Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989
1ÆXXUASJ!/Eignast Fœreyingar atvinnuleikhús?
Sjónleikamfélagið
ræður leikhússtjóra
Færeyskt leikhús hefur verið nokkuð I sviðljósinu hér á íslandi
síðustu vikumar. Tveir gestaleikir færeyskir hafa verið fluttir í Þjóð-
leikhúsinu með stuttu millibiii; í lýsing og Framá, hvorutvegga prýði-
legar sýningar sem benda óhikað til þess að leiklist í Færeyjum er
á góðum vegi stödd. Atvinnuleikhús hefur þó átt erfitt uppdráttar
í Færeyjum en nú hyggur Sjónleikarafélag Þórshafnar á breytingar
þar á og hefur ráðið sér leikhússtjóra í fullt starf, Gullu Öregaard,
sem starfað hefur að leiklist í ein 25 ár og er því flestum hnútum
kunnug í færeysku leiklistarstarfí.
Gulla Öregaard var stödd hér í
íslandi í liðinni viku í tengslum
við gestaleikinn Framá og ég not-
aði tækifærið og forvitnaðist í
stuttu spjalli um leikhússtarf í
Færeyjum og
framtíðaráform
Sjónleíkarafé-
lagsins.
Gulla hefur
verið formaður
Bandalags fær-
eyskra leikfélaga
(MAF) í ein fimm
ár og hún segir
að í gegnum það starf hafi hún
haft mikil samskipti við leiklistar-
fólk á norrænum vettvangi og sérs-
taklega við leikhúsfólk frá ís-
landi.„Þessi samskipti hafa skipt
okkur í Færeyjum afskaplega miklu
máli og við höfum lært mikið og
fengið innblástur frá norrænum
starfsfélögum okkar. Leiklist í Fær-
eyjum og á íslandi eiga einnig
margt sameiginlegt, vegna þess að
menning og þjóðlíf eru um margt
svipuð. En það er einnig afskaplega
mikilvægt fyrir okkur að tileinka
okkur slík áhrif á þann hátt að
okkur í Færeyjum takist að skapa
þjóðlega færeyska leiklist," sagði
Gulla í upphafi þessa spjalls.
Gulla hefur verið formaður Sjón-
leikarafélags Þórshafnar frá því 1.
apríl í fyrra og hún sagði að stjóm
félagsins hefði komist að þeirri nið-
urstöðu að tími væri kominn fyrir
breytingar á skipulagi félagsins.
„Við töldum að leikfélagið myndi
ekki þrífast án þess að leikhússtjóri
yrði ráðinn að félaginu en fram til
þessa hefur öll vinna við leikfélagið
verið ólaunuð. Hugmyndin er sú að
leikhússtjórinn þrói uppbyggingu
leikfélagsins áfram í samstarfi við
stjómina með það fyrir augum að
raunverulegt atvinnuleikhús verði
til í Færeyjum fyrr en seinna."
Sjónleikarafélag Þórshafnar hef-
ur áður komist það langt að ráða
sér leikhússtjóra, Eyðun Johannes-
sen sem er mörgum áreiðanlega að
góðu kunnur hér á íslandi. Sú til-
raun rann þó út í sandinn — mest-
megnis vegna fjárskorts — en Gulla
tiltekur þó einnig aðrar ástæður:
„Verkefnavalið á þeim tíma var í
bland nútímalegt og framsækið, en
einnig voru sígild verk flutt undir
stjóm Eyðuns. Þetta var óskaplega
spennandi leikhús fyrir leikhús-
fólkið en við vorum kannski dálítið
á undan samferðafólki okkar. Þetta
var evrópskt leikhús en hið þjóðlega
og færeyska varð dálítið útundan.
