Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 10
1Ó c ------
LITLA
STÚLKAN
Vlfl
HLJjND
og allir vita, og ég er bara ósköp
venjulegur maður, svo það var aldr-
ei að vita nema eitthvert glæsi-
menni kæmi upp á milli okkar. En
þetta var fyrst og fremst gaman
og þótt hún gæfí opinberan söngfer-
il uppá bátinn, hefur hún alla tíð
síðan sungið mikið. Þegar við erum
til dæmis i veislum er hún alltaf
beðin að syngja. Síðast var það í
stórafmæli þar sem afmælisbarnið
hafði óskað sér þá gjöf frá okkur
að Erla að hún syngi í veislunni.
Hún tróð upp með tuttugu mínútna
prógram og gerði mikla lukku.
Svo mússíserum við heilmikið
hérna heima, segir Erla og hellir
nýlöguðu kaffínu í bollana. — Poul
er svo hrifínn af íslenskum tón-
skáldum og við söfnum íslenskum
nótnaheftum og bókum, til dæmis
með lögum Jóns Björnssonar, Ey-
þórs Stefánssonar og Sigfúsar Hall-
dórssonar. Þegar við erum á íslandi
verða svo allir hissa á því að Poul
skuli þekkja þessi lög og að ég
muni þau svona vel...
— Fékkstu einhvemtíma stór til-
boð, loforð um heimfrægð o.s.frv.?
Nei, ja það var reyndar maður
sem vildi fá mig til að leika í kvik-
mynd. Hann hafði skrifað bók sem
hét Stúlkan með gítarinn eða eitt-
hvað svoleiðis, og ég átti sem sagt
að leika aðalhlutverkið. En það varð
aldrei neitt úr því.
í úrklippumöppunni rekumst við
á auglýsingar, greinar, lesendabréf
og viðtöl sem snúast um bann
Ríkisútvarpsins á flutningi lagsins
Vagg og velta sem Erla syngur —
hvað olli slíku uppistandi?
Já, það var skrýtið mál, segir hún
og hristir höfuðið. Það hafði aldrei
gerst áður, held ég, að íslenskt
dægurlag væri fordæmt af útvarp-
inu, og svo það líka að platan var
brotin fyrir opnum míkrafóni í ein-
hvetjum tónlistarþætti. Það var
ósköp meinlaus texti sem olli þess-
ari gífurlegu hneykslan og reiði hjá
fólki. Eg skildi það ekki, þetta var
eins og í amerísku útgáfunni að
tekin voru brot úr öðrum textum
og tengd saman á spaugilegan hátt:
Afi minn fór á honum Rauð og yfír
kaldan eyðisand vagga ég og veltist
með tröllum og enginn grætur ís-
lending veltist hann í veraldar-
straumi og eitthvað svona bull, fyrst
og fremst græskulaust grín. Nátt-
úrlega voru ýmsir hrifnir af þessu
en aðrir svona gasalega hneykslað-
ir og ég átti ekki orð þegar ég kom
heim til íslands og öll þessi ósköp
dundu yfír mig. Mér hafði aldrei
dottið í hug að þetta gæti farið
svona, það var allt í háalofti, og
það var ekki talað um annað og
ekki skrifað um annað í blöðum og
alls staðar þar sem fólk talaði sam-
an var þetta aðalumræðuefnið. Og
ég upplifði það að margir voru bál-
reiðir útí mig og blótuðu mér í sand
og ösku. Svona lagað gæti aldrei
gerst í dag, held ég ...
Hvaða lög sem þú söngst held-
urðu sjálf mest uppá?
Mér hefur alltaf þótt mjög vænt
um Litlu stúlkuna við hliðið eftir
Tólfta september. Það var eins kon-
ar kynningarlag fyrir mig, ég byij-
aði alltaf á því þegar ég tróð upp.
