Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989
C 31
Ónafh-
greindar
tískusýn-
ingardöm-
ur á sjötta
áratugn-
um.
Soffia Karlsdóttir að tjaldabaki í gamla
Sjálfstæðishúsinu.
Helena Eyjólfsdóttir hóf söngferil sinn
barnung. Þessi mynd er tekin skömmu
áður en hún söng opinberlega í út-
varp, aðeins þrettán ára gömul.
SÍMTALIÐ...
ER VIÐ ÖRN SVAVARSSON í HEILSU SF
Það borða
allir ofmikið
„Heilsa, Örn.“
-Já, góðan daginn, ég heiti
Sigurður Nordal, blaðamaður á
Morgunblaðinu.
„Blessaður.“
-Segðu mér, þarf heilsufæði
alltaf að vera bæði vont og dýrt?
„Nei, það þarf alls ekki að vera
vont, það fer bara eftir því hvað
maður lagar úr því, eins og með
annan mat. í sambandi við verðið,
þá ræðast það mikið af þeim fram-
leiðsluaðferðum sem eru notaðar
til þess að framleiða grænmetið,
ávextina eða annað í þeim dúr.
Þama erum við að tala um lífræna
ræktun mikið. Lifræn ræktun
byggist á því að nota lífrænan
áburð og síðan mikilli vinnu til
þess að ná fram góðu grænmeti
eða góðum ávöxtum, þar sem
hefðbundin aðferð notar bara eit-
ur, skordýraeitur, jurtaeitur ill-
gresiseitur og annað þess háttar
til þess að losna við óæskileg at-
riði úr ræktuninni. Með þessu
fáum við mikið hollara grænmeti
eða ávexti og betri. Það hefur
verið prófað á ákveðnum jurtateg-
undum að ef notaður var tilbúinn
áburður, skordýraeitur og annað
þess háttar, þá
datt niður vítamín-
magnið, í því til-
felli C-vítamín,
miðað við þá vöru-
tegund sem var
ræktuð lífrænt.“
-Hvað er þá það
sem er æskilegt að
borða og hvað er
óæskilegt?
„Það er eigin-
lega alveg sama
hvað það er að það
er óæskilegt að
borða of mikið af
því. Það er það
sem við gerum í
þessu velferðarþjóðfélagi, það
borða allir of mikið, þess vegna
verða allir of feitir. Sérstaklega
borðum við of mikið af kjöti og
þess háttar, því það íþyngir
kroppnum í allri meltingu og væri
nær að bæta svolítið meira við
af trefjum, það er það sem okkur
vantar. Það fáum við einmitt úr
grænmeti, úr baunum og fleiru.
Síðan er það svo náttúrulega fisk-
urinn sem ég tel sjálfur að sé
mikið hollustuefni.“
-En er heilsufæði alltaf meg-
randi?
„Í flestum tilfellum er það sem
við köllum heisufæði ekki eins fit-
andi og venjulegur matur. Hins
vegar fer það líka eftir því hvem-
ig er matreitt, þú getur notað
mikið af olíum og svo framvegis
og þær em ekki megrandi í sjálfu
sér, þó það séu hollar og góðar
olíur. En svona gegnumsneitt þá
er auðvitað grænmetisfæði mikið
meira megrandi en mikið kjötát,
það segir sig sjálft.
-En hvernig er með þig sjálfan,
borðar þú bara heilsufæði?
„og borða allan mat, alveg
sama hvort það er gamall íslensk-
ur matur eða nýst-
árlegur erlendur
matur. En ég
borða mikið græn-.
meti því mér finnst
grænmeti gott, og
ég borða líka mik-
inn fisk, bæði af
því að mér þykir
fiskur góður og ég
hef trú á því að
fiskur sé mjög holl
fæða.“
-Það var ekki
fleira, þakka þér
kærlega fyrir og
vertu blessaður.
„Blessaður.“
Örn Svavarsson
Hlutverk Guðmundar Jónsson-
ar í óperu og söngleikjasýn-
ingum Þjóðleikhússins urðu fleiri
en nokkurs annars söngvara, og
auk þess hafði hann í mörg ár
ofan af fyrir landsmönnum með
skemmtilegum og fróðlegum út-
varpsþáttum. Einnig var hann
annálaður fyrir létt skap og góð
tilsvör og því ekki að undra þótt
menn spyrji stundum með eftirsjá:
Hvar er hann Guðmundur núna?
