimferð- ar. Húmið sígur á og borgin fyrir utan býr sig undir svefninn. En á spítalanum er annar heimur þar sem erillinn heldur áfram, nótt sem nýtan dag, allan ársins hring. Orð hjúkrunarkonu, sem ég spurði hversvegna hún hefði valið sér þetta starf, sitja eftir í huganum. „Hér kynnist maður tilverunni í hnot- skurn, sorg og gleði, lífi og dauða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.