Mér fannst Iagið fallegt, það átti
vel við röddina mína, og textinn er
líka fallegur. Mér þykir líka vænt
um Litla tónlistarmanninn, og yfir-
leitt Iögin hans Tólfta september,
Freymóðs Jóhannessonar. Ég veit
MORGUNlÍLAÐlb MAIMNLÍFSSTRAUMAR isunnudagur 2. júlíT989
LÆKNISFRÆÐI/F^/z/^r lyfgegn veirumf
Ristill og hlaupabóla
Það er ekki nýbóla að ein og sama sóttkveikja valdi tveim eða
fleiri sjúkdómum eða að minnsta kosti fleiri en einni sjúkdómsmynd.
Keðjukokkar eru meðal annars þekktir að því að framkalla húðroða
í tveimur sjúkdómum, skarlatssótt og heimakomu; og tvær sjúk-
dómsmyndir sem holdsveikibakterían á sök á kallast líkþrá og lima-
fallssýki. En þetta á ekki einungis við um „stórar“ sóttkveilgur; pínu-
Iítið illyrmi eins og veira getur líka sýnt af sér margvísleg hrekkja-
brögð.
Lengi hefur mönnum sýnst ætt-
armót vera með áblásturs-
blöðrum og ristilútbrotum og því
fengu þessir tveir kvillar endur fyr-
ir löngu sama nafn á flestum tungu-
málum 0g kallast
herpes. Nú hefur
komið á daginn að
veirurnar sem
valda þessum
ákomum eru ná-
skyldar. Hins veg-
ar er ristilveiran
ekki öll þar sem
hún er séð, ef svo
eftir Þórorin
Guðnason
órökvíslega mætti að orði komast,
því að það er hún sem líka veldur
hlaupabólu enda eru vatnsfýlltar
ristilblöðrur lifandi eftirmynd
hlaupabólu á byijunarstigi.
Hlaupabóla eða pétursbóla eins
og hún er stundum nefnd er venju-
lega talin til bamasjúkdóma og er
bráðsmitandi svo að flestir taka
hana á unga aldri en þó eru undan-
tekningar; sumir fá hana ekki fyrr
en á fullorðinsárum (1. mynd), eða
jafnvel aldrei. — Tveim eða þrem
vikum eftir smitun verða börnin
lumpin í 1-2 daga og þá fara bólurn-
ar að sýna sig, venjulega fyrst á
maga eða bijósti en breiðast svo
út um mestallan skrokkinn. Þær
ehi litlar vatnsblöðrur með roða í
kring, ein og ein en renna ekki
saman og eftir nokkra daga þorna
þær upp og verða að hrúðri sem
dettur svo af innan tíðar og er húð-
in þá heil undir, en fyrir kemur að
sumar skilja eftir sig smá-ör.
Svo líður og bíður, hlaupabólan
kemur aðeins einu sinni á ævi en
veiran er vís til að dorma í kroppn-
um og mörgum áram eða áratugum
seinna kann hún að vakna af dval-
anum og myndar þá vatnsbólur á
hálsi, baki eða síðu (2. mynd) í klös-
um eða krúð og fylgir sviði og
eymsli í húðinni. Þetta er nefnt rist-
ill og er ekki með vissu vitað af
hveiju kvillanum hefur verið gefíð
sama nafn og þarmhluta sem tekur
við af mjógiminu og sér um síðasta
stig meltingarinnar. Jón Pétursson
(1733—1801) getur í lækningabók
sinni um ýmis húsráð sem reynd
vora við þessum sjúkdómi og var
eitt þeirra að vefja utan um sig
sauðargörn þar sem útbrotin voru.
Annað nafn á ristli var hundsspor
en líklega hefur stærð útbrotasvæð-
isins ráðið nokkra um hvort það
nafn var notað. Enn eitt heiti kvill-
ans er náristill og gæti það ef til
vill helgast af þeirri trú sem lengi
var við lýði, og ekki aðeins hér á
landi, að ristill væri banvænn ef
hann kæmi báðum megin og næði
saman. Ristill beggja vegna er
sjaldséður og ekki hættulegri en
einhliða.
