Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIft, c u DÆGURTÓNLIST//iv^) eigaPIL og The The sameiginlegt? Markaðurinn ræður í leit að mark- aðsviður- kenningu John Lydon þegar hannvar Johnny Rotten. Þ AÐ er erfitt að hafa boðskap fram að færa í poppheiminum og þeir eru ekki allir sem geta fært heimsmynd sína í jafn létt- an poppbúning og Bruce Springsteen og U2. Það má reyndar halda því fram að popp- tónlistarmenn með boðskap séu þversögn, því poppiðnaðurinn byggistjú á glysi og sölu- mennsku fyrst og fremst. Það grípur líka margur tónlistar- maðurinn til þess að reyna að aðlaga tónlistina markaðnum til að geta haldið áfram að viðra skoðanir sínar og lífviðhorf þó í glansumbúðum sé. Tveir sem slikt gera eru John Lydon og Matt Johnson. egar Malcolm McLaren setti saman hljómsveitina Sex Pist- ols grunaði hann líklega ekki að sú sveit ætti eftir að leiða pönk- bylgjuna í Bretlandi sem banda- ríska sveitin Ramones hratt af stað. Því síður hefur hann grun- að að söngvarinn sem hann valdi vegna þess hve dónalegur hann var, John Lydon, ætti eftir að standa á eigin fótum sem virtur tónlistarmaður fjórtán árum síðar. Lydon hætti í Sex Pistols á sínum tíma vegna þess að honum fannst sölumennskan hafa borið tónlistina ofurliði og nafn sveitar- innar sem hann stofnaði, Public Image Ltd. (almenningsálit hf.), eða PIL, vísar greinilega til þess. Sú sveit sendi frá sér nýverið plötu sem ber heitið 9. Fyrsta plata PIL var eins konar upphitun og ekki merkileg, en önnur platan, Metal Box, sem reyndar var þtjár tólf- tommur í blikkkassa, var framúr- skarandi tímamótaverk og John Lydon virtist vera að marka nýjar brautir í rokkinu með PIL. Ekki fór þó svo, því þótt plöturnar sem á eftir komu hafi verið fyrirtak á sína vísu voru öllu léttari. Þar hefur Lydon líklega rekið sig á það að til þess að geta gert það sem hann langar verður hann að samræma það því sem hægt er að selja. Hann hefur og valið þá leið að þróa tónlistina sífellt nær poppinu, án þess þó að fórna inni- haldinu. Album frá 1986 var myrk poppplata og Happy? sem út kom ári síðar var angistarfull popp- plata. Á 9 hefur Lydon stigið skrefið til fulls og þeir verða eflaust margir sem álasa honum fyrir það. Hann má þó vel við una, því sem stendur eru allar líkur á að platan færi honum þá mark- aðsviðurkenningu sem hann hefur leitað eftir. 9 er þó ekki létt popp- plata, síður en svo. Hljómsveitin er skipuð sömu mönnum og var á Album og tón- listln er rökrétt framhald af Happy? með klippitextum sem ekki hafa áður verið beittari og markvissari. Matt Johnson og The The Matt Johnson er einnig tónlist- armaður sem leitar að markaðsvið- urkenningu. Hann á einnig litríka fortíð í tónlistarheiminum, en hann hefur rekið hljómsveitarnafnið The The með ýmsum tónlistarmönnum hin síðari ár. Undir því nafni hafa komið út margar af merkari popp/rokk plötum 'seinni ára í Bretlandi, til að mynda síðasta platan, Infected, sem var torskilið metnaðafullt verk sem ekki seldist ýkja mikið. Á sinni nýjustu plötu, Mind Bomb, er annað upp á ten- ingnum og útkoman er einkar aðgengileg poppplata sem er í fullu samræmi við það sem á undan er komið. Á Infected var bölsýni á framtíð vestrænnar menningar alsráðandi og í textarnir spegluðu örvæntingu og sora. Það má segja- að dýpra gat Matt ekki komist með góðu nóti og Mind Bomb er annars eðlis; á plötunni skoðar Matt lífið í raunsærra ljósi og er öllu friðsamlegri. Honum er þó mikið niðri fyrir sem fyrr eins og heyra má í laginu The Beat(en) Generation sem speglar skoðanir hans á tíu ára Thacherisma í Bret- landi og náði nokkrum vinsældum. Mind Bomb er aðgengilegasta plata Matt Johnsons og The The hingað til og um leið heilsteypt- asta plata sem frá honum hefur komið. Líkt og John Lydon hefur honum tekist að laga sig að mark- aðnum án þess að glata trúverðug- leika sínum. WordPerfect 5.0 (Ný útgáfa) 6. júlí og 18. júlí kl. 9-13 4. klst. uppfærslu námskeið fyrir þá sem hafa þekkingu á WP-ritvinnslu 4.1 eða 4.2. Einnig verður námskeið fyrir byrjendur í WordPerfect 4.2 6.-9. júní kl. 9-13. A TH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. eftir Árna Motthíasson GISiLLA fSLAND SUMARHUS ER EKKI BARA FJARLÆGUR DRAUMUR - ÞAÐ SANNA OKKAR VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR í sérflokki ---- Sjon er sogu nkan m iim iiii i yiiiif i — 3. viSr Borðstofa Úr eldhúsi Ztt- i | ■ ir-t J 2-4 manna herbergi Hjonaherbergi Si \| \t;i I! sM SYNIHG 'L’ii •í SYNING í dag og næstu daga í Trönuhrauni 8 Hafnarfirði Okkur hjá TRANSIT hf. er sönn ánægja aó tilkynna yóur aó á 30 ára afmæli fyrirtækis okkar bjóðum við til sölu mjög traust, hlý og vönduð (heilsárs) sumarhús, sem við erum afskaplega stoltir af. Setustofa !RANSITP TRÖNUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652501 Frábært hugvit svo og alúð hefur einkennt alla hönnun og smíði á þessum húsum. Húsin eru mjög hlý vegna góðrar einangr- unar m.a. er 6 tommu einangrun í gólfi og lofti. Tvöfalt verksmiðjugler er í gluggun- um. Allir viðir húsanna eru sérstaklega traustir, svo sem gólfbitar (7,5 cm x 20 cm), þaksperrur og aðrir burðarbitar. TRÁNSIT hf. býður nú glæsilegt sumarhús af GISELLA ÍSLAND gerð, sem er 48 fm að flatarmáli auk 22 fm svefnlofts eða alls 70 fm innanhúss. Auk þess er yfirbyggð verönd 35 fm. Sam- tals eru því 105 fm undir þaki. Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið skoðaður gaumgæfilega af fagmönn- um og vegna hagstæðra viðskiptasamninga okkar getum við haldið öllum kostnaði í algjöru lágmarki. Verð á GISELLA ÍSLAND sumarhúsi óupp- settu er frá kr. 1.250.000,- Við munum á næstu dögum bjóða nokkur hús af GISELLA ÍSLAND gerð á einstöku kynningarverði, sem er aðeins frá kr. 1.110.000,-. Greiðslukjör eru frábær og við erum mjög sveigjanlegir í samningum. DÆMI: 1) Við samning greiðist 15% af verði. 2) Við afhendingu greiðist 40% af verði. 3) Eftirstöðvar greiðast síðan á t.d. 2 árum. Ef þér viljið kynnast GISELLA ÍSLAND sum- arhúsinu nánar, þá verið velkomin í TRÖNU- HRAUN 8, HAFNARFIRÐI, skoðið sýninga- húsið og fáið nánari upplýsingar. ATH. Þeir sem þegar hafa látið skrá sig í sumar, staðfesti pöntun sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.