Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 15
V MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 C 15 Þær lifa / skrifum rithöfunda koma fram þau áhrif sem þeir verða fyrir, — þessa heims eða annars. Hvað annað hefur haft áhrif á þig, aðrir höfund- ar, þjóðsögur.. .? Það er athyglisvert en í raun og veru er aðeins hið dulræna og yfir- náttúrulega í bókunum byggt á minni eigin reynslu. Reyndar eru fyrirmyndir mínar fáar og einfaldar. Ævintýrið eða sagnaminnið um feg- urðina og ófreskjuna. Afskræmið sem góð sál bjargar með gæsku sinni. Hin fyrirmyndin sem hefur orkað sérstaklega sterkt á mig er japönsk kvikmynd, Kwaidan (Aftur- gangan), eftir Kobayashi. En tekur þú ekki mið af einhverju sem „lesendur vilja fá“? Nei. Ég veit svo sem fullvel hvem- ig maður skrifar „bestseller", met- sölubók, „sem fólk vill fá.“ — En ég verð að skrifa — eins og ég skrifa. Það verður að vera satt. Söguhetjumar em lifandi, orka á mig. Ég græt í viku ef einhver sögu- persóna verður að deyja. Til dæmis? Mér þótti vænt um Sunnu, hún dó ung, ekki nema tuttugu og sjö ára. Varhún ekki nom, brennd á báli? ísfólkið varð að deyða hana áður en til þess kæmi. Henni var því forð- að frá kvalarfullum dauðdaga. Att þú einhverjar fleiri eftirlætis- persónur af ætt Isfólksins? Já, mér þykir vænt um Heiki og svo Marco. — En athugaðu að mynd- in af Marco á fertugasta og fimmta bindi er kolvitlaus. Þetta er ekki minn Marco. Teiknarinn og ég erum ekki alltaf sammála. íslenski titillinn á þessu bindi er líka misvísandi; þar var rangt að nefna það „Böðulinn“. Böðullinn í sögunni er ófétið hann Lynx, en Marco er miklu stærri per- sóna. Á norsku heitir sagan „Leg- Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Bjami Krístín Ósk Hlynsdóttir eintök og þau hafa á sama tímabili verið lánuð 90 sinnum, tæplega 13 sinnum hvert eintak. Blóm ástar- innar eftir Theresu Charles er til í sjö eintökum og voru þau lánuð í 42 skipti á þessum fimmtán mánuð- um, hvert eintak 6 sinnum. Þessar tölur gefa sterka vísbend- ingu um að Margit Sandemo eigi stóran lesendahóp á íslandi. — En hvað er það sem lesendur sækja í bækur hennar? Kristín Ósk Hlyns- dóttir starfsmaður á bókasafninu var í aðstöðu til að fræða blaða- mann um það. Hún hefur lesið 41 bindi af þeim 45 sem hafa komið út í ísfólkinu. Hún sagðist fá bækurn- ar lánaðar hjá vinum og kunningj- um eða þá á bókasafninu. Kristín sagði að bækurnar um ísfólkið hefðu ýmislegt sér til gildis; þær væru handhægur lestur, yfirleitt væri hver saga lesin frá upphafi til enda á einni kvöldstund. „í bókunum er sambland af öllu. Þær eru spennandi, sorglegar, djarfar. — Og á köflum mjög fyndn- ar. Ýmsar lýsingar t.d. af nornum og skrýmslum jvirka ókunnuglega og skringilega á mann.“ Kristín taldi sögurnar um ís- fólkið endast tiltölulega vel, þótt bindunum í safninu fjölgaði. Þó yrði það að segjast að í seinni tíð væru tengsl sögupersóna orðin heldur flókin og erfitt að halda átt- um. Sögupersónur væru íjölmargar og sumar óháðar rúmi og tíma. Ættartréð sem er birt í bókunum væri tvíeggjuð blessun; hún hefði staðið sj'álfa sig að því að líta á ættartöfluna í síðari bindum til að athuga hvemig söguhetjurnar pör- uðust saman. enden om Marco“ (Goðsögnin um Marco). Yfirnáttúrulegt Þú sagðir áðan að þú vissir hvað þyrfti í „bestseller“ og fólk kaupir þínar bækur. Hvaða frumþætti þarf í „afþreyingarróman“? Að sjálfsögðu ást og rómantík. Dulúð, ofurlítið af glæpum öðru hvoru, ógn og skelfingu og svo kynlíf. — Að skrifa um kynlíf var í upphafi erfitt fyrir mig; ég er nú af þeirri kynslóð. Og það verður að vera sþenna í sögunni. Og síðast en ekki síst í mínum bókum er hið yfir- náttúrulega áberandi, sérstaklega ísfólkinu. Er það ekki í samræmi við tíðar- andann undanfarin ár? Hið yfirnáttúralega hefur fylgt mér lengi. Ég hef séð verar, persón- ur eða „vofur“ af öðram tilverustig- um síðan ég var átta ára. Verð var við eitthvað þrisvar fjóram sinum á ári. Nú er lesendum lofað nýrrí bóka- röð, „Galdrameistaranum", þegar Isfólkinu lýkur í haust. Verður hún byggð á dulrænni reynslu þinni? „Galdrameistarinn", á norsku verður hún kölluð „heksemesteren" (nomameistarinn, nornahöfðinginn). Sagan á að gerast á sautjándu öld. Hún fjallar ekki svo mjög um hið yfirnáttúrulega beinlínis heldur galdra og þjóðtrú. Ég á eftir að skrifa söguna og vil helst ekki spá, — að minnsta kosti ekki á meðan ég hef ekki kristalkúluna mina. En hún verður öragglega ekki jafnlöng og Isfólkið því aðalpersónan verður bara ein. Ég veit ekki enn hvar hún gerist. Kannski á íslandi? Hraðlestrarnámskeið Sumarnámskeið í hraðlestri hefst 19. júlí nk. Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust? Nú er tækifæri fyrir þá sem vilja auka lestrar- hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna. Skráning í símum 641091 og 641099. Hraðlestrar- skólinn. 3 • irm ~m S) ajuiiqimk. SÆNGUR 0GK0DDAR í miklu úrvali Umboðsmenn: Fatabúðin, Reykjavík Saumalistinn, Reykjavík Smáfólk, Reykjavík Verið, Reykjavík Vatnsrúm hf., Reykjavík Saumasporið hf., Kópavogi Verslunin Draumaland, Keflavík Kjarni hf., Vestmannaeyjum Ástubúð, Patreksfirði Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík Baðstof an, fsafirði Verslunin Vík, Ólafsvík Verzl. Gunnars Sigurðss., Þingeyri Augsýn, Akureyri Akurvík, Akureyri Gestur Fanndal, Siglufirði Vatnsrúm hf., Akureyri Verslunin Fólk, Seltjarnarnesi KASK, Höfn, Hornafirði Kf Húnvetninga, Blönduósi Raftækj avinnustofan, Ólafsfirði Kf Hafnfirðinga, Hafnarfirði Kf Miðvangi, Hafnarfirði Oskum eftir fleiri umboðsmönnum. ia Vörumarkaðurinn Kringlan 8-12, s: 685440 - 685459 8 Kann? |iú níl? rij? sintannn,er ■ 3/67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.