Sama máli gegnir um þessa kvilla
og marga aðra veirusjúkdóma að
lítil áhrif er hægt að hafa á gang
þeirra með lyfjum. Þrátt fyrir mikið
starf snjallra manna og talsverðan
árangur hefur engum auðnast að
smíða viðlíka bitur vopn í barátt-
unni við veirur eins og Fleming
tókst og þeim frelsisher sem fetaði
í spor hans í bakteríustríðinu. Bólu-
setningar hafa aftur á móti gert
hvert kraftaverkið á fætur öðru
þegar veirur eru annars vegar og
nægir hvað það snertir að nefna
bólusótt, mislinga og mænusótt.
Hlaupabóla og ristill era sjaldnast
hættuleg lífi og framtíðarheilsu;
miklu fremur era þau smávægilegir
kvillar sem ekki er ástæða til að
gera mikið úr. Samt væri gott að
geta losnað við ristil með því að
taka töflur í nokkra daga og
kannski verða þeir sem nú eru á
hlaupabóluskeiðinu aðnjótandi
slíkra þæginda þegar þeir komast
á ristilaldurinn. Þess háttar lyf
kæmu væntanlega í veg fyrir „eftir-
verki“ sem margan ristilsjúklinginn
angrar vikum og mánuðum saman
þótt útbrotin séu horfín. Það sem
helst stendur því fólki til boða nú
era venjuleg verkjalyf en langvar-
andi notkun þeirra er ekki góður
HAGFRÆÐlZSVá/'Wj vísindi?
Vamarræða hagfræðings
ekki hvaða lag hefur verið vinsæl-
ast, ætli það sé ekki Draumur fang-
ans, þegar ég hef verið á íslandi
hefúr það oftast heyrst í útvarpinu,
sérstaklega í óskalögum sjúklinga.
En eins og ég sagði áðan þá er ég
ekki nógu ánægð með það lag ...
— Er þér eitthvað minnistæðara
en annað frá þessum áram?
Ja, minningarnar era margar og
flestar góðar finnst mér. Ætli
ánægjulegasta minningin sé ekki
þegar ég söng á Lækjartorgi 17.
júní 1957. Miðbærinn var bókstaf-
lega svartur af fólki og allir vögg-
uðu sér í takt við músíkina, það var
stórkostleg upplifun.
En þessu fylgdi líka að það var
mikið skrifað um mann í blöð og
allskonar slúðursögur í gangi. Ég
var oft mjög skúffuð yfir því sem
var skrifað, það sem haft var eftir
mér var snúið við og kom allt öðra-
vísi út á prenti en ég hafði átt von
á. Ég man eftir blaðamanni, sem
spurði mig um hvort það væri músík
í fjölskyldunni, og ég sagði sem var
að svo væri í báðum ættum, til
dæmis væri Stefán íslandi náskyld-
ur mömmu. Og þessu var kómið
þannig á framfæri að það var eins
og ég væri að monta mig af að
vera skyld honum, og margir vora
hálfhneysklaðir og sögðu bókstaf-
lega við mig að ég hefði verið að
reyna að slá mér upp á þessu. Þetta
þótti mér virkilega leiðinlegt. Svo
spannst mikil della í kringum nafn-
ið mitt. Ég var auðvitað skrifuð
Thorsteinsdóttir í Danmörku af því
það er ekkert þ í dönsku. Svo vora
íslenskir blaðamenn famir að skrifa
þetta eins, og þá fór fólk að tala
um að ég væri orðin svo stór upp
á mig að mér þætti ekki nógu fínt
að nota eftirnafnið mitt eins og það
væri á íslensku, sem var alveg fár-
ánlegt. Og svo þetta klassíska, að
í hvert skipti sem ég kom til ís-
lands þá hafði alltaf einhver heyrt
að einhver hefði heyrt að ég væri
skilin og væri að koma heim með
börnin og allt það. Og þrátt fyrir
að ég vissi að þeir sem þekktu mig
vissu að það væri ekkert sannleiks-
korn í þessum skilnaðarsögum, varð
ég oft sár og leið...
— Hefur eitthvað verið talað um
að gefa aftur út vinsælustu lögin
þín?