Undanfarin ár hefur lítill hópur leik-
ara reynt að halda úti atvinnuleik-
hópi, Grímu; þau hafa starfrækt
kvöldskóla þar sem ungir áhuga-
leikarar hafa fengið undirstöðu-
þjálfun og það fínnum við strax að
hefur góð áhrif á leiklistarstarfið í
Færeyjum. Gríma hefur einnig náð
góðum listrænum árangri en stuðn-
ingur hins opinbera hefur verið af
skomum skammti. Samstarf okkar
Gulla Öregaard, nýráðinn leik-
hússtjóri Sjónleikarafélags
Þórshafnar í Færeyjum.
í MAF við Grímu hefur verið mikið
og gott síðustu árin og er ein af
undirstöðunum fyrir Leikhús Fær-
eyja sem nú er í undirbúningi."
Gulia segir að til þess að forðast
þessar gildrur sem fellt hafa at-
vinnuleikhús í Færeyjum til þessa
ætli Sjónleikarafélagið að sækja
fram á tvennum vígstöðvum. Við
geram okkur vonir um að Leikhús
Færeyja verði að veraleika þar sem
atvinnuleikhús og áhugaleikstarf
geti farið saman. Þetta era samtök
sem Lögþingið mun lögfesta og
veita fjármagni til. Stjóm þessa
mun síðan deila út peningunum til
bæði atvinnuleikhópa og áhugaleik-
hópa. Hvemig þetta samstarf svo
blessast verður að koma í ljós.
Hvað varðar verkefnavál Sjónleik-
arafélagsins þá höfum við fullan
hug á að fá til samstarfs við okkur
færeyska rithöfunda og fá frá þeim
leikrit um færeyska sögu og fær-
eyskan samtíma. í því skyni höfum
við fengið einn af okkar yngri höf-
undum til að skrifa söngleik sem
Qallar um ungt fólk í Færeyjum,
samskipti þess innbyrðis og tengsl
þess við foreldrana og eldri kynslóð-
imar. Fjármálin era auðvitað vandi
hjá okkur einsog öllum leikhúsum
og við vonum auðvitað það besta
og framtíðarstefnan er sú að við
Sjónleikarafélagið verði ráðnir at-
vinnuleikarar en ekki bara leik-
hússtjóri."
Gulla Öregaard hefur ekki setið
auðum höndum frá því hún tók við
starfi leikhússtjóra, því í undirbún-
ingi er viðamikil sýning á Antigónu
Sófóklesar sem framsýnd verður í
Norræna húsinu í Þórshöfn þann
11. nóvember. Þetta er samstarfs-
verkefni Norræna hússins og Sjón-
leikarafélagsins og markar upphaf
nýrrar stefnu í leikhúsmálum Fær-
eyja. „Okkur fannst vel við hæfi
að velja til sýningar á þessum tíma-
mótum verk, sem tengdi okkur við
upphaf leiklistarinnar. Með þessu
verkefni hverfum við til upphafsins
en beinum um leið sjónum fram á
veginn."
Héðan frá íslandi fylgja allar
góðar óskir til Færeyinga um vel-
gengn; í leiklistinni á þessum tíma-
mótum og er ekki að efa að sam-
starfið milli landanna tveggja á eft-
ir að blómstra hér eftir sem hingað
til.
eftir Hóvar
Sigurjónsson
Guörún Birgisdóttir og Martial Rardeau
SÍGILD TÓNLISTÆr Laugamesib
hetri tónlistarvettvangur en
undirheimar Parísar?
Flautudúett
í SUMAR hefur Listasafh Sigur-
jóns Ólafssonar boðið uppá
kammertónlist á þriðjudags-
kvöldum, en listasafhið er einkar
vel fallið undir kammertónlist.
Svo er líka óskaplega notalegt
að fá sér kaffi og með’ðí og horfa
á útsýnið frá Laugarnesinu.