Að vísu má enn fínna söngva-
rann í Sundlaug Vesturbæjar, sem
var hans heilsulind auk neftóbaks-
ins, en eftir að hann hætti að
syngja opinberlega og lét af störf-
um hjá Ríkisútvarpinu hefur hann
alfarið snúið sér að söngkennslu,
auk þess sem hann innheimtir
fyrir Innheimtumiðstöð fyrir höf-
undarréttargjöld.
Á sviðinu í rúm 30 ár
Guðmundur söng í yfir 40 óper-
um og óperettum, auk þess sem
hann söng með kórum og fór með
ýmis önnur söng- og leikhlutverk
á sviði og í útvarpi. Hann söng
titilhlutverkið í fyrstu óperusýn-
ingu Þjóðleikhússins, Rigoletto
eftir Verdi 1951, og var það uppá-
haldshlutverk hans að sögn, eink-
um vegna þess að sérfróðir menn
töldu í fyrstu að hann mundi ekki
ráða við það. Síðasta stóra hlut-
verk hans var gamli maðurinn i
„Silkitrommunni“ eftir Atla Heimi
Sveinsson sem flutt var á Lista-
hátíð 1982, og segist Guðmundur
hafa verið mjög ánægður með
frammistöðu sína þar, „því ég
Vinnustaðurinn er í bilnum
því hann er á ferð og flugi
allan daginn. A gömlu
myndinni er hann í hlutverki
Moby Dicks í Pijónastofunni
Sólin, og varð konu nok-
kurri að orði þegar hún sá
myndina: Voðalega kannast
ég við konuna, vinnur hún
ekki á símanum?
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
GUÐMUNDUR JÓNSSON
ÓPERUSÖNGVARINÚ
Enná
hlaupum
söng ekki nema tvær feilnótur
eftir því sem Atli sagði“.
Aðalstarf Guðmundar var þó
hjá Ríkisútvarpinu, en þar var
hann fyrst fulltrúi tónlistardeild-
arinnar og síðar framkvæmda-
stjóri hljóðvarps. Muna eflaust
margir eftir þættinum hans „Póst-
hólf 120“, auk tónlistarþátta þar
sem hann var með skemmtilegar
uppákomur eins og t.a.m. þegar
hann kynnti fyrir hlustendum
söngkonuna Florence F. Jenk-
ins,„að því hún söng svo skemmti-
lega falskt“, eins og hann sjálfur
segir.
„Þetta var mjög ánægjulegur
tírni," segir Guðmundur, „maður
rauk beint úr vinnunni niður í
pylsuvagn og þaðan upp í Þjóð-
leikhús."
Meiri annir með árunum
Hann lét af störfum hjá
Ríkisútvarpinu fyrir rúmum fjór-
um árum, og hefur að sögn aldrei
haft jafn mikið að gera. „Og ég
sem var búinn að hlakka svo til
að verða gamall,“ segir hann, en,
er svo upptekinn að hann rétt
hefur tíma til að lesa Moggann
og Time Magazine og horfa stöku
sinnum á Derrick og Matlock í
sjónvarpinu. Hann tekur enn í
nefíð og segist ekki mega vera
öllu heilsuhraustari, því nógu sé
hann víst montinn samt.
Guðmundur hafði alltaf kennt
við Söngskólann jafnhliða öðrum
störfum, en hefur nú alfarið snúið
sér að söngkennslunni og útskrif-
að marga góða nemendur eins og
t.d. Kristin Sigmundsson.
En söngkennslan nægði ekki
athafnamanninum eingöngu, því
fyrir nokkrum árum hóf hann að
innheimta fyrir IFH. „Þeir höfðu
átt í vandræðum með að fá
greiðslur fyrir óátekin tónbönd og
myndbönd, og af tækjum sem
notuð voru til upptöku, og vantaði
einhvern til að fara út á vígvöll-
inn. Ég sagðist skyldi kíkja á þetta
fyrir þá, og eftir árið var komin
inn álitleg fjárhæð. Megnið af
þessari fjárhæð fer m.a. í það að
styrkja efnilega söngvara," sagði
Guðmundur, söngvarinn góði.