Nei, ég hef að minnsta kosti
ekki heyrt það. Það eina sem hefur
komið upp í þessum dúr, var að
Haukur Morthens og Jónas Jónas-
son vora síðastliðið haust að spá í
að setja upp skemmtun á Hótel ís-
landi eða Broadway með lögum frá
sjötta áratugnum og vildu að ég
yrði með. Þessi hugmynd þeirra
strandaði síðan á peningaleysi að
mér skilst. En ég var eiginlega
búin að herða mig upp í að þora
að gera þetta aftur, en bara í nokk-
ur skipti. Það versta við þennan
bransa er að maður getur ekki bara
gert það sem mann langar til. Ef
ég byijaði aftur, og ég hugsa að
ég gæti það ef ég vildi, þá myndi
allt þetta fíakk og umstang fylgja
í kjölfarið sem á ekki við mig. Það
var að mörgu leyti mjög þægilegt
fyrir mig á sínum tíma, að syngja
bara inn á plötumar hér í Dan-
mörku og hafa síðan lítið meira
með þetta að gera...
— Kom einhvern tíma til greina
að þið settust að á íslandi?
Já, svarar Poul Edward að
bragði. — Þegar við voram um
þrítugt gátum við vel hugsað okkur
að setjast að á íslandi. Ég fékk
bara enga vinnu við mitt hæfi. En
mér hefur alltaf líkað mjög vel á
Islandi. Mér líkar vel tónninn í
mannlífinu, og til dæmis þetta með
að forstjóri og verkamaður gátu
orðið samferða heim úr vinnunni
og verið mestu mátar, slíkt þekktist
ekki hér í Danmörku fyrr á áram
þótt það hafi lagast mikið í seinni
tíð.
Já, okkur langaði þetta mikið á
sínum tíma, segir Erla. — En núna
held ég að ég gæti ekki flutt til
íslands, ég er orðin svo rótföst, það
bindur mig orðið meira hér i Dan-
mörku en á íslandi. Ég hef líka
verið svo heppin að mér hefur aldr-
ei leiðst hér, ég hef aldrei hafí heim-
þrá — en það er náttúrlega alltaf
gaman að koma til íslands ...
Grísku heimspekingamir lögðu
grandvöll að öllum félagsvís-
indum, þar sem í ritum þeirra kem-
ur fram abstrakt og greinandi hugs-
un um eðli og ástæður félagslegra
fyrirbæra. Plató
rekur í Ríkinu
hvernig sérhæfing
starfa verður til og
hvemig hún er
undirstaða mynd-
unar borgríkisins.
Að mati Platós
verður sérhæfing
starfa vegna þess
að menn er mishæfir og þarfir
þeirra misjafnar. Þegar störf
manna verða sérhæfð og sjálfnægt-
arbúskapur hverfur, skapast grand-
völlur fyrir verslun og þar með
borgríkinu. Ályktanir Platós af
þessari mikilvægu greiningu á hag-
kerfinu vora fyrst og fremst siðræn-
ar, þ.e. hvemig skipan Ríkisins
væri best borgið.
Það var síðan Adam Smith
(1723-1790), sem greindi nánar
áhrif sérhæfíngarinnar á hagkerfið.
Adam Smith, sem oft hefur verið
kallaður faðir hagfræðinnar, lagði
grundvöllinn að aðferðafræði hag-
fræðinnar. Að stóram hluta fjallar
Auðlegð þjóðanna, sem út kom árið
1778, um verð og verðmæti; hvaðan
kemur auðlegð þjóðanna?
Snilld er ætíð einföld og svar
Smiths er svo sannarlega einfalt;
af vinnu fólksins. Þessari kenningu
tefldi Smith gegn kenningum bú-
auðgissinna, sem röktu öll verð-
mæti til landsins og gegn kenning-
um merkantílismans sem rakti
verðmætin til gullsins. Smith leysti
mótsögn sem margir þeir sem ritað
höfðu um hagfræði höfðu fjallað
um; af hveiju er vatn sem er undir-
staða lífs á jörðinni ókeypis, en
demantar sem hafa enga þýðingu
í háu verði? Svar Smiths var að
verðið réðist af framboð og eftir-
spurn, framboð af vatni væri mikið .