En forvitnumst eilítið um tónlist
þriðjudagskvöldsins næsta. Það
verður samstilltur dúett Guðrúnar
Birgisdóttur og Martials Nardeau,
en þau hjón hafa spilað saman allt
frá námsárunum í
París á fyrstu bú-
skaparárunum og
það má kannski
segja að fyrstu
uppákomur dúós-
ins hafi verið í
göngum neðan-
jarðarlestanna þar
syðra.
En nú er önnur tíð, tími námsár-
anna liðinn og þau hjón sest að í
Kópavoginum og bæði kenna þau
á þverflautu við Tónlistarskólann
þar og auk þess hafa þau spilað
víða, t.a.m. í óperunni í vetur og
við hin ýmsu tækifæri, bæði saman
og sundur. Tónieikarnir í Listasafn-
inu eru kærkomið tækifæri til að
endumýja verkefnin.
Efnisskráin verður hin fjölbreytt-
asta. Verkin verða mörg og stutt
og allt„orginal“ tónlist fyrir flautur.
Fyrsta verkið er konsert frá
rókokkótímabilinu eftir Francois
Couperin (1668-1733) og síðan
Allegro og Menuett eftir Beethoven
(1770-1827), en þetta er víst eini
flautudúettinn sem hann samdi. Þá
leika þau verk eftir bræðuma Franz
og Karl Doppler, sem voru uppi á
fyrri hluta 19. aldar og pólskir að
uppruna, og heitir verk þeirra
Souvenir de Praque op. 24.
Eftir smáhlé fáum við yngri tón-
list og hefst seinni hluti á verki sem
John Cage (1912) samdi uppúr
1935, og þá verður dúó eftir ítalskt
tónskáld, Petrassi (1904), og heitir
það Dialogo Angelico, og síðasta
verkið á efnisskránni var samið
1973, fyrir tvær flautur og segul-
band og er eftir Svíann Ame Mell-
nás (1933) sem hann samdi árið
1973, en Martial spilaði einmitt
verk eftir hann á Norrænum tónlist-
ardögum árið 1986.
Þessir dúettar eru verk sem Guð-
rúnu og Martial hefur lengi langað
til að spila, flölbreytt efnisval, róm-
antík, klassík og ný tónlist sem
spannar 200 ár.
Meðleikari Guðrúnar og Martials
er Snorri Sigfús Birgisson píanó-
leikari og tónskáld og svo auðvitað
segulbandið.
Miðaverðinu er stillt í hóf, 350
kr., og tónleikarnir heijast kl.
20.30. Góða skemmtun.
eftir Jóhönnu
Þórhollsdóttur
DJASS/Ei? Wynton Marsalis arftaki Miles Davis?
FráfortíÖ tilframtíðar
JÖ FADDIS er nýforinn frá Reykjavík með trompetinn sinn en nóg má
fiá af trompeti samt. Miles Davis og Wynton Marsalis hafo sent frá sér
nýjar skífur sem fást í öllum skárri hljómplötuverslunum hérlendis.
Skífa Miles nefnist Amandla (Warner bræður) en skífa Wyntons The
majesty of the blues (CBS). Ég fjalla um skifii Miles í grein um meistar-
ann sem birtist vonandi brátt í þessu blaði — en eitt get ég sagt strax:
Hann hefur ekki gert betri skífii síðan Bitches Brew - og gömlu geggj-
aramir sem þoldu ekki allt rafinagnið fá eitt númer með sveiflu og
þessum guðdómlegasta tóni sem úr trompet hefiir borist.
