Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 8
8 C mi JJUL .S HU0ACJ1JMVÍU8 CJKJAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 eftir Páll Pálsson FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM, þegar Erla Þorsteins- dóttir gekk með sitt þriðja barn, ákvað stúlkan með lævirkjaröddina að hætta að syngja opin- berlega. Hún tímdi ekki að láta aðra passa börn- in sín og dvelja jafh lengi fjarri heimili sínu í Danmörku og það krafðist að vera vinsælasta dægurlagasöngkonan á íslandi. Draumur fangans, Litla stúlkan við hliðið, Litli tónlistarmaðurinn, Heimþrá, Hljóðaklett- ar, Táp og þrek (ásamt Hauki Morthens) — eru bara nokkur dæmi um þau íjölmörgu lög sem Erla söng sig inn í hjörtu fólks á sjötta áratugnum, og sum þeirra allar götur síðan fastagestir í óskalagaþáttum Ríkisútvarpsins. Hjónin Erla Þorsteinsdóttir og Poul Edward Danchel búa í fallegri sveit á Norður-Sjálandi, skammt frá þorpinu Ass- inge við Arresoen. Þang- að fluttu þau frá Kaup- mannahöfn fyrir jólin 1963, skömmu áður en Poul Ed- ward stofnaði rafeindafyrirtækið Elektronik, sem er í dag eitt af þremur leiðandi fyrirtækjum í Dan- mörku á sínu sviði. Þijú elstu börn- in — Poul Edward, Eva Ingibjörg og Stefán Þorsteinn — eru flutt að heiman, en yngsti sonurinn, Davíð Konráð, býr enn hjá foreldrum sínum. Erla er húsmóðir í besta skilningi orðsins, heimilið er hlýlegt, vitnar Um alúð og natni, og þegar hún sýnir okkur garðinn fær maður á tilfinninguna að hún vilji frekar ræða um blóm og runna en foma söngfrægð eins og til stendur. Það kemur líka á daginn, þegar við setj- umst við borðstofuborðið yfir kaffi- bolla og segulbandið fer að rúlla, að Erla hugsar ekki mikið um „þá gömlu góðu dága“, svo til að hressa upp á minnið sækir hún úrklippu- möppuna og Poul Edward setur Draum fangans á fóninn. — Hvern- ig finnst henni að heyra það lag núna? Það er nú orðið svo langt síðan, að það er eins og það sé önnur manneskja að syngja þetta. Áður fyrr varð ég meira spennt þegar ég heyrði lögin mín spiluð og leið eins og þegar ég var að syngja inn á plöturnar, sífellt að hlusta eftir hvernig til hefði tekist og fanhst alltaf eitthvað að. Og það verður að segjast eins og er með Draum fangans, að ég hef aldrei verið sátt við það lag, að minnsta kosti ekki í minni útgáfu. Mér finnst útsetn- ingin of þýsk, ef svo má segja, og ekki hæfa textanum vel. Ef ég hefði getað haft meira samráð við Jörn Grauengárd hefði útkoman orðið öðruvísi. Jörn þessi sá um undirleik- inn á flestum plötunum mínum. Hann var mjög þekktur hljómsveit- arstjóri og útsetjari á sínum tíma og spilaði undir og stjómaði plötu- upptökum fyrir marga söngvara. Hann er nýlega dáinn, en gerði sem sagt mikið í músík. Og ég var hepp- in að fá hann, mjög heppin, en samt fannst mér stundum að útsetning- amar hefðu mátt vera svo lítið öðruvísi, sérstaklega miðað við textana, en líka stundum á lögunum sjálfum. Þetta með textana, er þó ekkert skrýtið, því hann heyrði bara lögin og hafði oftast ekki hugmynd um hvað textinn var, hann skildi auðvitað ekki íslensku. — En þýðir þetta að þú hafðir lítið að segja um hvaða lög þú söngst og hvernig þau vom flutt? Já, hljómplötufyrirtækið, Fálk- inn, valdi lögin, ég fékk sendar nótur og texta og var tilkynnt hve- nær ég ætti að mæta í upptökurn- ar. En ég var það heppin að maður- inn minn spilar á píanó og les nót- ur, þannig að ég gat að minnsta kosti æft mig heima. Upptökumar vom mjög strembnar, hlutirnir þurftu að ganga svo hratt fyrir sig. Það var byijað snemma morguns og platan átti að vera tilbúin að kvöldi. Á fyrstu plötunum var allt tekið upp í einu, bæði hljóðfæraleik- ur og sögur og þá varð oft að taka upp aftur og aftur, því það mátti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.