Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIINilMlftlGAR SUHNUDAGUR, Zf JÚLÍ-lj989 ■ C 23 Árni S. Ingvars- son sjómaður Fæddur 10. mars 1907 Dáinn 26. júní 1989 Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Á morgun verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju afi okkar, Árni Siguijón Ingvarsson, en hann lést í sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 26. júní sl., rúmlega 82 ára. Afi var ættaður frá ísafirði, foreldrar hans voru Sigurlaug Árnadóttir og Ingvar Pétursson. Systkini afa voru Sigmundur, Elí, Þórarinn og Inga, og er hún ein eftirlifandi af þeim systkinum. Ungur er afi tekinn í fóstur að Kambi í Árneshreppi á Ströndum, til þeirra sæmdarhjóna Höliu og Kristins, þar sem hann elst upp með 9 systkinum. Öll eru þau látin, nema Jóhanna Thorar- ensen sem er búsett á Skagaströnd. Afi stundaði lengst af sjóinn, bæði á vélbátum og seinna á togur- um og m.a. var hann lengi á togar- anum Bjarna Ólafssyni AK og mun- um við eldri systkinin eftir honum þar. Alltaf kom afi færandi hendi þegar hann kom heim frá því að selja aflann erlendis og er mér í Einar Guðmunds- son — Minning Fæddur 5. janúar 1920 Dáinn26. júní 1989 Á morgun, mánudaginn 3. júlí, verður til moldar borinn hann Einar afi okkar. Hann lést á Borgarspítal- anum 26. júni. Við eigum margs að minnast um hann afa okkar sem var okkur alla tíð svo kær. Fyrstu ár ævi okkar bjuggum við ásamt mömmu hjá afa og ömmu á Njáls- götunni og upp frá því var okkar annað heimili hjá þeim. Afi var mikill vinur okkar og alltaf reiðubú- inn til að hjálpa okkur hvort sem það var andlega eða veraldlega. Strax í æsku leituðum'við mikið til afa; hann hjálpaði okkur að iíta á björtu hliðarnar og fyrst og fremst hafði hann alltaf tíma fyrir okkur. Við vorum alls ekki þau einu sem nutu góðmennsku hans því afi var alla tíð tilbúinn, til að hjálpa öllum sem með þurftu. Afi var mjög róleg- ur maður sem sagði ekki mikið en hugsaði því meira. Afi og amma voru mjög samhent og lífsglöð, því var alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra á Njálsgötuna þar sem tekið var á móti manni með opnum örmum. Við vitum að afi mun al.ltaf vera hjá okkur þó að hann sé farinn burt héðan á annað. tilverustig. Minningin um hann mun alltaf lifa í huga og hjörtum okkar. Við þökk- um guði fyrir þau yndislegu ár sem við fengum að deila með honum. Eg er kristinn, ég vil þreyja. Jesús, uns þú kallar mig. Ég er kristinn, ég vil deyja, Jesús minn, í trú á þig. Ég er kristinn, ég mun fá. Jesús, þína dýrð að sjá. Ég er kristinn, ég mun gjalda, Jesú prís um aldir alda. (Sb. 1886 - B. Halid.) Um leið og við kveðjum afa þökk- um við honum fyrir alla hans ást og hjálp sem hann hefur veitt okk- ur og mömmu í gegnum árin. Við biðjum algóðan guð að styrkja ömmu og mömmu í sorg þeirra. Einar Páll og Bára t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN H. ÞÓRHALLSDÓTTIR, Sæviðarsundi 33, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 3. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Islands. Rögnvaldur Sigurðsson, Sigríður Guðný Rögnvaldsdóttir, Úlfar Arnason, Bjarni Þór Guðjónsson, Bryndfs Elin Hauksdóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR, Ölduslóð 27, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Jónsson, Sigurður Jónsson, Margrét Stefánsdóttir og barnabörn. fersku minni þegar hann kom heim úr söluferð einu sinni, þá kom hann með hjól handa mér og Árna. Yngri bræðurnir, Gunnar og Gylfi, muna eftir afa þegar hann var kominn í land og farinn að vinna niðri á „Kampi“ eins og það var kallað, en lengst af vann hann hjá Þórði