Miles er enn meistari meistaranna
og ekki ótrúlegt að skífan verði
valin skífa ársins í down beat — og
þó; Miles hefur ekki átt upp á pall-
borðið hjá gagnrýnendum síðustu
árin frekar en þeir
hjá honum. Wynton
Marsalis hefur ver-
ið þeirra maður og
Wynton blæs flest-
um betur en hann
á langt í land að
nálgast Miles Dav-
is. En eitt skilur
Wynton jafvel og
Miles skildi á æskuárum sínum: þú
verður að þekkja fortíðina til að
byggja upp framtíðina og það kemur
svo sannarlega í ljós á nýju Marsalis
skífunni. Flestir tónlistarmenn hrær-
ast í núinu án þess að þekkja haus
né hala á því sem áður hafði verið
gert og búi þeir ekki yfír snilligáfu
verður tónlist þeirra alla ævi daufur
endurrómur bestu samtíðarmann-
anna — þekki þeir fortíðina jafnvel
og samtíðina hafa þeir aukna mögu-
leika á að skapa eitthvað nýtilegt.
The majesty of the blues hefur
að geyma þijú verk: The majesty of
the blues, Hickory diekory dock og
The New Orleans function, svítu í
þremur þáttum: The death of jazz,
Premature autopsies og Oh, but the
third day. Sextett Marsalis leikur:
auk hans Marcus Roberts píanóleik-
ari sem var með honum á síðustu
skífu hans og svo nýliðanTodd Will-
iams á tenór og sópran, Wes Ander-
son á altó, Reginald Veal á bassa
og Herlin Riley á trommur. I New
Orleans svítunni bætast lítt þekktir
gamlingjar frá New Orleans í hóp-
inn: Teddy Riley trompet, Freddie
Lonzo, básúnu og Michael White,
klarinett — auk þess gítaristinn átt-
ræði Danny Barker sem slær hér
banjó. Hann muna margir af plötum
með Chu Berry, Lionel Hampton og
Teddy Wilson.
Wynton fer ekkert í grafgötur með
að skífa þessi er afrakstur 'athugana
hans á verkum Duke Ellingtons og
Jelly Roll Mortons. Hann er farinn
að pæla í hljómsveitarverkum frum-
heijanna. Árangurinn er þrasugóður
og í titilverkinu er jungelstíll Eliing-
tons alsráðandi. Marsalis blæs í anda
Bubbers og Cooties, en þegar kemur
að Todd tenórista verða stílbrot:
hann blæs í þessum eilífa Coltrane
stíl sem Breeker hefur þróað áfram
og ungir tenóristar virðast ekki geta
losað sig við. Hann er mun fijálsari
í Hickory dickory dock þar sem hann
blæs í sópran.
Við könnumst við nafn svítunnar
New Orleans Function úr verki
Armstrongs þar sem hann flettaði
sorgar- og gleðimörsum saman í Iýs-
ingu á New Orleans jarðaför. Enda
upphefst verk Marsalis eins: Við er-
um minnt á Free as a bird, þá St.
James Infirmary, síðan tekur Elling-
ton minni við: Black and tan fant-
asy. Wes Anderson lofar góðu sem
altisti og hljómsveitarstjórinn gengur
í smiðju Henry Red Allens, hvort sem
það er sambland af Annstrong og
Clifford Brown eða hreinn Allen.
Millikafli svítunnar er löng predikun
séra Jenímíasar sem Staniey Crouch
skrifaði eftir hugmyndum Wyntons.
Bragðlítið og rislítið. Þó hugsunin
sé góð: hvemig peningavaldið reynir
að mala hina lifandi list — skreytt
með Ellingtonrómantík, en Ellington
var ekki eins og við vildum að hann
hefði verið heldur eins og hann var,
en það er efni í heila grein. Þessu
hefði mátt gera skil í stuttum hnit-
miðuðum texta, en sem betur fer er
lokakaflinn æði og minnir á Dirty
Dozen lúðrasveitina.
Miles klippti oft tveggja tíma verk
niður í níu mínútur - en það kunna
fæstir eftir að harðstjóm þriggjamín-
útna laganna á 78 snúninga plötun-
um heyrði sögunni til og þó stytta
hefði mátt svítuna fer éitt þó ekki
milli mála: ég hef aldrei skemmt mér
jafnvel við að hlusta á Marsalis-skífu
— sama hvort fornafnið var Wynton
eða Branford.