en lítið af demöntum. Að mati
Smiths má rekja atferli mannsins
til sex hvata, sjálfselsku (self-lovej,
samúðar (sympathy), frelsisþrár
(the desire to be free), siðgæðisvit-
undar (a sense of propriety), starf-
semi (a habit of labour)og viðskipta-
áráttu (propensity to track, barter,
and exchange one thing for anot-
her). Athyglisvert er, að Smith var
prófessor í siðfræði (jafnframt
þessu var hann tollgæslustjóri) og
hafði skrifað ijölmörg rit um sið-
fræði.
Sem fræðigrein á því hagfræðin
ættir að rekja til heimspeki og sið-
fræði. I bók sinni Small is Beauti-
ful rekur Dr. Schumacher deilur
sem urðu um fyrsta prófessorsemb-
ættið í hagfræði, en það var stofnað
1825 við Oxford-háskóla. Stofnun
embættisins var mikið deiluefni.
Andstæðingar þess vöraðu við þess-
ari fræðigrein vegna þess að hún
hefði svo ríka tilhneigingu til að
hrifsa til sín annað („so prone to
usurp the rest“). Og „kostandi"
embættisins brýndi, að háskólinn
sæi til þess að hinum nýju fræðum
yrði haldið í skeijum.
Þegar litið er til stöðu hagfræð-
innar í dag má segja að andstæðing-
ar stofnunar þessa prófessorsemb-
ættis hafi haft nokkuð til síns mál.
í fullu samræmi við kenningu Plat-
ós og Smiths um sérhæfíngu vinn-
unnar, hefur fræðigreinin skipst í
sífellt fleiri undirflokka, þar sem
kennisetningum hagfræðinnar er
beitt á æ fleiri þætti mannlegs lífs.
Hér má nefna lög, og hagfræði, þar
sem beitt er aðferðum hagfræðinn-
ar til að greina gildi laga og hegðun
afbrotamanna; hagfræði stofnana,
þar sem hagfræði er beitt á svið
stjórnmálafræðinnar; almannavals-
kenninguna; sem fjallar m.a. um
ákvarðanir stjórnmálamanna og
umhverfishagfræði, sem einkum
fjallar um mengun og hvernig hag-
kvæmast sé að halda henni í skefj-
um. Prófessor Gary Becker við
Chicago-háskóla hefur e.t.v. gengið
lengra en flestir aðrir í að beita
kenningum hagfræðinnar út fyrir
hefðbundin svið, en hann hefur
m.a. skrifað um hagfræði hjóna-
bandsins, þar sem byggð er kenning
um hvemig menn velja maka! Jafn-
vel læknisfræðin fær ekki að vera
í friði, en fyrir allnokkram árum
birtist grein í virtu tímariti um hag-
fræði mannslíkamans. í öllum þess-
um greinum er lögð til grandvallar
forsendan um Homo Economicus,
en í henni felst að allar athafnir
mannsins megi rekja til hagrænna
þátta. Prófessor Paul Samuelsson
sagði eitt sinn eitthvað á þá leið
að hagfræðin byggðist á úreltri
sálarfræði og miskilinni félags-
fræði. Sálarfræðin sem byggt er á
er nytjakenningin, og samkvæmt
henni reynir hver einstaklingur að
haga gerðum sínum þannig að vel-
sæld hans verði sem mest. í þessu
felst að standi hann frammi fyrir
tveimur valkostum, velur hann þann
sem færir honum meiri velsæld. Þá
gerir kenningin einnig ráð fyrir því
að því meira sem einstaklingurinn
hefur af einni vöru því minna er
hann tilbúinn að fórna af öðram
vörum til að fá viðbótareiningu af
henni. Einfalt dæmi um þetta er
um vinnu og frítíma, eftir því sem
maður vinnur meira (og hefur þar
með minni frítíma), því verðmeiri
verður frítíminn og af þeim sökum
verður atvinnurekandinn að bjóða
hærra kaup fyrir eftirvinnuna. En
það eru ekki einvörðungu beinar