Óskarssyni hf. Marga kaplana kenndi afi okkur að leggja og ósjaldan sat hann við skrifborðið sitt og lagði hann þá kapal við það í herberginu sínu í blokkinni og síðar í stofunni á Höfða, eftir að hann flutti þangað. Afi tók virkan þátt í félagsstörf- um á Akranesi, einkum starfaði hann mikið í sjómannadeildinni í Verkalýðsfélaginu á Akranesi. Lengi var hann formaður þar, og sat hann þ_á mörg þing Sjómanna- sambands íslands. Líf og störf sjó- manna áttu hug hans allan og var hann heiðraður með merki sjó- manna sem þakklæti fyrir hans störf á þeirn vettvangi. Málefni sjó- manna og verkalýðsbarátta var honum mikils virði, enda sannur sjó- og verkamaður. Einnig tók afi virkan þátt í starfi Alþýðubanda- lagsins á Akranesi. Afi giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ónnu Guðmundsdóttur frá Kolbeinsvík á Ströndum, þann 29. des. 1928 og áttu þau 60 ára hjú- skaparafmæli- i desember sl. Þau hófu búskap sinn fyrst á Fiskanesi við Steingrímsfjörð, þar fæddust þeim eldri börnin Guðmundur og Sveinsína. Guðmundur er giftur Elínu Lúðvíksdóttur og eiga þau 5 börn, Sigurbjörgu, Önnu Jónu, Pét- ur, Berglindi og Birki. Sveinsína er gift Sigurði Elíassyni og eiga þau 4 börn, Árna, Klöru, Gunnar og Gylfa. Afi og amma flytja svo seinna að Sólheimum í landi Hafnarhólms í sömu sveit. Meðan þau eiga heima þar, eignast þau tvíburana Sigur- laugu og Auði. Sigurlaug er gift Árna Sigmundssyni og eiga þau 5 börn, Heiðar, Elínu, Önnu Signý, Hjördísi og Sigríði. Auður er gift Bjama Ásgrímssyni og eiga þau 3 börn, Önnu, Sólrúnu og Benedikt. Meðan þau bjuggu á Sólheimum fór afi að stunda sjóinn fyrir sunn- an, svo að þau fluttu sig til Akra- ness árið 1946. Lengst af áttu þau heima á Austurvöllum eða Akur- gerði 13, en seinni árin hafa þau átt heima á Dvalarheimilinu Höfða, þar sem þeim leið vel. Þegar þang- að kom sýndi afi að margt var hon- um til lista lagt, hann óf þar marg- ar mottur sem flest okkar afabarna hans eigum eftir hann, einnig bjó hann til bakka og körfur. Við viljum þakka afa okkar allt það sem hann kenndi okkur og gerði. Starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Höfða þökkum við fyrir góða umönnun, einnig starfsfólki á Sjúkrahúsi Akraness. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, þinn söknuður er mikill, Guð veri með þér á þessari erfiðu stund. Guðmundur, mamma, Sigurlaug og Auður, okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar og fjöl- skyldna ykkar. Blessuð sé minning afa okkar. Árnl, Klara, Gunnar, Gylfi og fjölskyldur þeirra. INNANLAMSDEILD - Símar 91-624040 og 624214 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Reykjavik-Hveragerði, gist á Hótel Örk Hveragerði-Höfn í Hornafirði, gist á Hótel Höfn Höfn—Egilsstaóir, gist á Hótel Valaskjálf Egilsstaðir—Seyðisfjörður—Húsavík, gist á Hótel Húsavík Húsavík-Mývatnssvæðið-Akureyri, gist á Hótel Norðurland Akureyri-Dalvík-Ólafsíjörður-Blönduós, gist á Hótel Blönduós Blönduós-Kjölur-Reykjavík Verð pr. mann í tvíbýli kr.34.900,- Innifalið: Aliur akstur, gisting með morgunverði og leið- sögn. Aukalega er hægt að fá hálft fæði. Börn innan 15 ára fá 50% afslátt í herbergi með foreldrum og með eigin svefnpoka. EYJAFJALLAFERÐ - ÆVINTÝRALEG DAGSFERÐ Á HESTUM YFIR FIMMVÖRÐUHÁLS Farió upp með fossum Skógar, yfir Fimmvörðuháls og göngu- ferð niður í Þórsmörk. Þetta er cinhver stórkostlegasta dagleið á íslandi. Brottför frá Skógum: Alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst. Verð pr. mann kr. 6.900,- (maki greiðirikr. 6.200.~ Börn yngri en 14 ára greiðaikr. 3.400,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.